Dagsbrún - 01.09.1917, Síða 3

Dagsbrún - 01.09.1917, Síða 3
DÁGSBRÚN 69 ljarnsonium og piano eru nú komin aftur í Hljóðfærahús Reykjavíkur. Brúkuð hljóðfæri keypt og tekin í skiftum. fyrir 10 árum aðeins 23r/2 pd. Notkun smjörlíkis hefir því vaxið h’jög í Danmörku, jafnframt því °g framl. hefir aukist. Pyrir 10—11 árum voru ®/4 hlutar af smjörlíki framl. úr dýra- íeiti, en a/4 úr plöntufeiti, en nú er aðeins ellefti hluti þess framl. af dýrafeiti. Smjörlíki er betra úr plöntufeiti. Væri ekki rétt að landið kæmi sér upp einni smjörlíkisverksmiðju? Ekki er okkur vandara að flytja ihn plöntufeitina sem til þess þarf en Dönum til sín. Alþíngi. Fjallgöngiir og réttir. Land- búnaðarnefnd e.d. flytur svohljóð- andi till. til þingsályktunar um fjallgöngur og réttir: „Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina, að gera nú þegar ráðstafanir til þess, að fjallgöngur og réttir verði framkvæmdar 1 viku síðar næsta haust en ákveðið er í fjallskilareglugerðum sýsln- anna“. Fjárlögin voru afgreidd úr neðri deild á fimtudagskvöldið og verða þau að líkindum til 1. umr. i efri deild á mánudaginn kemur. „Dagsbrún* hefir ekki rúm til þess að skýra frá hinum ýmislegu fjárgreiðslum sem þau gera ráð fýrir, og er þar sjálfsagt enn alt 1 lausu lofti, og ekki víst að steinn standi þar yfir steini, þegar efri ^eild er búin að fara höndum um t>au. Burðargjaldshœkkun. Fjár- ^agsnefnd neðri deildar.hefir komið með frumvarp um bráðabirgða- hækkun á burðargjaldi um helming og ætlast til að það gildi til árs- loka 1919. Sú breyting var gerð á þessu við 2. umr. í neðri deild, að blöð og tímarit skuli vera und- anþegin hækkuninni, og fór frv. þannig til efri deildar, sem von- audi styttir því aldur. Yatnsaflið í Frakklandi. Afl fallandi vatna í suðaustur Frakklandi (Rhone-fljóti og þver- ám þess) er mjög mikið, þ. e. alls talið 5,400,000 hestöfl nothæf. Það þyrfti 45 milj. smálestir af kolum á ári til þess að framleiða jafnmikið afl með gufuvélum, en það er meira en öll árleg kola- framleiðsla Frakklands nemur. Það eru 40 ár síðan fyrsta aflstöðin var bygð á þessum slóðum við borgina Bellgarde, þar sem Valse- rine-fljót ósar út í Rhone, ekki langt frá Genf-vatni, og var hún upphaflega að eins 8000 hestafla. Alls hafa (1915) við Rhone og þver-ár hennar verið bygðar afl- stöðvar, sem samtals eru 70—80 þús. hestafla. Síðustu árin (fyrir striðið) var mikið rætt um að stækka þessar aflstöðvar, t. d. stöðina við Bellegarde, svo að hún framleiði 120 þús. hestöfl, og er ætlunin að leiða aflið til Parísar, sem er eitthvað um 400 kílómetra leið, eða eins og frá Reykjavík norður á Akureyri. Það kvað tefja fyrir byggingu vatnsaflstöðva í Frakklandi, að ríkið setur það skilyrði, að afl- stöðin falli endurgjaldslaust til ríkisins eftir 50 ár, en það þykir fjármálamönnunum helst til stutt. (Til samanburðar fossa-frumvarp E. P,, H. H. og M. K., þar sem landið á að fá að kanpa aflstöð- ina „strax eftir 55 ár“). Kanptaxti á Seyðisfirði. 13. maí sl. samþyktu verkamenn á Seyðisfirði eftirfarandi kauptaxta og gekk hann í gildi 20. s. m. Virka daga: frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kvöldi (frá dreginn matmálst.) 60 aura um ktl., frá kl. 6 að kvöldi til kl. 10 75 aura og frá kl. 10 til kl. 6 að morgni 1 kr. Á helgidögum 1 króna. Himinn og Jörð. Stokköndin (anas boschas). Að æðarfuglinum undanskildum er algengasta andateg- undin hér á landi, stokköndin, öðru nafni grænhöfði eða húsönd. Hún er hér alt árið, en álitið er að nokkur hluti af þeim stokköndum er hér verpa haldi eitthvað suður á bóginn á haustin, og mun svo vera um fleiri fugla, sem þó ekki eru farfuglar, t. d. æðarfuglinn. Stokköndin verpir einkum í nánd við mýrar, flóa eða vötn, en bregður þó mjög oft útaf því og verpir eigi allsjaldan í alþurrum fjallshlíðum langt frá vötnum; hreiður hennar hafa fund- ist hér á landi í birkirunnum. í Dan- mörku vita menn til, að hún hafi verpt í gömlu krákuhreiðri i háu tré, og eigi allsjaldan verpir hún þar í klofnum um trjástofnum, allhátt uppi. Vita menn ekki hvernig ungarnir komast niður. En þeir fara fljótlega úr hreiðr- inu, þvl móðir þeirra færir þeim ekki mat í hreiðrið. Sumir halda, að móðir- in fljúgi niður með þá á bakinu, eða í nefinu (það þekkist, að fuglar flytji í nefinu unga sína nýkomna úr egg- inu). Einna sennilegast þykir þó, að ungarnir stökkvi út úr hreiðrinu, eða kannske bara álpist út úr því, og saki ekki við fallið, sökum þess hvað léttir þeir séu í loftinu. Stokköndin er ekki matvönd, þvl hún étur hérumbil alt, sem hún nær í, sem önnur dýr éta, ef það er ekki stærra en svo, að hún geti gleypt það, og hún getur gleypt býsna stórt; henni verður því gott til matar. Þegar öndin er lögst á eggin, yfirgefur stegg- urinn hana, og heldur sig um tíma á einhverjú vatni á afviknum stað, með- an hann er að fella fjaðrir. Hann fellir svo margar flugfjaðrir 1 einu, að hann getur um tíma ekki flogið. 62 „Skilar“, kenslubœkur og allskonar JCótnr nýkomið í Hljóðfærahús Reykjavíkur. Sími 656. AV. Best að koma og kaupa sem fyrst, áður en birgðirnar þrjóta, því óvíst er nema þess verði langt að bíða að aðr- ar komi í staðinn. Reynir hann þá að komast undan með því að kafa, ef hann er eltur á bát. Annars kafa stokkandir næraldrei, enda ekki góðir kafarar. Þær þurfa ekki að hafa fyrir því til þess, að fylla á sér kviðinn, og flýja á vængj- unum, ef háska ber að. Ein stokkönd (ef til vill fleiri) verpti í sumar í mýrinni fyrir sunnan Tjöra- ina. Hún kom upp 7 eða 8 ungum. Slökur eftir siGjullandax. Um útgerðarmann einn, sem átti barn í vonum.' Jón, minn frændi gull upp grefur, — að græða hans er vandi. — Inngerð bæði’ og útgerð hefur, á öllu á sjó og landi. Höf. mætti tveimur stúlkumjí tóuhömum á götunni. Þarna sé ég tóur tvær tölta eftir götunni. — Skyldu’ ei vilja skjóta þær, skytturnar í borginni? Orkt við bruna. Fjandinn kom og sókti sitt, syrgði’ ’ún Gréta auðinn. — Seint við hann mun sálin kvitt, seinast kemur — dauðinn. Um skuldseigan klerk. Gjaldi’ ei kaup mér klerkurinn og komi’ eg því á hreppinn; af honum dragi a........... auð, og hempuleppinn. 63 Hringur soldánsins. 61 hann og hljóp út um dyrnar og fylgdu hinir tveir honum. * Húsbóndinn gerði sig fyrst líklegan til Þess að fara á eftir þeim en hætti við Það og stóð á miðju gólfi og néri sér uöi augun með annari hendinni, en í Þinni hélt hann á rýting. »Fljótt nú, út á götu« hvíslaði stúlkan. ^n maðurinn mun hafa heyrt það, því ^ann snéri sér snögglega við, og sá þá *vær manneskjur koma æðandi á móti Ser- Hræddur steig hann eitt skref aftur a bak, en svo rak hann út handlegginn °8 það sást eins og elding — hann hafði Sebt hníf sínum að Borgar, en íslending- ,Urinn hafði ósjálfrátt borið fyrir sig hand- *e8ginn. En hér um bil um leið og það Varð, stökk kvenmaðurinn að manninum °8 rak í hann í tvígang, rýtinginn. Mað- arinn raij Upp hátt öskur og féll aítur á ali» en þau hlupu á dyr og eftir göt- unni alt hvað af tók. Þau komu brátt á , ra götu, og hægðu þá á sér, en urðu Pess ekki vör að þau væru elt, menn- nir höfðu nú bersýnilega tapað slóð lrra. Þau héldu nú á þriðju götuna til nar ve* °8 stanzaði stúlkan þá Þess að laga sig til. Hún leit nú á Haf- aðli Borgar og hló, en i þeim hlátri var sigurhrós og tók hann undir þann hlát- ur. »Hvert eigum við að halda«, sagði Borgar. »Eg býst við að þér viljið halda til vina yðar, og eg verð að reyna að ná bréfunum«. »Almáttugur«, hrópaði hún. »Hafið þér hringinn?« »Eg? Nei, Frakkinn lilli tók hann af mér«. »Og við skildum hringinn eftir! Mikið dæroalaust flón get eg verið! Eg verð að fara strax til baka, því það er ekki víst að þeir hafi fundið hringinn. Viljið þér koma með mér?« Borgar gat ekki að sér gert að hlæja. »Finst yður ekki að eg hafi nú þegar blandað mér fullmikið i mér óviðkom- andi mál?« »Eg er yður mjög þakklát fyrir aðstoð yðar«. »Vinir mínir hafa vafalaust þegar saknað mín, og eru farnir að leita að mér; eg verð því að halda til hótelsins sem fyrst«. Hún virtist döpur i bragði. »Eg skal vísa yður leið niður að höfn- inni« sagði hún. »En þér eruð þreyttur og — húsið mitt er ekki langt héðan. Viljið þér ekki lita inn og fá yður hressingu«. Borgar afþakkaði boðið, en um leið fann hann til máttleysis og tók að riða. »Hvað er að yður?« spurði hún. Hann lyfti hendinni, sem var alblóðug. »Þér eruð særður!« hrópaði hún. »Styðjið yður við mig«. Hún lagði hand- legginn um axlir hans. »Mannfjandinn hefir hitt mig með hnifnum; undarlegt að eg skyldi ekki verða þess var fyr«, sagði hann með veikum róm. Hann ætlaði að tala eitt- hvað meira, en honum vafðist tunga um tönn, og honum fanst fæturnir detta undan sér. Og á sama augnabliki var það að Hafliði Borgar, Ameríku-Íslendingur, ættaður úr Grindavik, listmálari á skemtiferð til Miðjarðarhafsins, leið í ómegin i örmum kvenmanns, sem hann ekki vissi hver var, né hvað hét.

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.