Dagfari - 23.07.1906, Blaðsíða 1

Dagfari - 23.07.1906, Blaðsíða 1
DAG FARI 5^Ust\óv\ 0$ C\$at\d\*. JW\ 3 ónssotv oawd. \ut. I. árg. Eskifirði mámiclaginii 23. júlí 1906. 21. töluúl. ISISISISISISISISISIIISISIIBSISISISKISISISISISISISISI Dagfari kemur út að minnsta kosti þrisvar á mánuði. Verð árgangsins: 3 kr. innan lands, er borgist fyrir 1. september; 4 kr. erlendis, er borgist fyrirfram. Uppsögn bundin við áramót, ógild nema skrifleg sje og komin til útgefanda fyrir 1. nóvember. !KKtas8»im»isiiBiKiiKKmimiK:i Til sunnlenzkra sjómanna! Austurland—Reykjavík. 24. okt. 1906. Hjer með leyfum vjer oss að vekja athygli yðar á, að gufuskipið Kong Inge fer frá Vopnafirði 24. okt. næstkomandi suður um land og kemur við á Seyðsfirði, Mjóafirði, Norðfirði, Eskifirði og fleiri höfnum, ef þörf gerist. Þetta verður hagkvæmasta ferðin, er sunnlenzkir sjómenn eiga kost á, og skal einkum bent á, að kostað verður kapps um, að sem bezt fari um fólkið á leiðinni. Allar milliþiljur skipsins verða auðar, svo að það þurfi ekki að Hggja ofan á kjöttunnum og öðrum vörum og innan um kýr og hesta, eins og borið hefir við til þessa. Þjer sjómenn! Munið eftir þessu. Eskifirði 23. jiili 1906. Með virðingu. G-ufuskipafjelagið Thore. £. \ d\s cw Og St»t\tat\ds5’ót —o--- Þess var lauslega getið í síðasta blaði, að rithöfundurinn og Græn- landsfarinn danski, Mylius Erichsen, væri kominn hingað til Eskifjarðar. En þá var ekki tími til að skýra nákvæmar frá för hans og þeirra fjelaga, því að blaðið var þá að eins óprentað. Þeir komu hjer að morgni dags 18. júlí. Þegar þeir komu í land, vóru þeir skinnklæddir og að öllu hinir sjómannlegustu. Hitti jeg oddvita fararinnar, Mylius, óðara og bað hann leyfis að sjá skipið og segja mjer frá för sinni og fyrirætlun allri. Gerði hann það óðara — og er hann maður kurteis og alúðlegur í viðmóti. Um kveldið þokaðist skipið upp að bryggju Tuliniusar og var þar, unz þeir lögðu af stað. Hlóðu þeir það hjer kolum og ýmsum öðrum útbún- aði til fararinnar, er sendur var hingað á Kong Inge um daginn. Þeir höfðu og lagt drögur fyrir að fá hjer hesta, 8 talsins, en urðu að hætta við það, því að ekki var rúm í skipinu. Svo mjög er það hlaðið birgðum og vist- um og — grænlenzkum hundum. Hafa þeir um 120 hunda meðferðis, alla grænlenzka. Vóru þeir fluttir til Fær- eyja, þar sem þeir vóru settir á skips- fjalir Danmerkur. Var Grænlendingur einn sendur til Grænlands til að kaupa þá þar á vesturströndinni. Eru þeir ófá- anlegir á austurströndinni, þar sem þeir konia fyrst að landi. Hundurinn kostar venjulega 10—12 kr. Þeir gelta ekki, sem íslenzkir hundar, en ýlfra ákaflega. Háralagið er og öðru vísi, nieira ullarkennt. Beita þeir þeim fyrir sleða sína á Grænlandi og Græn- landsjöklum. Keyptu þeir hjer hval á hvalveiðastöðinni á Svínaskála handa þeim, er þeir ala þá á, á leiðinni, ásamt kálfskjöti o. fl. Allir eru þeir á 5»3\ o$ $fc,cmmt\lcc^ f\ctW$\ Jást m\ö$ ód\^tt, um lct\$t\ cSa ^cmmvi t\ma, á^ó^j/Jtfcdcwsfcot^”, ^csUv- oold^a&c 9\, ^Caupmaww&KóSw. * 3stcw&\ws|um ocVUat c^óHat o\SVól\ut. Harald Paaske. Grænlandsskipið Danmörk. þiljuni uppi, lausir, en allt af eru verðir á ferli að gæta þeirra. Þessi leiðangur er gerður f vísinda- skyni. Eru þar á skipinu dýrafræð- ingar, jarðfræðingar, veðurfræðingar, læknar, landbrjefamenn (kartografer) o. fl. fræðimenn. Mylius-Erichsen fæst sjálfur einkum við fornmenjarannsóknir, sem síðar greinir. Þeir ætla sjer fyrst að komast norður til höfða þess, er Bismarck heitir eða þar í grennd. Þar verða þeir í vetur. Þaðan fara þeir svo á sleðum um landið og rannsaka það. Þar fyrir norðan eru geysistór flæmi gersamlega ókönnuð. En þegar mjög langt dregur norður, konia svæði, sem Peary hefir kannað. Keppa þeir þangað eða svo

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/172

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.