Dagsbrún - 04.08.1917, Síða 1

Dagsbrún - 04.08.1917, Síða 1
FREMJID EKKI 1 ® Jf%. K ^ LJ L —, UAu u D J R 1 U M N ÞOLIB BKKI RANQINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ GT AF ALPÝÐUFLOKKN'UM RITSTJÓRI OG ÁRYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 23. tbl. Reykjavik, laugardaginn 4. ágúst. 1917. Alþingi Þinginu hefir borist sandur af frumvörpum, fá bráðnauðsynleg, færri með öllu óþörf, flest lítilvæg, en gagnleg þó. Sala einslakra þjóðjarða. Nokkur frv. eru flutt um sölu ein- stakra þjóðjarða. Þingmenn ættu að athuga, hvort rétt er að tefja tíma þingsins með því að flytja slík frumvörp, sem að eins eru flutt fyrir einstaka menn. Fáist jarðir ekki keyptar skv. lögunum frá 1905, liggja venjulega gildar ástæður til þess. Landaurar. Bjarni frá Yogi flytur frv. um það, „að verkamenn hins íslenzka ríkis skuli reikna kaup í landaurum". Þessir verka- menn eru embættis- og sýslunar- menn. Sami þingmaður flytur till. um að mæla oddvitum kaupið í álnum. Lokun sölubúða. Matth. Ólafs- son flytur að undirlagi Kaupmanna- félags Reykjavíkur frv. um lokun sölubúða í Rvík. Helztu ákvæðin eru, að á tímabilunum frá 1. jan. til febrúarloka og 16. júlí til 31. ágúst megi ekki loka búðum síðar en kl. 7. e. h. og á öðrum tíma árs ekki seinna en kl. 8. Undan- tekningar eru þó gerðar á kvöldin fyrir helga daga, þá má halda opnu til kl. 9, nema á aðfangadag Jóla og gamlársdag, að eins til kl. 4. Búðum sé algerlega lokað sum- ardaginn fyrsta, 17. júní og 2. ágúst. Þó má halda opnu til kl. 12 hina tvo síðastnefndu daga, ef næsti dagur er helgur dagur. Frumvarp þetta er svo sem sjá má mjög róttækt, og yfirleitt mjög þarft; fór Dagsbrún mörgum orð- um um þetta mál 1915. Líklegast verður að vera einhver undanþága fyrir tóbaks- og sælgætisbúðir, því kallarnir þurfa að fá í nefið, ungu mennirnir sælgæti og Reykja- víkur-dömurnar cigarettur, hvað sefii á gengur. Þar eð engu síður en hér, er þörf fyrir lokunarlög út um land, ætti að bæta við frv. grein um að líkar reglur gætu sveitastjórnir sett á, hver hjá sér, tneð samþykki stjórnarráðs. Brýr á Hojsá og Selá í Vopna- firði. Þingmenn Norðmýlinga flytja frv. um að þessar tvær ár verði brúaðar og sá kostnaður goldinn að 2/3 úr landssjóði þegar fé verði veitt til þess á fjárlögun- um. Bjargráðasjóðurinn. Pétur Ottesen og Pétur Þórðarson vilja láta fresta framkvæmd laga um kjargráðasjóð, til þess að draga »úr útgjöldum einstaklinganna og hins opinbera". ( tfhilningsiollur af síld. Sig. Sig. flytur frv. um að hækka út- fiutningsgjaldið af síld upp í 2 kr. af tunnu. 5°/o renni í Fiskiveiða- sjóðinn. Innheimtulaun séu 1%. Siglufjörður. Þingmenn Eyfirð- inga flytja frumvarp um að veita Siglufirði kaupstaðarréttindi. Bú- settir eru nú á Siglufirði á níunda hundrað manns, auk þess sem þar eru útlendingar og aðkomufólk i þúsundatali á sumrin. Lýsismat. Ben. Sv. og Sveinn Ólafss. fiytja frv. um lýsismat. Eiga þeir sem lýsi flytja úr landi frá löggiltum kauptúnum að eiga kost á að fá það metið, en skylda á það ekki að