Dagfari - 12.07.1906, Qupperneq 4
í seinni tíð verið eitthvað órólegur
út af peningavandræðum. Hafði
hann í vor ráðizt sem kúasmali í
Vopnafirði og var á leið í þá vist,
er síðast spurðist til hans; ætla menn,
að hann hafi fyrirfarið sjer.
Það slys vildi til á Vopnafirði
fyrir skenistu,. að færeyskur sjó-
maður meiddist allmikið, skaut úr
byssu, en hlaupið sprakk, og lenti
nokkuð af skotinu á manninum,
mest í andlitið. Pó kvað læknirinn,
að hann mund eigi bíða bana.
Skip.
Egill kom að norðan l.júlí og fór til
útlanda sama dag.
Kong Helge kom 3. júlí og fórhjeðan
til útlanda daginn eftir.
Kong Inge kom frá^útlöndum 4. júlí.
Farþegjar: Jóhann Sigurjónsson, skáld, stú-
dentarnir: Guðjón Baldvinsson og Karl
Sæmundsson, frú María Havsten (kona
Chr. Havstens kaupstjóra), OddurThoraren-
sen, lyfsali á Akureyri, með frú sinni og syni,
frú Mylius Erichsen og frú Jörgensen, er
bíða hjer Grænlandsskipsins Danmerkur. Ingi
fór daginn eftir norður; hafði meðferðis
mikið af vörum til Myliusar Erichsen og
fjelaga hans.
Nordkyn kom hingað 7. júlí beina leið
frá Noregi.
Hólar komu að norðan sama dag. Far-
þegjar: Stefán Guðmundsson, verzlunarfull-
trúi, og P. Biering, verzlunarmaður, Arthur
Gook, enskur trúboði.
Prospero kom frá útlöndum 9. þ. m.
Farþegjar: Eggert Laxdal, kaupm. á Akur-
eyri, og frú Guðrún Wathne.
Lögtaks verður krafist á óborg-
uðum safnaðargjöldum, samanbr.
3. tölubl. Dagfara, sjeu þau eigi
greidd undirrituðum fyrir lokþ. m.
Eskifirði 5. júli 1906.
í umboði sóknarnefndarinnar.
M. Magnússon.
Auglýsing.
Undirritaðir gera hjer með
kunnugt, að finnist hestar og naut-
gripir á túnum okkar og engjum,
má búast við, að þeir verði teknir
og settir inn, þangað til þeir
verða útleystir.
Esklfjarðarseli og Borgum 9. júlí 1906.
Kjartan Pjetursson. Jón Kjartansson.
Pjetur Kjartansson.
Tryggvi Hallgrímsson.
IÐUNN
:= klæðaverksmiðjan í Reykjavík =:
sem tók til starfa fyrir rúmu ári síðan, hefir nú þegar haft meiri eða minni viðskipti við öll hierr.ð landsins, enda livar-
vetna verið vei tekið, sem vænta mátti.
IÐUNN vonast eptir að geta framvegis átt e n n m e i r i viðskipti við landsmenn, nær og fjær, þar sem hún hefir
nú fært út kvíarnar og bætt við sig vinnuvjelum og starfsmönnum að miklum mun.
IÐUNN tekur að sér: að búa til dúka úr al-ull og sömuleiðis úr ull og tuskum (p r j ó n a-tuskum); að kemba
ull í lopa; að þæfa, lóskera og pressa heima-ofið vaðmál; að lita vaðmál, band, ull o. fl.
IÐUNN mun gera sjer alt far um að leysa verk sitt svo fljótt og vel af hendi, að hún geti fullnægt öllum
sanngjörnum kröfum manna í því efni. — Aðaiverkstjórinn er útlendur maður, sem vel kann að verki, og leysir starf sitt
af hendi með stakri vandvirkni og samvizkusemi.
ÍÐUNN vonast eftir því, að landsmenn skipti að öðru jöfnu fremur við innlenda verksmiðju en útlenda.
fptgr Meginregla verksmiðjunnar: Goit efni Vönduð vinna Fljót afgreiðsla.
Heiðruðum viðskiptamönnum út um land er haganlegast að snúa sjer að öllu leyti til umboðsmanna IÐ-
UNNAR þar sem í þá verður náð. Hafa þeir til sýnishorn af öllu og verðskrá yfir allt, sem verksmiðjan vinnur,
og geta að öðru leyti gefið mönnum allar nauðsynlegar upplýsingar verksmiðjunni viðvíkjandi.
Umboðsmenn IÐUNNAR eru nú þessir:
Akranesi: Guðm. Guðmundsson verzlunarstjóri. Á
Borgarnesi: Þórður Jónsson bókhaldari.
Ólafsvík: Jón Proppé verzlunarstjóri.
.Stykkishólmi: Sveinn Jónsson snikkari.
Flatey: Páll Nikulásson verzlunarmaður.
Patreksfirði: Hafliði þorvaldsson verzlunarmaður.
Bíldudal: Jón Sigurðsson verzlunarmaður.
Dýrafirði: Jóhannes Ólafsson alþingismaður.
Önundarfirði: Ouðm. O. Sverrisen ljósmyndari.
ísafirði: Þorsteinn Ouðmundsson kiæðskeri.
Aðalvík: Guðmundur Sigurðsson kaupmaður.
Steingrímsfirði: Guðjón Gnðlaugsson alþm., Kleifum.
Hvammstanga: Þorsteinn Hjálmarsson smiður.
Blönduósi: Jón Ó. Stefánsson verzlunarmaður.
