Dagskrá II - 22.05.1902, Síða 2

Dagskrá II - 22.05.1902, Síða 2
2 D A G S K R A II. “ Aldamot.” Ellefti árgangur pessa rits (fyrir áriö 1901) er nýlega út kominn. Efniö er petta : “Guð veit það, ” kvæði eftir séra V. Briem ; “þrándur 1' götu,” fyrirlestur eftir séra Jón Bjarnason ; “Bókstafurinn og andinn, ” fyrirlestur eftir séra Fr. J. Bergmann; “Undir linditrjánum,” rit- dómar eftir séra Friðrik. Kvæði séra Valdimars er yfir höfuð nokkuð staklsamt en gullkorn hér og hvar. þar er haldið fram kenningum Dagskrár að pví leyti, að þjóðir, sem viðhalda stríðum, séu vilt- ar ogheiðnar. Eitt erindið hljóðarþannig: ‘Er fólkið þá siðað, er leikur þá list og lætur það viðgangast alt ? Er fólkið ei heiðið,þótt kent sé við Krist og kristninnar hásæti valt ? Hvað segja mun um það hin síðari tíð, Þa.ð sést þegar framlíður stund; hún kalla mun heiðinn og hálfviltan lýð, er hefir í metum þau guðlausu stríð! O, guð veit nær græðist sú und. Svona lítur höfuðskáld kirkjunnar á ís- landi á þetta mál; svona lítur merkasta tímarit íslenzku kirkjunnar í Vesturheimi á þetta mál; það er ósegjanlega mikið gleðiefni fyrir Dagskrá; það fellur ná- kvæmlega saman við kenningar hennar.— hyrirlestur séra Jóns er merkilegur að mörgu leyti, eins og flest er hann ritar, þótt stundum séu á því stórir gallar; hann er maður rétt eins og Sigurður Júlíus eða hver annar. það sem hann sérstaklega bendir a er það að sundrung og tortrygni sé aðal þrándurinn í götu menningar og framfara; það er gullvægur sannleikur. Einn er galli á fyrirlestri þessum og hann er sá, að ósannindi vísvitandi eru þar borin á blaðið Jtjóðólf. J)ar er svo til orða tekið, að hann (þjóöólfur) hafi ritað á atjórnmálamerki sitt, þá ömurlegustu trúarjátning er til geti verið — helbera neitan allra framfara tilrauna landi og og lýð til viðreisnar. þetta veit séra Jón minn að er osatt. Jijoðólfur hefir barist af alefli fyrir sömu stjórnarbótinni, er Jón sál. Sigurðsson krafðist, þeirri sömu, er Benedikt Sveinsson héltfram, þeirri sömu sem konungur hefir nú heitið íslending- um og vakið hefir sannarlega gleði um land alt. J>á er því einnig haldið fram, að réttritun H. Kr. Friðriksonar hafi aldr- ei fyllilega náð sér niður í latínuskólan- um; þetta er rangt; ritstjóri Dagskár fylg- ir ekki þeirri réttritun nú: en bæði hann og séra Jón vita það vel að hún var full- komlega viðurkend í skólanum og um land alt, að fáum mönnum undantekn- um. Séra Jón áfellir Björn Jónsson og Björn Olson, fyrir ritdeilu þeirra um staf- setningamáliö; þar gerir hann vel ogrétt, sú deila er og verður þeim báðum til æf- inlegrar háðungar. Svo er í fyrirlestrin- um sagt að ,,Heimskringla“ hafi það fyr- ir meginreglu að minnast ekki andstæð- inga sinna, nema til ills, en hefji sér- hverja heimsku fylgismanna sinna upp til skýja. Dagskrá er enginn sérlegur vinur Heimskringlu, en það veit hún og það veit séra Jónlíka að einmitt í þessu atriði drýgir Lögberg fleiri syndir en Kringla; Heimskringla er miklu frjáls- lyndara og sanngjarnara blað, þrátt fyrir alt og alt. Fyrirlesturinn er að mörgu merkur, en hlutdrægur og einhliða; mál- ið sumstaðar ágætt, en víða meingað dönsku,norsku og ensku og jafnvel latínu, öllu hrært saman, skældu og afbökuðu, eins og t. d. “fregáta,” “slúffa,” “kapt- einn,” káeta,” “reformazíon,” ,,sere— mónía, ” “krítik,” “júbilár” o. s. frv.; engin þessara orða eru til f íslensku máli. Réttritun er engri fylgt heldur skrifað af handa hófi, ýmist réttritun H. Kr. Frið- rikssonar eða blaðamanna. Ég hefi tal- ið 48 orð þar sem greinilega er fylgt rétt- ritun H. Kr. Fr. og 39 þar sem fylgt er blaðamannaréttritun, í atriðum, þar sem sérstaklega greinir á um. þá er fyrir- lestur séra Friðriks; hann er það lang- merkasta. Séra Friðrik játar það þar hreinskilnislega, að hann trúi ekki lengur á innblástur biblíunnar, einsog hann hef- ir verið kendur; það er ærlega gjört. Hér skulu tilfærð nokkur atriði, er séra Frið- rik segir: “Guðfræðin er öll verk mannanna;það eitt er víst, hvað sem um annað er, en mannaverkum er þannig háttað,að aldr- ei má gjöra sig ánægðan með þau” bls. 66.