Gjallarhorn


Gjallarhorn - 17.02.1905, Qupperneq 2

Gjallarhorn - 17.02.1905, Qupperneq 2
22 OJALLARHORN. Nr. 6 In memoriam. wEftir Mynster þjóð raim þyrsta þaulgyltum í sniðunum." — wGera lét eg guðshús fyrsta gluggalaust á hliðunum." Og sjá! Kirkjublaðið kom í heim- inn og var hvorki heitt eða kalt alt frá lífi sinnar móður. Og sjá! Það lifði samt, því að fóstri þess var frið- arins maður. Og þeir skriftlærðu og Farísear gengu fram og blésu liðinna alda anda í þess nasir, svo blaðið stökk upp, tók sæng sína og gekk upp á Glámutind og kallaði hátt: »Inn á hvert einasta heimili á Islandi!« Og sjá þú! Þá reiddust hinir efri * guðir og hrópuðu ofan á jörðina und- an svörtu skýi og sögðu: >Úi af hverju einasta heimili áíslandi!* Og hið góða Kirkjublað dó og and- aðist og safnaðist til sinna feðra. En aftur sveif glæta yfir djúpunum, og andi þeirra Jóns helga, Guðmund- ar góða og Gottskálks grimma birtist þeim boðferðugu og sagði: »Verði Ijós!« Og sjá, einn óumskorinn Filistei gerði gys og sagði: — »Og þar varð ekkert ljós.« Og »Verði-ljós« kom og sá, samt sem áður, eins og Júlíus Cæsar, en vann lítið. Og »ljósið« át og drakk, en þreifst ekki, því að þjóðin var þrá og þrjósk og borgaði bæði seint og illa. Og loks birtist aftur röddin und- an skýinu og sagði: »Sjá, þú ert hvorki heitur né kaldur! þess vegna vil eg skirpa þér út af mínum munni! Og »Verði-ljós« dó og var grafið. En er það upphóf sín augu í rusla- skrínu undirheimsins, talaði þess sál við sjálfa sig og sagði: »Hin blöðin kaupa þeir, þessa Landvörn, þetta Horn, þessa ísu, öll þessi gömlu grey, sem eru verri en eg! Og sjá, þau þrífast og smjúga inn á hvert heimili, en eg gleymist í þessari skrínu. Og eg, sem boðaði bœði, Krist og kri- tíkina, meðan hin blöðin öll beygja ein- faldlega kné sín fyrir Belíal! Hví kaust þú, ó mín vesla önd, að eta ýmist ort- hoxíunnar moð með tossunum, eða há- krftiskt draf með svínunum? Hví sagð- ir þú ekki í tíma: Eg vil taka mig upp og fara til föður rníns og segja: Ger mig sem einn af þínum daglauna- mönnum.« —Þannig andvarpaði sálin, en enginn Abraham svaraði. Og önd »ljóssins« varð myrkur, varð að engu. Svo að uppfyltist spádómur »Frækorn- anna«, sem boða að sálir fordæmdra verði að engu. Og þjóðin grét ekki, því að hún var ekki lengur orthodox. En fregnin um fráfall »ljóssins« barst út um all- ar álfur Júdalands og alt til borgar- innar Winnipeg á Sínearsvöllum. Og »Sameiningin« glotti og bandaði sínu höfði í kross, hældist um og sagði: »Sjá! Eg var einnig andvana borin, og lifi þó, en hið krftiska »ljós« er liðið sem leiftur um nótt, og sé eg svo flestum fara, sem ekki nógu ein- læglega blóta goðin: hina sjö og tutt- ugu stafi.« Og »Sameiningin« tók and- ann á lofti og mælti: »Gef frið um vora daga.« »Enfin, aprés nous le deluge!« * sögðu hin lærðu og sí-straffandi »Alda- möt« á frönsku. Erasmus. en fegursí að deyja nieð frið í lijarta sáttur við sjálfan sig og Drottinn. Við andlátsfregn fðernh. £axdals. Vinur, vinur, því var þér eigi lengur leyft lífs að njóta? Vinur, vinur. því var þér búið helstríð svo hart og harmur langur? Því er svo langvinnum þrautum slitin lífsins rót áður lýkur æfi? Því er geigvænum, grimmum Dauða líf vort að leikfangi leyft að hafa? Því eru ungviðir æsku-hraustir hraktir og höggnir til harms og skaða, en fallandi fauskar á fúnum rótum látnir hjara þótt lífs slit þrái? Svo spyrjum vér, en spurning vorri enginn, enginn andsvör veitir. Aldrei, aldrei að eilífð fram leyst verður gáta lífs og dauða. * * * Vinur og frændi þótt vegi okkar sjaldan bæri að sama marki, ást eg festi við æsku þína, fjör og fyndni og falslaust hjarta. Hvar sem þú komst meðal kunningja var sem ylgeislar af þér stæðu. „Olaður og reifur", góður, hugljúfur vanst þú virðing vina þinna. Aldrei á köldum kvalabeði æðruorð eitt þú mæltir. Brosandi gekstu Bana móti og dóst sem góðum drengjum sæmir. Gott er að lifa og góðrar njóta auðnu, og ástar allra manna, * o: Á eftir okkur kemur (Nóa)flóðið. Farvel, Farvel, frændi góður, úr skammdegis skuggadölum. Ljómi þér lífröðull ljóss og gleði í dýrðar dagheimi Drottins friðar. Páll Jónsson. Uíarj úr heimi. Nobelsverðlaununum úthiut- aði Óskar kóngur io. des. s. 1. og hlutu þau þessir: Bókmentaverðlaunin Fraderi Mistral franskt skáld (f. 1830) og J. Echega- ray einn af merkustu sjónleikahöfund- um Spánverja (f. 1833). Efnafrœðisverðlaunin William Ramsay prófessor í