Gjallarhorn - 17.07.1903, Qupperneq 2
86
GJALLARHORN.
Nr. 22
„Amicus Socrates, aniicus Plato,
sed magis amica Veritas.“*
Fjórði fundur presta í hinu forna Hólastipti
var haidinn hjer á Akureyri 7. og 8. þ. mán.
Mættu alls 16 þjónandi prestar og 1 þjónustu-
laus; 2 úr hverju vesturprófastsdæmanna, en
úr Þingeyjarprófastsdæmi 5; hinir 7 úr Eyja-
firði. Sjera Zofonías frá Viðvík stýrði fundin-
um, og fórst það mjög sköruglega sem fyr,
en skrifarar voru kosnir þeir sjera Einar á
Hálsi og sjera Stefán á Völlum. A undan
gengu klerkar í kirkju, og stýrði sjera Geir
Sæmundsson söng, en sjera Benedikt á Grenj-
aðarstað flutti ræðuna; mun sú athöfn öll hafa
þótt jafnfögur sem einarðleg. Fundurinn var
haldinn í stóra sal nýja hótelsins. Setti for-
seti fundinn og endaði með ræðu ávörpum
og bænagjörð, — blaðalaust. Mun vansjeð, að
nú sjeu margir hans makar uppi á landi hjer
að andríki og hjartnæmi. Var fundurinn all-
fjörugur og hin mesta unun á að heyra fyrir
alla þá, sem enn unna fornri og nýrri kenni-
mennsku og klerkdómi. Var nú mestur tími
fundarins öllum boðinn til áheyrzlu; sinntu því
og nokkuru fleiri menn en áður, en þó svo
fáir, að slíkt var furða á svo fjölmennum stað
sem Akureyri er; á Sauðárkróki í fyrra sóttu
utanfundarmenn töluvert betur fundinn. Veit
jeg þó ekki hvaða samkomur hafa meira að
bjóða en slíkar, eða hvaða gestir úr öðrum
hjeruðum ættu að þykja verðari að fá sæmi-
legar viðtökur. En hitt er satt, að hjer hefur
síður en ekki mikið verið gjört til yfirlætis
af hálfu prestanna enn sem komið er, enda
er þeirra sjálfra sök það, að engin fundarskrá
hefur verið birt fyrirfram. og í þetta sinn
vissu sumir þeirra, sem mættu, alls ekkert um
það Iivcr mál mundu verða rædd á fundinum.
Þarf allur undirbúningur að vera gjörður á-
kveðinn og öllum kunnur í tíma. Einn prestur
spurði hvort ekki mundi hlýða, að biðja al-
þingi um fá hundruð krónur í ferðakostnað
handa fjárbúandi prestum, en það var fellt
með flestöllum atkvæðum. Er það alvik eitt
nægilegt til að sýna vilja stjettarinnar og
fjelagsáhuga. Því að sækja hingað eða á Sauð-
árkrók kostar hina fjarlægari presta, auk tíma
og erfiðis, ekki svo lága upphæð. Mætti, finnst
mjer, hver fundarstaðurinn fyrir sig hinna ný-
nefndu, vel gefa þeim prestum ókeypis vistar-
veru 2 — 3 daga á einhverjum gististað bæj-
anna, þeim sem þess þyrftu eða æsktu — eins
og siður mun vera að nýlendumenn íslenzkir í
Ameríku gjöri við þesskonar fulltrúa, sem gist-
ing eða greiða þurfa. Yfirleitt er þýðing slíkra
funda því miður enn þá nálega fyrir utan
meðvitund manna. Ekki heldur hefur fundur
þessi, svo heyrzt hafi, meðtekið minnstu bless-
an frá biskupi eða kveðjusending frá Synódus,
nje heldur orð og yfirlýsing andlegrar lukku-
óskar frá öðrum »æðri stöðum*. Verða því
klerkar hins nyrðra biskupsdæmis enn þá að
lifa líkt og Magnús heitinn sálarháski, »á guðs-
blessan og munnvatni sínu«, þ. e. 0: góðri
meðvitund.
En hvað málefnin, sem rætt var um á fund-
inum, snertir, þá fær almenningur að sjá þau
í fundarskýrslu skrifaranna, staðfestri á staðn-
um; verður hún prentuð í vissum blöðum, þ.
