Frækorn - 28.05.1909, Blaðsíða 2
86
FRÆKORN
gat leikið á, var athugað af öll-
lim þessum mönnum með stök-
ustu nákvæmni og samvizkusemi;
ekkert ákveðið af einum einstök-
um manni. —
Rað segir sig sjálft, hvort slík
aðferð veiti ekki meiri tryggingu
en að láta einn mann vera ein-
^h um verkið, að heita má. Hon-
um geti langtum léttara skjátlast,
og vér þannig fengið rangar þýð-
ingar á fleiri eða færri stöðum í
biblíunni.
En einn spekingurinn hér lét
það frá sér nýskeð, að þýðing
Haraldar mundi vera einhver sú
bezta og nákvæmasta þýðing í
heimi!
Skyldi ekki þýðandanum verða
óglatt af öðru eins hámarki »vís-
indalegrar kritíkar«?
Hrun Messína og Rcggíó.
[Eftirfarandi frásögu-ágrip er
skrifað af einum þeirra manna,
er heimsótt hefir »dauðans og
eyðilegingarinnar land«, eins og
Suður-Ítalía er réttnefnd eftir jarð-
skjálftann niikla um lok gamla
ársins.]
Hin stórkostlega umbylting í
Suður-Ítalíu morgunin 28. des.
1908 yfirgnæfir alla þá jarð-
skjálfta, er áður hafa heimsótt
jörðina. Engin tunga getur lýst,
enginn penni útmálað þau hræði-
legu spellvirki, sem á fám sekúnd-
um dundu yfir fegurstu borgir
hinnar fögru Ítalíu.
Til þess að gjöra oss dálitla
hugmynd um þenna voða-við-
burð, viljum vér hér tilfæra eigin
orð dómsmálaráðherrans ítalska:
»Ófarirnar eru svo óttalegar,
að engin orð geta lýst þeim. I
Sannarlega er þessi ógæfa svo
mikil, að mesta hugsmíðaafl get-
ur ekki gefið oss nokkra hug-
mynd um hana. Fyrstu fréttirn-
ar af slysförum eru venjulega
málaðar svörtum litum og mjög
ýktar; þessvegna vonaði eg, að
þetta ætti sér stað einnig hér;
en við augum mínum blasti slík
sjón, er hvergi eru dæmi til
annarsstaðar en í lýsingu Opin-
berunarbókarinnar um heimsend-
irinn.«
Löggjafarþings-fulltrúi frá hin-
um eyðilögðu stöðum talaði eftir-
farandi orð, sem gjöra oss auð-
veldara, að setja oss fyrir hug-
skotssjónir þessa voða-ógæfu:
»í þessu umróti, sem enginn
maður hefir nokkurntíma getað
gert sér í hugarlund, — engin
orð geta lýst og enginn penni
skráð um — höfum vér mist
alt. Heillættflokkurergjöreyddur
eða næstum algjörlega upprættur.
Húsþökin, sem feður vorir voru
fæddir undir, og þar sem vér
fyrst sáum ljós dagsins, hrundu
saman í eyðileggingunni. Kirkj-
urnar, þar sem mæður vorar
höfðu beðist fyrir; gripasöfnin
með öllum sínum listaverkum;
skjalasöfnin, þar sem ríkisskjölin
og sagnaritin voru geymd: alt
þetta höfum vér mist, eins og
náttúran hefði ákveðið að eyði-
leggja áfám sekúndumsögu vora
frá mörgum öldum. Umbyltingin
liefir í æðisgangi sínum umturn-
að öllu. Allar sýslanir, alt líf,
bæði verzlun, iðnaður, og í stuttu
máli: allir Iífsþræðir skyndilega
slitnir.
Menn, sem á undan jarðskjálft-
unum voru vel efnaðir, reika um
rústirnar öreigar. Maður finnur
börn, sem hvorki geta sagt til
nafns síns né heimafólks. Af
þeim, sem lifa eftir, er varla
nokkur, sem ekki hafi mist alfa
fjölskyldu sína eða einhvern úr
henni; og eg veit alls ekki,
hverraörlögerusorglegust:þeirra,
sem rústirnar hylja, eða þeirna
sem eftir standa augliti til aug-
litis hinni miklu óhamingju jí
öllum sínum voða-geigvæn!eika.«
í fljótu bragði virðast þessi
orð, ef til vill, sprottin af augna-
bliks æsingi og ýkjum mælsku-
manns. En sá, sem tímun-
um saman hefir klifrað um
klungur rústanna og ekki séð
annað en eintóma eyðilegingu,
svo langt sem augað eygði, og
verið vottur að dauða og óend-
anlegri eymd á allar lundir, —
sá maður er fyllilega sannfærður
um, að ekki helmingurinn af
þessum óttalega atburði hefir
verið, eða verður nokkurn tíma
útmálaður. Borgirnar, sem eyði-
lögðust í þessum voðalega jarð-
skjálfta, lágu rétt vtð Messína-
sundið, þar sem táin á »ítalska
stígvélinu« næstum snertir við
»perlu eyjanna«, Sikiley. Yfir
þessi hrosandi landssvæði hafði
náttúran með örlátri hönd dreiff
beztu gjöfum sínuni. Frá hinni
hliðinni að sjá yfir sundið, blasti
við hrífandi útsýni; hvítu húsin
í Messína og Reggíó ljómuðu
í hinu dýrðlega sólarljósi Ítalíu,
rétt við fegurstu fjalla-rætur og
hæðir ríkulega skrýddar vínekr-
um, appelsínu-lundum, sítrónu-,
mórberja- og öðrum ávaxta-trjám;
hinn dimm-blái Ítalíu - himinn
hvelfdist yfir þessum borgum og
endurspeglaðist í tærum sjónum
(Messína-sundinu) og myndaði
sannkallaðan töfraheim, eins og
Byron í ljóðum sínum nefnir