Frækorn - 16.04.1902, Page 3

Frækorn - 16.04.1902, Page 3
43 ónytjungar, eftir uppeldinu, sem þeir hafa fengið. Það er uppeldið, sem veldur þeim mikla mun á mönnum. Oft hafa lítilfjörleg áhrif, sem vér verð- um fyrir á bernskuárum, mikilvægar og varanlegar afleiðingar. þau geta verið svo lítil, að vér vitum varla af þcim. Þessu er líkt varið og uppsprettum stórfljóta. það kostar ekki svo mikla fyrirhöfn, að veita þeim úr farvegi sínum °g gjöra þeim annan farveg, sem liggur í allt aðra átt. Ut úr þessum eina auka farvegi falla þær svo í ýmsar áttir og koma löks til sjávar langt burtu frá að- atfljótinu. Og jafn auðvelt hygg eg vera að beina huga barnanna í ýmsar áttir. Ileilbrigðisreglur: »Hafið nóg af hrcinu vatni, tæru, lifandi lofti, líkamahreifing- um og svcfni, óbreytta fæðu, ekkert vín né álenga drykki, lítil og helzt engin læknislyf, ekki óf heit né of þröng föt, haldið köldu höfðinu og fótunum, baðið fæturnar oft úr köldu vatni, og vætið þá, sem oftast«. »Dyggðin er nauðsynlegust aföllu því, sem menntaðan mann má prýða. Eg tél hana ómisssandi skilyrði fyrir því, að hann'geti notið ástar og virðingar annara og verið ánægður og rólegur í anda. Eg hygg, að enginn geti án hennar orðið farsæll hvorki í þessu né öðru lífi. En það er undirstaða dyggðarinnar, að gróðursetja sem allra fyrst rétta hug- ■mynd um guð í sálum barnanna: að hann sé frjáls vera, öllu æðri, höfundur ,og skapari allra hluta, gjafarinn allra góðra hluta, scm elskar oss, innræta þeim elsku til og lotningu fyyrir hinum miskunsama fÖður mannanna. Það er ekki lestur og skrift og þekk- rng, sem mest á ríður, þó eg telji það nauðsynlegt. Menn þurfa að vita og þekkja, cn það cr ekki markið, serr að á að keppa í skótunum, heldur hitt, að þekkingin verði manninum eins og verk- færi til að efla það og vernda, sem gott er, en uppræta hið illa — verkfæri til að varðveita sakleysi æskunnar, vernda og efla hinar góðu tilhneigingar, eh bægja frá og uppræta hinar illu. Það er aðal- markið. Faðirvorið, trúarjátninguna og boð- orðin ætti að kenna hverju barni utanað. Það er nauðsynlegt, að tilreiða börnun- um stað í hinum ósýnilega heimi, áður en þeim er kennt að þekkja hinn sýnilega heim, náttúruna; í þeim tilgangi ætti að kenna þeim vel samda biblíusögu. Kenn- ið börnum lærdóma heilagra ritningar, áður en þér leiðið þau inn f musteri náttúruvísindanna, því hætt er við, að sýnilegu hlutirnir hertaki annars barns- sálina, af því að þeir eru sífellt fyrir augunum Sá kynni því að verða end- irinn, að þau gerðu náttúruna sjálfa að guði, en útilokuðu sjálfan skaparann, gætu svó ekki gjört sér neinr áreiðanlega grein fyrir náttúrunni og náttúruviðburð- unum, því það er staðreynt, að fyrir því er cnga fullnægjandi grein hægt að gjöra, ef menn neita því að guð sé til Það er sagt, að gott sé að venja ’börn á að þylja upp úr sér, því það skerpi minnið. En eg held, að það sé nóg til að leggja á minni þeirra, þó þau séu ekki látin læra utan að heilar blaðsíður í bókum, sem þau gleyma óðara, en þau hafa skilað þeim. Það styrkir hvorki né vcitir andanum þrótt. Sá, sem hefir börn undir hendi, ætti að kynna sér vel eðli þeirra og hæfi- leika. Það, sem við' getum gert fyrir þau, cr oft og einatt undir því komið, að við notum f ins vel og unt er það, scm börnunum er lánað af náttúrunni, eins og kallað er. Bezt er að setja börnum fáár regiur, en gæta þess vel, að þau hlýði þeim rækilega. Það ætti sem sjaldnast að berja börn, nema vilji þeirra hafi tekið einhverja háskalega stefnu. Annars er eingin þörf á því. Ekkert af því, sem börn læra, má leggja á þau, eins og það sé byrði, því allt slíkt þreytir þau. Gjörðu börnunum að skyldu að leika daglega einhvern leik, sém þeim er kær, og þá muntu fljótt komast að raun um, að þau verða stein- leið á honum. Þeim er eins r.auðsynlegt að lyfta sér upp eins og að vinna og borða. Eins geta börn ekki lyft sér.upp, nema þau skemmti sér um leið, og þá verður þú að lofa þeim að leika sér eins og þeim er eiginlegast, ef það er hættu- laust fyrir heilbrigði þeirra og saklaus skemmtun.«

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.