Frækorn - 26.06.1908, Side 5

Frækorn - 26.06.1908, Side 5
20. Þegar frelsari vor, Jesús Kristur var hér á jörðunni, þá hélt hann sjöunda daginn heil- agan. Lúk. 4, 16.; Jóh. 15, 10. 21. Jesús kom ekki til að af- taka lögmálið og spámennina. Matt. 5, 17. 22. Kristur er skapari allra hluta, þá einnig hvíldardagsins. Kol. 1, 16. 17.; Jóh. 1, 1.-3. Hebr. 1, 1, —3. 23. Þessvegna er Kristur líka herra hvildardagsins. Mark. 2, 27. 28. 24. Hvíldardagurinn er þann- ig dagur drottins. Op. 1, 10.; Mark. 2, 28.; Es. 58,13.; 2. Mós. 20, 10. 25. Jesús hefir aldrei breytt hvíldardeginum; en hann kendi lærisvéinum sínum að halda hann réttilega heilagan, en ekki eftir venjum Gyðinganna. Matt. 12, 1.-13. 26. Hann kendi, að hvorki bókstafur eða titill lögmálsins mundi líða undir lok — þá ekki heldur hvíldardagsboðorðið. Lúk. 16, 17.; Matt. 5, 18. 27. Hann kendi lærisveinum sínum að biðja þannig, að þeir mintust hvíldardagsins með lotn- ingu að minsta kosti 40 árum eftir upprisu hans. Matt. 24, 20. 28. Postular Krists hafa enga breytingu gert með hvíldardag- inn, heldur staðfest kénningu meistara síns. Hebr. 2, 3. 29. Hvíldardagurinn var hald- inn eftir dauða hans. Lúk. 23, 56. 30. Eftir upprisuna hefir Jes- ús heldur enga breytingu gjört með hvíldardaginn. Hvar stend- hr í bibliunni að Jesús hafi hald- FRÆKORN ið sunnudaginn heilagan? Hvar stendur að Jesús hafi flutt bless- un og helgun hvíldardagsins yt- ir á sunnudaginn eða að hann hafi nokkurn tíma blessað sunnu- daginn? Hvar stendur það í allri biblíunni að nokkur krist- in maður hafi haldið sunudag- inn fyrir hvíldardag? 31. Postularnir héldu hvíldar- daginn éftir upprisu Krists éins og áður, og álíta og nefna stöð- ugt sjöunda daginn sem hvíld- ardag mörgum árum eftir Krist. Postg. 13, 14. 27. 42. 44.; 15, 21.; 17, 2.; 18, 1.-4. 11. 32. Menn söfnuðust saman til bæna á þeim degi. Postg. 16, 13. og hinir trúuðu meðal heið- ingjanna kölluðu líka sjöunda daginn hvíldardag. Postg. 13, 42. 33. Sunnudagurinn, hinn fyrsti dagur í vikunni er vinnudagur, eins og hínir fimm dagarnir fyrir hvíldardaginn. 2. Mós. 20, 8.— 11.; Ez. 46, 1. 34. Guð hefir sjálfur unnið á hvíldardaginn, þegar hann skapaði heiminn og hefir aldrei sagt að hann skyldi vera hvíld- ardagur. 35. Guó hefir heldur aldrei helgað sunnudaginn fremur en aðra daga vikunnar. 36. Enginn af forfeðrunum, spámönnunum, postulunum eða öðrum sem getið er um í biblí- unni, hafa haldið sunnudaginn heilagan. 37. Kristur vann á honum, og hefir aldrei með einu orði minst á að breyta skyldi til með hvíldardag. 38. Guð hefir aldrei blessað sunnudaginn, og engin lög gef- ið um að halda hann heilagan, þessvegna er heldur ekki synd 109 að vinna á honum. »Pví þar, sem ekki er lögmál þar er held- ur ekki yfirtroðsla. Róm. 4, 15.; 1. Jóh. 3, 4. Frh. ■^tfv - Drykkjumannskðnðn. Landstjórinn í Kansas, sem er bindindismaður segir frá eftirfylgj- andi sögu: Einu sinni kom kona með smá- barn á handleggnum út á skrifstofu hans; útlit konunnar bar vott um djúpa örvæntingu; hún bað um að maður sinn yrði náðaður; hann hafði verið dæmdurtil að sitja 10 árí fang- elsi fyrir manndráp. Hún hafði meðsér skjöl frá dómurun um, sem dæmt höfðu og fleirum málsmetandi mönnum, þeir mæltu með því að hannyrði náð- aður. Hann rannsakaði skjölin ná- kvæmlega og sagði síðan: »Mætti eg fylgja tilfinningum mínum þá mundi eg gjarna náða manninn yð- ar. En réttlætiskröfurnar banna það. Konan kastaði sér í örvæntingu niður fyrir fótum hans. »Hlustið þó á«, sagði hún grátandi, »hvern- ig það hefir atvikast að hann féll svo djúpt:« Við giftumst fyrir 7 árum, sett- umst að í bænum — (hún nefndi þorpið), og vorum mjög hamingju- söm. Maðurinn minn var reglu- samur, duglegur og framkvæmda- samur. Fyrir iðni og sparsemi gát- um við ioksins keypt okkur lítið í- búðarhús. En svo varð það okk- ur til óláns að ríkið gaf veitinga- húsleyfi, og þetta nýja veitingahús stóð miðja vega milli vinnustofu mannsins rníns og sölubúðar hans. Pá var hann orðinn svo vel stadd- ur að hann gat leyft sér frítíma stund og stund er nemendur hans

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.