Dagsbrún


Dagsbrún - 07.12.1918, Side 1

Dagsbrún - 07.12.1918, Side 1
\ POLIS BKKI RANQINBI GEFIÐ ÚT AF ALPÝÐUFLOKKNUM 47, tbl., 4. Sambanðstögin. Danska alþingið — Ríkisdagur- iiin — heflr nú samþykt sam- bandslögin. Voru þau fyrst til um- ræðu í neðri deildinni (Fólksþing- inu), og þar samþykt með 100 at- kvæðum gegn 20, en 20 voru fjarverandi, eða greiddu ekki at- kvæði. í efri deild (Landsþinginu) voru þau samþykt með 42 at- kvæðum gegn 15, en 13 voru fjarverandi. Lögin eru nú undirskrifuð af Kristjáni konungi, Jóni Magnús- syni og Zahle, og ísland þar með orðið konungsríki. Hvað lengi sem það nú stendur. Friður. Á sama tíma og við Reykja- víkurbúar höfðum enga hugsun fyrir öðru en drepsóttinni, hafa gerst úti í heimi markverðustu og gleðilegustu tíðindin, sem skeð hafa i fjögur ár: Það er kominn friður. Ekki þó svo að skilja að friður sé þegar saminn, en það er komið vopnahlé, og stríðið er áreiðanlega lúið. Stríðið hefir hætt eins snögg- lega og það byrjaði. Sókn Banda- manna nú í haust varð þess vald- andi að Búlgarar, sem farið höfðu í stríðið til landvinninga. mistu alveg kjarkinn, eða réttára sagt, sáu, að því fyr sem þeir hættu, því betra fyrir þá. Þess vegna snéri forsætisráðherrann sér til Bandamanna um frið, og undir- gengust sendimenn hans, við Banda- menn, að leggja skilyrðislaust nið- ur vopn. Þetta var gert alt án vitundar Ferdinands konungs (sem er þýzkur prinz, hann er frá Ko- burg). Reyndi hann fyrst að malda í móinn, en er hann sá að hann engu fékk um þetta ráðið, lagði hann niður völd, í hendur elzta syni sínum, Boris prinz, og hélt í sprettinum heim til Þýzkalands. Var það þriðji þjóðhöfðinginn sem veltist af veldisstóli síðan stríðið byrjaði. En áður voru farnir Niku- lás Rússakeisari og Konstantín Grikkjakonungur; hinn fyrri var síðar drepinn, en hinn er i Sviss- landi. Boris konungur réði þó skamm- an tíma ríkjum, því frétt er kom- in um, að einnig hann sé oltinn úr sessi, og Búlgaría orðin lýð- veldi. Þetta hafði brátt þau áhrif að hin glæsilega hetja Enver pasha, sem er hinn mesti Þjóðverjavinur varð að fara frá völdum í Tyrk- BLAÐ JAFNAÐARMANNA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON Reykjavik, laugardaginn 7. desember. 1918. landi, og er að sögn flúinn úr landi, en stjórn myndaði Tewflk pasha, hinn mesti Englendinga- vinur, og fyrverandi sendiherra Tyrkja í Lundúnum. Sömdu Tyrkir þá skjótlega vopnahlé við Banda- menn, létu laus við þá vígin við Hellusund (Dardanella) og lofa þeim óhindraðar siglingar um Sæ- viðarsund (Bosporus) inn í Svarta- haf. Eru Bandamenn komnir með flota sinn til Konstantinopel. Um þessar mundir, eða nokkru fyr, tók Austurríki alt að liðast í sundur, enda búa þar margar þjóðir. Hafði þetta hin verstu áhrif á herinn við landamæri Ítalíu, og unnu ítalir stóra sigra hvern á fætur öðrum; tóku að sögn um 300 þús. fanga. Varð þetta til þess að Austurríki gerði vopna- hlé við Bandamenn, og eru skil- yrðin saina sem algerð uppgjöf. Þurfti ekki meira til, til þess að ríkið liðaðist alt í