Gjallarhorn - 19.02.1904, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 19.02.1904, Blaðsíða 3
Nr. 6 GJALLARHORN. 23 ur á við hann, og sýnir vel, að »Norðurlands - klíkan* sparast einskis þess er ekki varðar við lög, til þess að ota fram liðsmönnum sínum, þó hún beri kápuna á báðum öxlum, og efni til friðarþings á ári hverju. Þori jeg óhræddur að skjóta því undir dóm allra þeirra þingmanna, sem hafa setið á þingi með þeim Birni og Hermanni — að Skúla Thoroddsen undanteknum — hvor þeirra sje færari þingmaður yfirleitt Björn eða Hermann. Við kosn- ingarnar í vor er leið, veittist blaðið einkanlega að Jóni Jakobssyni, sem var keppinautur amtmanns, hefur blaðið líklega verið farið að álíta Hermann ósigrandi, og því engu þótt kostandi upp á hann, en það var nú lítið, sem blað tetrið hafði til að niðra Jóni með, nema það að hann væri fylgimaður »núverandi landstjórnar* þ. e. lands- höfðingja, sem blaðið hefur ávalt verið að reyna að stimpla sem apturhalds- niann. Þetta var nú, að vísu, ekkert ósæmilegt fyrir Jón þó satt hefði verið, en auk þess var það nú ósatt raunar, og má fá næg rök til þess frá öllum þeim þingum, sem Jón hefur setið á, að hann hefur alls ekki fylgt lands- höfðingja hófi framar að málum, enda er það og hefur verið dómur óhlut- drægra manna um Jón Jakobsson, að hann sje mjög sjálfstæður þingmaður. Þó þetta mál sje orðið alllangt, ætla jeg þó í sambandi við þetta að taka orðrjett upp fregn um væntan- lega kosningu í Húnavatnssýslu, sem ‘Norðurland* flutti 23. maí í vor, eða 10 dögum fyrir kosninguna. Sú grein er ekki löng nje merkileg í fljótu bragði, en hún er þó að tvennu leyti athugaverð. — Málsgreinin er þannig orðrjett: »í Húnavatnssýslu bjóða sig fram amtmaður Páll Briem, Björn Sjg- fússon, Hermann Jónasson, Júlíus læknir Halldórsson, Jón Jakobsson og ef til vill fleiri. Sagt er að Jón Jakobsson muni ætla að ríða norður á Skaga- fjarðarkjörfund að leita þar kosningar, ef hann kemst ekki að í Húnavatns- sýslu. Fylgismenn Iandshöfðingja láta einskis ófreistað.* Við fregngrein þessa er það í fyrsta lagi að athuga, að í henni fer blaðið með vísvitandi ósann- indi. Þeir vissu þó báðir um kjör- fundardag í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum Páll Briem og Stefán kennari, og ritstjóri »NorðurIands« hefur því hlotið að vita það líka, að kjörfundirnir áttu að vera sama dag- inn í báðum sýslunutn og að Jóni var því öldungis ómögulegt að bjóða sig fram í hvorri sýslunni eptir aðra, þó til hefði komið og hann hefði viljað. Enda vita það kunnugir menn, að Jóni datt aldrei í hug að bjóða Skag- firðingum sig aptur; hann er ekki eins gefinn fyrir að vega tvisvar í sama knjerunn og amtmaðurinn. Þetta at- riði er Iítilsvert og virtist ekki skipta miklu máli til nje frá, en það sýnir þó eins og annað tilgang blaðsins og meðul: að taka til ósanninda, ef satt þrýtur til þess að reyna að kasta skugga á mótstöðumennina með. Ann- að, sem þessi stutta fregngrein sýnir, er hjegómagirni (snobberí *) blaðsins, og nefndi jeg það snemma í þessari grein. Þingmannaefnin eru sem sje ekki talin í stafrófsröð, eins og hvervetna er talið sjálfsagt við upptalning á mönn- um, heldur eru gæðingarnir taldir fyrst og Páll Briem allra fyrstur, á undan Birni Sigfússyni, sem er honum næst- ur, en olnbogabarnið — Jón — síðastur allra. Ritstjórinn hefur líklega ekki hugsað út í það þá, að hinir fyrstu verða stundum síðastir og hinir síð- ustu fyrstir. En vel sýnir þetta »takt- leysi« blaðsins, enda er þetta ekki einsdæmi. Get jeg bent á annað, sem skeði í haust, þegar »Norðurl.