* o: Mjer er annt um Sókrates, mjer er annt um
Plató, en Sannleikurinn er mjer kærastur.
á. m. í »Verði-ljósinu«. Af eiginlegum nýmæl-
um kom fátt eða ekkert fram á þessum fundi.
Leyndist mér ekki, að þótt hinn bezti og
bróðurlegasti andi birtist á fundinum kom í-
haldsstefnan hjá meiri hlutanum öllu berlegar
fram á þessum fundi en hinum fyrri. En í-
haldsstefna í andlegum málum kallast það í
útlöndum, þegar óþarfi þykir, ef ekki hneyksli
og sálarháski, að ræða trúarskoðanir eða
nokkra há grein (dogma), sem stafar frá játn-
ingarritum 16. aldarinnar, eða eru á dagskrá
hinna nýju ritskýrenda. Er það þó kynlegt, að
þeir menn skuli mest aftra því málfrelsi, sem
mæla mest með »trúarfundum«. Ættu þeir að
vita, að sízt muni stoða á slíkum fundum að
synja mönnum þess frelsis. Annað mál er það,
að þjónandi kennimönnum er afar-vandfarið
með hin frjálsari trúmál, einkum þar sem þá
sjálfa (auk heldur söfnuði þeirra) vantar góða
þekking, bækur og önnur málgögn, er skýri
þeim hin mörgu og miklu spursmál og teikn
tímanna. »Það-stendur-skrifað« er enn þá
meiri hlutans svar og princip. Því var lítil-
lega hreyft af uppgjafaprestinum á fundinum,
hvenær tími mundi vera tilkominn, að viður-
kennt yrði ofan frá í kirkju vorri, hversu hinar
hörðustu greinir vorra játningarrita, (sem guð-
fræði presta er byggð á), svo sem gjörspilling
mannsins og eilíf útskúfun, væri nú úreltar
trúargreinir. Vár sú fyrirspurn bókuð, sam-
kvæmt áskorun spyrjandans, en rædd með lít-
illi einurð. Því var og skýrt haldið fram, að
ein skoðún, þó gamaldags þætti, skyldi vera
jafnrétthá eins og önnur gagnstæð í trúarefn-
um. Meinti presturinn, af sambandi málsins
að ráða, að trúin skyldi vera jafn rétthá og
skynsemin. Kennimannlega mælt, að vísu, en
hitt láðist honum að taka fram, hver ætti úr
því að skera, hvort rjettara hefði. Nú á dög-
um er það kallað sannleikur. Og þótt hann sje
torvellt að finna, næst hann þó fremur með
frjálsri áreynslu og eptirleit, heldur en með
bundnu viti og frjálsræði. »Þessi tími — segir
einn mikill guðfræðingur — viðurkennir ein-
ungis eitt algillt trúarboð og trúarsetning:
»Þú átt að óttast og elska guð og — Sann-
/eikann.<
En að öðru leyti ■— skoði menn hlutina
frjálslega og skynsamlega — hefur dogmatískur
meiningamunur sárlitla þýðingu, þar sem sann-
kristnir menn og guðræknir mætast, eins og
eflaust átti sjer stað hjer. Og þess ættu allir
að óska, að Odium theologicum, eða sá hat-
ursandi, sem skiptir hjörtunum, megi aldrei
ná að spilla því umburðarlyndi og bróðurást,
sem einkent hefur hingað til þessa nýju, hóg-
væru fundi prestanna í hinu forna Hólastifti.
Matth. Jochumsson.
--9 •-
<T// sjómanna.
Mönnum hjer við Eyjafjörð er kunnugt um,
að skipið »Thor«, sem komið hefur hjer inn á
Pollinn stöku sinnum í sumar,' er að fást við
rannsóknir fyrir utan land. Þar sem það er
mjög áríðandi að sjerstaklega sjómenn skilji
tilgang þessara rannsókna og hafi áhuga á
þeim, viljum vjer minnast á þær lítið eitt
eptir þeim upplýsingum, sem magister Johs.
Schmidt gaf oss um þær, þegar hann var hjer
síðast.
