Gjallarhorn


Gjallarhorn - 19.01.1911, Side 2

Gjallarhorn - 19.01.1911, Side 2
6 OJALLARHORN. V •••••• » • • »< til atvinnulausra manna, þó svo, að allar styrkveitingsr yrðu veittar sem jafnast eftir ástæðum og maklegleik- um. Mest af atvinnuleysi stórbæjanna stafaði af ófyrirsjáanlegu misstreymi í viðskiftalífi fabrika og stóreignamanna, sem líkja má við veðra- og straum- breytingar náttúrunnar. Ingersoll, hinn alkunni »prestahat- ari« (eða typtunarmeistari) Ameríku- manna, gat komið rækilega við kaun auðmannanna. Einu sinni flutti hann ræðu fyrir ríkisfólkinu í Nýju-Jórvík, og mælti meðal annars: »Þið, sem eigið 20 millíónir og þar yfir, og er- uð þó ekki ánægðir, þið líkist manni, sem ávalt er að kaupa sér nýjar og nýjar spjarir, sem hann endist ekki til að nota, t. d. 100,000 hálsbindi, 200,000 sokkabönd, 300,000 skyrtur, 400,000 skó á hvorn fót og 500,000 vesti. En þegar hann hefir eignast þetta og haft það út með öllum brögð- um, er hann engu nær. Enda fer svo að lokum, að mannskepnan fer í rúm- ið og þarf úr því hvorki skó né skyrtu.« M. J. Landar erlendis. Höfn 5. des. ’io. íslendingajélag hélt fjölsóttan fund 1. þ. m., voru þar saman komnir undir 100 íslendingar. Skemtu menn sér við söng, upplestur, sumbl og dans. Þar söng meðal annars írú Herdís Matthíasdóttir; er frú Herdís nú að Ijúka við nám sitt í söngfræði- skóla hér (Musik-konservatorium) og er talin mjög efnileg söngmær. Einar Jónsson myndhöggvari. Um hann og list hans er alilöng ritgerð í frægu þýzku tímariti: »Illustrierte Zeitung« í Leipzig. Ritgerðina hefir ritað Dr. phil. M. Gruner Halensee, Berlín. Lýkur doktorinn miklu lofs- orði á hina sérkennilegu list íslend- ingsins og hið íslenzka í list hans. Ráðgjafinn hefir dvalið um tíma f Suður-Englandi í London og Öxna- furðu. Jónas Guðlaugsson hefir nýskeð lokið við þýðingu sína á hinni frægu bók I. P. Jakobsens: María Grubbe. Bókin er komin út (hjá Gyldendal). Jóhann Sigurjónsson skáld er að ljúka við leikrit, er nefnist: »Fjalla-Eyvind- ur«. Hefir Þjóðleikhúsið (Folketeatret) hér keypt það af honum og er í ráði að það verði leikið hér í vetur. Hraparlegar slysfarir. Kona verður úti á Mývatnsheiði. Á sunnudagsmorguninn var, fór ung- lingspiltur frá Stóraási á Mývatnsheiði, með sauðfé til beitar, þar á heiðina, en þegar leið að hádegi skall á stór- hríð, svo dimm, að lítið sást fyrir, og varð þá móðir piltsins hrædd um hann. Lagði hún á stað út í hríðina með dóttur sína uppkomna, sér til fylgdar, til að leita að syni sínum, en — árangurslaust, þær fundu hann ekki. — Pilturinn komst með naum- indum heim til sín um kveldið, og frétti þá til ferða þeirra mæðgna. Brá hann strax við og fór aftur út í stór- -♦-♦ ♦ ••-♦-♦- •-< »••••♦♦♦•♦••♦ hríðina að leita þeirra, en það kom fyrir ekki, og kom hann svo búinn heim um morguninn eftir. Litlu síðar kom systir hans heim og sagði svo frá ferðum þeirra, að þær urðu fljótt viltar vegar og ráfuðu víða um heiðina þar til gamla konan uppgafst af þreytu og kulda. Lögðust þær þá fyrir og ætluðu að láta fyrir- berast þar til hríðinni slotaði, en hún hélst alla nóttina, og er á leið nótt- ina andaðist móðirin. Um morguninn lagði svo dóttirin á stað til bæja, eftir að hafa hagrætt líkinu og sett á sig hvar það lá. Var þá farið til næstu bæja að út- vega karlmenn til að sækja líkið, og fanst það fljótlega, eftir tilsögn stúlk- unnar, síðan var sent eftir lækni að Breiðumýri til að reyna björgunartil- raunir, en ]?að reyndist árangurslaust. Hvort dóttirin er kalin til skemda, eru ógreinilegar fréttir um. Kona þessi