sundur. Settu Austurríkismenn keisarann af, og fór hann til Ungverjalands, en skömmu síðar lagði hann niður keisaratign, og lauk svo veldi Habsborgarmanna. En áður en það fór fram hafði verið myrtur atkvæðamesti ungverski stjórn- málamaðu; inn, Tisza greifi; gerðu það hermenn. Nokkur hluti af Austurríki-Ungverjalandi samein- ast Póllandi (vesturhluti Galiziu, búa þar Pólverjar); nokkur hluti Ítalíu (þau héruð sem því landi liggja næst, og ítalska er töluð í). Nokkur hluti mun og sameinast Ukraine (frb. úkræne) hinu nýlega myndaða ríki í suðvesturhluta Rússlands. En það er austurhluti Galiziu, býr þar sama þjóðin og í Ukraine, þó með þeim mun að þeir (nefndir Rúthenar) eru róm- verzk-katólskir, en þeir eiginlegu Ukrainar grísk-katólskir. Pólverj- um og Ukrainum kemur ekki saman um hvar landamærin eigi að vera í Galiziu og hafa háð blóðuga bardaga, nú, eftir að ó- friðarþjóðirnar eru hættar blóðs- úthellingum. Stór hluti Ungverjalands mun sameinast Rúmeníu (Transylvania og Siebenburgen) en í þessum lönd- um er alþýðan öll rúmensk, þó mikið af aðlinum sé ungverskur. Annar stór hluti hefir þegar sam- einast Serbíu (suðvesturhluti Ung- verjalands), ásamt austurrísku löndunum Bosniu, Herzegoviniu og líklegast Dalmatiu, en í þessum löndum flestum er töluð serbneska og slovenska, sem er skylt mál). Af þeim þjóðum sem mynda sjálf- stæð ríki á ríkisrústum Habsborg- armanna, ber mest á Checko-Slov- ökkum, sem mynda ríki saman í bróðerni. En Checkar (nafnið oft skrifað Tékkar) og Slovakkar, eru skildar þjóðir, viðlíka og Færey- ingar og íslendingar, eða Danir og Norðmenn. Forseti heflr verið kjörinn í hinu nýja lýðveldi Checko-SIovakka pró- fessor Masaryk, sem var flúinn úr landi, og hafðist við í Bandaríkj- unum; hann er nú á leiðinni heim. Það, að Búlgaría, Tyrkland og þó einkum Austurríki-Ungverja- land sömdu vopnahlé, hlaut að leiða til þess að Þjóðverjar gerðu hið sama, einkum af því, að her þeirra var á stöðugu undanhaldi þó það gengi hægt, og með fullri reglu. Þjóðverjar báðu Wilson um að stilla til friðar, svo sem sagt var frá hér í blaðinu, og var vopnahlé samið við Bandamenn. Fyrir Bandamenn hét sig að semdi Foch yflrhershöfðingi, en í þýzku samninganefnþinni voru fjórir, en einn þeirra var Hintze. Skilmálarnir sem Bandamenn settu fyrir vopnahléi voru allharð- ir aðgöngu fyrir Þjóðverja; svo harðir, að þeir geta ómögulega héðan af, haflð sókn á ný, þó ekkert sé það líkt þeim skilyrð- um sem Austurríki eða Búlgaría hafa orðið að ganga að, sem er alger uppgjöf. Aðalinnihald vopna- hléssamninganna er, eftir því sem frézt hefir, á þessa leið: Þjóðverjar hverfi á braut með her sinn úr Belgiu og Norður- Frakklandi, og séu komnir með hann allan innan 16 daga austur fyrir Rínarfljót — þeir eiga þann- ig að yfirgefa væna skák af sjálfu Þýzkalandi, auk þrætulandsins El- sass-Lothringen. Ennfremur eiga Þjóðverjar að hverfa á brott, með lið sitt úr Rússlandi, Rúmeníu og öðrum löndum, þar sem þýzkt lið er og jafnframt, eru friðarsamning- arnir sem gerðir hafa verið, Við Rússa