Dagskrá II - 22.05.1902, Síða 4
4
DAGSKRÁ II.
BÓKASAFN “SKULDAR.”
Goodtemplara stúkan “Skuld” á all-
mikiS og vandaö bókasafn, sem öllum er
heimilt aðgöngu gegn mjög lítilli borgun.
Safniö er geymt á skrifstofu Dagskrár og
hefir Sig. Júl. Jóhannesson umsjón yfir
pví. Bókalisti er til sýnis og útlán af
safninu kl. til 7)4 á hverjum degi.
Allar upplýsingar fúslega gefnar. þeir
sem vildu gefa safninu bækur eru mjög
kærir gestir á skrifstofu Dagskrár.
JÓLARŒÐA.
Eigi ég aö segja ykkur pær óskir, sem
insta sæti skipa í hjarta mér, pá eru þær
þessar: aö á næstu jólum hefðu allir
konungar og keisarar slept tilkalli til
þeirra stöðu og leyft fólkinu aö stjórna
sér sjálfu; að allar aðals- og auðmanna-
eignir í heiminum yrðu af handhöfum
þeirra viðurkendar eign fólksins, og skift
meðal þess eftir réttum hlutföllum; að
páfinn kastaði kórónunni þreföldu og öll-
um helgiskrúðanum og teldi sig ekki leng-
ur fulltrúa guðs með ótakmörkuðu og ó-
skeikulu dóms- og framkvæmdarvaldi,
heldur eins og hvern annan ítalskan borg-
ara; að allir kardínalar, erkibiskupar,
biskupar, prestar og trúfræðingar viður-
kendu þann sannleika að þeir vissu ekki
neitt í guðfræði, ekkert um himnaríki, né
helvíti; ekkert um ásigkomulag manns-
sálarinnar eftir dauðann; ekkert um djöfla
né drauga, guði né engla; að þeir legðu
mesta áherzlu á það við söfnuði sína, að
þeir hugsi fyrir sig sjálfir og lifi ávalt og
komifram, sem mannlegirmennogkvenn-
legar konur, og kappkosti að auka ham-
ingju sína og bræðra sinna, Að allir
kennarar — ekki sízt sunnudagaskóla-
kennarar—kæmu sér saman um að kenna
það eitt, er þeir vissu að væri sannleikur,
en sleptu eldri og nýrri hugmyndum, sem
lítinn sannleiksgrundvöll hafa á að hvíla.
Að allirþjóðmála skúmar breyttust í sanna
stjórnvitringar, sem legðu áhuga á að
gjöra lönd og þjóðir frjálsar og virtu gagn
og heill almennings meira en tiltölulega
lítinn persónulegan hagnað. Að allir
ritstjórar blaða og tímarita segðu ein-
tóman sannleika og létu allar heimu-
legar sakir manna afskiftalausar. Að
öllum drykkjuskap væri útrýmt, að öHum
líkamlegum hirtingum yrði hætt á hverju
haimili, í hverjum skóla, á vitfirringa-
stofnunum, betrunarhúsum og tangelsum.
Grimd drepur hið maunlega en vekur hið
dýrslega. Lipurð og prúðlyndi betrar og
göfgar. Ég vildi ennfremur óska að sjá
réttláta skifting hagnaðarins milli inn-
stæðu og vinnu, svo erfiðismaðurinn gæti
blandað dálitlu af júní saman við desem-
ber æfi sinnar. Ég vildi sjáalþjóðadóm-
stól, þar sem öll ágreiningsmál þjóðanna
yrðu útkljáð, svo að öllum þeim hundruð-
um þúsunda, sem pínast undir oki hern-
aðarskyldunnar, veittist mannlegt frelsi,
en hergögn öll fengju að ryðga og rotna
niður í alheimsfriði. Ég vildi í fáum orð-
um sjá heiminn frjálsan og frían og laus-
an við hjátrú og ranglæti, — þetta verður
að duga til næstu jóla — síðar má vera
að ég eigi fleiri óskir.
R. G. Ingersoll.
DUGLEGIR DRENGIR.
þorvaldur þorvaldsson er útskrifaður af
háskóladeildinni víð Wesley-skólann, og
fékk hann ágætiseinkunn og heiðurspen-
ing að verðlaunum. Stefán Guttormsson
og Runólfur Fjeldsteð tóku próf upp í
háskóladeildina ; fékk Stefán $60 verð-
laun fyrir frábæra kunnáttu í reikningi og
latínu, og Runólfur fékk $40 verðlaun
fyrir ágæta kunnáttu í grísku. María
Anderson tók einnig gott próf upp í há-
skóladeildina. það er ánægjulegt fyrir
Islendinga hversu mikinn dugnað og
skarpleik þessir þrír piltar hafa sýnt.
