Frækorn - 01.02.1900, Blaðsíða 8

Frækorn - 01.02.1900, Blaðsíða 8
24 FRÆKORN. ;f)ifí og þeffa. FRÉTTIR OS FRÓBLEIKUR. HungursneyS á Indlandi. 100,000,000 manna í neyð. A seinni árum hefir þetta mikla land oft verið heimsótt af þessari hræði- legn plágu. Síðast herjaði neyðin þar árið 1897. Þá dóu hér um bil 15,000,000 manna úr hungri, og um 60,000,000 manna liðu meiri eða minni neyð .Nú er aftur mikil hungursneyð á sama svæði og nokkuð víðar. Nærhúntil 100,000,000 manna.Orsök neyðarinnar er þurkur, og verða afleið- ingarnar því verri, sem hér um bil alt fólk- ið lifir af garðyrkju, og uppskera bregst. A Indlandi búa hér um bil 3,000,000,000 manna. Af þeirri neyð, sem áður hefir geysað um landið, eru íbúarnir orðnir svo veiklaðir, að þeim veitir enn örðugra að standast í lífsbaráttunni eu undir öðrum kringum- stæðum, og má geta nærri að hér er um einkarvíðtæka og mikla neyð að ræða. — Undarlegt er að minnast Búastríðsins í sam- bandi við þetta. Eins og kunnugt er, er það enska valdið, sem nær til beggja þess- ara landa. I Afríku er auður — og Eng- lendingar girnast hann; girnast að taka hann frá íbúum landsins, þess vegna er hið stór-merkilega stríð við Búana byrjað og England fleygir út mörgum miljónum til þess að ná þar hagsmunum, og kúga íbúa landsins. En þegnarnir aumu í Asíu verða látnir deyja hinum hræðilegasta dauða, því að hungursdauðinn er án efa hinn versti dauði, bæði vegna þess, hve mikill er sársaukinn og hve lengi hann varir. Holdið hverfur af likamanum, heil- inn skemmist, og þeir verða fávitar; var- irnar þorna, tönnurnar standa fram, og maðurinn verður útlits eins og dýr. Loks- ins hverfur einnig mergurinn ur beinun- um, magnleysi kemur og svo dauðinn. Norvegur — Island. Norska blaðið „Hus- moderen“ færir í síðasta tbl. fyrir 1899 ágæta mynd af frú Bríet Bjarnhéðinsdóttur í ísienzkum þjóðbúningi ásamt skýrandi grein um hann og starf frú Bríetar. Enn þá eitt merki þess, hve hlýjan hug Norð- menn bera til Islands, og hve vel þeir fylgja með því, sem hér gerist. Moody dauður. Hinn frægi afturhvarfspré- dikari Dwight L. Moody dó á heimili sínu í East Northfield, Mass. þ. 22. des. 1899. Bœnarljóð. Oss hefir veitst sú ánægja að meðtaka frá herra tónskáldi Helga Helga- syni sönglag við kvæðið „Bænarljóð11 í síð- asta tbl. af „Frækornum.11 Lagið erprentað á bls. 20 í þessu tbl. Tjáum vér herra H. H. hinar beztu þakkir vorar. Tóbaksnautn og sjónin. Hinn frægi og dug- legi augnalæknir Ole B. Bull í Kristjaníu hefir nýlega skriiað mjög eftirtektaverða grein í blaðinu „Aftenposten“ um þetta efni. Hann er ekki í neinum vafa um það, að tóbaksnautn veikir sjóntaugarnar. Af 100 augnaveikum mönnum, sem leituðu lækningar hjá dr. Bull, höfðu að minsta kosti 50 neytt mikils tóbaks. Sjóndeyfð getur í mörgum tilfellum gefið sig með því að hætta tóbaksnotkuninni. Heilbrigðisástandið meðal Gyðlnga. Arsskýrslur Lundúnaborgar sýna, að manndauði með- al Gyðinga í þessari borg er ekki meir en helmingur að tiltölu við það sem er hjá öðrum bæjarbúum. Orsökin til þessa er létt fundin. Fyrirskipanir Móses-bókanna um heilbrigði, sem Gyðingarnir alt af og allsstaðar hafa framfylgt, hafa komið þessu til leiðar. Fripl^nrn koma út °8 1S. í hverjum mánuði# F Kostahér á landi 1 kr. 60 a., íVesturheimi 60 cents. Argangurinn borgist í tvennu lagi: fyrir 1 apríl og fyrir 1. októher. Afgreiðsla blaðsins er í Aldar-prentsmiðju, Keykjavík. TJtg. og ábyrgðarm.: David 08tlund, Reykjavík. Aldar-pr entsmiðj a.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.