Gjallarhorn - 20.10.1910, Qupperneq 1

Gjallarhorn - 20.10.1910, Qupperneq 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefánsson, Hafnarstræti 3. IV, 12. I Akureyri 20. október. t 1910. Brunabótafélagið íöt fiordisK Brandforsikring tekur í brunaábyrgð hús, innbú, vörur o. s. frv. Umboðsmaður JÓN STEFÁNSSON, Akureyri. „Javol“ er hið bezta’meðal fyrir hár karla og kvenna sem hugsast getur, heldur því fögrujjog glansandi og ver það fyrir væringu og öllum óhreinindum. fæst í glös- ; um á 1,50 og 2,50. »Javol< duftið hefir sömu verkanir og tilbúið Javol en það er ódýrara og því réttara að kaupa það.- Eitt bréf sem kostar 15 aura nægir handa kvenfólki til þess að þvo sér tvisvar um höfuðið úr legi þess, en þrisvar handa karlmönn- um. Allir sem eru hræddii um að rnissa hárið ættu i tíma að brúka »Javol«, Þvo höfuðið vandlega, að minsta kosti einusinni i viku. Fæst hjá E. Stefánssyni. Peningamálanefndin. Tillögiir hennar. Svo er sagt að hún eigi engin laun að fá fyrir það er hún starfaði. Hún var ekki lengi við starfið heldur. Er nú búin að senda stjórnarráðinu skýrslu um athafnir slnar og kemur hér niður- Iag þeirrar skýrslu: »Nefndin vill að lokum láta í ljós að samkvæmt rannsókn sinni og íhugun á peningamálefnum landsins álítur hún það heppilegast, að ráðstatanir verði sérstaklega gerðar til eítirfarandi breyt- inga á peningamálum og bankalyrir- komulagi landsins: 1. Að einn banki aðeins hefði seðla- útgáturétt. 2. Að allir útgefnir seðlar séu trygð- ir á líkan hátt og nú er um seðla íslandsbanka. 3. Að einn banki að eins, hafi veð- deild. 4. Að breytingar verði gerðar á láns- kjörum þeim úr veðdeild, sem nú eru, í þá átt: a) að lán gegn veði í jörðum verði veitt þannig, að helmingur lán- anna standi afborgunarlaust um aldur og æfi, en hinn helming- urinn veitist til alt að 75 ára. Enn fremur að lána mætti út á jarðir alt að 2h virðingarverðs jarðanna sjálfra og auk þess alt að '/2 virðingarverðs húsa á jörðinni, b) að lán gegn veði í húsum, sér- staklega steinhúsum f kaupstöð- um og kauptúnum, verði veitt til lengri tíma en nú er, t. d. 60 ára, d) að veðdeildin hafi lögákveðið stöðugt eftirlit með viðhaldi fast- eigna þeirra, sem í veðdeild eru.« Auk þess hefir nefndin gert ýmsar athuganir um fjármál landsins og tal- að við ýmsa »fjármálamenn«, meðal annars fulltrúa félags þess f Reykjavík sem hefir eitthvað verið að braska í því að ná í frakkneskt fé hingað til lands. Þeir fulltrúar héldu því (ram, að þrír af nefndarmönnum væru svo riðnir við enska peningaveitu til Is- lands að þeir þyrðu ekki að trúa þeim fyrir miklu um franska úthaldið! Fór þar sem oftar að almenningsheill varð að lúta í lægra haldi fyrir auragirni einstaklings, þó auðvitað sé ekki víst, að nokkurt gagn hefði orðið að upp- lýsingum þeirra »Frakkanna«. Ekki verður líklega mikið gagn eða árangur af þessari nefndarskipun, enda tnunu fáir hafa gert sér miklar vonir um það, flestir skoðað skipun hennar eitt af þeim embættisverkum Björns, sem »enginn skilur*, og það því ó- skiljanlegra semnefndin var hlutdrægn- islaust skipuð og ekki um neinn bitl- ing eða »bein að ræða. Nokkrir hafa legið landritara á hálsi iyrir að taka við formensku í nefnd- 'nni, en ekki getur »Gjh.« séð annað en það væri sjálísagt. Hann mun tví- híælalaust, bæði embættis síns vegna °g sem formaður skattanefndarinnar, eftir langt og ítarlegt starf þar, vera allra manna kunnugastur fjármálum landsins. — En á hinn bóginn virðist ekki ólíklegt, að starfsþoli hans geti orðið ofboðið, þótt hann afkastamik- ill sé, ef hann í viðbót við embættis- annir sínar þarf nú að taka að sér verk ráðherrans og tara að semja laga- frumvörp, svo eitthvað verði þó lagt fyrir alþingi af stjórnarfrumviirpum, ef það einhverntíma skyldi verða kallað saman. H. Rider Haggard Og íslendingasögur. Enski rithöfundurinn Rider Haggard var á ferðalagi um Danmörku nú um mánaðamótin. Hann gerir ráð fyrir að hætta við að semja »æfintýra«-skáld- sögur sínar, er hann nefnir svo »Allan Quaterman« og fleiri sögur í svipuð- um stíl, en hugsar sér nú fyrst um sinn, að skrifa að eins um það er lýtur að landbúnaði og kjörum þeirra er lifa á landbúskap og