Gjallarhorn - 06.01.1905, Blaðsíða 2
2
GJALLARHORN.
Nr. 1
t
Þann 2. janúar þóknaðist
guði að burtkalla okkar elsku-
lega einkason cand. phil. Bern-
harð Ágúst Laxdal, eftir rúma
1'/2 árs þunga sjúkdómslegu.
Jarðarförin er ákveðið að
fari fram laugardaginn 14. þ.
m. kl. 12.
Þetta tilkynnist hér með ætt-
ingjum og vinum.
Akureyri, 4. janúar 1905.
Rannveig Laxdal.
Eggert Laxdal.
JónasHallgrímsson
Hátt yfir Dranga stafar ástarstjarna
og starir blítt á skáldsins æskudal;
en kalt er enn í bygðurn héraðsbarna
og bert og snautt um háan fjallasal.
Vér minnumst því á fegri tíma farna,
er fossinn hló og brosti jurtaval,
og gleðjum sál með gullinstrengjum
ljóða —
og göfgum minni listaskáldsins góða.
Vakna þú,hérað hans,sem er þinn sómi,
og hlýð þú enn á skáldsins guðamál!
Vaknaðu,Snæland;íhanshörpuhljómi
sló hjarta þitt, og bjó þín insta sál!
Fífill og sóley, barr á hverju blómi,
hver björk, hvert strá og kalin vetrarnál:
vakið og fjöri fyllið strenginn Ijóða
um fagurmilda listaskáldið góða!
Þá skein á hausti skær og blíður dagur,
er skáldið góða fæddist vorri sveit;
á fjöll og dali færðist sumarbragur,
um fjör og yndi dreymdi liljureit,
þá söng í lofti svanahópur fagur
um sól og alt sem fegurst hjartað veit,
því fæddan vissi fræga svaninn ljóða
við fjörðinn Eyja: listaskáldið góða.
Um haust harin fór úr fátæklegum í
garði,
og föðurlands, en hitti dýrati sjóð,
er síðan óx og varð að yndisarði,
sem öldum saman nærir heila þjóð.
Því lands síns Bragi varð hann fyr
en vaiði.
Þá vöktu fólkið stór og tnáttug Ijóð,
er heilla alda söng oss sumargróða
í siguróði listaskáldið góða.
Hugljúfa skáidlhvetöfrarossþíntunga
með tignarmildan, engilfagran hreim!
I Ive slær og dillar ljúflingsljóð þitt
unga
og landsins hulduspil í strengjum
þeim!
Þú varpar frá oss víli, neyð og þunga
og vekur hjá oss nýjan sólarheim.
Hugljúfaskáld! í munarmildum tárum
vér minnumst þín að liðnum hundrað
árum!
Hvað er svo blítt sem blótn á þess
manns leiði,
sem blessar þannig sína fósturslóð,
og dáinn skín sem heilög sól í heiði
og hæsturn sóma krýnir land og þjóð!
Og hvað er fast á fleygu tímans skeiði,
ef fölna, skáld, þín guði vígðu ljóð? —
Hugljúfi vin, að hundrað liðnum árum
þig hyllir ísland mildum þakkartárum!
Á Sjálandsströnd þú sefur undir leiði.
Ó, svanur íslands, hvíldu vært og rótt!
Vor góði engill báða vængi breiði
um beðinn þinn og helgi þína nótt!
Og þegar síðast sólitt rís í heiði,
þá svíf þú fratn með nýjan guðaþrótt!
En sérhvert vor er sumar lýsirbárum
vér sendum blótnstur laugað vinar-
tárum!
Matth. Jochumsson.
Jónas JCa/lgrímsson.
Fyrirlestur fluttur á Akureyri i. jan. 1905.
Skilja þjóðirnar skáld sín? Um það
má bæði segja nei ogjá. Mikið er jafnan
um þau rætt, ritað og dæmt. En ýmsar
verða oft skoðanirnar. Bezt skilur al-
þýðan þau skáldin, sem lifa á vörum
hennar — skilur þá bezt án þess að
gera sér það ljóst. Fer þar hver eftir
tilfinningu sinni, en allur þorrinn þó
mest eftir almenningsálitinu. Að skilja
til hlýtar merka menn, og sérstaklega
þjóðskáldin, er afar erfitt. Það er og
oft einstakra manna verk, að skapa
handa almenningi ákveðið mat eða á-
lit á miklu mönnunum; og tekst það
þó misjafnlega, og stundum eru þeir
öllum gleymdir og verk þeirra með
þeim, áður en dómendum þeirra hefir
komið saman. Stórmenni hafa uppi
verið, er enginn þekti meðan þau
lifðu, heldur voru eigi einungis mis-
skilin meðan á foldunni voru, heldur
mættu lasti og ofsóknum, hatri og
líftjóni. Um skáldin verður að vísu
eigi það sagt, að þau hafi ofsóknum
mætt á stórfeldan hátt, heldur er hitt
alltítt um þau og þeirra líka, að sam-
tíðin hefir misskilið þau, vanrækt, svelt
og pínt, svo æfi þeirra hefir orðið eymd
og auðnuleysi. Fram á aíðustu daga
hafa dæmin verið deginum ljósari —
einnig hér á landi. »Sigurður mun
fyrst verða frægur,« o. s. frv., kvað
Kristján skáld Jónsson um S. málara.
