Frækorn - 31.12.1908, Blaðsíða 2

Frækorn - 31.12.1908, Blaðsíða 2
234 FRÆKORN starfi til andlegrar velferðar ungum mönnum, stúlkum og börnum. Biblíutextar: i. Sam. i, 27., 28; 3, 8., 10., 19 — 21; Ef. 6,1—4; 2. Tim. 3 M-17; 4T—5- Laugard.9. jan,— Heimaírúboðog Gyð- ingar. Bcen fyrir öllu heimatrúboði og starfsmönnum þess;— fyrir læknum og öllum, sem stunda sjúka og deyjandi, fyrir útbreiðslu kristilegra rita og um- ferða-prédikurum, — fyrir bráðri heim- komu Gyðingaþjóðarinnar og afturhvarfi hennar. — fyrir öllu kristniboði hjá Gyðingum. Biblíutextar: Esaj. 63, 1—7; Sak. 10, 8-12.; 13, 1., 2; 14, 8-9; 20., 21. Róm. 11, 25-36; Opínb. 22, 20., 21. jróbann Scbastiti Bacb spilar fyrir birðina. Pað var haust-kvöld, kaldur októberdagur, sem minti átakan- lega á, að veturinn færi í hönd. Þung þoka lá yfir öllu, og hínn kaldi vindur sveiflaði marglitum blöðum trjánna fyrir fætur veg- farandans. Rað var eins og rödd frá hinu íjarlæga talaði um þunga ókominna daga; la.igar, myrkar nætur, ís og snjó. í bænum þar sem húsin voru þéttast saman, var léttara yfir; þar höfðu menn hitt úti veður og vind, en söfnuðust nú sam- an í hinar heitu stofur, hvar vin- arleg ljósbirta skein út frá. Það var árið 1732 í Leipzig, í heimkynnum organistans, í hinum æruverðugaTómasarskóla. Rétt við Leipzig dómkirkju skinu ljósin á hinum áðurnefnda októ berdegi, óvanalega fagurt, marg- ar glaðar raddir sungu. Ein fjölskylda sem elskaðist innbyrðis, bjó þar saman í hjart- ans einingu. Við hið sterka eik- arborð, með hinurn stóra dökka skáp sem mest prýddi stofuna, sat maður í viðhafnarlausum dökkum fötum. Andlit hans var sterklegt, en góðlegur svipur skein út úr því. Ennið var hátt og fagurt, hin tindrandi svörtu augu hans höfðu ósegjanlega mikinn kraft, það vald, sem fáum varð létt að slíta sig frá, ogþeg- ar menn til lengdar horfðu í þessi töfrandi augu, var sem úr þeim mætti lesa yfirnáttúrlega hluti. Þetta varjóhann Sebastian Bach, sá maður, sem við nú viljum segja frá. Hann var þá frægur yfir alla borgina fyrir sitt aðdá- anlega orgelspil. Menn sögðu hann væri frábær, og gátu alls ekki yfirgefið kirkjuna, meðan hann spilaði. Þeir áhrifamiklu tónar, sem læstu sig gegnum kirkjuna, eins og múrarnir ætl- uðu að springa, fyltu hjörtu til- heyrendanna tneð aðdáun. Við hliðína á hr. Sebastian sat kona hans, virðuleg húsfreyja, með blíðleg augu og sakleysislegan svip, snoturlega klædd. Hún hélt á kné sér yngsta syni sínum Kristófer, efnilegum 3 mánaða gömlum dreng. Fleiri hraustleg börn voru umhverfis hana, og léku við litla bróður sinn og hvert við annað; skiftu með sér eplum og öðru sælgæti. Elsti sonur Bachs, Freidemann, hár, vel vaxinn drengur, mjög áþekk- ur föður sínum, en vantaði hans milda svip, stóð nálægt ofninum og horfði áhyggjufullur á hinn glaða ieik systkina sinna. Asamt Bach og frú hans sat ungur hár maður við borðið, hann var ann- ar sonur hjónanna, Philip Eman- úel; hafði heimsótt foreldra sína frá Frankfmt. Hann var einmitt að tala um þá vísindalegu söng- list þar, í því hann tók nótna- blað upp úr vasa sínum, lagði það fram fyrir föður sinn, og roðnaði um leið og hann sagði þessi orð: »Kæri faðir, sjáðu, hvort þetta dugir!« Það var lítið fjörugt sönglag. Hinn gamli horfði á það mjög ánægjulega tneð léttum fingrahreyfingum og sagði: »Það getur þó einusinni með guðs hjálp orðið nokkuð fyrir þig, sonur minn! Einung- is iðinn, áframb Freidemann gjörir það líka gott, hann spil- ar vel! Ef guð lofar hef eg ánægju af ykkurb Báðir synirn- ir hlustuðu glaðir og brosandi á tal föður síns, og þrýstu hönd hans í þakklætisskyní. Þá heyrð- ist skyndilegur hófdynur, og eitt voðalegt högg á útidyrahurðina. Alt varð ókyrt. Báðir eldri syn- irnir hlupu út úr stofunni, börn- in gleymdu leikjum sínum og móðirin fölnaði; einungis Sebas- tian var rólegur og sagði: »Hví skyldum við hræðast? Hcfum við ekki góða samvizku ? Látum það koma sem koma vill!« Eftir nokkrar mínútur stóð einn póstsveinn frá þeim mikla höfuðstað Dresden, óhreinn og illa útlítandi, inni í stofunni. Hann óskaði eftir að tala við organistann Sebastian Bach. Rétti honum bréf frá hinum volduga stjórnarherra greifa Brúhl. Hr. Sebastian færði sig nær lamp- anum, brá hönd fyrir auga og las: »Minn kæri Bach! Vor náðugasti kjörfursti og herra ÁgúsL af Sachsen og Po- len, óskar eftir að heyra yðar hina víðfrægu og viðurkendq

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.