Frækorn - 04.10.1907, Qupperneq 9
FRÆKORN
301
urðu að stelast til að lesa bönnuðu
bókina.
í þá daga var hún mönnum kær.
Nú er öllum frjálst að lesa hana, að
minsta kosti þar, sem valdi kaþólsk-
unnar er hnekt.
Meta menn »bók bókanna® nú eins
og í fyrri daga?
Geislabrot.
Eilíf æska er innifalin í eilífri endur-
fæðingu. (Bindisböll.)
Rá fyrst er vináttan sönn, þegar
tveir vinir gleðjast af því að vera sam-
an án þess þó að mæla orð frá
munni. Georg Ebers.
Víktu aldrei frá því, sem gott er og
göfugt. Ojörðu það ekki, hvað sem
í boði er. Rað er svo lítilmannlegt,
og maður iðrast þess svo voða-sárt
á eftir. Björnstjerne Björnson.
Maðurinn er aldrei meiri, en þegar
hann beygir kné. Pascal.
Rú heflr meiri ástæðu til að vænta
góðs frá þeim, sem þú hefir gjört
greiða.
Heimurinn tekur svo litlum fram-
förum í siðgæði, af því menn vilja oft
ast byrja á því að endurbæta aðra,
en ekki sjálía sig.
Ef þú elskar lífið, þá eyddu ekki
tímanum, því hann er það, sem mynd
ar lífið.
Sá maður hlýtur að vera göfugur,
sem gleymir sinni eigin sorg af því
að sjá gleði vina sinna.
Hrós er hið sama fyrir sálina, sem
eitur fyrir líkamann, með þeim eina
mismun, að allir forðast eitrið, en
sækjast eftir hrósinu.
Hrein og göfug sál er hafin yfir
móðgun, ranglæti, hæðni og sársauka,
hún er ósærandi af öðru, heldur en
hluttekningu í annara kjörum.
Stærðu þig ekki, þegar starf þitt
hepnast vel og þér veitist heiður, og
láttu ekki hugfallast, þótt heiðarlegt
starf þitt mishepnist eða gjört sé gys
að því.
Sumir menn líkjast eggjum: þeir
eru svo fullir af sjálfum sér, að þeir
geta ekkert annað rúmað.
Heimspekin leitar guðs ; guðfræðin
þykist hafa fundiðhann; barnsleg trú
á hann.
Hans Nielsen Haujje
— hinn mikli norski leikprédikari —
var bjá bónda einum í Holden, þegar
lögreglustjóri kom til þess að hand-
sama hann. Bóndinn, sem hann var
hjá, skálf af ótta.
»Ertu svona hræddur?- sagði Hauge.
Taktu á, hve hjarta mitt slær hægt.«
Annað skifti, þegar lögreglustjór-
inn kom til að handsama hann, lét
hann fúslega taka sig fastan, þótt hann
hefði ekkert ilt gert. Hann bað að
eins um að fá að borgafyrir sig, þar
sem hann hafði gist. Svo hnepti hann
frakkann og sagði: »Nú getum við
farið. Pað er gott, að eiga góðan
frakka, þegar kalt er, og gott að eiga
hógværð Krists, þegar ranglega er
breytt við mann.«