Þetta gildir einnig um kjör skáldanna
hjá þjóðunum — eða hefir gilt til vorra
daga, því að nú hefir mannúðar menning
og betri þekking á sönnum skáidskap
til mikilla muna vaxið. Eiga nú flestir
andans menn mun hægri afstöðu gagn-
vart mannlífinu, og fleiri færi til að
standast stríð þessa lífs, en áður,
enda fylgir það með, að færri fæðast
jafn einhæfir nú sem áður. Fram á
öldina sem leið, var hagur skálda
mjög bágborinn á landi hér. Avalt
þótti alþýðu að vísu vænt um skáid-
in og kveðskap þeirra, en skáldskap-
ur var eigi aivinna. Varð því raunin
sú, að skáldið fór á vonarvöl, ef hann
leitaði ekki lífi sínu farborða á annan
hátt. Um þetta mætti lengi fjölyrða,
því dæmin eru á hverju strái. En eg
verð að snúa mér að efninu. Og vil
eg þá fyrst spyrja: Hvernig stendur
á því, að skáld 19. aldarinnar, að m.
k. þeir Bjarni og Jónas, náðu fyr frægð
og ástsæld hér á landi, en dæmi voru
til að skáld fyrri alda og alt til þeirra
daga náðu? Því skal skjótt svara: Þvf
ollu breyttir hættir tímanna. Einkum
bar það til, að þjóð vorri ósjálfrátt
var vaxin eftirþrá og krafa eftir nýj-
um skáldum, er kvæði um hinar nýju
hræringar, vonir og skoðanir, er kviknað
höfðu, eða voru teknar að kvikna, í sál-
um manna. Þessar vonir og stefnur eru
nú orðnar ljósar eins og hvert annað
þekkingarefni. En í byrjun fyrri aldar
voru þær mjög svo draumkendar, þótt
hjá sumum væri þær orðnar vaka, eink-
um hjá skáldum og öðrum andans mönn-
um. Alt frá miðri 18. öld höfðu andlegar
öldur svifið yfir löndunum — öldur, sem
einkum hafa verið kendar við þá Rous-
seau og Voltaire, en sumpart mögnuð-
ust þær við stjórnarbyltinguna miklu
á Frakklandi, eigi sfður við hugsjóna-
ólgu þá, er um sama leyti kveykti f
hinni þýzku þjóð á dögum þeirra Göthes
og Schillers, og náði Danmörku fyrir
aldamótin 1800 (Ewald) og algerlega
eftir þau, er stórskáld Dana, þeir
Ölenslæger og Gruntvig komu á skoð-
unarsviðið. Þá var Bjarni Thorarensen
í Höfn, og þá varð hann snortinn. Þá
kvað hann hersöng sinn: »Sortanum
birta bregður frí,« »Eldgamla ísafold«
o. fl. Þó virðist mér, að um það skáld
vort megi segja, það sem eg áðan
benti til, að lítt kunni þjóðin að meta
hann meðan hann lifði. En smásaman
komst hann f öndvegi íslenzkra þjóð-
skálda — mest þó, að minni ætlan,
fyrir lof og fortölur einstakra manna.
Og nú virðist sem það álit, er skáld-
ið hefir náð í mentasögu vorri, ætli
sýnilega að dala — áður en »hinum
lærðu« kemur til fullnustu saman um
gildi hans sem þjóðskálds. Enn eru
þeir Jónas nefndir saman, og verða
það enn lengi, því báðir voru þeir
þjóðkennilegir andagiftarmenn, er vöktu
þjóð sína og héldust í hendur sem bræð-
ur, enda varð þeirra skamt í milli. En
það sem einkum skildi þá og sem nú
er komið inn í þekkingarvitund margra,
er það, að á fyrstu námsárum hins eldra
skálds var íslenzk tunga enn þá eigi
kend að ráði í landsins eina skóla,
en Jónas nam, eins og aðrir Fjöln-
istar, íslenzku og fagurfræði af Svein-
birni Egilssyni, þeim manni er bezt
hefir íslenzkt lesmál ritað að fornu
og nýju. (Framh.)
Matth. Jochumsson.
---+ *-+---
Ur heimahögum.
Kosning á tveimur fulltrúuni í bæjarstjórn
Akureyrar fór fram 4. jan. og voru kosnir
útbússtjóri Júlíus Sigurðsson og prentsmiðju-
eigandi Oddur Björnsson. Þeir sem frá fóru
voru kauptnennirnir Jón Norðmann og Magn-
ús Kristjánsson.
