Frækorn - 27.11.1908, Síða 7

Frækorn - 27.11.1908, Síða 7
FRÆKORN 215 — Ef nokkur maður hefir lært til forsetastöðu og haldið námiriu við, og orðið að ganga í skóla erfiðrar reynslu, er veitt hefir honum æðsta og fullkomnasta þroska, þá er sá maður Mr. Taft. Frá upphafi hefir hann hreytt sér, óvitandi nákvæmlega eins og hann hefði gert það sér með- vitandi, eins og hann hefði verið sólginn í forseta-tignina, eins og hann vissi meðsér,að hannhefði gert samn- ing um hana við amerísku þjóðina. En með þeim hætti er stærstu afreks- verkunum því nær alt af hrundið í framkvæmd hér í heimi. Mr. Taft. bjó sig undir forsetastöð- uua, án þess hann vissi af, með því að hlýða æfinlega þyngdarlögmáli sjálfs síns eðlis, því eðli, sem knúði hann jafnan til að gera alt eins og hann gat bezt. Eðliseinkunn hans er ekki margbrotin. Rað er ekki erfitt að lýsa henni. Hún er stór, heil,hrein,sterk,einföld. En frumeðl- ið, kjarninn, lífsaflið í henni ér það, sem knýr hann til, hvernig sem á stendur og í hverju starfi sem er, hvern dag, stund, augna- blik að neyta allrar sinnar orku, að gleyma sjálfum sér, að halda engu eftir af afli skyldunnar, að vinda sér að því sem hann á að gera með öllum sínum kröftum beint af áhuga á að gera það, eða af því að honum var einhvern veginn alls ekki hægt að gera annað. F*að rennur púrítana- blóð í æðum hans, og skyldan er guð hagsýnna nútíðar-púrítana.------- Um dómarastörf Tafts í Cincinnatti er af þessum orðum: — Hér gerði hann enn eins og hann gat bezt. Skyldan var húsbóndi hans. Hann kvað upp úrskurði um vinnumál, sem enn er mjög deilt um og bökuðu honum meiri eða mittni aðfinslurfrá verkalýðsforingum Og þeirra talsmönnum. En það varekki síður áræði beitt en samvizkusemi í þeim dómum. Einn þeirra var kveð- inn upp á umbrota-tímum. Þá var járnbrautar-verkfall;ólga íástríðuuuni; verkamenn þyrptust inn í dómsalinn, og sögðu, að ef dómurinn yrði þeim mótdrægur, þá skyldi dómarinn ekki komast lifandi út úr húsinu. Dómar- inn horfði við þeim bláuntaugunum, hógværlega og brosandi; hann kvað upp dóntinn ofurrólega. Þá hvarf brosið, eldur brann úr augunum, í borðinu small stór og sterkur hnefi, og skær rödd drundi við ísalnum: — Pegar þið farið héðan út vona eg að þið gerið það með þeirri vissu, að svo fratnarlega sem herlið Bandaríkja er nógu öflugt til að halda þessum eimlestum ígangi.þá skal það verða gert. — Dómarinn stikaði út úr saln- um ósmeykur, og fúll manngrúinn dreifðist burt. Eimlestirnar voru látnar ganga eins og vera átti. Það er ekki talið eiga hvað minstan þátt í kjöri Mr, Tafts, að fyrirrennari hans, Roosevelt, sá hinn stórmikils metni og vinsæli höfðingi Banda- manna, er nú þokar úr forsetastöðu, hefir lagt eindregið til með honum bæði í kosningahrt'ðinni sjálfri og fyrir hana. Hann liefir verið hermálaráðgjafi síðan 1904. Og Roosevelt metið hann allra manna mest fyrir sakir óvenjumikillar atorku og elju. Rað hefir verið komist svo að orði um hann, að hann sé stóreflis-gufuvél, sem er í gangi dag og nótt. Mr. Taft er kominn af gömlum embættisættum; fæddist upp í Cin- cinnatti í Bandaríkjum. í æsku skar- aði hann jafnt fram úr í leikum og lærdómi. í skóla hafði stóri Bill Taft, svo sem hann var nefndur, ekki ein- ungis mesta hylli í sínum bekk, held- ur var hann foringi alls bekkjarins til hvers sem gera þyrfti. Hann hafði haft á henditýms mik- ils háttar embætti, er McKinl .-y for- seti bað hann taka að sér stjórn Filippseyja árið 1900 og koma þar lagi á eftir margra alda östjórn Spán- verja. Rað mikla vandaverk leysti hann af hendi með þeirri frábærri lip- urð, viturleik og skörungsskap, a.ð hann fekk almannalof fyrir. Regar hann kom heitu aftur þaðan, árið 1904, gerði Roosevelt forseti hann að hermálaráðgjafa sínum (ekki utanríkis) og þykir hann hafa staðið prýðilega f þeirri stöðu. Fyrir 2 ár- um var alt komið í ólag og stjórn- leysi í eynni Kúbu, er Bandamenn unnu frá Spánverjum um leið og Filippseyjar og gerðu að sæmilega óháðu lýðveldi. Taft bregður sér þangað og kipti þar flestu í lag aftur á skömmum tíma. Fyrir nokkrum tnissirum fór hann ferð kringum hnöttinn og hitti þá að máli ýmsa þjóðhöfðingja, þar á með- al Japatiskeisara og Rússakeisara. Hann fór með vináttumál við þá af hálfu Bandaríkja og tókst mætavel. Mr. Taft er hinn mesti iðjumaður., Hann vinnur frá kl. 8 að morgni til miðnættis. Og vimtur af kappi. Hann gerir alt af kappi, hvað sem er. Vinnur af kappi, skemtir sér af kappi, sefur af kappi, borðar af kappi. I Hvítahúsinu, forsetahöllinni í Washington, mun verða mikil ró- senti, mikil þolitnnæði að hlusta á mál manna og rannsaka rnála-j vexti, mikið starfsþrek, mikið glað- lyndi, mikill friður. íf. Eeiðrcttina. í laginu við : »Eg kent frá so11\ synda« Í25. tbl. »Fræk.« hefir slæðst inn viila: I annarri nótnalínu, 5. takti undir orðinu v a r stendur í bassanum es-b í staðinn fyrir c-b. j-j-4i

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.