Dagfari - 23.07.1906, Blaðsíða 2
Iangt í norður sem auðið er. Leikur þeim
Grænlandsförunum dönsku einkum
hugur á að ferðast um, skoða ogrannsaka
auðnir þær, sem eru í milli Bismarck og
rannsóknarsvæða Pearys. Skifta þeir
sjer í smádeildir og á sú nyrsta þeirra
að hafast við um veturinn milli 76-77
gr. norðlægrur breiddar. í henni
verða þeir 4 einir sjer um veturiivn,
því að skipið verður sunnar.
Svo ■ er ráð fyrir gert, að þeir fari
suður með austurströndinni næsta sumar
eða feaust 1907 og taki sjer vetrardvöl
i svonefndum Frans jósefsfirði. Þaðan
fara þeir upp á jöklana aftur og þvert
yfir þá alla leið til vesturstrandarinnar,
ef kostur er á. Hefir enginn farið
þar fyr. Það var mikiu sunnar, er
Friðþjófur Nansen fór yfir Grænlands-
jökla og er þar miklu mjórra milli
austur- og vesturstrandar. Þó er þeim
ekki svo mjög umhugað um að kom-
ast það, sem um hitt að ná miðbiki
landsins og kanna það. Leggja þeir
einkum mikla áherzlu á rannsóknir
loftsiags og veðurfars. Þegar þeir hafa
lokið störfum sínum þar uppi á jökl-
unum, taka þeir að hugsa til heim-
ferðar. Svo halda þeir heim á leið
um sumarið (1908), ef ailt skeikar að,
sköpuðu. Koma þeir þá við lijer á
íslandi, ef tii vill hjer á Eskifirði.
Hjeðan fær hinn menntaði heimur því
fyrstu fregnir af þessarri merkilegu
för og árangri hennar.
Á skipinu.
Jeg skoðaði skipið þvert og endi-
langt, hátt og Iágt. Sýndi skipstjór-
inn, Trolie lautenant, mjer það. Er
það ungur maður og vasklegur og
hkm kurteisasti — og gazt mjer hið
bezta að honum. Kom jeg inn í
herbergi hans. Var það mjög snoturt,
en látiaust. Var þar allt fullt af landa-
brjefum inni hjá honum. Fórum við
fyrst ofan í vjelarrúmið ogsvo í gegnum
þröng og dimm göng undir þiljum.
Var þar aistaðar svo troðfuilt, að
naumast varð þar þverfótað. Sagði
skipstjóri mjer, að margs þyrfti að
gæta, er menn byggju sig undir slíka
langferð, og er það skiljanlegt. Það
er ekki svo auðvelt að afla þess, er
menn vanhagar um á austurströndum
Grænlands. Hafa þeir með sjer fjölda
áhalda, er þeir nota til vísindarann-
sókna. Þótti mjer og, sem þeir væru
"útbúnir mjög í þessa ferð .
Þegar jeg kom á skipið, sátu menn
að snæðingi. Þar í salnum er »forte-
piano«, er þeir leika á sjer til skemtnt-
unar. Þar var og saumavjel og fleiri
þarfir hlutir. Sat einn þeirra Græn-
landsfarannna við sauma, þegar jeg
kom þar á skipið. Þará skipunum borða
aliir við sama borð og hafa söntu laun,
svo að þar eru menn staddir í ríki
jafnaðarmanna. Þeir skifta verkum og
varðgæzlu með sjer og gegnir sjálfur
foringi fararinnar, Mylius Erichsen,
skipstötfum sem aðrir.