—“þeir menn, er bezt hafa lagt sig niður við vísindalega guðfræði og sitja inni með (!!!) langmesta þekkingu, eru flestir, nokkurnveginn allir (!!) hinum gamla skilningi andvígir, ” bls. 73. Um rökfærslur fyrir innblæstri ritningar- innar farast honum þannig orð: ‘ ‘þessar rökfærslur fullnægja ekki lengur hugsun þeirra manna, sem nú eru uppi, þótt þær kunni að hafa gjört það áður. Á sumum þeirra stórhneyxlast nú hver mentaður maður, af því þekkingin kenn- ir honum, að sumar þeirra eru gjörðar út í hött,” bls. 85. Ennfremur: ,,það er nú ekki til nokkurs hlutar að koma fram með kenningu umguðlegan innblástur ritningarinnar, er maður hafi myndað sér fyrirfram, samkvæmt einhverjum trúarsetningum, er maður hefir fyrirfram skapað sér,” bls. 90. — “Vér hljótum jafnvel að hneyxlast á þeim guði, er lýst hafi sjálfum sér á r>ann hátt, sem þar, (í biblíunni) er sumstaðargjört--------hann er einlægt stórgallaður og margvíslega ófullkom- inn,” bls. 125. þessi fyrirlestur séra Friðriks, er að minsta kosti hreinskilinn. Hann skýrir óhikað frá því, að hann sé horfinn frá innblásturstrúnni gömlu. Málið er ein- staklega bjart og aðgengilegt; framsetn- ingin víða skýr, en þó er svo á stöku stað, sem vilji hann sleikja yfir það, sem hann hefir áður sagt, og kennir þar gamla hræsninsvanans. Sumstaðar finn- ast herfilegar málleysur, eins eg t. d. að “sitja inni með” þekkingu; það er eitt- hvað með því allra lakasta sem ég hefi séð. Ritvillur og ósamkvæmi í stafsetn- ing, er næstum í annari hvorri línu. Rit- dómarnir sumir eru skemtilegir og vel ritaðir, en sumir all hlutdrægir, og hefir það brennimark jafnan verið á Alda- mótum frá því fyrsta er ritið hófst. TIL ÍSLENDINGA. Til viðvörunar þeim íslendingum, sem ráðast í vinnu, skal ég leyfa mér að birta það sem hér segir. Síðastliðið haust var ég ráðinn af herra Allan hér í Winnipeg, til skógarhöggs austur í Ontario, hjá manni, er D. L. Mathew heitir. Mér var lofað $35 á mánuði og ókeypisfari. þeg- ar til kom vorum við látnir vinna aðra vinnu en ákveðið var; borgað aðeins $26 í kaup, og urðum sjálfir að greiða fargjald. Ég hafði skriflega samninga og vildi fá samverkamenn mína til þess að hefja mál- sókn á hendur herra Mathew, en þeir þorðu ekki. Ég stefndi honum því einn, og var málið þannig dæmt í Rat Portage, 2. apríl, að hann varð að greiða mér $9 uppbót, en málskostnaður féll niður. Allskonar flækjur voru reyndar af hálfu lögmanns þess er málið varði, en þær urðu árángurslitlar. það kom í ljós fyrir rétt- inum, að herra D. L. Mathewgreiðir far- gjald vinnumanna sinna frá Winnipeg, en dregur það svo aftur frá kaupi þeirra. Hann borgar aðeins $1.90 fyrir hvern mann, en lætur hann aftur borga sér$5.95 græðir hann því $4.05 á hverjum manni. þetta varð hann að játa fyrir rétti, og þótti ilt. Réttarsalurinn var troöfullur, og lýstu margir því yfir, að þeir myndu aldrei framar vinna fyrir Mathew, eftir að þessi svik voru leidd í ljós. Ég vildi ráða öllum löndum mínum, er vinnu fá hjá herra Allan, að gæta ’þess að samn- ingar séu vel úr garði gjörðir. Menn ættu að taka sig saman um að kæra öll svik er fram koma í þá átt, það er eina ráðið því til bóta. Snorri Jónsson. Athugasemd: það sýnirmikinn kjark og dugnað af fátækum vinnumanni, eins og Snorri Jónsson er, að hleypa sér út í pessa málssókn gegn auðkýfingi, og hafi hann heiður fyrir tiltækið. — Ritstj.

x

Dagskrá II

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.