Frækorn


Frækorn - 08.02.1906, Blaðsíða 3

Frækorn - 08.02.1906, Blaðsíða 3
FRÆKORN 43 vil eg kannast við, að þeir hafi nokk- uð til síns máls, þegar þess er gætt, hversu fáar raddir hafa heyrst úr flokki guðfræðinga vorra gegn vantrúar pré- dikunum þessara vesalings blinduðu andatrúarmanna; mér virðist þó vissu- lega, að það tílheyri störfum guðfræð- inganna, — kennimanna kirkjunnar — að gjöra það, sem í þeirra valdi stend- ur, til að verja land vort og þjóð þeirri hættu, sem andatrúin hvervetna hefir í för með sér, en þeir hafa lít- ið gjört að því fram að þessum tíma; eg hefi aðeins heyrt éinn eða tvo af guðfræðingunum hér í Reykjavík minn- ast lítilsháttar á það í ræðum sínum í kirkju, hvað. skaðvænleg hún er, en þrátt fyrir það vonast eg til, að þeir yfirleitt skoði hana gagnstæða sönn- um og réttum kristindómi. Mér hefir oft komið til hugar sú spurning: Hvað myndi Jón biskup Vidalín hafa sagt, hefði hann nú ver- ið hér meðal vor í eigin persónu, bú- settur hér í bænum sem biskup lands- ins, sjáandi töluverðan hóp af hjörð sinni safnast á hátíðum og helgidög- um inn í myrkraklefa andatrúarmanna í stað þess að vera við guðsþjónust- ur í kirkjum og á öðrum þeim stöðum, sem guðs orð er haft um hönd, og syngja þar drotni lof. Eg er þess fullviss, að margir verða mér þó' sammála um það, að Jón Vídalín, með öllum þeim hæfileikum, er hann hafði til að bera sem kenni- maður og biskup, hefði eigi setið þegjandi og aðgjörðalaus við slíkum ófögnuði, sem andatrúin er; eg hygg, að eg gangi ekki of langt, þótt eg telji það víst, að hann hefði í þessu sem öðru látið til sín taka, þar sem kirkjunnar málefni þarfnaðist hans að- stoðar; en það er tómt mál að tala uni það, sem liðið er fyrir löngu:vér verðum að treysta því, að biskup ög aðrir kennimenn þjóðarinnar leggi út í orustuna, og taki höndum saman um að gjöra andatrúarófögnuðinn út- | lægan úr landi voru; að þeir lyfti skýl- j unni af þessu blekkingarkerfi, og sýni þjóðinni, að undir skýlunni er ekki annað en svik og tál, sem guði er andstyggilegt, og svívirðing kristnum mönnum. Oss eru vissulega lögð vopn í hendur, til að berjast móti andatrúnni, þar sem vér höfum biblíuna, er varar j oss við öllu slíku og bannar oss að hafa slíkt um hönd. F*að undrar mig því mikið, að guðfræðingarnir hafa ekki nú þegar látið almenning til sín heyra, því þeim á vissulega að vera það Ijóst, að það er þeirra hlutverk að verja söfnuði sína fyrir áhrifum vantrúar og villu, í hvaða mynd sem er, eftir þeim kröftum, sem þeir hafa hlotið; og eg veit það með vissu, að allur fjöldi alþýðu vorrar óskar þess af heilum hug, að öll andatrú verði j gjörð landræk, en gæti hirðirinn ekki j hjarðarinnar er hættan stór, að úlfur- inn nái að tvístra henni. Að svo mæltu legg eg þessar fáu I og ófullkomnu línur undir dóm al- ; mennings, í þeirri von, að margir mér ritfærari menn taki þetta alvarlega mál- j efni til íhugunar og umræðu, skoðað með gætni frá sjónarmiði kristinnar trúar í Ijósi heilagrar ritningar. B. J. p, -----«••>----- Á ÆSKUSTÖÐVUM. Höfgir straumar — hörpu ómar hjartans ynstu strengi slá, þar sem Rangá, röðull Ijómar; reikar hugur til og frá, þar, sem eg í œsku undi undir hárri skógargrein, vil eg dvelja' i laufgum tundi Ijós þár báran vœtir stein.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.