Dagsbrún - 04.08.1917, Side 4

Dagsbrún - 04.08.1917, Side 4
58 DAGSBRÚN Piano op Harmoiiam væntanleg í þessum mánuði. Hljóðfærahús Reykjavíkur. hvern farþega og póstflutnings- gjaldið væri ekki nema 1 kr. 40 au. fyrir tvípundið. Fyrirlesarinn hvatti mjög til þess, að það yrði nú þegar komið á föstum flugvélaferðum, og það ekki dregið þar til stríðinu væri lokið, og Þjóðverjar gætu tekið þátt í samkepninni. í umræðunum tók þátt Cow- dray lávarður, flugmálaráðherrann, og sagði að hinu opinbera væri skylt að veita slíkum flugferðum styrk fyrst í stað. Gerði ráð fyrir að aflur kostnaður við flugvél væri nú 5 shillings (ca. 4 kr. 50 au.) fyrir hverja enska mílu sem hún færi. Työ félÖK;. I maí 1917 skeðu þau býsn, að stofnað var hér í Reykjavík and- banningafélag í þeim eina tilgangi, að fá sem fyrst afnumin bannlög- in, einmitt þegar flestar aðrar þjóðir Norðurálfunnar eru sem mest að takmarka áfengisnautn hjá sér. Á sama misserinu og íslenzka þjóðin heldur kostnaðarsamt auka- þing til þess að ráða fram úr vandræðunum, sem yfir oss vofa vegna erfiðleika á öllum aðdrátt- um til landsins, gangast *nokkrir menn hór í Reykjavík fyrir fé- lagsstofnun, til þess að berjast fyrir innflutningi á áfengi. Á sama misserinu sem alþingi íslendinga kýs sér 3 ráðherra, af því að það sér fram á, að einn muni ekki geta annað öllu sem gera þarf til þess að sjá lands- mönnum fyrir nægum matvælum og koma í veg fyrir, að atvinnu- vegir landsins fari í kalda kol vegna skorts á nauðsynjum, koma nokkrir sjáifboðar fram á vígvöll- inn hér í Reykjavík, fullir áhuga og ættjarðarástar(I), er ekki sjá önnur vandræði meiri en bannlögin, og halda að öllu væri borgið ef nóg væri áfengið í landinu. Um sama leyti og Eimskipafélag íslands, augasteinn þjóðarinnar, missir helminginn af skipastól sín- um og boðar til nýrrar hlutafjár- söfnunar, til þess að reyna að bæta skaðann og geta haldið uppi milli- landaferðum, æpa bannfjendur: „samkepnin lifi“, og safna fé til til að eyða í undirskriftasmölun undir áskoranir til þingsins um að afnema sem fyrst bannlögin, svo að þeir geti svalað brennivíns- þorsta sínum. Og fyrir þessum fjelagsskap standa nokkrir af mentamönnum þjóðarinnar, brjóstbörnum landsins. Þegar ættjörðin kemur til þessara sona sinna, sem hún hefir mest hampað, og biður þá að sýna svo- litla sjálfsafneitun, til þess að komast hjá freistingunum, bregðast þeir reiðir við. Og það er í meira lagi afkáralegt, að sjá þessa menn, sem fengið hafa sérstaka hand- leiðslu frá barnæsku og fram undir þrítugt, ókeypis kenslu í lægri og og æðri skólum, námsstyrk og embætti í ofanálag, sitja nú á grænni grein og garga til hinna: „Sjálfur leið þú sjálfan þig“. Um líkt leyti og Andbanninga- félagið var stofnað, gengust nokkrir menn fyrir því að koma hér á félagi til verndar bannlögunum. Bannvinir berjast fyrir því að bannlögin fái að njóta sín til fulls. Bannlögin gefa íjölda manna fyrsta tækifærið til þess að bregða gamalli veikleikavenju og temja sér betri siði. Bannlögin þerra tár mæðra og eiginkvenna drykkjumanna og lækna hjartslátt þeirra, er þær sitja einar heima um nætur, úr- vinda af svefni og eirðarlausar, af því þær vita af syninum eða bónd- anum druknum úti, og óttast, að hann verði fyrir slysum. Bannlögin gefa fjölda barna færi á að fá betra uppeldi og aðbúð og aftra því, að þau komist á vonarvöl vegna drykkjumanna- dauða föðursins. Alt þetta eiga bannlögin að gera, og gera og þeim mun betur, sem þeim er betur framfylgt. Bannvinafélagið berst nú fyrir því, að þessi lög komi íslensku þjóðinni að fullum notum, Hvort félagið er betra? Hvort félagið finst góðum mönnum og konum meiri ástæða til að styrkja? s. 6. Úr bréfi. ». . . Mér hefir fundist Dags- brún hafa þagað ofmikið yíir aðferð þeirri, sem landssjóður hefir beitt, við kaup og sölu á landssjóðsvörunum. T. d. að auðga umboðsmenn í Reykja- vík með því að láta þá annast innkaupin á vörum landssjóðs og síðan að láta kaupmenn ganga fyrir hreppsfélögum með kaup á þeim og gefa þeim 3gja eða jafnvel 6 mánaða líðun á andvirðinu, en sveitafélög hafa orðið að greiða þær á höfn óuppskipaðar og óséðar; ekki fengið sjálf að annast uppskip- un á þeim, nema þær væru borgaðar áður! Þannig var það í hittifyrra, en kaupmaðurinn mátti skipa þeim í land í hús hjá sér og taka þá uppskip- unarborgun sem honum sýnd- ist og yfir höfuð hjálpa lands- j stjórninni til að gera hrepps- félaginu það sem erfiðast. . .