Skipverjar eru 28 talsins. Þrír þeirra
eru Grænlendingar. Tveirþeirra kunna
ekki annaö mál en grænlenzku. Þriðji
þeirra heitir Bröndlund, maður fríður
sýnum og gervilegur á velli. Hann
talar dönsku mæta vel, enda hefir hann
verið tvö ár í Danmörku. Hefir hann
verið á lýðskólum þar og kynntist þar
íslendinjgum. Jeg spurði hann, hvernig
honurn Iitizt á sig hjer. Hanri kvað
það ekki vóra ósvipað því sem sum-
staðar á Grænlandi. Hann kvað sjer
þykja furða, að landið væri ekki frjórra.
Hjer væri engir skógarrunnar og ekkert
skóglendi, eins og sumstaðar þar.
Frá Mylius-Erichsen.
Hann er af józkum ættum og fædd-
ist 1872. Þegar hann varð stúdent,
tók hann að leggja stund á listasögu
og var Júlíus Lange kennari hans.
Þegar hann dó, ætlaði hann að ljúka
námi í Berlín og fór þangað í því
skyni, en úr því varð þó ekki, að
hann leysíi próf af hendi. Tók hann
svo að fást við blaðamennsku og gerð-
ist listdómari í Politiken. Hann ritaði
og mikið um józk efni. Sagði hann
mjer, að Hafnarbúar hefðu verið teknir
að þreytast á pví að starfa að ræktun
og endurbótum á Jótlandi. Pótti þeim
árangurinn haldur lítill. Hann barðist
nú fyrir því, að menn gæfu Jótlandi
og Jótum meiri gaum en gert hafði
verið meðal burgeisalýðs Hafnar. Var
honum einkum umhugað um, að hafnir
yrðu gerðar á vesturströndinni o. fl.
Listsögunám hans bijes honum í brjóst
áhuga á að kynna sjer alla frumbýlis-
menning (primitiv Kultur). Því næst
kynnti hann sjer líf józkra fiskimanna
og hefir ritað skáldsögur, þar sem
hann lýsið því. Hann sagði, að sjer
hefði gramizt það, þegar hann Ias
ritgerðir um Grænland og Grænlend-
inga, að þar hefðu að eins verið smá-
athugasemdir um sálarlíf þeirra. Danskir
embættismenn á Grænlandi fyrirlitu þá
og fyrirlitningin lokaði öllum sundum
til rjetts skilnings á þeim. Hann fýsti
nú að fara sjálían þangað, sjá þá
með eigin augum, kynna sjer siðu
þeirra og lífsvenjur, en um fram allt
hugmyndalíf þeirra. Honum heppnað-
ist nú að framkvæma það og ferðaðist
hann um vesturstrendur Grænlands og
rannsakaði þær. Hann kom þar til
200 heiðingja og bjó til landbrjef yfir
allstórt svæði á vesturströndinni. Þegar
hann kom heim, barðist hann ótrauð-
lega fyrir því, að Danir legðu sig
meir í framkróka til að bæta lífskjör
Grænlendinga, er hann kvað allilll.
Ættu þeir sjálfir sök á því, því að
stjórn þeirra á landinu væri hin
versta.
Nú er hann lagður af stað í n/jan
Grænlandsleiðangur. Sjálfur hyggst
hann einkum að rannsaka feril Eski-
móa þar á austurströndinni. Ekki er
það alveg óhugsandi, þótt það sje
mjög ólíklegt, að þeir lifi þar enn þá.
Væri það stórmerkileg uppgötvun, ef
þeir fyndu þar mannabyggðir. Enginn
vísinda-eða ferðamaður hefir komið
á þær stöðvar. íbúarnir gætu því
enga hugmynd haft uni umheiminn.
Mylius Erichsen er og skáld, sem
fyrr getur. og er það fátítt um
svo mikla athafnamenn. Orti hann
ljóðabók, þegar hann var í Grænlandi
síðast og heitir hún »Isb!ink«. Eru
þar lýsingar og myndir af lífi Græn-
iendinga. Beztar voru lýsingar hans
á jöklunum og ísauðnunutn þar. Jeg
set hjer tvö fögur erindi eftir hann —
og vona, að menn hneykslist ekki á því,
þótt prentaðar sjeu tvær danskar vísur í
blaðinu. Dagfari mun ekki gera það
að jafnaði. Vísurnar eru úr kvæði
um jöklana grænlenzku og eru svona:
Om Milliarder af Aar
vil da mon Isbræen sniælte,
Söjlerne sprænges og vælte?