garðyrkju. — »Danir eru orðlagðir búmenn,« sagði hann við danskan blaðamann; »og eg er kominn hingað til þess að sjá með eigin augum sem flest í búskap ykk- ar. En landar mínir eru seinir á sér til nýbreytni. Eg skrifaði nýlega bók í þeim tilgangi að mæla kröítuglega með sameignarhugmyndinni, en hún náði ekki vinsældum. Samt er eg ekki af baki dottinn með það«. — Þekkið þér danskar bókmentir, spurði blaðamaðurinn. — Það er nú öðru nær. Mjög lítið. Englendingar þekkja Danmörk varla að öðru en því, að vera mjög smér- auðugt land, en mig langar að fræða landa mína við tækifæri dálítið um þjóðina, þegar eg hefi kynt mér háttu hennar. — En aftur á móti er eg ís- lendingasögum mjög vel kunnugur. Eg hefi lesið þœr allar. Og frá áhrifum sem þær höfðu á mig er runnin bók mín »Eiríkur eldauga«. Ja hún er eiginlega skrifuð á sama grundvelli og íslendingasögur. Hvernig þykir yð- ur hún annars? — Ágæt svaraði blaðamaðurinn. — Já en þér voruð að tala um landbún- aðinn! — — — — — — —- — — Hann langaði ekki að fara lengra út í umræðurnar við Haggard um ís- lendingasögurnar. Hefir sennilega ekki verið þar mjög sterkur á svellinu. Og samtal þeirra hélt svo áfram um danska smérið og landbúnaðinn. — Óskemtilegt hefir það verið fyrir blaðamanninn að fá þetta f nefið af vörum hins heimsfræga rithöfundar. Og undarlegt hefir honum sennilega fundist það, að hann skyldi þekkja bókmentir íslendinga, en ekki vita neitt f sitt höfuð um danskar. En samvizkusemi sýnir það og rétt- hermi hins danska blaðamanns, að herma ummælin aftur orðrétt í blaði sínu, eins og hann vafalaust hefir gert. Hundrað ferðir milli íslands og Noregs. O. Arnesen skipstjóri á »Prospero« gufuskipi Wathnes erfingja hefir farið hundrað ferðir milli íslands og Noregs. Hann hefir á öllum þeim ferðum verið f þjónustu þeirra frænda sinna Wathnes bræðra. Oft hefir hann lent í harðri orustu við þá Ægi og Kára, en altaf borið hærri hlut úr þeirra viðskiftum. — Skuggalegt var útlitið fyrir honum, einusinni sem oftar, og kveðst hann ógjarnan vilja lifa þann tíma upp aftur. Það var nokkuru eftir nýár 1902 að hann lagði út héðan frá Akureyri á »Agli« gamla. Hafís var úti fyrir og komst hann hvorki austur né vestur, en hefir sennilega verið of djarfur í tilraunum sínum, því svo fór að hann festist og sat fastur í ísnum í sex vikur. Þá greiddi loksins fsinn og hann slapp. — Eg var ekkert áhyggjufullur sjálfs mfn vegna. En aldrei hefi eg fundið eins vel og þá, hve feiknaþung ábyrgð hvílir á skipstjóra. Hugsunin um af- drif skipsins og lífshættu skipverja hélt oft vöku fyrir mér nóttum sam- an, sagði hann um það ferðalag er rætt var um það löngu síðar. O. Arnesen er enn á bezta aldri. Mætti svo vel fara, að hann ætti ó- farnar aðrar hundrað ferðir milli ís- lands og Noregs. Hann er hraustmenni og með stærstu mönnnum á velli, bæði hár og þrek- inn, reglulegur sækonungur f fornum stíl að útliti. Jónas Ouðlaugsson skáld er orðinn bú- settur í Kaupmannahöfn. Hann starfar um þessar mundir rneðal annars að þýðingu á skáldritum I. P. Jacobsens, fyrir bókaverzlun Qyldendals, er vill gefa þau út f íslenzkri þýðingu. Fyrsta bókin sem kemur út af því safni verður „Marie Grube". Ganga má að því vísu, að þýðingin verður vel af hendi leýst hjá Jónasi. Barkskip norskt straridaði á Siglufirði. í síðustu viku „Alfred Gibbs„ frá Christians- sand. Það hafði innanborðs 1600 tunnur með síld. Skipverjar björguðust allir og sendir norski konsúllinn hér á Akureyri (O. C. Thor- arensen) þá heim til Noregs með Prospero á morgun. P. Houland, afgreiðslumaður Wathnes- skipa, og frú hans fara utan með „Pros- pero" og dvelja í Noregi í vetur. jón Guðmundsson bæjarfógetaritari fór til Siglufjarðar með „Vestra" með fjölskyldu sína. — Hann tekur þar við forstöðu Gránu- félagsverzlunar um nýjár. Aðkomumenn f bænum: Sigurður Sigurðs- son óðalsbóndi á Húnsstöðum, Helgi Guð- mundsson læknir, Helgi Hafliðason kaupm og Páll Halldórsson verzlunarstj., frá Siglu- firði, Hallgr. Þorbergsson fjárræktarfræðingur. ......YVzT' fæst hjá útgefandanum Oddi Björnssyni á Akureyri og öllum bóksölum landsins.

x

Gjallarhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.