« segir frá komu þeirra Pjeturs á Gautlöndum og Stefáns kennara af þinginu. Þá stendur f blaðinu: Alþingismennirnir Stefán* Stefánsson og Pjetur* Jóns- son komu . . . o. s. frv. Avallt þarf að trana gæðingunum í brodd fylk- ingar og ekkert skeytt um nokkrar kurteisisreglur. Mönnum eru víst í fersku minni á- rásir »Norðurlands« á Stefán í Fagra- skógi og þarf ekki til þess að benda á eitt númer blaðsins öðru fremur, en óhætt er að fullyrða það, að aldr- ei hefur »Norðurland« gjört minna úr nokkru þingmannsefni en Stefáni þá. Og á eptir kosningunni gekk blaðið »að því vísu«, að hann yrði ekki »sendur optar á þing« og kallaði úr- slitin » kynlega kosningarslysni «. -— En hvað skeður svo? — Það sem lengi mun að minnum haft, að þegar Heima- stjórnarmenn í Eyjafirði vilja setja Stef- án heima og senda. einhvern mikilhæf- asta og snjallasta mann Heimastjórnar- flokksins á þing í hans stað, þá snýst »Norðurland« í lið með Stefáni, til þess að koma í veg fyrir, að kjör- dæmið fái hæfari þingmann, og rit- stjórinn, og með honum framfarafor- ingjarnir Páll Briem og Stefán kennari labba sig til og kjósa Stefán. Pá gjörði ekki mikið til þó kjördæmið fengi ekki »nema einn þingmann, sem það væri sæmt af« (sjá ummæli »Norðurl.« 7. júní 1902). Sást glöggt af þessari framkomu »Norðurlands«-kl(kunnar að ekki velgir hana við því, að gjöra sig seka í ósamkvæmni í orði og verki, til þess að r(ða niður mótstöðumenn sína, og veit jeg varla hver pólitísk ósvinna er verri en það, að styðja til þingmennsku mann, sem styðjendurnir sjálfir hafa brennimerkt sem ómögu- legan og »ógagnlegan landinu* (sjá »Norðurl.« 7. júní 1902). Það var leiðinlegt, að allir þessir snúningar komu fyrir ekkert! »Norður- land má léngi gráta afdrif óskabarns síns. * Það er leitt að eiga ekkert gott íslenzkt orð ti'l yfir orðið »snobberí«. Slíks orðs væri þó sannarlega full þörf nú orðið. Höf * Auðkennt af mjer. Höf. Jarðarför Ingibjargar sál. Torfadóttur fer fram á morgun frá spítalanum kl. 12V2 e. h. Bækur. 1. Barnavinurinn »Kveldúlfur«. Smá- sögusafn, 1. bindi. Kostnaðarmaður Oddur Björnsson. 2. Opið brjef til klerka og kennimanna frá Leó Tolstoj. Þýtt af Guðm. lækni Hannessyni. Kostnaðarmaður Oddur Björnsson. Kveldúlfur er mjög vel fallinn til að glæða skilning og eptirtekt ungmenna. Einnig eru allar sögur þær, er hann hefur inni að halda, sagðar í siðferðis- góðum anda, sem líklegt er að hafi góð áhrif á hina yngri lesendur hans, sem hann er sjerstaklega ætlaður. Þessu opna brjefi fylgir stutt æfiágrip Leó Tolstojs, og var það þarflegt, þar sem ýmsar kynja sögur um líferni og hætti Tolstojs munu hafa fest sig hjá mörgum íslendingum sem ekki þekkja því betur til um uppruna þeirra. Rit- lingur þessi er hið síðasta sem Tolstoj hefur ritað, og þó hann sja orðin gam- all, ber ritgjörð þessi-—sem óefað er vandlega þýdd — ekki nein ellimörk á sjer. Hin lifandi trú, og sannfæringar- kraftur, sem auðkennir öll rit hans, kemur þar glögglega fram.—-Ritlingur- inn endar með þessum orðum: »Þetta er það sem jeg óskaði að segja yður. Jeg stend nú á barmi grafarinnar og sje glögglega hver er aðaluppspretta mannlegrar ógæfu. Jeg hef sagt þetta. ekki til þess að lýta yður eða dæma, heldur til þess að leggja minn skerf til þess, að af mannkyninu ljetti þeim hörmungum, sem kenningar yðar eru valdar að og jafnframt hjálpa yður til þess að rísa upp af þessum dauðans svefni, sem varnar yður að skynja og skilja, hve vonskufullar yðar eigin gjörðir eru. Hjálpi yður sá guð, sem hjörtun þekkir, í öllum yðar tilraunum til þess að gjöra það eitt, sem rjett er. Grímudansinn. Það kendi margra grasa í salnum hjá Vigfúsi á mánudagskvöldið. Þetta má eigi skilja á þann veg, að jurtaríkið væri þar svo vel »repræsenterað«, en dýraríkið var