Frækorn


Frækorn - 03.03.1907, Qupperneq 8

Frækorn - 03.03.1907, Qupperneq 8
68 FRÆKORN Pýzkaland. Sambandsráðið þýzka hef- ! ir í einu hljóði neitað ætt Cumbaralands- hertoga að komast að ríki í Brúnsvík. Ýmsar fréttir Jarðskjálftar miklir hafa geisað í jan. á Jamaica f Ameríku. Fyrsti jarðskjálftinn kom 14. jan. og eyddi nokkrum hluta af höfuðborginni Kingston. Þar gékk Iíkt til og í San Francisco í fyrra sumar: Eldur kom upp til og frá, þegar húsin hrundu, en vatns- leiðsla bæjarins slitnaði'. Ró tókst von bráðar að hefta eidinn. En jarðskjálftinn gerði meira og minna tjón víðar um eyna, svo að talið er, að 1000 manns hafi far- ist, en skaðinn metinn 36 millj. kr: Með- al þeirra, sem fórust, var Englendingur- inn Fergusson, áður ráðherra. 50 þús. íbúar eru í Kingston, og eru svertingjar og múlattar þar fjöimennastir. En á vetrum situr þar fjöldi enskra og ameríksra auðmanna, venjulega um lOþús. manna. Vegna þess vakti fregnin um jarðskjálftann ákafan ótta víðsvegar um England og Ameríku. Meðal alþektra manna, er þar voru nú, má nefna Hall Caine. En ekki er hann talinn með- al þeirra, sem farist hafa. Jamaica er allstór ey við Mið-Ameríku og af mörgum talin fegursta ey jarðar- innar. Kólumbus fann hana 1494, en síðan á dögum Kromwells hefir hún ver- ið eign Englendinga. Jarðskjálftar og hvirfilbyljir hafa oft gert þar stórtjón. Höfuðbær eyjarinnar hét áður Port Royal, en 1692 eyddist hann af jarðskjálfta, hvarf niður í hafið með 3000 manns. Pá var bærinn Kingston reistur hinu- megin við sama flóann sem Port Roy- al hafði verð við. Landslag er þar mjög fagurt og landið í kring sem einn aldin- garður. En þrisvar hefir bærinn eyðst af eldi, 1780, 1862 og 1882. 15. jan. komu tveir jarðskjálftar, báðir stórir, og þann 16. einn. Allir gerðu þeir mikið tjón og stóð nú höfuðborg- in Kingston aftur í björtu báli. Sögurn- ar um eyðilegginguna, bæði þar og víð- ar á eynni, eru hroðalegar. Smábær stendur nú þar nálægt, sem Port Royal áður var, rétt á móti Kingston. Par hrundi kirkja, sem var full af fólki, og fórust 80 manns. Höfnin í Kingston gekk öll úr skorðum og hækkaði hafsbotninn í hafn- armynninu, svo að skip stóðu þar föst. Þar strönduðu tvö af stórskipum Ham- borgarlínunnar, »I^rins Valdimar« og »Prins Eitel Friedrich«. (* Lögrétta •.) Mannalát. Hér í bœ hafa látist: Rósa, kona Bjarna Jónssonar fráPuríðarstöðum. Hún var dóttir Ludvigs Kenap frá Gvönd. arnesi og konu hans Oddnýjar Einars- dóttur, ein af 20 börnum þeirra hjóna; dó 16. þ. m. úr berklaveiki. — Björg Sig- urðardóttir (Bjarnasonar, Oddssonar í Garðhúsum) 17. þ. m. — Jakob Jósefsson, tengdafaðir Lange málara, andaðist hér 23. þ. m. úr krabbameini. Merkur bóndi á sinni tíð og maður ve! látinn. Vatns/eiðslan. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir falið vatnsleiðslunefndinni að semja frumvarp til laga um vatnsskatt og vatn- leiðslu. Eitthvað miðar, þótt seint gangi. Slys. Einar Guðmundsson, bónda að Hvassahrauni var 12. þ. m. á rjúpna- veiðum með öðrum manni, og hljóp óvörum skot úr byssu Einars og kom í höfuð honum, svo að hann beið þegar bana af. Einar var 16 ára gamall. Hlinfilir svart-brúnn að litogmjög loðinn, nUllJUl með brúna bletti yfir augunum, hefir tapast. Góðum fundariaunum hcitið. A. BERTELSEN, íngólfsstr 19. R/nmonn Munið nú eftir að liftrySSÍa •ú/ ufiit /i// yður áður en þér leggíð út Hin sorglcga reynsla frá í fyrra œtti að vera öllum minnisstœð, sem hafa fyrir ein- hverjum að sjá. — Af félögunum hér býöur „Dan“ óefað sjómönnum hin lang-hagfeld- ustu kjör. Samkomuhúsið Qetel. Sunnudaga: Kl. 6 i/2 e. h. Fyrirlestur. Miðvikudaga: Kl. 8 e. h. Biblíusamtal. Laugardaga : Kl. 11. f. h Bœnasamkoma. og bibliulestur. Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.