Gjallarhorn - 19.02.1904, Side 2
22
GJALLARHORN.
Nr. 6
ur það rjómalaust og fær mikið af
korg í síðasta sopanum, en það þykir
Aröbum bezti sopinn. Kaffið er lút-
sterkt og ljúffengt. Meðan vjer sitjum
þarna, koma stöðugt varningsmenn og
bjóða vörur sínar. Þá kemur íþrótta-
maður og býður að sýna fimleika; hann
breiðir dúk á jörðina og á þessum
dúk beygir hann sig og brettir alla
vega, stendur á höndum, höfði og
steypir sjer kollhnís í loptinu o. s.
frv. og sníkir svo aura á eptir. Þá
kemur annar, sem óboðinn sezt fyrir
framan oss og byrjar að galdra í gríð.
Hann hafði meðferðis 3 hænuunga, en
hvernig honum tókst að toga nýjan
og nýjan kjúkling út úr endanum á
einum þeirra hvað eptir annað, yfir-
gekk vorn skilning. Eptir nokkra stund
sló hann kjúklingana með flötum lófa
niður í jörð, og sáum vjer þá ekki
eptir það og eru þeir úr sögunni. Að
lokum fjekk hann eptir beiðni stóran
silfurpening lánaðau, sem hann svo
galdraði niður í vestisvasa kapteins,
þaðan í buxnavasa vjelstjórans og
þaðan í kreppta greip mína — þaðan
niður í vasa sinn og þá fjekk hann
peninginn til eignar og umráða og
með það fór hann — án þess þó að
hverfa á yfirnáttúrlegan hátt í eld-
glæringum, eins og vjer vorum þó
Jiálfgjört farnir að búast við.
----» » ■»--
Jramfarir og apturhald.
Niðurl. --*--
Jeg ætla ekki að rekja sundur margra
ára gjörðir sýslunefndarinnar, eða gjöra
að umræðuefni nema einstöku liði. Að-
eins ætla jeg að sýna hvað sýslusjóðs-
gjöldin hafa aukizt nú hin síðustu fjög-
ur ár.
Arið 1900 var jafnað niður á hreppa
sýslunnar 2,400 krónum, en árið 1903
var jafnað niður á þá 3,600 krónum.
Það hefur því að jafnaðartali hækkað
gjöldin á hreppana um 300 krónur á
ári, eða samtals í þessi fjögur ár 1200
krónur. Með jafnri hækkun ættu því
sýslusjóðsgjöldin að verða helmingi
hærri árið 1907 en 1900, eða að upp-
hæð 4800 krónur, og verður það álit-
leg upphæð á hvern búanda. Og nú
skyldum vjer hugsa okkur annað átta
ára tímabil og að aðrir eins framfara-
menn sætu í amtráði og sýslunefnd
Eyjafjarðarsýslu sem nú eru, þá ættu
gjöldin aptur að tvöfaldast svo árið
1915 yrðu þau 9,600 krónur með
jöfnum framförum. — Ef svona yrði
haldið áfram á hverju átta ára tíma-
bili að gjöldin tvöfaldist og engin
íhalds- eða apturhaldsstefna nær fót-
festu, þá geta gjaldendur gjört sjer
hugmynd um þau gjöld, sem þeir og
eptirkomendur þeirra þurfa að greiða
í framtíðinni. — íhaldsmönnunum mun
þykja þessi gjöld nokkuð há nú, en
verður vonandi betur síðaa, ef sömu
stefnu verður haldið. En framfaramenn-
irnir munu hrópa og segja: >Það er
ekki nóg að reikna út krónuupphæð-
ina, sem þið verðið að borga. Þið
verðið ekki síður að reikna út fram-
farirnar, sem við höfum komið til
leiðar.« Þetta er að vísu rjett, og
getur því hver gjaldandi talið saman
á fingrum sínum, hvernig þeim pen-
ingum hefur verið varið, sem hann
hefur þurft að borga með sýslusjóðs-
gjaldið, með því að kynna sjer amt-
ráðs- og sýslufundargjörðirnar nú hin
síðustu árin.
Það þarf enga dul að draga á það,
að farin er að heyrast megn óánægja
hjá mörgum gjaldanda yfir þessari
gjaldahækkun, og verður Kkast til
meiri síðar. Og sumir skilja ekki,
hvernig þessari hækkun á þinggjöld-
unum geti verið varið, og optar en
einusinni hef jeg heyrt stöku mann
segja á þessa leið: »Það er ómögu-
legt, að þinggjaldið mitt sje rjett
reiknað, það hefur hækkað svo mikið
síðan í fyrra, og þó er tíundin hin
sama.« En aumingja mennirnir hafa
fengið það svar, að hækkunin stafi af
því, að sýslusjóðsgjaldið hafi hækkað
svo mikið frá því árinu áður.