vera. Herpinótarveiðar við Húna- flóa. M. P. og Þór. Jónss. flytja frv. sem heimila sýslunefndum Strandasýslu og Húnavatnssýslu að friða firði þá er ganga inn úr Húnaflóa fyrir herpinótaveiði. Friðun hreindýra. Jón á Hvanná og Sig. Sig. flytja frv. um að framlengja friðunartíma hreindýra til 1. Jan. 1926. Frv. um merkjalög flytur Þór. Jónss. Eru eigendur jarða samkv. því, skyldir að halda við glöggum merkjum fyrir jörð sinni, hvort sem þeir búa á henni eða ekki. Priðji bankastjórinn við Landsbankann. Magnús Torfa- son og Karl Einarsson flytja frv. um að bankastjórar Landsbankans skuli framvegis vera þrír, þar af sá þriðji lögfrœðingur. Frv. það sama og Einar Arnórsson lagði fyrir þingið 1915. Löggœzla. Magnús Torfason flytur frv. um, að sérstakir lög- gæzlumenn séu skipaðir í kaup- stöðum og kauptúnum til aðstoð- ar lögreglustjórum „eftir því sem þörf krefur". Hafnarlög fyrir ísafjörð flytur Magnús Torfason. Samkv. þeim á landssjóður að greiða 150 þús. kr. til hafnargerðar á ísafirði (þegar fé er veitt til þess á fjárlögunum) gegn þreföldu framlagi úr hafnar- sjóði ísafjarðar. Ábúðarlöggjöf. Sig. Sig. flytur frv. um breytingu á ábúðarlögum frá 1884, og er aðalatriðið að jörð skuli ekki bygð til skemri tíma en 10 ára, og að leiguliði eigi jarðabætur sem hann gerir," og ekki eru áskildar í leigusamningi, nema hann njóti þeirra í minst 11 ár. Stýrimannaskóli á ísafirði. Mentamáladeild n. d. leggur á móti því, að stýrimannaskóli sé settur á stofn á ísafirði, en vill láta kenna stýrimannafræði á námsskeiðum höldnum á 3—4 stöðum á landinu. Vörutollslögin. Stjórnin hefir ekki fundið neitt annað ráð til þess að afia iandinu tekna en að framlengja vörutollslögin. Flóaáveitan. Landbúnaðarnefnd n. d. leggur til að frv. um Flóa- áveituna verði samþykt að mestu óbreytt. Siglingafáni. Nefndin sem kosin var til þess að íhuga sjálfstæðis- málin, ber fram svohljóðandi til- lögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að skora á stjórnina, að sjá um, að íslandi verði þegar ákveðinn fullkominn siglingafáni með konungsúrskurði og ályktar að veita heimild til þess, að svo sé farið með málið“. Skýrslurnar um alidýrasjúk- dóma. Landbúnaðarnefndin leggur til, að lögin um þær verði numin úr gildi, þar eð skýrslur þessar muni vera mjög ónákvæmar og því lítils virði. Alþýðuskólinn á Eiðum. Mentamálanefnd n. d. leggur til að frumv. um að alþýðuskóli sé stofnsettur á Eiðum um leið og búnaðarskólinn þar er lagður nið- ur, verði samþykt með lítilfjörleg- um breytingum. Andvana fœtt frumvarp. Jón á Hvanná og Pótur Jónsson’ flytja nýtt „bannlagafrumvarp". Samkv. því á að vera leyfður innflutningur á veikari vínum. Skifting bœjarfógetaembœttis- ins í Reykjavík. Allsherjarnefnd neðri deildar og fjárveitingarnefnd sömu deildar leggur til að frv. um skiftingu embættisins nái fram að ganga. Góð tillaga. Fjárveitinganefnd n. d. flytur svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: „Neðri deild alþingis ályktar að skora á stjórnina að taka til rann- sóknar, hversu hagfeldast verði komið fyrir