Frækorn - 31.12.1905, Blaðsíða 3

Frækorn - 31.12.1905, Blaðsíða 3
FRÆKORN 111 »Hinn eini tilgangur minn með því, að snúa þessari bók á móðtir- mál mitt, var sá, að gjöra guð dýrð- legan með því að útbreiða þann. full- komna frelsislærdóm, sem guð fram- býður oss öllum fyrir sinn blessaða son, drottinn vorn Jesúm Krist, og sem vér getum meðtekið fyrir einlœga iðrun og lifandi trú á hann. Sú elska, sem guð úthelti í hjarta mitt fyrir heilagan anda sinn, sem hann gaf mér (Róm. 5, 5), þegar hann nam á braut mínar mörgu syndir og hreinsaði mig í blóði síns elskulega sonar, — sú elska knúði mig til þess að takast þetta verk á hendur. Löng- unin til þess kviknaði í brjósti mínu eina þögula næturstund í síðastliðn- um marzmánuði (1903), einmitt þegar hugsanir mínar dvöldu svo sérstak- lega við og hvíldu á þeim ritningar- greinum, sem hljóða um kristilegan algjörleik. Nokkrar af þeim voru þess- ar: — »Enn framar heilsar yður Epa- fras, Krists þjónn og landi yðar. Hann stríðir sííeldlega fyrir yður með bæn- um, að þér megið stöðugir standa, algjörðir og fullkomnir í öllu því, sem guð vill« (Kól. 4, 12). — »ÖI1 ritn- ing er innblásin af guði og nytsöm til lœrdóms, til sannfæringar gegn mótmælum, til leiðréttingar, til ment- unar í réttlæti, svo guðs maður sé al- gjör og til alls góðs verks hæfilegur« (2. Tím. 3, 16 —17). — »En vér töl- um speki meðal hinna fullkomnu, en þó ekki speki þessarar aldar, eður þessarar aldar höfðingja, sem að engu verða, heldur kennum vér speki guðs leyndarráðs, er áður var hulin, sem guð hafði frá eilífð fyrirhugað oss til dýrðar« (1. Kor. 2, 6 — 7). — Einkan- lega fanst mér til um þessi orð Páls postula í Kól. 1, 28 — 29: >Pennan (Krist) boðum vér, með þvívéráminn- um sérhvern og fræðum sérhvern mann í allri speki, svo að vér getum leitt hvern mann algjörvan í Kristi fram (fyrir guð). Til þess vinn eg og strfði, styrktur af hans krafti, er sýnir sig í mér volduglega kröftugan.* — Pá fann eg til uppörvunar frá guði til þess að reyna, frekar en nokkru sinni áður, tií að vinna eftir þeim mætti, sem guð gæfi mér, að hinu sama verki sem Páll vann að og sem hann talar um f áður greindu versi. Eg tók hvorki hold né blóð fyrir ráð- gjafa, en lagði hönd á verkið í drott- ins nafni, í fullu trausti þess, að hann, sem het'ði fengið mér þetta verk að vinna, mundi af náð sinni verða í mér veikri máttugur. Og á meðal minna kæru landa, fslendinga, austan og vestan hafs, fanst mér eg vinna bezt að þessu verki með þvf að koma þessari bók, sem hér birtist, fyrir sjónir þeirra á þeirra eigin tungumáli. Að vísu álít eg óþarft að taka það hér fram, að þessi bók höndlar um hreinan kristindóm, bygðan á heilagri ritningu, og eins það, að hér er ekki kend önnurtrú en Marteinn Lúther kendi, því að kjarninn er hinn sami, og alt hið göfugasta í vorri barnatrú er innifalið í þessu. Munurinn er að eins sá, að Lúther braut ísinn á móti páfavaldinu, en Wesley fór lengra, enda var hann síðar uppi. Til sönnunar þessu set eg hér orð tekin úr »Steven’s History of Me.tho- dism« Vol. I. Page 73, sem hljóða svo: — »Miðvikudagskveldið 24. maí 1738 sótti Wesley samkomu, sem haldin var í Aldergates götu, þar sem leikmaður nokkur var að lesa formála eftir Martein Lúther fyrir bréfinu til Rómverja; þegar kl. var tæplega níu las ræðumaður skýringu Lúthers á þeirri breytingu, sem heilagur andi verkar í mannshjartanu fyrir trúna á Jesúm Krist. ‘Pá fann eg‘, segir Wes- ley, ‘hjarta mitt innilega snortið af hita guðlegrar náðar. Eg fann, að eg treysti Kristi, Kristi einum til þess að frelsa mig. Og eg fann, að hann gaf mér fullvissu fyrir því, að hann hefði tekið í burtu mínar syndir, jafn- vel minar, og frelsað mig frá lögmáli syndar og dauða.« Til enn frekari sönnunar eru orð úr barnalærdómsbók Helga sál. Hálf- dánarsonar 105. gr.: »Endurfæðingin er í því fólgin, að heilagur andi vek-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.