Fylkir - 01.08.1916, Síða 2

Fylkir - 01.08.1916, Síða 2
SÖKUM ýmsra tálmana og frátafa birtist lit þetta næstum mánuði seinna en til var ætlast og bið eg alþýðu að misvirða það ekki við mig. Eg varð t. d. að eyða meira en mánuði í að svara álygum og þvættingi pólitískra ofstopa, sem undu því illa að eg varaði bændur og alla betri menn við þeim marghöfðaða óvætti, sem fer með fals, æsingar og umbyltingar erlendis, og býst til að eignast alt ísland og gera það að ekta örvitabæli. — En ríkismenn Akureyrar og íslands hafa ekki nent að senda mér svo sem 100 til 200 síldar- tunna virði, þ. e. ígildi eins mótorbáts, til að koma Fylkir á fót; hafa líklega haldið að 200 síldartunnur yrðu sér ólíkt gagnlegri en Fylkir. — Og það er ekki ömögulegt, því Fylkir mælir með því, að öll fiskimið innan landhelgis íslands séu gerð að þjóðareign, og að allir sem veiða hér í landhelgi verði að greiða 5—10°/« af öllum afla sínum í Iandssjóð. Verð þessa heftis verður 25 aurum hærra en til var ætlast, nl. 1 kr. í'stað 75 aura. Sé 1. og 2. hefti keypt, svo kosta bæði kr. 1,50. Verði þessu mjög illa tekið, er óvíst að annað hefti komi. En verði því vel tekið, svo birtist annað hefti í október og hefir þá greinar um eftirfylgjandi efni: 1. Aflið í grend við Akureyri (Niðurl.). 2. Ófriðurinn mikli (Framh.) 3. Hringsjá: Lífið, eðli þess umbreytingar og takmark. 4. Hvernig á að verjast ofverðum og skiptöpum hér við ísland. 5. Hreinlæti, ylur og heilsa. 6. Hvers þarf ísland fyrst; Elfíris-stöðvar eða járnbrautir? 7. Hvers þarf Akureyri? 8. Hvernig á að tryggja íslandi nægan peningaforða án þess að taka lán hjá útlöndum eða selja þjóðeignir við uppboð? 9. Merkismenn og merkis-atburðir. — Tveggja nýlátinna merkis- manna íslands verður minst í næsta blaði, nl. þeirra Jóns Ól- afssonar, fyrv. alþm. og þjóðkunns rithöf., og Ásgeirs Torfa- sonar, efnafræðings við háskólann í Reykjavík. Misprentanirs Á 2. bls 2. málsgr. 4. línu: -blóð Ies: -blöð; á 12. bls 3. málsgr 1. 1. M les K.; á bls. 34 í síðustu 1. er en ofaukið.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.