Frækorn - 01.07.1904, Síða 8

Frækorn - 01.07.1904, Síða 8
104 F R Æ K O R N »Það skulum við bráðlega sjá. Láttu mig sjá bókina.« Seðlarnir láu á sama stað og keisar- inn hafði lagt þá. »Að ljúga er mikil synd«, sagði keis- arinn við stöðvarstjóra, sem nær var hníginn saman af skömm og hræðslu- »Þú hefur ekki leitað guðs ríkis í ein- lægni. Nú færðu ekki hin jarðnesku laun. Láttu þetta þér að kenningu verða.« Peningunum lét keisarinn býta út með- al fátæklinganna þar á staðnum. "■—®cí§>,í§>s'~ }(itt og þeffa. Sundlauz við Lausrarnar. Mörgum þykir áreiðanlega vænt um gjörðir bæjarstjórnarinnar í Rvík á fundi 19. maí síð- astl., þar sem hún samþykti að verja mætti alt að því 5,000 kr. til sundlaugargerðar og sund- húss við Reykjavíkur-laugarnar, og að byrja skyldi sem fyrst. Það er hugmyndin að búa til sementaða sundlaug 30 alna langa og 15 alna breiða, 4 I og 2 alna djúpa og svo byggja hús yfir þetta, svo að loftið geti hitast svo upp af hinu volga vatni sem leitt verður frá laugunum, að hægt sé að nota baðið bæði vetur og sumar. Og j til þess að fá vatnið hreint er það meiningin að ná því fyrir ofan þvottalaugarnar. Það er svo sem aðgengilegt fyrir menn, þetta, og það ætti sannarlega að verða til þess, að menn framvegis færu að temja sér böð. Betri og heilsusamlegri líkamshreifingar en sund við böð í slíkrí sundlaug er ekki unt að hugsa sér. „Seint koma sumir dagar, en koma þó." Hér er verið að bjóða Reykvíkingum þau hlunn- indi. sem varla eiga sjnn líka í öllum heimi, og víst er um það: Útlendingar munu koma til að meta þetta, eins og verðugt er. En svo megum vér ekki sjálfir láta oss lítið finnast til um það. Skriflesrir húsaleisrusamningar Þurfa endi'ega að komast á hér í Reykjavík, enda víðar á landinu Það er svo sem ekki sjaldgæft, að menn komast í þras út af munníegum samningum. Húseigandi hefur sinn skilníng á samningun- um, en leiguliðinn sinn, Og eina vissa ráðið til að komast hjá öllu slíku eru greinilegir samningar. Þá er svo sem liægt að komast að greinilegri niðurstöðu. Og því ættu menn að gjöra samninga við öll slík tækifæri. Engin ókurteisi liggur í því. | Og enginn getur með nokkrum rökum mælt á móti þeim. Vér leyfum oss að benda á það, að herra prentsmiðjueigandi Oddur Björnsson á Ákur- eyri hefur séð um útgáfu á einkar hentugum eyðiblöðum undirslíka húsaleigusamninga. Það er með þeim svo auðvelt aðgeralagalegasamn- inga, að því verður ekki neitað. Herra Oddur Björnsson á þakkir skyldar fyrir þetta góða uppátæki. Samninga-eyðiblöðin eru til sölu hjá útsölu- mönnum alþýðubókasafnsins. Hér í Reykjavík hjá hr. Sigurði Jónssyni bókbindara, Skólastræti. Molar. Menn villast oft á þolinmæði og leti.^ Sá, er oft álitinn þolinmóður, sem er blátt áfram latur. Þú getur ekki orðið hluttakandi í peim bless- unargnóttum, sem dagurinn í dag 'oýður þér, ef þú reynir að bera byrðar morgundagsins. Fat réttlætisins er ekki skykkja til að hylja með sár syndarinnar. KAUPIÐ Handbók fyrir hvern mann fyrir hvern mun. Hún kostar aðeins 25 aura og er ekki hægt að gjöra betri bókakaup. Undirritaður útg. »Frækorna« verður nokkrar vikur erlendis, frá 20. þ. m. að telja. Herra Jón Helgason prentari sér um útkomu blaðsins á meðan. Hann veitir líka prentsmiðju minni forstöðu í fjærveru minni. Reykjavík 13. maí 1904. D. Östlund. jluglýsing. Eins og að undanförnu tek eg að mér að spengja allskonar leirílát. Bókhlöðustíg, Reykjavík 13. maí 1904 Jóhannes Öddsson. LEIÐRÉTTINQ: I síðasta tölublaði Fræk., í greininni „Hverju Páll trúði", fyrstu síðu, öðrum dálk 3 — 5 l.a. 0. stendur: „Þú veist að prestarnir okkar kenna að hin tíu boðorð hafi ekki einungis verið ætluð Oyðingum", en á að vera: „Þú veist að prestar vorir kenna að hin tíu boðorð hafi einungís verið gefin Qyðingum." Prentsmiðja „Frækorna".

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.