Gjallarhorn - 17.07.1903, Síða 1
GJALLARHORN.
NR. 22.
Akureyri, 17. júlí 1903.
1. ÁR.
ýllþingi.
ii.
Síjórnarfrumvörpin,
sem lögð hafa verið fyrir þingið, eru 19. Hjer
hefur áður verið skýrt frá einu þeirra — um
gagnfræðaskóla á Akureyri. — Hin eru:
Stjórnarskrárfrv. síðasta þings óbreytt.
l'járlög fyrir árin 1904 1905.
Þar er meðal annars lagt til, að einum póst-
afgreiðslumanni verði bætt við í Reykjavík
með 1000 kr. Iaunum, að laun póstafgreiðslu-
manna utan Reykjavíkur verði hækkuð um
1000 kr., að fjárveitingin til brjefaburðar í
Rcykjavík hækki um 200 kr., að 8 eldtraustir
járnskápar verði útvegaðir póstafgreiðslumönn-
um þeim, sem enn vantar þá, og að 800 kr.
verði veittar til að gjöra við pósthúskjallarann.
gufuskipaferða gjöra fjárlögin ráð fyrir
75,ooo kr. tillagi úr landssjóði hvort árið til
hins sameinaða gufuskipafjelags, að því tilskildu,
að úr ríkissjóði verði veittar 65,000 kr. á ári til
ferða milli Kaupmannahafnar, Færeyja og ís-
lands, að ferðirnar til íslands verði 20, að farið
verði fram hjá Færeyjum í 10 ferðum og 11
ferðum utan og að í 8 ferðum út og 6 ferðum
utan verði eigi komið við þar, nema á einum
stað vegna pósts og farþega, að 13 ferðir verði
farnar á öðrum skipum milli Kaupm.hafnar og
Færeyja, og að strandferðunum kring um ísland
verði haldið eins og á fjárhagstímabilinu 1902
°g I9°3- En veiti ríkisþingið ekki hækkun á
ríkissjóðstillaginu úr 40,000 kr. upp í 65,000
kr. á ári, veitist stjórninni heimild til að verja
allt að 80,000 kr. á ári, til að halda gufuskipa-
ferðunum uppi milli landanna og kring um ís-
land, eins og 1902 og 1903.
Til verklegra fyrirtækja er farið fram á auknar
fjárveitingar í ýmsum liðum, bæði til búnaðar-
fjelaga, búnaðarfjelags íslands, kennslu í mjólkur-
meðferð, gróðrartilrauna (1000 kr. meira), skóg-
ræktunartilrauna, til verðlauna fyrir útflutt smjör
(2000 kr. alls), til kennslu í kláðalækningum
og til útrýmingar fjárkláða í Norður- og Austur-
amtinu, til baðlyfjakaupa o. s. frv., alls og alls
miklar fjárupphæðir. I il rannsokna á bygginga-
efnum landsins og leiðbeiningar í húsagjörð er
gjört ráð fyrir 3000 kr. árlega. Til að stofn-
setja efnarannsóknastofu í Reykjavík er stungið
upp á alls 13,50° kr- fYrra ar*^ °S 4000 kr.
síðara árið. 2400 kr. á ári eru ætlaðar til launa
handa 2 yfirmatsmönnum á gæðum fiskfarma í
Reykjavík og ísafirði.
Svo eru ýmsar styrkveitingar o. fl.
Frumvarp til laga um aðra skipun a æztu
umboðsstjórn íslands. Frumvarp þetta var svo-
látandi:
1 • gr. Samkvæmt stjórnarskipunárlögum dag-
settum í dag, um breyting á stjórnarskrá um
hin sjerstaklegu málefni íslands 5. janúar 1874,
skal stofna stjórnarráð fyrir ísland í Reykja-
vík, og skipa f það landritara og þrjá skrif-
stofustjóra, og veitir konungur þau embætti.
2. gr. Ráðherra íslands skal hafa að launum
9000 kr. á ári, og skal honum auk þess lát-
inn í tje embættisbústaður og 2000 kr. á ári
til risnu. Til að reisa embættisbústað og til
útbúnings risnuherbergja þar má verja 50,000
kr. Þangað til ráðherrann fær bústað þennan
til afnota, skal honum veitt 2000 kr. uppbót
fyrir hann á ári. Kostnaður við viðhald ráð-
herrabústaðarins hvílir á landsjóði.
3. gr. Eptirlaun ráðherra skulu ákveðin sam-
kvæmt hinum almennu eptirlaunalögum. Kon-
ungi skal þó heimilt, að ákveða hærri eptirlaun;
þó mega þau eigi nema meiru en eptirlaun
geta hæzt verið samkvæmt hinum almennu
eptirlaunalögum
4. gr. Landritari hefur 6000 kr., og hver
skrifstofustjóra 3500 kr. í Iaun á ári.
Til aðstoðar og skrifstofukostnaðar má verja
16,000 kr. á ári.
5. gr. Til að breyta hinum núverandi lands-
höfðingjabústað í stjórnarráðsskrifstofur og búa
þær út má verja 11,000 kr.
6. gr. Landshöfðingjaembættið, landshöfð-
ingjaritaraembættið og hin umboðslega endur-
skoðunarsýslan skulu lögð niður.
Frá 1. október 1904 skulu amtmannaem-
bættin bæði lögð niður, og stiptsyfirvöldin
jafnframt afnumin.
Landfógetaembættið skal lagt niður þegar
embættið losnar. Til að gegna störfum þessa
embættis má þó verja 2,500 kr. á ári, og
skal með konunglegri tilskipun ákveða, hvein-
ig þeim skuli gegnt.
