Frækorn - 26.06.1908, Page 1
tíElMILlSBLAÖ
MEÐ MYNDUM
RITSTJÖRt: DAVID OSTLUND
9. árganðwr.
Rcykjaník 26» júní 190$.
14. tolublaJ.
Jc$ú$, frelsari nor.
Eftir J. G. Matteson.
Fæðing Jesú. »Ottist ekki,
þvi að eg flyt yður mikinn fögnuð,
sem veitast mun öllu fólki; því
að í dag er yður frelsari fæddur,
sem er drottinn Kristur, í borg
Davíðs.« Lúk. 2, 10.11. þann-
ig hljómaði liinn gleðilegi frelsis
boðskapur nóttina helgu til hirð-
anna á Betlehems-völlum, er
engill drottins stóð hjá þeim og
birta drottins Ijómaði kring uni
þá. »F*ér munuð finna reifað
barn liggjandi í jötunni.*. Og
jafnskjótt var þar hjá englinum
mikill fjöldi himneskra hersveita,
sem lofuðu guð og sögðu: »Dýrð
sé guði í upphæðum, friður á
jörðu, og velþóknun yfir mönn-
unum.«
Á himnum var gleðibros á
ásjónu föðursins. Hann lét ástúð-
legan Ijósgeisla skína í bölvun-
arþokunni; hann gjörði dimmu
sorgarnóttina bjarta. Á jörðu
brosti sonurinn. Hann fæddist
af fátækri konu og gisti í »dýra-
stalli lágum«. Það var eigi rúm
fyrir hann í höllum veraldarinn-
ar; nei, ekki einr.sinni í lélegustu
hreysum mannanna. Hann var
vafinn reifum og lagður í jötu.
En"himneskt ljós Ijómaði frá á-
sjónu hans. Menn höfðu aldrei
séð nokkurt barn brosa eins
elskulega og hann. Englarnir
fögnuðu óumræðilega af sam-
vitundinni um þá náð, er fyr-
ir þetta barn átti að hlotnast
syndugum mönnum; og himna-
rikis sæla fylti hjörtu allra guðs
barna. Hinir inndælu hljómar
fagnaðarboðskaparins kveyktuhið
guðdómlega kærleiksbál.
Kristinn maður, sem lest þetta,
gæti þig ekki langað til að krjúpa
á kné með hirðunum og tilbiðja
frelsara þinn? Trúir þú á Krist,
sem getur gjört þig sáluhólpinn?
elskar þú hann umfram allaaðra?
Ó, leitaðu drottins í orðinu, í
bæninni. Sjá, Jesús er kominn
og ber að dyrum hjá þér; hefir
þú eigi rúm í hjarta þínu fyrir
vininn þinn bezta?
Dauði og upprisa Krists.
Sá fagnaðarboðskapur, sem post-
ularnir boðuðu, og mennirnir
geta orðið hólpnir fyrir, hljóðar
þannig: »Kristur dó vegna synda
vorra eftir ritningunum og var
grafinn og reis upp á þriðja degi
eftir ritningunum. 1. Kor. 15,3.4.
Mannlegri speki þykir þessi
boðskapur reyndar lítilfjörlégur,
en líknsama föðurnum á himnum
hefir þóknast að nota hann til
að frelsa sálir margra, til að hefja
fallna menn upp úr syndafeninu
og láta þá ná fótfestu á kærleiks-
bjarginu eilífa. Pað vildi eg, að
guð gæfi hverjum, sem þetta les,
náð til að verða var við kraft
orðsins.
Dauði og upprisa Krists eru
tveir hinir mestu viðburðir, sem
orðið hafa á jarðríki. Ouðs son-
ur frelsari vor dó fyrir alla —
einnig fyrir mig, fallna, synduga
mannskepnu, sem eigi er mak-
legur annars en að þola eilífa út-
skúfun frá augliti föður míns á
himnum. Drottinn Jesús, þú
dóst fyrir mig. F*ú varst særð-
ur vegna afbrota minna, limstrað-
ur vegna óbótaverka minna. Eg
trúi því, að þú hafir dáið vegna
synda minna. Ó, það er sælt.
Af náð — af einskærri náð —
tekur þú mig að þér sem barn
þitt, fyrir eilífan kærleika þinn.
Eg vil þá elska þig aftur á
nióti, sem hefir elskað mig að
t'yrra bragði. Dauði Krists af-
máir sekt mína. Oreftrun hans