Dagsbrún - 26.05.1917, Page 1

Dagsbrún - 26.05.1917, Page 1
FREMJIÐ EKKI RANQINDI DAGSl B I R 1 U 1 N [ ÞOLID KNKI RANQINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ ÚT AF AL PÝÐUFLOKKNUM RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFCR FRIÐRIKSSON 13. tbl. Reykjavik, laugardaginn 26. mai. 1917. Tekju- og eignaskattur. i. Á stefnuskrá Alþýðuílokksins stendur að flokkurinn vilji koma á hækkandi tekju- og eignaskatti, þar sem hæfilegur framfærslueyrir fjölskyldu- manns sé látinn vera undan- þeginn skatti, en síðan fari skatturinn smáhækkandi og sé hlutfallslega hæstur á mestum tekjum og verðmestu eignum. Þó töluvert hafi staðið í is- lenzkum blöðum upp á síð- kastið um skattamál, þá hefir mest af því verið um óbeinu skattana, óréttlæti þeirra, eða þá loígerð, eins og i »Landinu« undanfarið. Að beinir skattar séu réttlát- ari en óbeinir, dylst engum, né heldur að þeir séu langheppi- legastir, ef menn líta eingöngu á alþjóðar hag. Það hefir heyrst, að eríitt muudi að fá hið sanna að vita um efnahag og tekjur manna. En slíkt ætti ekki að vera vandræði i hinu tiltölu- lega fámenni hér, þar sem hver þekkir annan, úr þvi það er hægt erlendis, og þó skattasvik komi fyrir þar, mun þó ekki mikið um það miðað við fólksmergðina. Til þess að gefa mönnum nokkra hugmynd um, hvernig koma má fyrir tekju- og eigna- slcatti, skal hér skýrt frá, hvern- ig honum er fyrir komið í Danmörku, en þar námu skattar þessir 20 milj. króna, eða sjötta part af tekjum ríkis- ins, rétt fyrir stríðið. II. Tekjuskattur í Danmörku. Samkv. lögum dags. 8. júni 1912 § 4 efé allar tekjur skatt- skyldar sem stafa af akuryrkju, skógvinslu, iðnaði, verzlun, verksmiðjurekstri, hafskipaút- gerð, fiskiveiðum (eða öðrum Veiðum) og af öllum tekjum sem er, eða ber að skoða, sem þóknun fyrir vísindalegt, lista- eða rithöfundsstarf, eða fyrir vinnu, greiða eða viðlagahjálp af hverri teg- únd sem er. Enn fremur tekj- er stafa af leigu, hvort heldur er af lausafé eða fasteign. Þjaldfrí notkun á eignum ann- arn (lausafé eða fasteign) ber ^otendnm að reikna sér sem tekjur. Til lekna reiknast ekki: a< Eignaaukning, er stafar af verðhækkun eigna hins skatt- skylda (verðlækkun eign- nnna dregst heldur ekki frá tekjunum), eða tekjur er stafa af sölu skattskyldra eigna (þar með talin verð- bréf), ef salan ekki heyrir undir atvinnurekstur manns- ins t. d. fasteignasala, eða er gerð í »spekúlations«- tilgangi, því þá reiknast gróð- inn til teknanna, en tap, ef verður, dregst frá þeim. b. Eignaviðbót, sem stafar af arfl, eða fyrirfram borguðum arfi, eða stafar af giftingu, útborganir á líftryggingu, brunatryggingu eða þess háttar. c. Tekjuviðbót, er stafar af því brúkað er af höfuðstól, eða af því lán er tekið. d. Tekjur, er stafa af dagpen- ingum, eða endurgoldnum ferðakostnaði. ★ ★ * Sá, sem býr í húsi, sem hann á sjálfur, ber að reikna meðal tekna sinna upphæð, er svarar því, sem hann mundi fá, ef liann leigði öðrum íbúðina. Tekjur af embættum og föst- um launum, aukatekjum (sportlum), borgun í fríðu, eft- irlaunum, biðpeningum, gjöf- um, styrkveitingum, lifrentu o. s. frv. Reiknast meðal tekna einnig ókeypis notkun embætt- isbústaðar, og fé til skrifstofu- halds (sem þó dregst frá skv. § 6, sjá síðar). Tekjuskatturinn er borgaður af allskonar rent- um, hvort þeir eru í banka eða hjá einstökum mönnum eða félögum, innanlands eða utan, lánaðar gegn tryggingu eða án tryggingar, með eða án skriflegra samninga. Enn frem- ur af rentum og ágóða af hverskonar verðbréfum eða hlutabréfum sem er, innlend- um eða erlendum, og af fé unnu i lotteríi, spilum eða veðmáli. Tekjurnar reiknast jafnt hvort þær eru frá útlöndum eða fengnar innanlands. Frá tekjunum sem skattskyld- ar eru dregst frá: Reksturskostnaður, þ. e. út- gjöld til þess að afla teknanna, þar á meðal hæfilegt fyrir fyrn- ingu áhalda. Frá tekjum af embættum kostnað við nauðsynlegt skrif- stofuhald o. þ. h. Eftirlaun og þess háttar, sem borga á af embættistekjum, þó ekki iðgjöld í eftirlaunasjóð né iðgjöld fyrir líftryggingu sem embættismaðurinn