hét Kristín Bergvins- dóttir, og hafði verið atorku- og ráð- deildar kona. Ráðherra hjá »dönsku mömmu«. Endemis sleikjuháttur. Dýpra og dýpra — Áður en Björn Jónsson fór frá Höfn, hafði hann farið til helztu blaðaþar og ,frætt' þau um ýmislegt viðvíkjandi íslenzkum stjórnmálum, og þrætu íslendinga við Dani og var þetta hið helzta: að ekkert mark væri takandi á landvarnarmönnum, að enginn mundi minnast á skiln- að á næsta þingi, að engum íslendingi detti í hug að hreifa sambandsmálinu fyr en danska stjórnin vilji leggja fram frumvarp um það, að íslendingar yrðu hæst ánægð- ir, ef Danir vildu slaka dálítið til frá „personal-union". Þennan vísdóm birti blaðið »Póli- tiken" fyrst eftir Birni. Sama kvöld- ið flytur „Berlingur" samhljóðandi skýrslu eftir honum og bætir því við, að Björn hafi margbeðið sig að þeg'ja yfir þessu, sem blaðið seg- ist ekki sjá ástæðu til, eftir að Póli- tiken hafi birt þessi ummæli hans. Daginn eftir fluttu öll helztu blöð Dana þessi tíðindi eftir Birni og gátu þess öll, að hann hafi vandlega beðið að þegja yfir þessu. Sennilega hefir Björn ætlað að fá dönsku blöðin til að flytja þessi tíðindi, en án þess að láta sín getið við. Vonandi verður þetta síðasta skift- ið sem Björn Jónsson fær tækifæri til, sem ráðherra, að skríða fyrir Dönum. (Símfrétt). Danskur leikaraflokkur frá Árósum, leikhússtjóri Fritz Boesen, hefir í huga að heimsækja ísland í vor og sýna þar leiki eftir Ibsen, Björnson og Ho- strup í 2 mánuði, apríl og maí. Ingólfur kom loks til Reykjavíkur í nótt og með honum Björn ráð- herra. Pingmálafundur var haldinn á Seyðisfirði í gær. Mætti á honum fjöldi kjósenda og var samkomulag yfirleitt gott, því helztu forsprakkarnir flokkanna höfðu áður komið sér saman um tillög- urnar í öllum aðalmálunum. Um sambandsmálið var samþykt þessi tillaga: „Verði sambandsmálið tekið til meðferðar á þessu þingi, skorar fundurinn á þingið, að gæta vel sjálfstæðis íslands og sjá um, að sambandsmálinu verði aldrei ráðið til lykta á einu þingi, heldur verði með það farið sem stjórnarskrár- breytingu, eða lagt fyrir þjóðfund." Aðflutningsbannið. Par stóð þing- maðurinn einn uppi að heita mátti og var samþykt með nær öllum atkvæðum að fresta aðflutningsbann- inu. Bankamálið geymdi þingmaður- inn þangað til í fundarlok og voru þá margir farnir af fundi, en allur þorri þeirra er eftir voru lýsti óá- nægju sinni yfir aðförum ráðherr- ans í því máli og skoruðu á alþingi að rannsaka það mál rækilega. Fjöldi annara mála var tekinn til umræðu og gjörðar um þau fundar- samþyktir. Kvöldskemtun. Síðastliðið sunnudagskvöld var fjöl- sótt kvöldskemtun haldin í Goodtempl- arahúsinu. Söngflokkur undir stjórn Sigurgeirs söngkennara söng þar nokk- ur lög og þótti takast ágætlega. Er Sigurgeir mesti smekkmaður í allri söngstjórn, og er það furða hve vel honum hefir tekist a§ æfa söngflokk sinn til að hlýða hverri bendingu takt- sprotans. Sérstaklega tókust vel lög- in: »Máninn hátt á himni skín« og »Hvile ved denne Kálla«. Þá sungu þeir Steingrímur læknir og Sigurður dýralæknir Einarsson nokkura tví- söngva en frú Kristín Matthíasson lék undir með venjulegri vandvirkni og þótti góð skemtun að. Steingrímur læknir er áður vel þektur hér fyrir söng sinn, en Sigurður kynti sig svo í þetta skifti, að áheyrendum þótti þar bænum hafa aukist góður söng- kraftur, því Sigurður hefir bæði hljóm- þýða og lipra rödd. En skaði var það að læknarnir skyldu ekki syngja nein lög með íslenzkum textum. Það eru ekki nema lærðu mennirnir sem skilja Þýzku og Sænsku. Jæja, ekki verður á alt kosið. