Gjallarhorn - 17.02.1905, Side 1
GJALLARHORJM.
Útgefandi: JóN StEFÁNSSON.
III, 6. Akureyri, 17. febrúar. 1905.
Kveðju
sending
frá
„Gjallarl]orni“
til
Kunningja sinna og vináttulýðs.
í síðasta blaði var auglýst að »Gjallar-
horn< kæmi út í hvcrri viku til ársloka,
einnig er ætlun þess að aukablað komi
einhverntíma á árinu, þegar vel stend-
ur á, fyrir þá vikuna sem féll úr nú
eftir nýárið og það kom ekki út, svo
að árgangurinn verði 52 tölublöð.
Verð árgangsins er hækkað úr kr.
2.80 í kr. 3.00 og vonum vér að
engum kaupanda þess þýki það ó-
sanngjarnt.
Auglýsendur, sem auglýsa mikið,
geta komist að mjög góðum kjörum
hjá »Gjh.« með því að semja um
auglýsingarnar við útgefanda.
Hvað útbreiðslu blaðsins snertir, þá
er hún vafalaust ekki minni hér f nær-
sveitunum en annara blaða, en aftur á
móti nær þvf engin f Ameríku og ættu
því ekki t. d. þeir kaupmenn sem vænta
viðskifta þaðan að auglýsa vörur sfnar
í »Gjallarhorni«.
Gjaldkeri blaðsins og afgreiðslumað-
ur frá nýári 1905 er verziunarstjóríKR.
GUÐMUNDSSON á Oddeyri og eru
menn beðnir að snúa sér til hans
með alt sem lftur að afgreiðslu blaðs-
ins og viðskiftum. Þeúr kaupmenn og
aðrir sem auglýsa í blaðinu geta, ef
þeir vilja, fengið að sjá hjá honum
útsendingarbók blaðsins.
Allir kaupendur blaðsins — gamlir
og nýir — fá í kaupbæti, um leið og
þeir borga þenna þriðja árgang þess,
þrjár sögur eftir Jónas Lie þyddar af
Þorgils gjallanda og eru þær þegar
fullprentaðar.
»Gjallarhorn< er sent nú frá nýár-
inu nokkrum mönnum til útsölu, sem
ekki hafa verið kaupendur þess né
útsölumenn að undanförnu. Ef þeir
hafa ekki gert útgefanda aðvart fyrir
1. aprfl næstk. er það skoðað sem
viðurkenning þeirra fyrir því að þeir
selji þau eintök blaðsins sem þeim
eru send.
Nýir útsölumenn óskast á þeim
stöðvum þar sem engir eru áður.
Gjalddagi blaðsins er 1. júlímán. ár
hvert. Uppsögn er tekin gild á hvaða
tíma sem er, ef kaupandi er skuldlaus
við blaðið. »Gjallarh.« vill ekki neyða
neinn til að hafa sig lengur en hverj-
um einum gott þykir.
Erlendis kostar »Gjh.« kr.: 4.00 og
í Ameríku doll.: 1.50.
* *
*
Þegar »Gjh.« byrjaði að koma út
varð það þyrnir í augum hinna og
þessara hér í grendinni er þótti það
óþarfa sending og var þvf ekki spar-
að að leggja þær hindranir á veg þess
sem unt var, auk þess sem því var
ótæpt haldið fram að útgefendur þess
og kostnaðarmenn væru aðrir en blaðið
segði, ritstjórnin bara nafnið tómt, blað-
ið uppnefnt hinum og þessum nöfnum,
er áttu að vera því til vanvirðu o. s.
frv. — En þrátt fyrir þetta alt fórp
vinsældir blaðsins vaxandi, svo að
fyrsta árið sáum við útgefendurnir —
(Bernh. sál. Laxdal og núverandi út-
gefandi þess) — okkur fært að láta
koma út þriðjungi fleiri tölublöð en
lofað var í fyrstu.