« DAGSBRÚN kemur út á laugardögum, og er að jafnaði 4 síður aðra vikuna en 2 hina. Árg. kostar kr. 2,50. Borgist fyrirfram. Afgreiðsla og innheimta á Laugavegi 4 (Bókabúðinni). Betra skipulag^. Eins og menn muna gerðu þeir Jón Þorláksson og borgarstjóri mikið úr því að Mjólkurfélagið ætlaði að koma betra skipnlagi á mjólkursöluna, og þingnefndin sem mjólkureinkasölumálinu var vísað til þótti það mikið höfuð- atriði í málinu að borgarstjóri hafði sagt að Mjólkurfélagið ætl- aði að ^ koma betra skipulagi á mjólkursölumálið. Nú er Mjólkur- félagið byrjað að koma „betra skipulagi“ á mjólkurmálið, og þetta betra skipulag er í því fólgið að setja mjólkina upp um fí aura, upp í hk aura pottinn. Að setja upp mjólkina núna á miðju sumri er tvímælalaust ok- ur á líjsnauðsgnjum, sem nú liggur víða erlendis þung rtfsing við. Reykvíkingar eiga von á góðu þegar Mjólkurfélagið með haustinu j kemur enn þá „betra skipulagi“ á mjólkurmálið. frikirkja - þjóðkirkja, fyrirlestur eftir Jónas Þorbergsson, fæst í Bókabúðiimi á Laugav. 4. „AU8TRI“ er lesinn á nærri hverju heimili á Austurlandi. 1 honum ættu því allir þeir að auglýsa, sem afla vilja viðskifta á Austurlandi. Auglýsingnni í Dagsbrún veitt móttaka í Bókabúðinni, Langavegi 4 og í Gutenberg (uppi)- Prentsmiðjan Gutenberg Hringur soldánsins. 58 »Á eg að kveikja?« spurði hann. »Bíðið ögn.« Þau gengu nú kringum borðið og stúlk- an rak sig á veggtjöld. Ef til vill voru þar dyr, ef til vill voru þau framan við rúm hins sofandi manns. Þau héldu áfram en fundu engar dyr, en andar- dráttur hins sofandi manns heyrðist greinilegra og greinilegra. »Kveikið!« hvíslaði stúlkan. Borgar kveikti, og eldspílan lýsti í nokkrar sekúndur herbergið. Þau sáu borð, stól og hólfið með veggtjaldinu fyrir. Á borðinu stóð olíulampi málm- fat og diskur. Beint á móti dyrunum sem þau höfðu komið inn um voru aðr- ar dyr. í fleti á gólfmu lá manneskja, en hvort það var maður eða kona sáu þau ekki því eldspítan var útbrunnin áður. Þau béldu nú í áttina til dyranna er þau höfðu uppgötvað. Borgar gekk á undan, og þar eð hann þóttist viss um stefnuna, var hann ekki nógu gætinn og rak sig á eitthvað sem úr málmi var gert, og féll það á gólfið með töluverðu harki. Borgar krossbölvaði í hljóði á íslenzku, en stúlkan gaf honum bendingu 59 um að vera kyr með því að taka fast um hendi hans. Þau heyrðu að mann- eskjan í fletinu vaknaði og fáum augna- blikum síðar var barið hart á útidyrnar. Maðurinn í fletinu varð nú glaðvakandi og kallaði í geðillum róm, og spurði hvað gengi á, og heyrðu þau þá að það var karlmaður. En útifyrir var kallað til hans að hann skyldi tafarlaust opna. Maðurinn skreið nú fram úr fletinu, gekk að borðinu og tók að þukla um það. Þau stóðu kyr sem myndastyttur, en Borgar átti bágt með að hlægja ekki því maðurinn var auðsjáanlega að leita að eldspítunum, sem hann hélt á. Útifyrir var nú á ný kallað að það ætti tafar- laust að opna hurðina, og gekk maður- inn bölvandi til dyranna. Borgar opnaíjí nú með hægð, en í skyndi bakhurðina og ætlaði að fara að halda út um hana, en þá rykti stúlkan í hann; hún hafði fundið betra ráð, óg dró hann með sér inn í hólfið bak við veggtjaldið, og skeði þetta í sama mund og útihurðin var opnuð. Borgar heyrði mennina við dyrnar talast við, en skildi þá ekki, af því þeir töluðu Arabisku, og beið því með óþreyju 60 hvað kynni að ske, en stúlkan heyrði að mennirnir sem barið höfðu heimtuðu í nafni soldánsins að fá að koma inn. »Við erum að leita hér í húsinu að tveimur njósnurum« sagði einn þeirra. »Eg er tryggur og trúr þegn soldánsins« svaraði húsráðandi. Það var nú kveikt á eldspítu, og með henni á lampanum. Élúsráðandi stóð einn andspænis þremur mönnum. »Eg er einn hér í húsinu« sagði hann. »Karlmaður og kvenmaður sem við erum að elta hurfu hérna við hús þitt. Ekki hafa þau klifrað upp veggina, og ekki hefir jörðin gleypt þau, og við heyrðum að hurðin hérna á húsinu gekk.« »Eg hefi sofið og einskis orðið var- En ykkur er velkomið að leita í húsinu.« Foringi mannanna leit i kring um sig» og datt jafnvel í hug að gá á bak við tjaldið þar sem þau stóðu og kreistu sköft rítinganna, en í því kom dtagsúg' ur hurðinni til að marra, sem Borgar hafði skilið við hálfopna, og athygl* mannsins beindist þangað. »Þennan veg hafa þau sloppið« kallað*

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.