A sama hátt skal fyrirskipa, hver störf amt-
manna og stiptsyfirvalda skuli fengin stjórnar-
ráðinu fyrir Island í hendur, og hverjum önnur
störf þeirra skuli falin. Þeim mönnum, er for-
setastöðurnar í hinum 4 amtsráðum landsins
verða fengnar í hendur, má frá tjeðum tíma
veita 300 kr. endurgjald á ári í skrifstofukostnað.
í athugasemdum stjórnarinnar er komizt svo
að orði:
»Ætlazt er til, að haldið sje í Kaupmanna-
höfn afgreiðslu- eða skrifstofu, er lúti stjórnar-
ráðinu fyrir ísland, og verður hægt að gjöra
nánari ákvæði um fyrirkomulag hennar og verk-
svið eptir að stjórnarskipunarlögin hafa öðlazt
gildi. Til að greiða kostnaðinn við þessa skrif-
stofu ætlar stjórnarráðið sjer, undir eins og
stjórnarskipunarfrumvarpið er samþykkt og stað-
fest af konungi, að koma með tillögu um það
í frumvarpinu til hinna dönsku fjárlaga fyrir
1904—05 að veittar verði 5,000 kr. á ári,
2,400 kr. af þeim handa forstöðumanni skrif-
stofunnar, sem eigi er ætlazt til að hafi veiting
konungs, 800 kr. handa aðstoðarmanni, 400
kr. handa skrifara og 1,400 kr. í skrifstofu-
kostnað. Útreikningur sá, er liggur til grund-
vallar fyrir þessum upphæðum, er nú aðeins
by&gður á bráðabirgðaáætlun um, hve víðtæk
og hvernig þau störf verði vaxin, er ætla má,
að falin verði skrifstofu þessari. En óski hinn
væntanlegi íslands ráðherra henni öðruvísi fyrir
komið, svo hinar áætluðu upphæðir eigi ekki
við, mun naumlega verða neitt því til fyrirstöðu,
að þeim verði breytt seinna. Farið verður fram
á, að hin nauðsynlegu skrifstofuherbergi verði
látin í tje í stjórnarráðabyggingunni.
Að því er kemur til útvegunar nægilegs
húsnæðis, eptir að hin breytta skipun er komin
á, telur landshöfðingi eigi nauðsýnlegt, að reisa
stjórnarbygging, með því að breyta megi hinu
núverandi landshöfðingjahúsi í stjórnarskrifstof-
ur, án þess að byggja þurfi við það, og geti
þar þó einnig orðið rúm fyrir dyravarðarbústað.
Og telur hann að kostnaður við þetta eptir laus-
legri áætlun byggingafróðs manns fari eigi fram
úr 5000 kr. Þar við bætist kostnaður við út-
vegun húsbúnaðar og annara áhalda, sem sje
í eitt stórt herbergi handa ráðherra með litlu
herbergi við hliðina, eitt stórt herbergi handa
landritara, þrjú herbergi handa þremur skrif-
stofustjórum, þrjú önnur skrifstofuherbergi, eitt
sendiboðaherbergi og rúm fyrir skjalasafn. Kostn-
aður við þetta er áætlaður 6000 kr. — Hins
vegar telur landshöfðingi nauðsynlegt, að reist
sje sjerstakt hús til bústaðar handa ráðherran-
um, og leggur hann til, að það sje byggt úr
trje, sem sje bezt til fallið byggingarefni eptir
loptslaginu. Kostnaðinn við það áætlar hann
40—5000 kr., en álítur, að fá megi inn bæði
þessa upphæð og kostnaðinn við breyting og
útbúnað landshöfðingjahússins við sölu jarðar
þeirrar, sem lögð er til landshöfðingjaembætt-
isins
Fjáraukalög fyrir árin 1900 og 1901.
Fjáraukalög 1902 1903.
Kosningalög. Að miklu leyti samhljóða frum-
varpi síðasta þings, en nokkru öðruvísi niður-
skipað, og ýmsu breytt eða sleppt, þar á meðal
fellt burtu ákvæðið um fjárframlag sem kjör-
gengisskilyrði, sem stjórninni þótti ótækt.
Um hagfræðisskýrslur (viðauki við lög 8.
nóv. 1895). Gengur í sömu átt og frv. það,
er síðasta þing samþykkti, en stjórnin vildi
ekki staðfesta vegna ákvæðis um, að öll erlend
ábyrgðarfjelög, er starfi hjer á landi, væru
skyld að hafa einhvern aðalumboðsmann hjer.
Um skipun læknishjeraða (breyting á lögum
13. okt. 1899).
Breyting á prestakallalögunum. Farið fram
á, að 200 kr. árgjaldið af Prestbakka í Stranda-
sýslu falli niður frá fardögum 1901.
Sala jarðarinnnr Arnarhóls. Heimildarlög fyr-
ir stjórnina í sambandi við hina fyrirhuguðu
nýju stjórnarbreytingu.
Frestun á framkvæmd laga 25. okt. 1895
um leigu eða kaup á eimskipi og útgjörð þess
á kostnað landssjóðs.
Samþykkt á landsreykningnum 1900 og 1901.
Um verzlunarskrár, firma og prokúru.
Um vernd á vörumerkjum.
Um heilbrigðissamþykktir bæjar- og sveita-
fjelaga.
Um varnir gegn berklaveiki.
Um líkskoðun.
Um breyting á gildandi ákvæðum um dóms-
mála og aðrar almennings auglýsingar.