Frækorn - 08.11.1904, Blaðsíða 1

Frækorn - 08.11.1904, Blaðsíða 1
miLiæup RIT5TJÖR1: PAVID ÖSTLUhD. V, 23 A. 2 blöðíhverjum mánuði. 8. NÓV. Verð árgangsins: kr. 1,50. 1904. ^ Eg lét mitt líf fyrir þig Eg lét mitt líf fyrir þig, mitt lífsins blóð út rann; frá kvíða’ og kvala stig, eg keypti syndarann. Eg lét mitt líf fyrir þ'g. Hvað leiðstu fyrir mig? Mörg ár eg mæddist hér við megna sorg og neyð, og þar með ávann þér alsælu' og dýrðar leið. Eg lengi Ieið fyrir þig. Hvað leiðstu fyrir mig ? Frá himna helgum stað eg hingað kom á jörð ; neinn sízt fær sagt um það, hve sorg mín þá v»r hörð. Eg lét mitt líf fyrir þig. Hvað leiðstu fyrir mig ? Mig þjáði þraut og pín um þyrni stráðan veg, til lausnar lífi þín leið dauða’ á krossi eg. Eg Iét mitt líf fyrir þig. Hvað leiðstu fyrir mig ? Nú er þér frelsið frítt frá falli, neyð og sybd. Ó, heyr það boðorð blítt, ei blessun frá þér hrind. Eg ofra þessu þér, þér sjálfum ofra mér ! Nú lát þú líf og sál með lyst æ þjóna mér. Ó, heyr mitt hjartans mál, það huggun sætust er. Eg kom að þjóna- þér, nú þjóna aftur mér. (Þýtt úr ensku.) Merkur bindindismaður. Quðlausrur Guðmundsson er fæddur 8. des. 1855 að Ásgarði í Grímsnesi, er hann sonur Guðm. bónda Olafssonar í Ásgarði. Árið 1876 útskrifaðist G. G. úr Iærða skól- anum, og 1882 leysti hann af hendi próf í lögum með II. einkunn. Sama ár var hann settur sýslumaður í Dala- sýslu en var þar skamma stund, þar eð hann skömmu síðar var skipaður máiafærslumaður við yfirréttinn, og gegndi hann þeim starfa þar til 1891, að hann varð sýslumaður Skaftfell-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.