í Brest-Litovsk, og Rúmena í Bukarest, úr gildi numdir. Þjóðverjar eiga að skila aftur n^ þegar öllum herteknum mönn- unl (en Bandamenn eiga ekki að skila herteknum mönnum nú). Þjóðverjar eiga líka að skila aftur nú þegar öllum þeim mönnum, sem hafa verið herleiddir úr lönd- um þeim er Þjóðverjar háfa tekið. Af hergögnum og samgöngu- tækjum, eiga Þjóaverjar að láta af hendi 30,000 vélbyssur, 2500 stærstu fallbyssur sínar og 2500 aðrar fallbyssur; 3000 sprengju- kastara, 2000 flugvélar, 5000 bif- reiðar, 5000 eimreiðir og 150,000 aðra járnbrautarvagna. Nokkurn hluta af flotanum eiga þeir að láta af hendi við Banda- menn, sem sé alla kafbáta sína, 10 bryndreka, 6 brynvarin beiti- skip, 8 önnur béitiskip (létt vopn- uð) 50 tundurspillá, og eitthvað af smærri skipum. Hinn hluta flot- ans eiga Þjóðverjar að afvopna undir eftirliti Bandamanna. Þjóð- verjar eiga að skila aftur öllu gullinu, sem þeir lögðu hald á í bönkum í Rúmeníu og Belgíu, og ennfremur eiga þeir að aíhenda Bandamönnum, til vörzlu, gullið, sem þeir létu Bolsevikana í Rúss- landi afhenda sér. Þjóðverjar eiga að gefast upp skilyrðis- iaust í Austur-Afríku, og tilkynna hlutlausum þjóðum, að allar kvaðir sem þeir hafa lagt á hlutlaus skip (t. d. að Botnia mætti ekki flytja póst frá Bergen) séu fallnar úr gildi. Hafnbann Bandamanna á Þýzka- landi helzt áfram, og þýzk skip má hertaka, ef þau hittast á sigl- ingu. Járnbrautir í EIsass-Lothringen eiga Þjóðverjar að afhenda Banda- mönnum, og þeir mega ekkert flytja austur yflr Rinfljót úr lönd- unum (þýzku), sem eru fyrir vest- an það. í stórborgunum Köln, Koblenz og Mainz, við Rínarfijót, (sem allar eru ramlega viggirtar) setjast Bandamenn að með héilið, og 30 km. í geisla út frá þessum borg- um, þ. e. á þessum stöðvum fara þeir austur yfir Rín. Samkvæmt vopnahléssamningnum, eiga Þjóð- verjar að kosta uppihald þessa setuliðs. Öllum vopnahlésskilmálunum eiga Þ^óðverjar að hafa fullnægt á 36 dögum, og Bandamenn eiga að hafa rétt til þess að taka Helgoland, ef skilmálunum er snerta flotann er ekki fullnægt. En Þjóðvnrjar hafa þegar skilað Bandamönnum kafbátunum og öðr- um herskipum, samkvæmt samn- ingunum, svo ekki kemur til þess. Hafa skip þessi verið flutt til Eng- lands. Bandamenn hafa undirgengist að sjá Þjóðverjum (eða Miðríkjun- um?) fyrir matvælum og er það mikilvægt atriði fyrir þá. öll viðskifti Þjóðverja og Banda- manna, eftir að vopnahléð komst á, hafa verið_ hin friðsömustu og kurteisustu, eins og siðuðum þjóð- um sæmir, og heflr ekki borið í þeim viðskiftum á hatri því, sem alt logaði í milli þessara þjóða, meðan ófriðurinn geysaði. Fundir til þess að ræöa um friðarskilmála og semja þá, eiga bráðlega að byrja, og er von á sjalfum Wilson, forseta Bandaríkj- anna, á þann fund. Um þær mundir sem vopnahléð komst á, varð uppreist í fjölda þýzkum borgum, er uppreisnar- menn, sem voru jafnaðarmenn, náðu á sitt vald, þar á meðal sjálfri Berlín, höfuðstaðnum. Jafn- aðarmannaflokkurinn þýzki hefir

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.