Vii da den signede Jord
syde igen, för den daaner
hen rnellem livlöse Maaner?
Síðan hann kom hingað, hefir hann
allt af verið á ferðinni. Hann er
fjörugur, skemmtinn og ræðinn og
fimleikamaður. Stökk hann á bak
hesti af jafnsljettu. Það er ekki lítið
áræði og karlmennska, sem þarf til
þess að takast forustu slíkrar ferðar á
hendur og stjórna henni vel. Það
gera ekki aðrir en þeir, sent eru menn,
enda hygg jeg, að þar sje menssana
n corpore sano sem hann er.
Skipshöfnin.
Hjer eru riöfnin á vísindamönn-
um þeim og listamönnum, sem eru
í þessari för:
Aage Bertelsen, málari, Achton
Friis, málari, Peter Freuchen, stud.
med., Hákon Jarner, jarðfræð-
ingur, Fritz Johansen, stud. nrag.,
dýríræðingur, J. Lindhard, læknir,
A. Lundager, cand. phil, grasfræð-
ingur, V. L. Manniche, kennari, fugl-
fræðingur, H. Hagerup, norskur raf-
magnsfræðingur, A. Wegener, dr.
phil, veðurfræðingur.
Á skipinu er og einn trjesmiður.
Einn Grænlandsfarinn, Koch laut-
enant, hefir fengizt við landmæling-
ar hjer á íslandi.
Hefir hann farið upp á efsta hnjúk
Öræfajökuls og mælí hann. Taldist
honum svo til, að hann væri 700 fet-
um hærri en áður hafði verið ætlað.
Á Eskifirði.
Daginn eftir kornu þeirra Grænlands-
faranna riðu nokkrir þeirra út í
Helgustaðafjall að skoða námuna þar.
Um kvöldið buðu þeir nokkrutn bæjar-
búum til kvöldveizhi, er var í alla
staði hin skemmtilegasta. Vóru þeir
hinir ástúðlegustu og veitingar allar
stórmannlegar. Voru matborð ríku-
lega rjettum sett og tóku menn óspart
til matarins. Eftir kvöldverð hófst
kampavínsdrykkja. Var hverjum lcampa-
vínstappanum á fætur öðrum þeytt í
loft upp með háum hvellum og skot-
hljóðum. Flæddi vínið freyðandi og
ólgandi yfir borð og bekki. Hófst
svo söngskemmtun og hljómleikur og
ræðuhöld. Þreyttu menn drykkjuna
Iangt fram á nótt
Föstudaginn þann 20. fóru Græn-
lendingarnir í húðkeipa sína og sýndu
kaupstaðarbúum íþróttir sínar hjer á
höfninni. Pótti mönnurn mikill fróð-
leikur í því. Það vill svo vel til, að
það er til á íslenzku góð lýsing á
bátum þessum. Er hún samin af
Sigurði Breiðfjörð með aðstoð Konráðs
Gíslasonar og set jeg hana hjer:
«Skinnbátar þessir eru hnífla á milli
7 álna langir, hjer um alinnar breiðir
og hálfa alin á dýpt; þeir eru þannig
gerðir, að trjegrind er að innan og
þanið um selskinn, og lokað ofanvert,
þar á er gat í miðju, svo að eins að
maðurinn fái sjer þar niður komið,
og íitur hann þar rjettum beinum
að róðri, hvert sem hann fer. Bátar
þessir eru háskalega valtir, og hafa
Grænlendingar þá helzt til selveiða
og fuglafangs, stundutn í ofviðrum
og ólgusjó; þó undir þeim hvolfi, eru
þeir frá barnsbeini orðnir því svo
vanir, að þeir óðara reisa sig aftur».
Föstudagskvöldið þann 20. var þeim
fjelögum haldin danzskemmtujp í góð-
templarahúsinu. Kom þetta musteri
bindindismanna þar í góðar þarfir —
Bakkusar. Var þar tjaldað Dannebrog,
en hvergi sást þar íslenzki fálkinn.
Á Danmörk blakti hann samt
allan tímann, meðan hún var hjer.
Vóru Danir lijer íslenzkari en sjálfir
íslendingar. Fór danzleikur þessi vel
fram og' var ekki annað að sjá, en
allir skemmtu sjer hið bezta. Þreyttu
rnenn danzinn til kl. 4.
Þeir Grænlandsfararnir fóru hjeðan
kl. 6 í gærmorgun.
Svo sögðu þeir mjer, að engir
Grænlandsfarar eða norðurhafafarar
hefðu verið svo vel útbúnir sem þeir.
Þeir hafa svo mildar vistir, að gert
er ráð fyrir, að þær endist á 4. ár.
Hltt og þetía.
—o—
Um Þorvald lærða á Mel skrifar
ungur gáfu- og menntamaður, er
nú dvelur erlendis, mjer á þessa
leið. Var hann mjög kunnugur
þessum einkennilega gáfu- og lær-
dómsmanni.
»Mjer þótti hörmulegt að heyra
lát Þorvaldar á Mel. Jeg kynntist
honum fyrir hjer um bil 10 árum
og hændist undir eins að honum.
Hann hafði óvenjulega hlýtt og
ástúðlegt þel. Hann vár allra manna
fróðastur og bezt að sjer, einkum
um sögu, málfræði og náttúrufræði.
Hann /var í rauninni ekki það, sem
Englendingar kalla »thinker«. Hann
hafði mjög glöggt auga og eyra á
allri »lyrik« og kunni utan bókar
mjög löng kvæði, bæði á ensku og
ítölsku. Jeg man eftir, að hann
þuldi einu sinni utan bókar kvæði
eftir Shelley. Einkum þótti honum
mjög vænt um Longfellow hinn
ameríkanska og dáðist að honum.
Gáfur hans vóru meir viðtakandi
(receptiv) en frjóvar og skapandi.
Jeg spurði hann að því í seinasta
sinn, sem jeg kom til hans, hvers
vegna hann skrifaði aldrei neitt, en
safnaði öllum fróðleik sínurn og
lærdómi eins og í læstar hirzlur.
Jeg fjekk í rauninni ekkert svar.
Hann sagði nokkru seinna: »Jeg
hefi ekki að neinu leyti kringum-
stæður til þess.« —
Hann var mesti skemmtimaður
og oft afar-orðheppinn. Hann
vildi annars naumast kannast við
það, að hann væri á »rangri hyllu«
Hann var ágætur vinur vina sinna,
mjög trygglyndur, góður íslending-
ur, unni því og málinu af heilurn
hug. Hann sagði, að íslenzkan
væri allra tungna fegurst og mýkst.
Hann elskaði Jónas Hallgrímsson.
Hann hafði óbeit á Matíhíasi. Pótti
hann bæði vitgrannur og fáfróður
(»en allvíðlesinn gutlari«, bætti hann
við).
Hann átti víst mjög merkilegt
brjefasafn og þyrfti það að komast
í góðs manns hendur.«
Kafli úr brjefi frá Danniörku 4/, 06.
Jeg gleymdi einu, sem jeg
ætlaði að geta um við þig seinast,
sem sýnir, hversu Dönum veitir
erfitt að blanda okkur íslendingum
eða líkja okkur að minnsta kosti
ekki saman við Grænlendinga. Sag-
an er svona: Nokkrir danskir menn
' vóru að tala um ýmsan iðnað,