Trúlofunarkort frá heldra fólki sagði ná-
unginn að hefðu verið borin út um bæinn
nú í vikunni sem leið, og varð tnargur for-
vitinn um hvaða „ektaskap" ætti að stand-
setja, en þá kont alt í einu úr kafinu að á
„kortum" þessum voru nöfn þeirra Quð-
rnundar Hannessonar og Joh. Christensen
og trúði þá enginn trúlofunarsögunni, því
hvorugur þeirra er í því ásigkomulagi að
hún gæti náð nokkurri átt. Er nú sannfrétt
að „kort" þessi fóru þeirra erinda að biðja
borgara bæjarins að koma á fund til að ræða
um bindindi. — Var svo sá fundur haldinn
30. f. tn. hjá Boga Daníelssyni og var fjöl-
tnennur vel. Töluðu þar nokkurir og allir í
þá átt að hallmæla Bakkusi, var ætlun flestra
að mikið mundi gerast á fundinum, þar
sem menn væru svo sammála og stóð hann
fast að miðnætti. Vildu sumir stofna þar
bindindisfélag, sumir „stúku", en sumir létu
ekki skoðanir sínar í ljósi og var niðurstað-
an sú, að fundurinn samþykti fundarályktun
um að vera hlyntur bindindi. Fóru svo fund-
armenn heim, bindindismenn, templarar, hóf-
semdarmenn, bindindisstyrktarmenn, bind-
indis-hlyntir menn og bindindislega-sinnaðir
menn.
Jðhann konsúll Vigfússon hættir forstöðu
Guðm. Efterfl. verzlunar nú um nýárið og
sakna hans margir viðskiftamenn verzlunar-
innar. Er það ætlun hans að stofna nýja
verzlun á Siglufirði og flytja þangað á næsta
vori. Þá er og mælt að verzlunarstjóri Jóh.
Christensen hafi sagt upp forstöðu Carls
Höepfners verzlunar frá næsta nýári.
„Perwie" leiguskip „Thore«félagsins kom
frá útlöndum á nýársdag og fór daginn
eftir. Með því kom hingað alþm. Jón Jóns-
son frá Múla á Seyðisfirði, en héðan fóru:
Snæbjörn B. Norðfjörð verzlunarmaður til
Vopnafjarðar og Jón Guðmundsson snikk-
ari til Khafnar.
Oss finsl vert að geta þess sem dæmis um
andans fjör og krafl síra Matthíasar, hve lengi
hann var með kvæðið og fyrirlesturinn, sem
prentað er hér í blaðinu. Á gamlaársdags-
morgun bar fyrst í tal að hann tækist á
hendur að tala um Jónas kvöldið eftir, en
svo hafði hann gestum að sinna o. fl., þang-
að til kl. 2 um daginn. Þá sezt hann niður
á skrifstofu sinni og situr þar til kvölds,
er þá fyrirlesturinn sanfinn og þetta gull-
fallega kvæði að auki.-Mundu niargir leika
slíkt eftir?
Kvöldskemtun var haldin hér í bænum
milli jóla og nýárs og var ágóðanum varið
til að gleðja fátæk börn. Mest hlutverk hafði
þar ungfrú María Stephensen, setn lék á
fortepiano mörg lög og falleg, eftir hina og
þessa fræga höfunda. Er það dómur margra
þeirra manna hér sem vit hafa á, og víða
þekkja til, að hún leiki á fortepiano, einna.
bezt hérlendra kvenna. Mörg af lögum þeim
er hún spilaði lék einnig með áVfíoIín P.
Bernburg verzlunarmaður og hlaut hrós fyrir.
Halldór læktfir Gunnlaugsson söng „sóló"
og gazt áheyrendunum vel að. „Sverrir kon-
ungur" eftir Svb. Sveinbjörnsson gerði „tnesta
lukku" hjá þeim. Einnig söng þar Snorri
Snorrason skipstjóri, og Stefán Stefánsson
kennari las upp nokkur kvæði eftir ýmsa
höfunda.
Jónasar Hallgrímssonar kvöld var haldið
hér á nýársdagskvöld. Þar hélt sr. Matth.
Jochumsson fyrírlestur um Jónas og las upp
kvæði er hann hafði orkt um hann til þess-
arar samkomu og er hvorutveggja prentað
hér í blaðinu. Rektor Jón A. Hjaltalín las
upp „íslaud farsælda frón", og „Fannaskaut-
ar faldi háum" og „Úr gainatibréfi" eftir
Jónas sem allir þekkja. St. Stefánsson kenn-
ari las upp „Gunnarshólma" o. fl. Söngfé-
lagið „Hekla" söng ýnts kvæði eftir Jónas:
með lögum eftir hina og þessa. Ungfrú
M. Stephensen, ungfrú Herdís Matthíasdóttir
og P- Bernburg léku ýms lög á fortepiano>
og fiolin og seinast var klykt út með að>
allur þingheimur söng „Eldganfia ísafold"
og fór það svo dásanfiega sem við var að
búast. -
Trúlofuð eru hér í bænum bókbindari
Hallgrímur Pétursson og ungfrú Þórunn
Valdemarsdóttir.
Veikindi. Með tnanni sem kom í gær
vestan úr Húnavatnssýslu er oss skrifað að
maður sem kom þangað suttnan úr Reykja-
vík nú um jólin hafi sagt að skáldið Bened.
Gröndal og frv. amttnaður Páll Briem hafi
legið í lungnabólgu og verið báðir þungt
haldnir. ,