Skagaströnd: Bened. Benediktsson bóndi, Bergstöðum. í
Sauðarkróki: Árni Björnsson prestur.
Siglufirði: Guðm. Th. S. Guðmundsson kaupmaður. Á
Á Eskifirði og Reyðarfirði: Verzi
Húsavík: Benedikt Jónsson frá Auðnum.
Akureyri: Otto Tulinius kaupmaður.
Kópaskeri: Einar Vigfússon, Ærlæk í Axarfirði.
Þórshöfn: Steindór Gunnlögsson verzlunarmaður.
Bakkafirði: Halldór Runólfsson kaupmaður.
Vopnafirði: Kristján Eymundsson. Fáskrúðsbökkum.
Borgarfirði: Marín Sigurðardóttir húsfrú.
Seyðisfirði: Guðmundur Þórarinsson verzlunarmaður.
Mjóafirði: Vilhjálmur Hjálmarson hreppstj., Brekku.
Fáskrúðsfirði: Verzlun Thor E Tulinius.
Stöðvarfirði: Þorsteinn T. Mýrmann, kaupmaður.
Breiðdalsvík: sami.
Djúpavogi: Þórhallur Sigtryggsson verzlunarmaður
Hornafirði: Verzlun Thor E. Tulinius.
Vík: Halldór Jónsson umboðsmaður.
Vestmannaeyum: Gísli J. Johnsen kaupmaður.
Eyrarbakka: Filippía Árnadóttir fröken.
un Carl D. Tulinius Efterf.
68
-<Jeg kom til að sækja litlu ástina okkar. Hum» —.
«Hún». Stundi hersirinn.
«Já, faðir minn! Hún heyrði eitthvert kvöldið heima, að við
töluðum um það okkar í milli, að þú ætlaðir að taka lítinn dreng til
fósturs. Nú lítur svo út, sem hún hafi þá látið snoðklippa sig og
fengið föt hjá Bobby Butterwick, og — —»
I þessum svifum vaknaði drengurinn og nuggaði augun
»Pabbi minn, elsku góði pabbi!« Svo mundi hann allt í einu.
hvernig í öllu lá. »Nei, nei, Bobby hefur sagt eptir mjer, og samt
iofaði hann mjer að gera það ekki! Hann er mesti ódrengur, já, það
er hann! »Það hefði jeg ekki gert. Afi, elsku afi minn, — jeg er
ekki drengur! Jeg er aðeins svoiíti! stelpa. Jeg'ætlaði mjer að reyna
að koma því svo fyrir, að þjer þætti vænt um mig, til þess að þú
fyrirgæfir pabba og mömmu, því það mundi gleðja þau stórlega.
Jeg vildi óska, að jeg hefði getað verið lengur hjá þjer, afi minn. —
Ertu ákaflega óánægður með það, að jeg er að einsstelpa? Ertu það,
afi minn? Þetta er alltsaman honum Bobby að kenna; jeg skal aldrei
trúa honum fyrir neinu hjer eptir. Elsku góði afi minn, vertu nú
ekki lengur í vondu skapi, fyrirgefðu pabba mínum og verið þið
vinir aptur!«
Hersirinn rjetti syni sínum hendina og hann tók henni fegins-
hendi og vöknaði um augu. Því næst sneri gamli hermaðurinn sjer
að litlu stúlkunni í skitnu fötunum hans Bobby, tók hana í faðm sjer
og sagði nokkuð skjálfraddaður.
»Litla, góða vina mín, taktu þennan koss heim með þjeríkvöld
til mömmu þinnar og bið þú hana um að vera ekki lengur reiða við
hann afa þinn. Gerald, góði drengurinn minn? Faðir þinn hefur
breytt harðneskjulega gagnvart þjer, — en árin hafa hegnt honum fyrir
það! Hjer eptir skulum við vera vinir.
Úrfesii úr silfri — þrí-
brofin — hefur tapazt á
leiðinni frá Eskifirði og út
að Karisskáia. Finnandi er
beðinn að skila henni til
ritstjóra Dagfara. Sann-
gjörn fundarlaun verða
borguð.
Tapazt hefir lítiiI lyklahringur,
með fáeinum lyklum I. Finnandl
skill á skrifstofu Dagfara gegn
fundarlaunum.
Brunabóta
fjelagið,
»Det kongl. octr. alm. Brandassu-
rance-Compagni« tekur til ábyrgðar
gegn tjóni af eldsvoða: hús, vörur,
innanhúsmuni, lifandi pening o. fl.
Menn snúi sjer til undirritaðs um-
boðsmanns fjelagsins, sem gefur
allar nauðsynlegar upplýsingar.
Carl D. Tulinius Efterf., Eskifirði.
Búnaðarsambandið.
Einstökum mönnum veitist hjer eptir inntaka í Sambandið.
Árstillag er 2 kr. Eindagi 28. febrúar.
Beiðni um upptöku sendist ritara Sambandsins að Vallanesi.
Björn Hallsson. Björn Þorláksson.
Magnús Bl. Jónsson.
MotorMtaútgerðarmenn.
Hafið ætið hugfast, að afar-áríðandi er, að
brúkuð sje góð olía til að bera á vjelarnar, og hafa
verksmiðjurnar gert að skilyrði fyrir ábyrgð á vjel-
unum, að þessu væri nákvæmiega fylgt.
Olía sú, sem verksmiðjurnar mæla mest með,
heitir „Exceisior” og fæst með stórsöluverði hjá
Carl D. Tulinius Efterfölger.
PRENTSMIÐJA DAGFARA