Frækorn


Frækorn - 14.06.1906, Qupperneq 6

Frækorn - 14.06.1906, Qupperneq 6
190 FRÆKORN Bezta vörn - an vopna. „Lát ekki hið vonda yfirbuga þig heldur sigra þú hið vonda með hinu góða.“ Róm 12, 21. Áður en uppreistin braust út á ír- landi árið 1798 hafði vinasöfnuður- inn komið sér saman um.aðöll skot- vopn, fuglabyssur o. s. frv., sem þeir hefðu, skyldu verða eyðilögð eða send burtu. Retta átti að gjöra til þess að þeir freistuðust ekki til að taka þau tíl að verja sig með, og um leið til að sýna, bæði stjórninni og uppreistar- mönnum, að þeir með hvorugum, vildu taka þátt í ófriðarstörfum. Bæði hjá vinunum og hernhútun- um fengu báðir flokkarnir vingjarn- legar viðtökur og voru hýstir, þegar þeir voru í neyð; þeir héldu sínar kristilegu samkomur eins og venjulega. Rótt það væri oft undir hættulegum kringumstæðum og með einni undan tekningu, var sparað lif þessara, sem reiddu sig á guð og héldu sér frá ofbeldisverkum. Vér höfum mörg dæmi upp á þetta, og viljum skýra hér frá einu, sem sagt er frá í bókinni:' »Ciuðdómleg vernd« eftir DínaW. Goff Höfundur- inn var einka dóttir í stórri, ríkri fjöl- skyldu, sem tilheyrði vinasöfnuðin- um og bjó mitt í hinu fjölfarnasta héraði, greifadæmisins Wexford, og ýmist flokkar af herliði stjórnarinnar eða uppreistarmanna, settu herbúðir sínar rétt hjá þeim. Hún segir frá því hvernig tvær af systruin hennar og nokkrar þjónustustúlkur, sem einnigtil- heyrðusöfnuðinumvoru vanar að ganga fleiri mílur til guðsþjónustu, án allrar ytri verndar, ogj án þess að nokk- uð ílt mætti þeim, þó þær sýndust , oft í hættu. Við eitt tækifæri segir hún frá, var oss gjört kunnugt, að skipun hefði verið gefin út, um að svifta föður minn lífi, og móðir mín sagði, um leið og hún safnaði oss í kringum hann, að ef þeim væri leyft að taka líf vort, yrðum vér að styrkja og hvetja hvort annað. Einn dag um hádegisbil stóð stór flokkur á grasflötinni fyrir framan húsið, og báru svart flagg, sem vér vissum að þýddi dauðann. Faðir minn gékk á móti þeim, með sínu venjulega djarfa vingjarnlega viðmóti. Maður nokkur er hatði leitað hælis hjá okkur, sagði við móður mína: Treyst- ið guði frú; ég vona að þeir skaði yður ekki.« Hiín skundaði fljótt út og hélt sér til föður míns sem var umkringdur af mannfjölda. Móðir mín heyrði greinilega einn þeirra segja: »Hvers vegna byrjið ; þér ekki?« en hver leit á annan, eins og einginn væri þar sem gæti byrjað á þessu dauðans verki. Nokkrir af ■ þeim mæltu fyrir munni sér: »Vér getum það ekki.« Á þessu hættu- lega augnabliki komu nokkrar konur, sem ruddustgegnum þyrpinguna, tóku menn sína og leiddu þá burt. Pann- ig sýndi æðri stjórn kraft sinn til að ónýta áform morðingjanna, og minn elskaði faðir var náðarsamlega frelsaður. Georg Dillwyn, fæddur í Fíladelfíu 1738, segir frá eftirfylgandi indælli smásögu: »Nokkrir vinir, sem bjuggu í nágrenni, í héraði einu í vestur- hluta fylkisins New-york, höfðu bygt samkomuhús úr tré, og komu sam- an þangað til að halda guðsþjónustu. Yfirvöldin höfðu varaðþávið hættu, af Indiánum, og boðið þeim vernd, en þeir afþökkuðu, og dag einn þegar þeir í kyrð biðu drottins, nálgaðist flokkur Indíána, þeir voru vopnaðir stríðsmálaðir, prýddir með höfuð-

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.