Frækorn - 04.10.1907, Síða 2
294
FRÆKORN
Áfengis-bannlög.
Þau stórtíðiudi berast frá Ameríku, að
samþykt séu lög í ríkinu Qeorgia um
bann á tilbúningi og sölu áfengra drykkja.
Hinn 29. júlí voru þau samþykt í neðri
málstofunni með 139 atkvæðameiri hluta,
en 13. júlí voru þau samþykt í Senatinu
með 34 atkv. meiri hluta.
Skeyti frá Ameríku um þetta hljóðar
svo:
30. júlí. Eftir tíu tíma ræðuhöld var
í gærkveldi samþykt með 139 atkv. meiri
hluta lög þau, er Senatið samþykti og
banna tilbúning og sölu áfengra drykkja
í fylkinu eftir 1. janúar 1908. Hoke
Smith landstjóri hefir skýrt svo frá, að
hann skrifi undir lögin, þótt það leiði
af þeim, að vínsölustöðum þeim, sem eru,
verði lokað, þar á meðal er hið stóra
Hotel Piedmont, er hann hefir haft mikl-
ar tekjur af.
■ Ríkisdagsbyggingin var troðfull, og
meira að segja gangarnir líka, af áheyr-
endum, bæði bindindismönnum og »Hvíta-
bands«-konum, og þegar búið var að lesa
upp alkvæðagreiðsluua, laust mannfjöld-
inn upp miklum fagnaðar- og húrra-hróp-
um. — Seaborn Wright, höfuðsmann
bannlagahreyfingarinnar, báru menn á
öxlum sér frá ríkisdagsbyggingunni og
heim til hans og sungu »G!oria in Exel-
sis*.
Öllum brennivínsgerðar- og ölgerðar-
húsum verður nú lokað. En það er hið
sama sem 1,000,000 dollara tap á ári
fyrir ríkissjóðinn. Mótstöðumeun veitinga-
húsanna og Hvíta bandið hafa átt í harði i
baráttu um þetta fyrirfarandi, en það
hefir líka endað með gjæsilegum sigri.
Menn búast við því, að þetta muni
hafa mikil áhrif á hin suðurfylkin í Banda-
ríkjunum, og jafnvel að það verði til
þess, að bannlög verði samþykt í þeim
fylkjum, þar sem vínsölustöðum er farið
að fækka talsvert, t. d. í Tennessee, Ken-
tucky og Norður- og Suður-Carólínu.
Fylkið Georgía heitir í höfuðið á Ge-
org II. Englakongi, og var þar fyrst stofn-
uð nýlenda árið 1732 af manni þeim,
er James Oglethorpe hét. Hann bauð
þar griðastað öllum Englendingum, er eigi
höfðu friðhæli á Englandi sökum skulda,
en bannaði þar að öðru leyti þrælahald
og að selja Indíönum vínföng, en hann
var góður vinur Indíána. Hann barðist
mjög fyrir þessum mannúðlegu ráðstöf-
unum og hafði góða hjálp í meþódista-
presti nokkrum, en er hann féll frá, tók
enska stjórnin við taumunum og nýtendu-
búar fengu leyfi frá Georg 11. til þesS
að hafa þræla og selja Indíönum eins
mikið romm og þeir vildu.
Arið 1777 voru grundvallarlög þeirra
gefin út, þrælaverzlunin fór í vöxt og
Georgia var næststærsta þrælaverzlunár-
fylkið í Bandaríkjunum.
Nú er Georgia fólksmargt fylki. —
Þrælaverzlunin er, eins og kunnugt er,
fyrir löngu afnumin, og fylkið sendir 8
fulltrúa til »Hvíta hússins« í Washington.
Blaðið »Templar« segir, um leið og
það skýrir frá þessum viðburði:
»Vér íslendingar ættum að læra af
þessu. Hamingjan gefi, að vér verðum
jafn-duglegir, oð það getum vér orðið;
vér getum hrundið af oss áfengisbölinu,
ef vér störfum með alúð og kappi.«
íslenzk æskufélög.
(Bréf til Skbl.)
Eg sé af bréfum og blöðum heiman-
að, að æskufélög eru nú óðum að þjóta
upp þar. F*au hafa nú sjálfsagt sett sér
stjórnir, lög og lífsreglur. Samt mun
eigi óþarft að benda nokkuð á, hvað æsku-
félög yfirleitt eiga að gjöra hjá oss.
Þau geta margt lært af norsku æsku-