smíð brúa og vita úr járni og hvort eigi muni tiltæki- legast að reisa eina smiðju í Reykjavík, er framkvæma mætti þau verk og jafnvel smið járn- skipa, — gera áætlun um kostnað og fyrirkomulag slíkrar smiðju og leggja fyrir næsta aðalþing“. Pörf breyting. Björn R. Stef. flytur frv. um breyting á sveitar- stjórnarlögunum í þá átt, að sá maður hafi kosningarétt í sveita- málum sem á fjögur börn fram að færa eða fleiri, þó hann þiggi af sveit, ef styrkurinn nemur ekki meiru en sem svarar 70 kr. á hvert barn. Einnig á sá að hafa kosningarétt, sem borgar af, af þegnum sveitarstyrk því sem svar- ar tuttugasta part á ári. Hagtœring, samsetning og meðferð matvœla. Frú Bríet og nokkrar aðrar konur hér í borg- inni skrifuðu bjargráðanefnd n. d. og mæltust til þess að sett yrði sérstök nefnd, skipuð bæði færum húsmæðium eða hússtjórnarkenslu- konum og karlmönnum, sem bæði Kaupendur blaðsins, sem ekki hafa enn greitt andvirði yfir- standandi árg., svo og þeir er skulda fyrir eldri árg., eru vin- samlegast beðnir að greiða það hið fyrsta. Innheimta og atgreiðsla er á Laugavegi 4 (Bókabúðinni). landsstjórnin og hinar dýrtíðar- nefndirnar geti snúið sér til, þegar um einhver þau mál er að ræða, sem nánast snerta heimilin. Bjarg- ráðanefnd félst á þetta, en tillaga um að skora á stjórnina að skipa þessa nefnd var feld. Frv. um veðurathugunarstofu flytja Jörundur Brynjólfsson og Ben. Sveinsson. Vinnubrögð alþingis, Út um borgina heyrist oft talað um vinnubrögð alþingis, hvað þau séu léleg, fundir stuttir o. s. frv. Mest eru þetta hleypidómar, bygðir á minni en engri þekkingu á þinginu, eða starfi þess. En þrátt fyrir þetta — vinnubrögð alþingis eru ekki góð, en ekki er það af því að fundir séu of stuttir, held- ur er það, að minsta kosti hvað neðri deild viðvíkur, af þvi fundir eru alt of langir. En fyrsta or- sökin til þess hvað þeir eru langir er, hvað málin eru illa undirbúin, og að ekki er gegnt- fyrirskipun þingskapanna um að láta ítarlega greinargerð fylgja hverju frumvarpi. Yæri ákvæði þessu fylgt, þyrftu framsöguræður ekki að vera nema örstuttar. En það, hvað fundirnir eru langir, gerir þá enn þá lengri, því þingmennirnir verða mjög þreyttir á hinni streymandi anda- gift hvor annars. En það er marg- reynt, að maður sem er þreyttur, er frá */3 til V* lengur að halda ræðu, en óþreyttur. En málalengingarnar í ræðu þreytts manns verða aftur til þess að þreyta þá, sem á heyra, enn þá meira, auk þess sem það gerir suma þingmenn geðilla. svo þeir þurfa að svala geði sínu á ein- hverjum meðþingmanni sínum, sem svo auðvitað þarf að svara fyrir sig o. s. frv. En versta af- leiðing af þessari mærð þingmann- anna og þreytu þeirri, sem or- sakast af löngum fundum, er, að meðferð mála hjá þinginu verður slík, að hún oft og einatt ber merki þreytunnar, auk þess sem hún ber á sér merki flaustursins; og er þetta síðara eðlileg afleiðing hins nú orðið hlægilega stutta þingtíma, 'sem ekki væri of langur, þó þing væri háð hvert ár.

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.