Dagsbrún - 10.11.1917, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 10.11.1917, Blaðsíða 2
92 D AGSBRÚN Skoðið varninginn hjá ta Einteiai Fataefni ogtöra álnavöru. Regnkápur Og Frfonafötin. Bursta og Kústa alJekonar. Skœri. Primusa. Gólfmotlur. Spegla. Mgndaramma. Fiskbursta. Fœgismgrsl. Gúmmí-Bolta og fleira þarflegt. sem síðast komu eru dýrari hing- að komnar, en sykurinn sem við höfðum áður, og þess vegna hefir verzlunin orðið að setja sykurinn upp.“ „Það er sagt hér í borginni, að ýmsum svokölluðum heldri mönn- um hafi verið gefin vísbending um að sykurinn mundi hækka, svo að þeir gœtu birgt sig upp af sykri! “ „Slíkt er algerlega ósatt, því landsverzlunin hefir engan privat- mann látið fá sykur, aðeins selt sykurinn kaupmönnum og kaup- félaginu og eingöngu gegn skuld- bindingu um að selja Iiann ekki nema gegn seðlum, auk þess höfum við haldið í sykurinn við þá það sem við höfum getað, ekki látið þá fá nema 3 tn. í einu. Og við erum fyrir hálfum mánuði búnir að setja upp sykur út um land, en höfum dregið að setja hann upp hér, vegna hínna áðurnefndu birgða kaupmanna hér í Rvík, sem þeir þá hefðu haft tækifæri til að setja upp líka.“ & Híjólfærahús Reykjayíkur hefir nú fyrirliggjandi mikið af Nótum og Hljóðfærum, og sendir gegn póstkröfu um alt land. Af Nótum sem til eru má nefna: Með því að hlutafé það, sem boðið var út 16. des. 1916 er nú nærfelt fengið, og með því að ekki er unt sem stendur að auka skipastól félagsins, höfum vér ákveðið að taka eigi að svo stöddu Griegs Romancer og Sange pr. Bind . . ...................2,00 Heises RomancerogSangepr.B. 5,35 Stenhammer: Margits Sang at Gildet paa Solhaug . . . 1.65 Grieg: Efterladte Sange . . . 2,50 Hailén Andreas: Bacchanal (for Baryton) ........ 1,50 Rosenfeldt: Og vi to vil træde Dandsen i Nat..............0,75 Victor Bendix: Nytaarssang . 1,00 Mozart: Sonater, komplet . . 4,25 — Album flir Piano .... 2,2=; (Frh.) Allskonar skólar, músik-kenslu- bækur, koralbækur, musik-orða- bækur 0, fl. við áskriftum að nýju hlutafé og innborgunum lengur en til 1. desember 191?. Reykjavík, 3. nóv. 1917. c^élagstjórnin. £an ésv arzlun in. Þair úfgQréarmenn og Raupm®nn mm ósRa aé Já Reypf sa Rjá íanésverzftminni í veíurf aru Baénir aé snúa sér fií varzíunarinnar þegar í síaé. Dagsbrún skal engan dóm leggja á það hvort skýring sú á sykur- verðhækkuninni, sem kemur fram í viðtalinu við hr. Héðirtn Valdi- marsson er rétt eða eigi. Úr því þingið feldi að mestu leyti tillög- ur hr. Jör. Brynjólfssonar um að selja ýmsar nauðsynjavörur undir verði, verður landsverzlunin að selja varninginn eftir því verði sem hann kostar hingað kominn. Þegar skip landsstjórnarinnar tefj- ast fyrir vestan haf, legst auka- kostnaður á varninginn. Öðru máli er að gegna þegar skip Eimskipa- félagsins tefjast fyrir vestan haf, þá legst sá kostnaður ekki á varn- inginn sem kaupmenn eiga með skipinu, heldur er það skaði Eim- skipafélagsins, en útkoman er í báðum tilfellunum sú sama, að pjóðin borgar skaðann aj löf- inni. Afleiðirigin af þessu fyrir- komulagi er því, að það getur oft verið gröði fyrir kaupmann sem fær vörur frá Amnríku, að skipið hafi tafist; Þess vegga þarf ann- aðhvort að breyta þannig til að flutningsgjald Eimskipafél. sé mið- að við þann tíma sem í reynd- inni fer í hverja ferð, eða þá að landið flytji sjálft inn alla þá mat- vöru er þau skip geta flutt frá Vesturheimi. Þetta og hitt. Villinaut lEvrópn. Tvær villi- nautategundir lifðu í skógum Norð- urlanda, um það bil að ísland bygð- ist, þ. e. úrinn og vísundurinn. Hvenær þeim var útrýmt vita menn ekki, en líklegast hefir það ekki verið fyr en á 11. eða 12. öld, því Adam af Brimum, sem dó 1077, segir að tvær villinautateg- undir séu í skógum Skandinavíu; „uri“ og „bubali" nefndir.1) Úrinn (Bos primigenius) eða úruxinn var mjög likur útlits tömd- um nautpeningi, en stærri; var alt að 6 feta hár um bógana, og 11 —12 feta langur. Ilann var svartur á litinn, með Ijósri rák eftir hryggnum. Úruxinn er nú, því miður, út- dauður, eins og geirfuglinn, en það er áiitið að ýmsir stofnar af tömd- um nautpeningi séu afkomendur hans, t. d. holsteinski nautgripa- stofninn, og útigangsnautin ensku (þau eru reyndar hvít) sem ýms- ir ríkismenn í Englandi eiga i dýrafriðlöndum. Vísundurinn (Bison bonasus) evrópski er ekki al-útdauður eins og úrinn, en nærri hefir það látið, og fyrir mannsaldri var hann hvergi nema í Bialowjeza — skógi í Lit- hauen — (dýrafriðland Rússakeis- ara) og norðantil í Kákasusfjöllum. Nú eru þeir víðar, meðal annars í dýrafriðlandi Jósefs nokkurs Potocki greifa, í Pilowin-skógi í Rússlandi, Eru þeir vísundar af- komendur þriggja vísunda er Niku- lás Rússakeisari gaf Potocki þess- um árið 1905. Einn þessara þriggja var skotinu 1913 og var þá stærsti vísundurinn sem drepinn hefir ver- ið síðan 1555. Hann var hálf sjötta alin á lengd og vóg 2000 pd. Vísundkýrin er minni vexti en nautið; er með kálf í 9 mánuði. Ekki er ómögulegt að vísunda- tegund þessi, og eins ameríski vís- unduiinn (Bison bison) gæti þrifíst í útigangshéruðum hér á landi, t. d. Rangárvallasýslu. Ameríska tegundin lifði, áður en hvítir menn unnu á henni, alt norður á 65. breiddarstig, þ. e. norður á móts við ísland, en í Ameríku er svo sem kunnugt er mikið kaldara loftslag en á sama breiddarstigi hér í álfu. 1) Reyndar er ekki alt áreiðanlegf sem hann Segir; til dæmis segir hann að fsinn verði svo harður á íslandjj sökum hinna miklu kulda er þar gangu að hafa megi hann til eldsneytis. Marg" ur mundi óska nú að satt væri. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.