Dagskrá II - 22.05.1902, Side 1
Nr. 26
I. Ár.
DAQSKRAII.
WINNIPEG, MAN.—22. MAÍ, 1902.
Iballbór 1Rr. jfríöríkeeon
Nú stilla þeir hörþu, þeir “háu og stóru”;
ég hika—því “fátæktin” vekur mér geig;
um anda míns blómgarSa frostvindar fóru,
ég hnn þar ei efni í verSugan sveig.
I hraunum og sandi þótt lengi ég leiti,
ég lít þar ei annaö en hálfvisið blað ;
ég tek það—og heim á leið hugvængi
þreyti,
og hljóður á gröf þína festi ég það.
þú ættir þó skilið að skárra það væri,
því skógum og stórviðum festir þú rót
í þúsundum sálna—þótt sáðkorn þín bæri
oft svalvindur gáskans í heimskunnar
grjót.—
Já, drottinn af mörgum er misskilinn
löngum,
þeim myrk virðist sól hans er bjartast
hún skín,
og því er af sonum hans ætlandi önguni
að a«gunum steinblindu veiti hann sýn.
þeir eru svo fáir, sem einurð og elja
til alvöru knúði mót heimskunnar dóm ;
en grátlega margir, er sannfæring selja,
og sofna við töfrandi peningahljóm.
þeir eru svo fáir, sem frægðir sér telja
að frelsa þig, ættjörð, úr ræningja klóm,
en grátlega margir, sem vegu þá velja,
að vera sem leppur í annara skóm.
þeir eru svo fáir, sem fest hafa rætur
í frjómoldum Hjaltalíns, Skúla og Jóns ;
en margur, sem grafa sig lifandi lætur
í leirgryfju deyfðar og kreddunnar þjóns.
þeir eru svo margir, sem hikandi, hálfir
um hádag í “slættinum” sofa’ eins og
steinn ;
í svefnrofum eggja þeir aðra—en sjálfir
í orði né verki þeir styðja’ ekki neinn.
þeir eru svo margir, sem rífa’ alt með
rótum
úr ræktaðri sléttu og breyta’ henni’ í flag,
og hræsninni’ og tízkunni fallandí’ að fót-
um,
þeir fálmandi leita að augnabliks hag.
þeir syngja og fylgjast með náungans
nótum,
en nema’ ekki sjálfir eitt einasta lag ;
þeir steypa sig aftur í “minkandi” mótum
á morgun, ef drottinn þá “stækkar” í dag.
Og því er ei furða þótt góðvættir gráti
við gröf hans.er aldrei var sekur um slíkt;
og því er ei furða þótt Fjallkonan láti
nú faldinn sinn drúpa—en sár hennar
mýkt
fær vonin um ávöxt þess alls, er hann sáði,
því aldrei gekk “jarðyrkjan” betur en nú;
og mörg eru frækorn, sem frostið ei náði,
það framtíðin sýnir, ef þjóðin á “trú.”
SlG. JÚL. JÓHANNESSON.
HALLDÓR KR. LRIDRIKSSON.
Hann andaðist í Reykjavík 23. Marz.
Var hann fæddur árið 1819, og því 83 ára
að aldri. P'aðir hans var Friðrik bóndi
Eyjólfsson, Kolbeinssonar, prests að Eyri
við Skutulsfjörð; móðir Halldórs var Sig-
ríður Olafsdóttir, bróður Hjalta prests
þorbergssonar og afa Bergs Thorbergs
landshöfðingja. Halldór útskrifaðist úr
Bessastaðaskóla 1841 ; las guðfræði í
Kaupmannahöfn um tíma ; hvarf frá því
og las málfræði, en tók í hvorugu próf.
Árið 1848 varð hann kennari við latínu-
skólann í’Reykjavík og hélt þeirri stöðu í
47 ár; yfirkennari varð hann 1874. Hann
var þingmaður Reykvíkinga í 30 ár sa-m
fieytt, 1855 til 1885 (nema 1865—67) og
svo aftur 1893. Hann skipaði sæti f
bæjarstjórn Reykjavíkur í 37 ár; var for-
seti Búnaðarfélags Suðuramtsins í 30 ár,
og fyrsti forseti Búnaðarfélags Islands,
1899—1901. Hann fékkst allmikið við
málaflutninga á yngri árum. Hann rit-
aði ýmsar bækur og fjöldamargar greinar
í blöð og tímarit. Af ritum hans má
nefna: “Islenzk málmyndalýsing,” “Is-
lenzkar réttritunarreglur, ” “þýzk mál-
myndalýsing, ” ‘ ‘Dönsk málmyndalýsing, ”
“Landafræði Islands, ” “þýðing á landa-
fræði Ingerslevs,” og margt fleira. Hann
var af konungi sæmdur riddarakrossi
dannebrogsorðunnar og heiðursmerki
dannebrogsmanna.
Kona hans, sem enn er á lífi, er af
dönskum ættum, Leopoldina, dóttir Deg-
ens höfuðsmanns í Kaupmannahöfn. Börn
þeirra eru Moritz, læknir í Park River;
Júlíus, héraðslæknir á Blönduósi, og
fjórar dætur: ein þeirra er gift Halldóri
Danfelssyni bæjarfógeta í Reykjavík;
önnur Janusi Jónssyni, prófasti í Holti;
þriðja Kristni Danfelssyni, presti á Sönd-
um; hin fjórða ógift.
I fáum orðum mætti lýsa Halldóri
þannig: Hann var framúrskarandi starfs-
og eljumaður; brast aldrei kjark né áræði
til neins; hann var sannfæringafastari en
flestir samtímismenn hans, og ósérplæg-
inn í mesta máta; lá aldrei á liði sfnu og
var manna fúsastur að vinna að þeim
málum, er hann hafði trú á, án launa.
Hann sagði til syndanna hlífðarlaust, en
var tryggari og einlægari vinur en alment
gjörist; ráðhollur og hjálpsamur ef til
hans var leitað; óvæginn og harður ef
því var að skifta, og hræddist aldrei ofur-
efli, en fylgdi engu máli af öðrum hvötum
en eigin sannfæring. Hann fylgdi ein-
dregið stefnu Jóns Sigurðssonar í stjórn-
málum. Ekkert lá nær hjarta hans, ut-
an heimilis, en alt það er Islandi mátti
til sóma verða. Nálega allir lærðir menn
á Islandi eru að einhverju leyti andleg
fósturbörn Halldórs Friðrikssonar, ogvfst
er það, að margir hafa sent hlýja saknað-
arkveðju þangað sem honum var búin
síðasta hvíld, “í skauti móður sinnar. ”
Alt líf hans bar um það eindreginn vott
að hann hefir viljað taka undir með skáld-
inu, þar sem það segir;
“Mig langar að sá enga lýgi þar finni,
sem lokar að síðustu bókinni minn.”