þorvaldur hefir ýkjalaust þroskaðastar og
heilbrigðastar skoðanir allra ungra náms-
manna hér á meðal Islendinga. Ef alt
fer að sköpum, ætti hann að verða and-
legf stórmenni á meðal vor með tíð og
tíma.
Tvennskonar bros.
Eitt kulda bros, það kveikir haturs bál,
sem kólnar ekki þó að líði frá ;
það tætir burtu tilfinning úr sál,
sem tími’ ei nokkur endurvekja má.
Eitt kærleiks bros, það eykur yl og ljós,
og ísum-bundna þýðir hjartarót;
það endurlífgar liðna gleðirós
og leiðir burt úr sálu hefndar grjót.
Eitt kulda bros, það beygir hrygga sál
' og byrgir skugga sérhvern geislastaf;
það breytir friðarsöng í sorgarmál
og sekkur von í örvæntingar-haf.
Eitt kærlejks bros, það kveikir líf og fjör
og kjark og nýjan þrótt í lífsins stríð ;
það breytir dýpstu sorg í sigurför
og sýnir inn í hulda dýrðartíð.
P. S. PÁLSSON.
Munið eftir Scheving’s GOLDEN
HAIR TONIC.
Húsamálningu tek ég að mér í
sumar fyrir sanngjarna borgun ; er vel
vanur þeim starfa.
Finnur Finnsson.
NÝTT HÚS TIL SÖLU,
vandað, stórt, ódýrt, með vægum aorg-
unarskilmálum.—Ritstj. vísar á.
VARASKEIFAN Á KRINGLU.
(Frh.)
Við úrkeðju, sem fest var í vasann á
vestinu vinstra megin, án þess að í hon
um væri nokkurt úr, hékk nautshaus úr
giltu blýi; er það merki Greenways, og
hafði náunginn fengið hann um árið þeg-
ar Kringla setti fæturna upp en höfuðið
niður og átti að seljast suður í Bandaríki
fyrir 13 dali og 13 cent; því þá bjóst hann
við að feitastur þorskur mundi á þeim
króknum hanga, er rent væri í fylkissjóð
þeim megin, er Greenway hafði tökin og
bauð honum svo þjónustu sína í laumi.
En svo fór alt á annan veg en útleit fyrir.
þeir sem lofað höfðu “framförum” og
svikist um, voru reknir, en í stað þeirra
kaus fólkið þá, sem lofuðu “afturförum”
og efndu heit sín. þá sneri náunginn við
blaðinu, því allir flaðrandi hundar hafa
það eðli að fylla þann flokkinn, sem sterk-
ari er í það og það skiftið; hann skamm-
aðist sín fyrir nautshausinn og vafði utan
um hann blaöi úr skáldsögu, er hann sjálf-
ur hafði samið úr dönsku og enginn galli
var á annar en sá að enginn vildi lesa.
I þessum svifum gengur gamli Siggi Jó-
hannesson fram hjá náunganum og strýk-
ur bjórfroðuna úr skegginu: “Gerðu dá-
lítið fyrir mig, lapnl” segir náunginn.
“Hvað er það?” “Rubbaðu upp nokkr-
um skammarvísum um h......hana Dag-
skrá; ég er herra ritstjórinn að Krínglu á
meðan Baldvin er að þvo sér, og ég þarf
að slá mér upp á einhverju; þú getur ort
undir fölsku nafni, ef þú þorir ekki ann-
að; ég skal gefa þér ærlega í staupinu fyr-
ir; þú ert auðvitað gamall Goodtemplar
eins og ég, og hefir lofað við drengskap
þinn að drekka aldrei áfengi, en hvað
varðar okkur um það!” Gamli Siggi er
allra ærlegasti karl í aðra röndina, sem
bezt sést á því að séra Friðrik vidi reka
hann úr söfnuðinum fyrir hreinskilni og
“lögbergingar” (== þeir sem bergja Iög=
drykkjumennirnir) ætluðu 2—3 að reka
hann út af skrifstofu sinni fyrir það að
hann vildi ekki troða á séra Bjarna að ó-
sekju. En Sigga þykir sopinn góður og
hann gekk að samningnum—gerðist nagli
í einu gatinu á Kringluskeifunni og var þar
fastur þangað til Mangi Markússon (Frh.)
Ritstjóri :
Sig. Júl. Jóhannesson. Cand. Phil.
Skrifstofa að 547 Ross Ave.
PRENTARI M. PÉTURSSON.