Það eru sjerstaklega tveir gjalda-
liðir, sem hafa hækkað tilfinnanlega
nú hin síðustu ár. Annar liðurinn er
jafnaðarsjóðsgjald Norðuramtsins. Árið
1900 var borgað til hans kr. 1040.95
en árið 1903 kr. 1696.57. Það er því
næst því að amtráð og sýslunefnd
hafi hækkað gjöldin jöfnum höndum
á bændum, eða með öðrum orðum
haldist í höndur með framfarirnar.
Hinn liðurinn er »bitlingar« til ein-
stakra manna. Nú hin síðustu ár hef-
ur bólað á þeim fjárveitingum og hef-
ur svo skörin farið upp í bekkinn, að
síðastliðið ár veitti sýslunefndin til
einstakra manna 375 krónur. Það geta
nú að vísu verið misskiptar skoðanir,
hvað þarflegir eða rjettlátir þessir
»bitlingar« sjeu og ætla jeg engan
dóm á það að leggja, en aðeins geta
þess, að ekki er annað sjáanlegt, en
farið sje að bóla á »launapólitík«,
bæði í amtsráði og sýslunefndinni, og
afleiðingarnar af því eru þær, að »fá-
tæk alþýða verður að borga brúsann.«
Eins og áður cr búið að benda á,
þá liggur sökin, ef nokkur er, eins
mikil á kjósendum sjálfum, sem starfs-
mönnum þeirra. Ef þeim finnst eitt-
hvað aðfinnsluvert, þá er nauðsynlegt
að opna augun og rumskast og kjósa
þá eina til þess starfa, sem þeir geta
treyst. Það er engin furða, þó mörg-
um fátæklingum finnist til um þessi
árlega auknu gjöld og verði það á
að bölva í hljóði þessum framförum,
því aðgætandi er, að enginn viðlaga-
sjóður stendur á bak við, heldur verð-
ur að taka alla peningana úr vasa fá-
tækrar alþýðu.
Það munu margir minnast íslenzku
lestaferðanna, þegar einn maður hefur
þrjá til átta hesta í togi og annar
rekur á eptir lestinni, svo sfður slitni
aptan úr. Líkt þessu virðist varið með
sum nefndar og fundarstörf nú á dög-
um. Það eru einn og tveir menn, sem
öllu vilja ráða, og það heppnast opt
svo ágætlega, að lestaferðin gengur
eins og í sögu og þau spor, sem
lestin mótar á þjóðlífsbrautinni, eru
framfarir sem kosta peninga, sem
borgist með lögtaki, ef ekki er borg-
að á lögkveðnum tíma.
Gjaldendur sýslunnar, sem flest eru
bændur, geta sjálfir talið saman og
athugað, hvert framfarasporin sjeu
jafn-mörg hjá þessum heiðruðu nefnd-
um, sem krónuupphæðin hefur aukist
nú hin fjögur síðustu ár, og ef svo
reiknast út, að framfarirnar borgi vel
aukin útgjöld, þá er engin ástæða til
að kvarta.
En ef hið gagnstæða reynist, þá
er rjett að þessu málefni sje gaumur
gefinn. ^ j
,,j\forðurland. “
Eptir Árna Árnason.
- -XssX-
[Framhald.]
Nú munu menn segja að ekki dugi
að kasta slíku sem þessu öllu fram
órökstuddu og mun jeg því í svo
stuttu máli sem unnt er, færa sönn
rök til þess að blaðið »Norðurland«
hefur gert hvorttveggja jöfnum hönd-
um síðan það varð tll, og engu síður
eptir »friðarþingið« en áður, að bera
hið mesta oflof á flokksmenn sína og
því meir, sem þeir hafa verið blaðinu
nákomnari, og, að bera mótstöðumenn
sína ýmsum sökum til niðrunar, ósönn-
um eigi síður en sönnum, og einkum
þá menn, sem blaðið hefur álitið að
gæti á einhvern hátt orðið hættulegir
keppinautar gæðingum blaðsins, og
eptir því meir sem þeir gæðingar hafa
verið nákomnari blaðinu. — En jeg
áskil mjer rjett til þess að vera svo
fáorður sem unnt er um skjall blaðsins
í garð vina sinna. Það hefur ávallt
verið svo væmið að jeg man ekki til
þess að jeg hafi fengið verri klýu af
nokkru um mína daga. — En telja
verður nokkuð í þessa átt. Bendi jeg
mönnum þá fyrst á grein sem stend-
ur í »Norðurl.« 29. bl. 12. apríl 1902,
um kosningarnar. Er þar borið hið
mesta hól á nálega alla þá Valtýinga,
sem í kjöri voru um vorið. Nenni jeg
ekki að þylja það allt, en skal geta
þess að þeir sjera Jens og Magnús
