Fréttablaðið - 29.09.1914, Blaðsíða 1
29. tbl._Akureyri, þriðjudag 29. september, 1914. — Útgefandi Jón Stefánsson. —Prentsmiðja Odds Björnssonar.
Frá blóðvellinum.
London þriðjudag 29. sept.
Frá Róm er stmað, að þar sé op-
inberlega tilkynt frá Pétursborg, að
hægri armur herfylkinga Austurríkis ■
manna hafi verið rekinn yfir Kar-
patafjöll og rússneskar herdeildir
veiti honum eftirför. Ófarir Auslur-
n'kismanna ei talinn gagngjör ó-
sigur. Peir hafa mist alt stórskotalið
sitt. Vinstri herarmur þeirra hefir
hörfað undan til Krakau.
Alsherjarorustan.
Opinberlega tilkyut frá París: Síð-
degis í gær gerðu Þjóðverjar voða-
lega árás á Sambandsherinn með
auknu liði, en árangurslaust Her-
sveitir Sambandsmanna unnu nokk-
uð á hér og þar í herlínunni í gær
og miðaði talsvert áfram.
Afríkuófriðurinn.
Höfuðborgin í Kanerun, Duala,
gafst upp skilmálalaust á vald brezka
og frakkneska ltðsins
Kolafarm iékk Ásgeir kaupm. Pét-
ursson í sl. viku og selur hann
nú kolin á bryggju, íyrir kr. 22 00
tonnið til verkamannalélagsins sem
hafði panlað um 200 tonn. í smærri
sölu selur hann tonnið á kr. 25,00
4
Sf
Ófriðurinn mikli
í gegnum þýzk gleraugu.
1.
Oss hafa borist nieð »Po!lux« á
dögunum þýzk blöð frá 10. ágúst og
fram til 1. sept. Aðalefni þeirra er ó-
friðurinn, eins og nærri má geta, en
nokkuð kveður þar við annan tón en
skeyti þau, sem koma í sunnanblöð-
unum og þaðan eru send hingað, enda
eru þau lesin öll í gegnum ensk
gleraugu. í fám orðum að segja má
telja svo, að allur ágústmánuður hafi
verið ein einasta löng og glæsileg sig-
urför bæði fyrir Pjóðverjum og Aust-
urríkismönnum. Að vísu er þessi kafli
stríðsins líka sá hlutinn, sem þeir
höfðu af minstri mótspyrnu að segja.
Óðara eti þeir höfðu fengið neitandi
svar frá Belgjum um að fá að fara
inn í land þeirra, sögðu þeir þeim
stríð á hendur 4. ág. og réðust á þá
þegar. Að vísu kannaðist hermálaráð-
gjafi Prússa við að þetta væri móti
alþjóðarétti, en »nauðsyn brýtur lög«
sagði hann, og þar við sat. Peir fengu
nokkra mótspyrnu við Luttich, en
ekki mikið mannfall, tóku síðan Bruss-
el bardagalaust og settust síðan um
Namur og tóku þá borg eftir 2—3
daga. Þaðan var leiðin opin inn í
Frakkland. Löwen tóku þeir og, hina
fornu, háskólaborg með ágætum lista-
söfnum. Þar og í hinum borgunum
settust þeir síðan að, og var alt með
friði og spekt. En þess urðu þeir
varir, að kalt andaði til þeirra frá
Belgjum, og höfðu þeir mikinn hug
á að þeir fengi hjálp frá Frökkum og
Englendingum; og þegar Þjóðverjar
voru að búa her sinn frá Löwen til
Vetrarstúlka óskast á gottheim-
iii f Hrísey. Upplýsingar gefur ritstj.
Frbl
Lítið herbergi
óskast til leygu nú þegar, «Frbl.« gefur
upplýsingar.
Stúlka óskast í vetrarvist á fá-
mennu heimili hér í bænum.
Ritstj. vísar á.
Þorsteinn Erlinjfsson
skáld andaðist úr lungnabólgn að heim-
ili sínu í Reykjavík kl. lOígærmorg-
un, eftir stutta legu. Hans verður nán-
ar minst fljótlega.
Ýmsar simfréttir.
— Leifur Jöhannesson, prests Por-
steinssonar frá Staýhoiti, námsmáður
á háskólanum l Rvik, andaðist úr
lungnabólgu á sunnudagskvöldið.
þess að senda hann til umsáturs um
Antwerpen, þá tóku bæjarbúar alment
að skjóta á Þjóðverja út um glugga
og dyr, og fóru ýmsir um göturnar
og deildu skotfærum út til skrílsins.
Þá urðu Þjóðverjar ókvæða við og
hjuggu niður alt sem fyrir var, unga
og gamla, og brendu síðan borgina
upp til kaldra kola. Þetta kannast þeir
við að hafi verið ilt verk, »en það
mátti til að venja þá af að áreita okkur.«;