erskyldaður að kaupa sér. Beinir skattar til hins opin- bera, ríkis, hrepps eða kirkju. Afgjald, rentur af lánum, og það sem varið er til viðhalds og tryggingar þess hluta af eignum hins skattskylda, sem hann hefir tekjurnar af (aftur á móti má ekki draga frá upp- hæðir þær, sem varið er til af- borgunar á skuldum. ★ ★ ¥ Hin skattskylda upphœð er skattskyld, án tillits til til hvers henni er varið. Giftur maður borgar skatt af tekjum sínum og konu þeirr- ar er hann býr með, og það eins þó konan hafi séreign. Tekjur barna sem náð hafa lögaldri (þar með talin stjúp- börn og fósturbörn) eru reikn- aðar sér, þegar þau hafa stöð- ugar tekjur af vinnu hjá öðrum. Annars ber að telja tekjur þeirra með tekjum föðursins (stjúp- eða fósturföðursins). með tekjum barna sem sjálf- stæð tekjuskýrsla er gefin fyrir, ber ekki að reikna viðurværi það er þau fá ókeypis heima, nema það sé partur af borgun fyrir vinnu, unninni i atvinnu- rekstri föðursins. Kona, sem erskilin viðmann- inn, eða er hætt að búa með honum, ber sjálfri að gjalda skatt af tekjum sínum; þó ekki af þeim hluta þeirra, sem hún fær frá manni sinum, nema hann sé búsettur erlendis. (Frh.) ÍJtlitiö er ljótt fyrir sjómenn og verka- menn. Hvað er framundan? At- vinnuleysi og af atvinnuleysinu eymd og dauði, hungursdauði blasir við. Nú þegar gengur fjöldi manna vinnulaus og bæði verkamenn og sjómenn. Allar lífsnauðsynjar eru svo óhemju dýrar, að þótt vinna væri sæmi- leg, þá hefðu menn ekki við að vinna fyrir daglegu brauði, hvað þá heldur, þegar líða dagar vik- ur og mánuðir og ekkert er að vinna um há sumarið, hvað þá er veturinn kemur. Egspyrþví: finst ekki bæjarstjórn, sem er vor tímanlega forsjá — horf- urnar þannig lagaðar, að alhuga þurfi? Mér dettur í hug, hvort ekki mætti nota eitthvað af þessum vinnukrafti til að búa óræktað land bæjarins undir ræktun. Það kostar mikið fé, — og það er ekki fyrir hendi mun svarað. — Jú, það kostar mikið fé, en þegar nú allur þessi sægur af verkamönnum kemur til fátækranefndar og biður um hjálp til að geta lifað, hvað kost- ar það? Fé er ekki fyrir hendi mun sagt verða. Að vísu liggur það ekki í sjóðum. En ætli fá- tækrahjálp þyki betri trygging fyrir lánum, en ræktað land? Og ekki man eg eflir að á bæj- arstjórnarfundi — sem mest var rætt um að kosta V* miljón til að koma upp ófullnægjandi raf- magnsstöð, hafi nokkur vand- kvæði verið talin á að fé væri hægt að fá til þess. Sjálfsagt mætti margt gera fleira bænum til þarfa um há sumarið. Eitthvað verður að gera til að ráða frain úr vandræðum. Máske gæti vor þrieina lands- stjórn eitthvað hjálpað upp á sakirnar? En næst er oss hin 15 falda bæjarstjórn. Hún má ekki leng- ur sofa. — Því lengur sem hún sefur, þess verri draum vaknar hún síðar við. 0. N. Þ. Eldsneytið. Á siðasta fundi bæjarstjórn- arinnar var samþykt að gera ráðstafanir til þess að teknar yrðu upp hér i grendinni 10 þús. smálestir af mó, en það svarar til nálega 5000 smál. af kolum, sem er það eldsneytis- magn, sem bærinn þarfnast til jafnlengdar að ári. Gert er ráð fyrir, að hver smálest af mó muni kosta 25 krónur. Kolin úr Dufansdal eru sögð ekki hitameiri en það, að mórinn verði mikið ódýrara eldsneyti. Mótorskipið »Viola« fór í fyrri viku vestur á Strandir til þess að sækja rekavið, og kom aftur með 16 smálestir, og var viður- urinn seldur á 6 aura pundið, eða samtals á nær 2000 krónur. Vera má að verð þetta sé ekki of mikið þegar það er ein- stakra manna fyrirtæki aðsækja viðinn, og þeir eiga á hættu að veður valdi að þeir nái engum við, en hins vegar eru miklar líkur til þess, að bæjar- félagið geti aflað viðarins mikið ódýrar, ekki sízt ef hann væri sóttur hér á Reykjanesið, eins og bent var á í 8. tbl., því lík- ur benda á að það ætti að vera hægt að ná honum þaðan fyrir 2 aura pundið eða minna. Lagarfoss lagði á stað til New-York i gærmorgun. Jón Sívertsen verzlunarskólastjóri er skip- aður viðskiftaráðunautur lands- stjórnarinnar i Vesturheimi. Fór hann vestur með Lagar- fossi og sest að í New-York.

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.