fjölskrúðugt, þótt flestar verurnar heyrðu til spendýraflokkinum, — já, jeg held allar, nema einn einasti hani, en hann var líka fyrirmyndarfugl og hefur farið þrisvar kringum jörðina. Þar úði og grúði af töfr- andi yngismeyjum; þar voru fagurlega búnar »flickur« af flökkumannakyni innan um hertilegar herkerlingar með hrukkótt trýni. Þar voru ein spaðahjón, en annars ekkert ærlegt »tromf«. Innan um þetta óðu hreinir og beinir slordónar fram og aptur. Litu þeir út, eins og þeir væru nýstignir af hákarlsskútu eptir fjögra mánaða útivist og gáfu. yngismeyjunum hýrt auga, sem sjómanna er vandi. Einni furðulega dig- urri drós tókst fremur öðrum að kveykja ástarblossa í brjóstum þessara harðsnúnu Neptúnssona. Varð út úr því handalögmál nokkurt, sem opt kann til að bera, þar sem djarfir drengir deila um konu. Fóru svo leikar að jómfrúin komst á brott með illan Ieik, en var miklu ljettklæddari eptir. Ekki verður annað sagt, en að búning- arnir væru yfir höfuð öllum vonum fremri, sjerstaklega kvennbúningarnir, er það og eðli og ánægja kvenna að skreyta sinn líkama; veiða þær með því karlmenn- ina miklu betur en nokkur »nótabassi« veiðir síld, jafnvel þótt bezta síldarár sje og ekki þessi bansettur dauði, sem nú er yfir öllu. Margir af karlmönnunum voru reyndar Hka vel búnir og er enginn efi á því, að næsta ár verður stórkostlegt grímu- ball hjer í bænum, einkum ef síldin kem- ur í sumar. Ján Jónsson. Stökur. Aldan sævar er mjer kær elska þróttinn stinna. Meira’ eg ann þjer unga mær og eldi hvarma þinna. Aldan sævar er mjer kær, ætíð skal hún minna mig á öldu aðra' er slær innan brjósta þinna. Aldan sævar öflugt slær, — engu hjartað minna hvert sinn er jeg sje þig, mær. En sviphyllingar ginna. Samt jeg ann þjer, úfni sær, elska þróttinn stinna. Allra hinnst þú frið mjer fær í fylgsnum brjósta þinna. ^ ^ (17+9° Úr heimahögum. »Að slá köttinn úr tunnunni« þykir mörgum skemmtistarfi og var hann all-myndarlega af hendi leystur hjer í bænum síðastliðinn öskudag. Um 30 ungir menn gengu í skrúðgöngu um göturnar með söng og lúðraþyt, bún- ir hvítum skykkjum lögðum gulli og purpura, og var för þeirra heitið fram á Torfunefi. Þar var viðbúnaður mik- ill, trönur úr stórtrjám reistar upp, tunna mikil dinglandi í loptinu og innan í henni hrafn, sem kvatt hafði þennan heim áður en hann tók sjer þar bústað. Gerði flokkurinn harða atlögu að tunnunni og hrafninum og bar sigur af hólmi eptir harða viður- eign. — Fjöldi áhorfenda var viðstadd- ur orustuna, börðust þeir sín á milli með ösku og grjótsekkjum og skemmtu sjer allir hið bezta. Bæjarstjórn Akureyrar hefur haldið 5 fundi síðan á nýjári. Fund- irnir eru opt vel sóttir því margt ber þar á góma og margir eiga þar hlut að málefnum. Eru þar opt fjörug ræðu- höld um eitt og annað og má segja að: »Þar er stríðið þunga háð, þar eru skörungarnir, þar sjá lýðir þor og dáð,« en vafasamt mun vera samt »þar fæst tíðum biti af náð.« Fyrir skömmu var hafnarbryggjan á Torfunefi þar til umræðu og eru margir bæjarbúar óánægðir yfir hvað skammt það mál er á veg komið. Þykir þeim dauft útlitið með, að orð Klemensar landsritara rætist, sem hann sagði í haust, þegar bryggjan á Akur- eyri var vígð: að hann vonaði, að bryggjan á Torfunefi yrði vígð, ekkr síðar en í nóvember næstkomandi. Nýlega eru dánar að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, Aðalbjörg Jónsdóttir kona Davíðs Sigurðssonar bónda þar og móðir hennar, Herdís Ingjaldsdóttir, ekkja Jóns Árnasonar frá Arndísarstöðum, báðar merkar konur og vinsælar. Tæring varð þeim báðum að bana. Aðalbjörg sál. lætur eptir sig fjögur börn, öll ung. ___ _

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.