Gjallarhorn - 18.09.1903, Side 2

Gjallarhorn - 18.09.1903, Side 2
106 GJALLARHORN. Nr. 27 þreifanlega sólar eiginleiki; byggir það á trúar- sögnum Persa, svo það kemur mæta vel heim. En þetta um nafnið er nú einungis inngangur málsins. Báðir þeir Apolló og Napóleon eru sagðir fæddir hvor á sinni ey í miðjarðarhafi. Um báða gildir og það, að þeirra tign og megin dýrkun hófst á Egyptalandi. Beggja frægð fylgdi og sólarganginiitn. Letitia er nefnd móðir N.; nú þýðir það orð »gleði«. Er Leti- tia því bersýnilega eitt af nöfnum hinnar rós- fingruðu morgungyðju, sem er móðir sólguðs- ins. Sagt er að N. hafi átt 4 bræður; hafi 3 þeirra verið konungar, en þó mjög háðir sjálf- um honum; einn þeirra var valdalaus. Hjer eru missirin táknuð; og er sá atkvæðaminnsti bróðirinn auðsjáanlega veturinn. Þá er mælt að N. hafi verið tvíkvongaður og átt einn son. Konur þær eru: jörðin og tunglið (luna). Við jörðinni átti hann soninn. Stendúr heima: þar er Horus aptur hinn egypzki, sonur hjónanna Osíris og Isis, þ. e. sólin og jörðin ala af sjer frjósemi foldarinnar! — N. átti þrjár syst- ur, segir sagan. Hvað mundu þær geta þýtt annað en þær hinar þrjár þokkagyðjur Apol- lóns ? Ekki skorti heldur menntagyðjurnar við hlið þeirra og sólarguðsins — eins og sagan gengur af hirð hins nýja sólarguðs. Sigurfarir N. minnkuðu, þegar norður í löndin dró, enda má nákvæmlega rekja sólarganginn eptir æfiferli og sigurförum hjjrs nýja Apollóns, allt til þess, er hann leið undir lok í vestrinu, eða dó, eins og sagt er, á sankti Helenu. Loks sannar höfundurinn, að marskálkar Napóleons 16 (af þeim 4 embættislausir) þýði stjörnumerkin 12 og 4 höfuðáttir, sem enga hlutdeild hafi í snúningi hvorki himins nje jarðar. Napóleons 12 ríkisár þýða það, »að tfmar eru 12 á degi,« og er sólin jafnlengi sýnileg á himninum. (Þetta er einungis ágrip höfund- arins löngu rekistefnu enda margt af efninu of franskt til þess að vjer höfum full not af hug- viti og fyndni hans.) Kurteisi í Kína. Á austurlöndum er margt öðruvfsi um siði Og háttu, en tíðkast á vesturlöndum. Kínverjar eru mjög kurteisir uppá sína vísu, en margar kurteisisvenjur þeirra mundu Evrópumenn kalla kjánaskap og jafnvel dónaskap. Þegar heldra fólkið talar saman, verður það að gæta mestu varúðar í samtalinu, að það ekki brjóti á móti almennu velsæmi, en það er meðal annars fólgið í því, að lofa allt á hvert reipi sem viðkemur þeim, er maður tal- ar við, en hinnsvegar úthúða öllu sjálfum sér viðkomandi og reyna á allar lundir að draga hvaðeina niður í sorpið, sem næst sjálfum manni stendur. T. d. þegar tvær hefðarfrúr Tsching og Spangh mætast á götunni, heilsast þær fyrst með því að stinga nefjunum saman, en það er kínverskur kossamáti; síðan spyr frú Tsching — »Hvernig líður yðar himnesku, engilvænu börnum?« Frú Sjangh svarar: »Hágöfuga, guð- umlíka frú! Jeg roðna út undir eyru af skamm- feilni, þegar jeg heyri yður, sem sjálf eruð móðir konungborinna sólbarna, láta svo Iítið að minnast á mína skítagrísi og óartaryrmlinga.« Annað dæmi: Li Hu hittir kunningja sinn Li Ho á förnum vegi og segir: »Jeg vona að hin yndislega eiginkona þín, sem líkist kvennlegum engli, haldi stöðugt á- fram að baða í rósum og borða það hunang, sem er sá einasti matur henni samboðinn.* Þá svarar Li Ho: »Mjer liggur við að hengja sjálfan mig út úr leiðindum yfir því, að þú sem er giptur þeirri íturvænu konu, sem sjálfur guð almáttugur má með rjettu öfunda þig af, skulir lítilsvirða sjálfan þig með því að nefna mína horuðu afsláttarbelju.« Reykingar á Hollandi. Stækkaðar ljósmyndir. Þeir, sem vilja láta stækka ljósmyndir / myndastofu BRAJVDTS / Bergen, eru beðnir að snúa sjer sem fyrst til Eins og fólk á Vestfjörðum mælir vegalengd- ir eptir, hve margir hákarlsroðskór slitna á leiðinni og tala um tveggja og þriggja roð- skógaheiðar, eins mæla Hollendingar veginn eptir því, hvað margar pípur af tóbaki eru reyktar meðan eptir honum er gengið. Þar reykir sem sé næstum því hvert mannsbarn og þykir kurteisi. Það er algengt að sjá menn með pípu eða vindil allan daginn og margir sofna með vindil í munninum og kveikja í honum jafnskjótt og þeir vakna. Þeir kalla vindilinn sjötta fingur handarinn- ar og staðhæfa tóbaksreykinn jafn ómissandi og andrúmsloptið. „Fagerheims Nótfabrik“ í Bergen Bernh. Laxdals. s PEGIPYLSA, s ARDINUR og ýmislegt niðursoðið fiskmeti er nýkomið í verzlun konsuls HAVSTEENS. Bergen selur: er ein hin elzta og stærsta af pess kyns verksmiðjum á Norðurlöndum, hefur allt, sem að nóta- og netaveiði lýtur. Viðurkennd fyrir gæði uörunnar og áreiðilegleik. Aðalumboðsmaður verksmiðjunnar, kaupmaður Eggert Laxdal a Akureyri, hefur sýnishorn af öllum tegundum nóta, 0g gefur upplýsingar um verð og ann- að sem óskast. NÆTUR og HEIL NÓTABRÚK með BÁTUM og ÖLLU TILHEYRANDI, einnig SÍLDARNET. LÍNUVERK. REKNETATRÁSSUR. LITARBÖRK. TJÖRU. DREGO. KEÐJUR og fleira. TIL JÓLANNA. Öll möguleg leikföng. Leðurvörur. Glerverur. Járnvörur. Ylmvötn. Smyrsli. Sápur. Mikið af nýjum munum hentugum til jólagjafa, og nú er tíminn kominn til að panta til næstu jóla. Þegar pantað er hjá okkur er nægilegt að tiltaka pað útsöluverð, sem menn vilja hafa á vörunum. Við seljum aðeins til kaupmanna. Hertz &. Flach. Fredriksberggade 2, Köbenhavn. Ný hænuegg og smjor eru stöðugt keypt í verzlun konsúl HAVSTEENS. Útgefendur Bernh. Laxdal * Jón Stefánsson. Prentað hjá Oddi Björnssyni.

x

Gjallarhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.