Við gátum þess í ávarpi til lesenda,
í fyrsta blaðinu sem við gáfum út, að
aldur blaðsins færi eftir vinsældum þess,
eins og eðlilegt var, og að blaðið mundi
fljótt detta úr sögunni, eins og alt sem
ónýtt er, ef að það næði ekki vinsæld-
um þjóðarinnar, því hvorugur okkar út-
gefenda var svo efnum búinn að við
gætum haldið blaðinu út í trássi við
þjóðina, enda hefðum við ekki kært
okkur um það.
Það er því þjóðin sem hefir kveðið
upp sinn dóm um það að »Gjh.« væri
þess verðugt að lifa á þenna dag og
»Gjh.« mun gera sitt til að halda þvf
áliti sem lengst. Það er þjóðin sem
hefir forsmáð og virt að vettugi fleip-
ur þeirra, sem reynt hafa að bera róg
milli þess og þjóðarinnar, svo »Gjh.«
er vel ánægt með úrslitin.
Framvegis vill »Gjh.« ræða þau mál,
er það tekur til meðferðar, eftir beztu
sannfæringu, eins og að undanförnu,
án tillits þess hver hlut á að máli,
láta hvern njóta þess sem honum ber
með réttu, og yfir höfuð segja kost
og löst á hverju máli eins og það
hyggur réttast vera. Friðsamt viil það
og vera, ekki síður en hingað til, en
vonar á hinn bóginn að þjóðin mis-
virði ekki þó það beri hönd fyrir höf-
uð sér eða þeirra málefna sem það ann,
þegar nauðsyn krefur eins og stundum
hefir áður viljað til.
»Gjallarhorn« er blað íslenzku þjóð-
arinnar og vill vera það áfram, því það
ann bæði landinu og þjóðinni — og þjóð-
in segir væntanlega til, þegar hún vill
ekki lengur nýta vináttu þess.
__
fkáðaneytis- b y/tingin
f f ; /Danmörku.
fiýðing hennar fyrir Js/endinga.
Danska stjórnin viðurkennir ráðherra ís-
lands sem þingrœðisráðherra fyrir ísland
með ákveðinni sérstöðu 1' danska ráðaneytinu.
Heillavænleg tíðindi voru það, sem
fréttust nú með póstinum ásamt þeim
atburði að ráðaneytisbreyting hefði
orðið í Danmörku, tíðindi, sem hljóta
að vekja fögnuð í brjósti hvers þess,
sem vill sannur íslendingur heita, og
tíðindi, sem ættu að verða til þess,
að efla frið í landinu og eindrægni
manna á rnilli.
Tíðindi þessi er sú vissa sem nú
er fengin um sérstöðu ráðherra ís-
lands í danska ráðaneytinu. Stað-
festing dönsku stjórnarinnar á þeim
skilningi sem heimastjórnarflokks-
menn og fleiri hafa lagt í þrætuepl-
ið, sem myndaðist, eða í öllu falli
þroskaðist til tnuna, þegar það spurð-
ist að forsætisráðherrann danski hefði
skrifað undir skipunarbréf ráðherra
íslands.
Það var sá atburður, sein gaf „land-
varnarkenningunni" byr undir báða
vængi — undirskriftarspursmálið, eins
og öllum er kunnugt.
Það yar að voru áliti það aðal-
atriði sem um var deilt. „Landvarn-
ardrengirnir" (eins og sumir mót-
flokksmenn þeirra hafa nefnt þá í
virðingarskyni?) hafa haldið fram að
þegar forsætisráðherrann danski skrif-
aði undir skipunarbréf ráðherra ís-
lands, ásamt konungi, hefði það þær
afleiðingarað íslenzki ráðherrann yrði
aðfara fráí hvertsinn er ráðaneytaskifti
yrði í Danmörku af dönskum ástæðum
þó alt væri í sátt og samlyndi meðal
íslendinga gagnvart þeirra ráðherra.