Lundúnum (f. 1852). Hefir fundið ýmsar lofttegundir: Heli'um, Xenon o. fl. Eðlisfræðisverðlaunin Rayleigh pró- fessor og lávarður í Lundúnum (f. 1842), sá, er fann lofttegundina Argon. Lœknisfrœðisverðlaunin Pavlov rúss- neskur læknir sem er frægur orðinn fyrir rannsóknir sínar á meltingarfær- unum. Friðarverðlaunin hlaut »Alþjóðafé- lagið« (»Institut de droit interna- tional«) svonefnda, sem er vísinda- félag er starfar að því, að styrkja og efla milliríkjaréttinn. Danska blaðið >Politiken« hefir skift um ritstjóra nú um nýárið, hætti dr. Edv. Brandes en Henrik Cavling og Ove Rode, sem áður voru meðritstjórar við blaðið, tóku nú alveg við. »Politiken« heldur sömu stefnu og áður f stjórnmálum. / dómkirkjunni í Kasan í Rússaríki var Iíkneski af Maríu guðsmóður fork- unnarfagurt að sögn. Einhverjum Adams- syni leist vel á konuna og stal líknesk- inu í fyrra vetur. Nú hefir lögreglan handsamað kauða og er hann dæmd- ur í 12 ára þrælkunarvinnu. Segja menn hann verði varla skotinn í kvenlíkneskinu fyrst um sinn. Syveton þingmaðurinn franski sem lumbraði á André hermálaráðherra í þingsalnum, andaðist skyndilega 8. desbr. og var sagt að hann hefði kafnað af kolasvælu á skrifstofu sinni. Seinna sannaðist þó að það var lygi og að hann hafði drepið sig sjálfur eftir tilmælum konu sinnar, sem kvað vera talsverður vargur. Hafði hún kom- ist að því að hann hélt fram hjá henni, og það með dóttur hennar, sem hún hafði eignast í fyrra hjónabandi sfnu, eða einhvernveginn öðruvísi áður en hún giftist Syveton. Féll henni það svona illa, að hún vildi heldur að Syveton dræpi sjálfan sig en að slíkt héldi áfram. „Bergmál sálnanna.“ Hin nafnkunna skáldkona, drotning- in í Rumaníu, er kallar sig f ritum sín- um »Carmen Sylva«, sendi í haust kennara sínum dr. G. Sanerwein (sem hér er boðaður látinn í blaðinu), rit er hún kallar svo, og bað hann að bera kveðju friðarfélögunum í Noregi. Ur riti drotningar tilfæri blaðið norska: »Fred« meðal annars þetta: »Það þarf ekki að biðja mig að mæla bót friðin- um, því að eg geng um kring meðal allra heimsins þjóða og er löngu far- in að skoða þær allar eins og eitt ættfólk og fjölskyldu.---Eg elska list- ir og »stfl« allra þjóða og lifi innan um allar þeirra óskir og eftirlanganir, raunir og vandræði.-------- Eg hefi ný- eignast gamla kínverska kvæðabók, 2000 ára gamla. Þau kvæði mættu hæglega hafa verið ort á Þýzkalandi, á Vallandi, vestan á Englandi eða úti á íslandi. Þar er lýst sömu sorg og sömu ást, og túlkað alt á einn og sama hátt. Málið er oftast nær ná- lega hin eina hindrun, sem skilur manneskjurnar hverja frá annari og lokar hjörtunum svo þær ná ekki saman. — — Vanþekkingin er oft- lega einka tilefnið til styrjaldanna, blá og bein vanþekking. — — í mál- inu býr öll þjóðarinnar saga. í málinu hvílir óðurinn eins og fóstrið í móður- lífinu. I málinu býr sá kraftur hugs- ananna, sem hver þjóð getur aflað sér. Málið er nákvæmur stigmælir þjóðar- innar þroska og hnignunar. 1 því býr alt það, sem vér viljum og þurfum að vita um hverja þjóð. Hljómfegurð japönsku tungunnar sýnir oss að Jap- anarnir eru hámentað fólk — sýnir oss það áður en vér höfum séð þeirra gull- fögru listaverk.----Málið er þjóðanna sál, bergmál sálnanna; og málin eigum vér að rannsaka og kanna eins og nám- ur, þar sem gull og salt þessa heims er að finna. Friður er þekking tungn- anna, friður er að bera bergmál allra manna í hjarta sínu. — Að rannsaka djúp sálarinnar, hennar leyndardóma, hennar óma og hljóma, það er að finna fólksins eðli; undir því er alt komið. Og svo fótumtroða menn tung- urnar! Það má enginn dirfast að gera, þvf að enginn hugsar rétt eða djúpt nema á sínu eigin tungumáli. — — Farið og lærið öll tungumál! Þá mun- ið þér aldrei oftar fá af yður, að bera vopn á þá þjóð, sem vakið hefir undur fegurðarinnar í yðar sálum; þér fáið ekki af yður að slátra manneskjum, ef þér hafið sungið og kveðið þeirra söngva og kvæði, og inndrukkið í sálir yðar þeirra unaðartóna.-------Lærið tungu- mál, þér mannanna börn, þá verður friður á jörðinni sjálfkrafa, og orðið fjandmaður verður strikað út úr öll- um orðabókum. Mannanna börn, lærið málin, lærið sálarbergmál þjóðanna! þá verða styrjaldirnar ómögulegar. — Frið- ur er þekking, friður er hógværð, friður er guðrækni og lotning. Börn mín, nem- ið tungur.— þá elskið þið hvort annaðU M.J. «

x

Gjallarhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.