Torfason eru þar taldir í fyrstu röð
þjóðmálaskörunga!, ásamt ýmsum öðr-
um. En einskis manns úr mótflokki
blaðsins er þar til góðs getið nema
Klemensar Jónssonar. Og svo langt
gengur blaðið nokkru síðar (26. apríl)
að hreppapólitík er talin mönnum til
gildis, ef ekkert er hægt að segja
þeim annað til lofs. Þessu til sönnun-
ar set jeg hjer orðrjett ummæli blaðs-
ins, þann dag, um stjórnmálamanninn
Axel Tulinius:
»Hann er hinn mesti áhugamaður
um öll framfaramál sinnar sýslu. Og
kjördæmið hafði hans stór not í sum-
ar á þingi, svo að leitun hefði verið
á manni, sem jafnmikið hefði fyrir
það gert.«
Sje það víst að hreppapólitík sje
eitthvert óþarfasta afl og auðvirðileg-
asta, sem ráðið getur á þingi, þá er
hjer ekki verið að slá göfuga strengi,
og er óhætt að skjóta þessu undir
dóm almennings
Þá er að minnast á hið mikla gum
um aðstandendur blaðsins. Páll Briem
er talinn »ákveðnasti framfaramaður
landsins«. »Framfarahneigðir menn
bera meira traust til hans, en nokk-
urs annars manns, sem leiðtoga menn-
ingarinnar.« (38. bl. II. árg.) Hann er
»mestur framfaramaður« í fjárkláða-
málinu (19. bl. II. árg.). Ólafur Briem
og Stefán Stefánsson eru hinir »á-
gætu fulltrúar* (37. bl. I. ár.), »vand-
leitað mundi verða að þeim mönnum
á landinu, sem betur eru til þess
fallnir að eiga sæti á alþingi, en
mennirnir, sem Skagfirðingar sendu á
síðasta þing. Báðir eru þeir ágætir
bændur.« (32. bl. I. ár.) »Hinn* er
ungur á þingi, sýnilegt foringjaefni*
(sama bl.)! Jeg nenni ekki að tína
fleira til, en það er óhætt að benda
á »Norðurland«, hvar sem það minn-
ist á þessa menn; þar kveður ávallt
við sama tón. En látum nú þetta vera,
þó öfgar sje. Mig furðar alls ekki, þó
ritstjórinn verði nokkuð rífur á lofs-
orðunum um húsbændur sina, fyrst
þeir hafa ánægju af því að láta blað
sitt flytja þetta skjall um sjálfa sig,
en je& get ekki að því gert, að jeg
cr öldungis hissa á því, að mennina
skuli elcki væma við allri þessari
smeðju, árið út og árið inn, í blaði,
sem þeir gefa sjálfir út. — En »lítið
er ungs manns gaman«, og roskinna
stundum líka. — Þessir menn myndu
þó að öllum líkindum hika við að
halda á opinberum fundum oflofshróka-
ræður um sjálfa sig, eða að setja
nöfn sin undir slíkt á prenti í »Norður-
landi« eða annarstaðar. En þetta er í
rauninni öldungis sama. Aptur er það
ekki afsakanlegt, hvernig blaðið hefur
niðrað mótstöðumönnum gæðinga sinna,
og hafa þingmenn Húnvetninga fengið
smjerþefinn hjá blaðinu fyrr og síðar.
Blaðið hefur ekki skirrst við að fara
með hinar mestu öfgar, þegar það
hefur verið að meta þá móti sínum
mönnum. Skal jeg nú nefna dæmi
þess: í 32. bl., I. árg., er »fullyrt«,
að Húnvetnsku þingmennirnir (0: Her-
mann og Jósafat) standi Birni Sigfús-
syni «langt að baki« »að öllum þing-
mennskuhæfileikum«. í 38. bl. s. á.
er þetta endurtekið: »hann (0: Björn)
er margfaldur maður á við þá, er
kosnir voru«, segir blaðið í gremju
sinni yfir kosningunni í Húnavatns-
sýslu rétt áður. — Það er nú raunar
leiðinlegt að ýfa upp svona gamlar
væringar, en það er þó nauðsynlegt
til þess að sýna hlutdrægni og flokks-
ákafa blaðsins þvert ofan í allar yfir-
lýsingarnar. Jeg ætla nú ekki að gjöra
upp á milli þeirra Bjarnar og Jósa-
fats; þeir eru báðir óskólagengnir
bændur, dável skynsamir, sjálfmennt-
aðir, og má því lengi um þá að þræta.
En um Hermann held jeg að annar
verði dómur allra óhlutdrægra manna,
því hann er stórmenntaður maður, og
hinn færasti til ritstarfa og hvers sem
er, og engu síðri drengur en Björn.
Er það því bysna mikil ósvífni að
segja, að Björn sje margfaldur mað-
* Stefán kennari Stefánsson