Hér var vitanlega um þýðingar-
mikið atriði að ræða. Hér var spurn-
ing um þingræði vort og þjóðrétt-
indi er oss var heitið. Eftir skoðun
wlandvarnarmanna" var þingræðinu
hætta búin og þaðan stafaði hitinn.
Og heill sé hverjum þeim íslend-
ingi, sem eitthvað leggur í sölurnar
þegar hann hyggur að rétti vorum
sé hætta búin á einhvern hátt og
þegar slíkt er sannfæring lians og
hann vinnur með hennar afli. Danir
hafa margt lymskubragðið sýnt oss,
svo ekki veitir af að vera var urn
sig. Það sannar saga liðinna alda
oss þráfaldlega.
Að það hafi verið „hreinar hvat-
ir" og sú sannfæring „landvarnar-
manna" að hætta væri á ferðum, sem
stýrt hefir athöfnum þeirra í pólitík
vorri — það hefir »Gjh.< aldrei dott-
ið í hug að efast um þó það hafi haft
aðra skoðun á málinu.
Og því álítum vér að landvarnar-
mönnum og öðrum er hefir greint
á við heimastjórnarmenn í þessu
efni megi og eigi að vera það jafn
mikið og jafn kært ánægjuefni og
heimastjórnarmönnum að vissa er nú
fengin fyrir að hættan var engin í
raun og veru, og að Danir hafi nú
viðurkent rétt vorn í þessu efni svo
sem sjálfsagt var og skyldan bauð
þeim.
Með öðrum orðum: Danastjórn
hefir nú við ráðaneytisskiftin mynd-
að stjórnarfarsreglu, sem óhugsandi
er að útaf verði breytt, að ráðherra
íslands situr kyr hvað svo sem geng-
ur á í Danmörku, ef að einungis
rneiri hluti alþingis íslendinga er
honum fylgjandi.
Með því hefir og Danastjórn við-
urkent í verkinu þingræði vort og
sérstöðu ráðherra vors samkvæmt
síðustu stjórnarbót vorri. Annað var
henni líka auðvitað ómögulegt nema
því aðeins að hún hefði brotið og
fótum traðkað rétt vorn og lög.
En það henni vonandi ekki komið
til hugar.
Heppilegt má það teljast á allan
hátt að þessi tíðindi gerðust nú því
óhugsandi álítum vér annað en þau
hafi rnikla þýðingu. Það eru engir
smámunir, hjá þeim mönnum sem
hafa fylgt landvarnarkenningunni,
spurningin um framtíðarsjálfstæði ís-
lands. Nú er henni svarað á þann
veg að þeir geta verið ánægðir með,
sem sannir ættjarðarvinir og er þá
næst fyrir þá að taka höndum sam-
an við heimastjórnarflokkinn — sem
þeir áður rnunu flestir hafa tilheyrt
— og vinna með honum að fram-
förum lands síns og þjóðar. Þeir hafa
nú fengið sönnun fyrir því að skoðun
sú — um að landsréttindum íslands
væri engin hætta búin af umræddri
undirskrift forsætisráðherrans danska
— sem heimastjórnarflokkurinn hef-
ir haldið fram, reyndist á rökum bygð
og álítum vér að þeitn hljóti að vera
það ánægjuefni.
»Unga ísland« heitir nýtt barnablað með
myndurn, sem byrjaði nú um nýárið s. 1.
Útgefendur eru „Barnavinirnir" en ritstjóri
Lárus skáld og guðfræðisnemi Sigurjónsson.
Allur frágangur blaðsins er góður. Það er
ritað með miklu fjöri og á hreinu og góðu
máli. [Ingólfur.j
í milliþinganefnd í fátœkramálinu er skip-
aður í stað Páls sál. Briems amtmanns Magnús
Andrésson prófastur á Gilsbakka.