Frækorn - 31.12.1908, Side 3

Frækorn - 31.12.1908, Side 3
FRÆKORN 235 organlist, Sebastian Bach, spila í kirkjunni í hans höfuðstað D. es- den, sunnudaginn hinn 24. okt. Tveini döguin eftir að þér haf- ið meðtekið þetta bréf mun kon- unglegur vagn vitja yðar frá Leipzig og færa yður til höfuð- staðarins, þar sem menn með eftirvænting bíða komu yðar. Undirbúið yður vel, mínn kæri herra, með mikilli virðingu. Vegna míns náðuga fursta. Orev Brúhl.« Sebastian stóð langan tíma hugsandi. Gaman og alvara lýstu sér á svip lians; leit til konu sinnar með spyrjandi augnaráði, en hún svaraði engu. »Hr. hrað- boði*, sagði hann hægt og ákveð- ið: »Segið stjórnarherranum að, eg, Sebastian Bach, organisti skuli hlýðnast skipan furstans.« »Eg má þó biðja um skrif- legan úrskurð«, svaraði hrað- boðinn. »Maður!« sagði hr. Se- bastian og rétti úr sér, »hvað heldur hann um mig? Hefir hann skilið mig rétt? Hef eg Sebastian Bach ekki gefið hon- um svar? Heldur hann niig óorðheldan prakkara cg trúir hann betur pappírsmiða en orð- um mínum ?« »Kæri faðir!« sagði einn af sonum hans. »Hægan, þú misskilur þetta!« í sama bili sneri hann sér til sendiboðans, og sagði: ^Bér hafið mitt svar! Segið einungis herranum alt, mig skal það ekki saka!« Sendiboðinn fölnaði upp og gekk nokkur fet aftur á bak Bach tók í hönd hans og sagði vingjarnlega: »Nú, þetta kemur til með að verða lærdómsríkt, er ekki satt? Látið yður koma til hugar að hirðliðið er ekki alstaðar! Vild- | uð þér þiggja iijá mci' kvöid- mat og eitt glas af öli, mundi það gleðja mig.« Hraðboðinn þakkaði fyrir og kvaddi fljótlega. Hr. Sebastian settist ánægjulegur í sæti sítt, og heimilisfólkið umhverfis hann. Frú Oeirþrúður sagði grátandi, að hún vonaði að húsbóndi hennar ekki vildi yfirgefa konu og börn og fara í svona langa ferð til Dresden, í þenna spiita bæ. Börnin sern sáu móðirina gráta, gjörðu það einnig, og sf- t'elt vein og grátur heyrðist í hinni litlu stofu, sem hætti ei fyr en Bach ásamt sonum sín- um lét börnin fara inn í sitt eigið herbergi hvar móðirin tók við þeim. Herra Sebastian gekk aftur og fram í því herbergi sem kona hans var fyrir í. »Vertu ekki hrygg yfir hinni löngu ferð, kæra konan mín», sagði hann. Eftir 14 daga, ef guð lofar, verð eg aftur kominn heim. Bað ér áform mitt að taka elstu syni okkar með mér; þá geta þeir fengið að sjá hina ískyggilegu hégómadýrð, og um sfðir séð fyrir föður sínum með ánægju.« Freidemann og Emanúel þökk- uðu með leiftrandi augnaráði. »Já, börn«, bætti hann við, »við viljum þó einusinni með rödd hins himneska«, — þannig nefndi hann orgelið vanalega — »tala til þessara heimsbarna, svo þau geti iðrast og beðið einusinni; »Faðir, eg hefi syndgað!« Herra Hasse skal einnig viðurkenna að það gefast hærri og gudóm- legri tónar, en hinir suðlægu ágætustu hljómleikar.« Pað varð bjart yfir honum þegar hann tal- aði þessi orð, en kotia haris og synir horfðu á hann með inni- legum kærieika. Litlu eftir sagði hann: »Kona, láttu nú hina litlu vælukjóa koma innaftur og láttu svo súpuna inn.« A borðið var látin stór kanna af íreiðandi öli, og stórt brauð rétt hjáhúsbónd- anum. Eftir að hafa gjört stutta bæn, útbýtti hann þannig brauð- inu að hann byrjaði á þeim elsta. Frúin gaf hverjum sfna súpu. Daginn eftir fór herra Sebastian til háskólastjórans að biðja hann um leyfi til þessarar merkilegu ferðar. Pað var óþægilegt erindi þar sém hann að jafnaði- hafði forðast að eiga neitt saman við hann að sælda. Frh. +>• Nýjar baskur^- sendar „Frækornum". Sumargjöf IV. ár. — Utg.|Bjarni Jónsson frá Vogi og EinarGunn- arsson. 80 bls. 8vo. Sumargjöf er farin að verða mörgum kunn og mörgum kær. Þetta síðast komna hefti er með þeim bezlti af þeim, sem komin eru. Efnið er margbreytt, og frágangur á málinu góður. Bernskan II. Eftir Sigurbjörn Sveinsson (prentari), Akureyri. 140 bls. 8vo. Bernskan er gullgott barnakver. Höf. er þeirri gáfu gæddur að rita fyrir börn, og væri óskandi, að hann notaði þá gáfu eins vel í framtíðinni og nú, mcð samningu þessarar bókar. I þessu síðara kveri eru ýmsar barnasögur at þjóðkunnum mönnnm svo sem séra Matth. Jochumssyni, séra Geir Sæmunds- syni, Lárusi Rist o. fl, Foreldrar, ef þér viljið gleðja börnin yðar, þá ættuð þér að kaupa „Bernskan" I og II. Þar sem börn ná í hana, er þegar orðin gleðihátíð. Þau lesa liana aftur og aftur.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.