Frækorn - 26.06.1908, Blaðsíða 2
FRÆKORN
106
er huggun mín ádauðans döpru
stundu. Upprisa hans er vonin
mín unaðssæla. Hann lifir, og
eg mun lifa. Hann mun boða
mig úr gröfinni dimmu. Hann
mun ummynda líkama vorr-
ar lægingar, svo að hann verði
líkur hans dýrðarlíkama. Fil. 3,
21. Komdu, kæri samferðamað-
ur, komdu til frelsara þíns og
meðtak örð hins eilífa lífsins.
Endurkoma Krists. »Sjá,
eg kem skjótt og hefi með mér
endurgjaldið handa sérhverjum,
eftir því sem hans verk verða.«
Qpinb. 22, 12. Panniger vitnis-
burður drottins vorsjesú Krists.
Og þessi vitnisburður á einkum
að vera heyrinkunnur á þessum
síðustu tímum, til að undirbúa
hjörtu margra til friðsamlegs
fundar við hann. Rað þarf að
vekja meyjarnar, útbúa lampana
og kaupa viðsmjörið, áður en
það er of seint og dyrunum er
lokað. Hið mikla brúðkaup hús-
bóndans á bráðum að vera. Pað
er.. enn rúm fyrir fleiri gesti.
Hann býður þér einnig. Blíða
kærleiksröddin hans kallar á þig,
og hann segir: »Sælir eru þeir,
sem eru boðnir til brúðkaups
lambsins.« Opinb. 19, 9.
Frelsari þinn segir: »Já, eg kem
skjótt.« Getir þú svarað með
söfnuði guðs, er væntir komu
hans: »Amen, kom, drottinn
Jesús«, þá er það gott fyrir þig.
Sælir eru þeir þjónar, sem hús-
bóndinn finnur vakandi, erhann
kemur. Lúk. 12, 37. Margir
sofa; viðsmjörið er útbrunnið á
lömpum þeirra. Reir eru ekki
líkir hinum forsjálu meyjum. Ef
þeir vakna eigi og fara að búa
sig,. þá kemur dagur drottins
yfir þá sem þjófur á nóttu. Börn
Ijóssins munu gefa gaum að
spámannanna orðum. Rérmun-
uð þreyja og leggja stund á heil-
aga breytni og guðrækilegt líf-
erni, þar til dagur drottins kem
ur.
Vakna þú samferðamaður.
Heimurinn ferst bráðum með
öllu sínu yndi. Jesús kemur.
Heyrir þú rödd hans í orði hans?
Heyrir þú hana í hinum undur-
samlegu viðburðum þessara
daga, í boðun fagnaðarboðskap-
arins til jarðarinnar endimarka?
Heyrir þú rödd andans, sem blítt
\>g hljótt hvíslar að þér: frels-
jari þinn kemur. Ert þú tilbúinn?
Himnarnir opnast og mun bráð-
um Ijóma afdýrðjesú. Ó, und-
irbú þig á fund guðs þíns.
Rýtt.
Útlít 3e$ú.
Það er einkennilegt, að enda
þótt guðspjallamennirnir hafi sagt
oss frá svo mörgu um Jesúm,
þá hafa þeir samt hulið eitt fyr-
ir oss, sem er þó mörgum mik-
ilsvert. Þeir hafa sagt oss frá
ferðum Jesú á holdsvistardög-
um hans, frá hinum náðarríku
orðum, sem fram gengu af munni
hans, og frá hinum undrunar-
fullu verkum, sem hann gerði;
en þeir hafa ekki á nokkurn hátt
látið oss vita, hvernig útlit hans
var. Vér vitum ekki, hvort hann
hefir verið litill eða mikill
vexti, bjartur eða dökkur á
svip.
Síðan á dögum Jesú hafa menn
gjört sér ýmsar hugmyndir um
útlit Jesú. »Hann var ósjálegur«
segir Justín píslarvottur, sem var
uppi á 2. öld. Aðrir aftur á
móti héldu því fram, að Jesús
væri fegurri að útliti en allir
aðrir menn.
Svo voru búnar til munnmæla-
sögur um þetta efni. Þanniger
t. d. ein saga um það, að þeg-
ar Jesús gekk veginn að kross-
inum á Oolgata, hafi hann litið
konu, sem Veronika hét, en hún
hafi lánað lionurn dúk til þess
að þurka af andliti sinu blóðið,
svitann og brákana, sem fjand-
menn hans höfðu hrækt á hann;
þegar Jesús hafði fengið henni
aftur dúk þennan, þá hafi and-
lit Jesú verið afmálað á dúkn-
um. Og á öllum öldum síðan
hefir kaþólska kirkjan þótst eiga
dúkinn, og margar pílagríms-
ferðir hafa verið gerðar til þe.ss
að fá að sjá hann. Pannig seg
ir Dante frá því, að á hans dög-
um hafi hinir guðhræddu farið
slíkar ferðir »til þess að sjá hina
blessuðu mynd drottins vors
Jesú Krists, ímynd hinnar fögru
ásjónu hans.« Og enn í dag er
dúkurinn geymdur í Péturskirkj-
unni í Róm og við og við sýnd-
ur hinum »trúuðu«.
Önnur kaþólsk munnmæla-
saga segir frá því, að engill hafi
skipað Nikódemus að búa til
mynd af Jesú eftir endurminn-
ingum sínum. Hafi þá Nikó-
demus tekið sér öxi í hörid og
höggvið sedrustré. Verkið var
ervitt, og hann sofnaði meðan
hann var að hugsa um það.
Pegar hann vaknaði furðaði hann
á því, að verkið hafði verið unn-
ið meðan hann svaf. Einnig
þessa mynd sýna hinir trúgjörnu
kaþólsku menn!
Merkilegust allra sagna um
útlit Jesú er sú sem geymd er í
bréfi nokkru, sem sagt er að sé
frá dögum Octavíanusar keisara,