Þessi »Thors«-útgjörð er einn liður i hafs-
rannsókn þeirri, sem flest Norðurálfulönd stunda
nú af miklu kappi. Ríkissjóður Dana kostar
rannsóknarferðir »Thors« hjer við land nú í
næstu 2 ár ásamt ferð hans nú í sumar. A
þeim tíma vonast þeir eptir að geta verið
búnir að fá nægar upplýsingar um það, sem
þeir þurfa að vita viðvíkjandi straumum, seltu,
hita og kulda í hafinu og svo um göngu hinna
ýmsu fiskitegunda og hrygnistöðvar þeirra. Nú
í sumar hafa þeir reynt að fiska á mjög mis-
munandi dýpi og hafa þeir ekki fengið neitt
— að kaila — þar sem hefur verið dýpra en
200 faðmar. Einu sinni reyndu þeir á 800
faðma dýpi og veiddu þá fiskitegund eina, er
líkist þorski þeim, er vjer nefnum þarafisk.
Til frekari skýringar skal hjer settur kafli
úr skýrslu þeirri, er mag. Johs. Schmidt gaf
oss til birtingar í »Gjallarhorni«. Hún er sam-
hljóða að mestu skýrslu þeirri, sem hann sendi
blaðinu »Austra« og birt er þar, svo ekki þykir
þýða að prenta hana alla.
Á leiðinni frá Færeyjum til Islands hefur
aðallega verið rannsakaður sjórinn, sjerstaklega
hvað seltu og hita hans snertir, er ræður
straumunum. Sömuleiðis smádýr þau, er fljóta
í sjónum og eru fæða stærri sjávardýra. Þessi
smádýr eru veidd í hárfín silkinet. Rannsókn-
unum hafa stýrt þeir cand. mag. Nielsen og
meistari O. Paulsen. »Thor« verður við ísland
fram { ágústmánuð og á hjer einkum að rann-
saka fiskiveiðarnar; stýrir þeim rannsóknum
meistari Johs. Schmidt. Ætlar hann að búa til
lýsingu af hinum íslenzku fiskiveiðum og hvala-
veiðum, eins og þessar atvinnugreinir eru hjer
reknar af innlendum og útlendum. Auk þess
verða fiskigöngur og hrygnistöðvar fiskjarins
við strendur landsins rannsakaðar. Það verður
og rannsakað, hvar vænlegast muni að fiska
og hve djúpt megi leggja með góðri aflavon.
I ár verða sett merki á nokkur hundruð
kola á nokkrum stöðum, þannig, að fest verð-
ur við kolana lítil, merkt beintala og þeim svo
sleppt í sjóinn. Er svo til ætlast, að þegar
þessir merktu kolar veiðast, gjöri menn svo
vel og sendi þá skipinu »Thor«, með skýrslu
um, hvar og hvenær þeir eru veiddir. Þar eð
þessir kolar eru mældir áður en þeim er sleppt
aptur merktum í sjóinn, þá getur maður kynnst
ferðum þeirra og vexti á þessu tímabili. Um
þessa merkingu á kolum verður síðar auglýst
í hinum íslenzku blöðum, svo að hún verði
almennt kunn fiskimönnum landsins.
Það er vonandi, að sama verði reyndin á
hjer og í Danmörku, að fiskimenn fái mikinn
og góðan áhuga á þessu máli, og gjöri sjer
annt um að koma nefndum merkjum sem fyrst
til skila til »Thors«, eða þangað, sem hann
ákveður. Það er því mjög svo áríðandi fyrir
þessar rannsóknir, að alþýða manna hjer á ís-
Iandi taki þeim vel og gefi allar þær upplýs-
ingar, er hún getur í tje látið, því það verður
aldtei lögð of mikil áherzla á það, að þessar
rannsóknir eru einungis gjörðar til þess að efla
íslenzkar fiskiveiðar, með því það er vonandi,
að þær færi betri þekkingu á lífi fiskjarins,
sem hentugar friðunarákvarðanir verða aðeins
byggðar á, til hagsmuna fyrir fiskiveiðimenn,
er því vonandi sýna fyrirtæki þessu og rann-
sóknum allan góðvilja.
Þegar »Thor« fór hjeðan síðast, ætlaði hann
til Reykjavíkur til að taka þar fiskifræðing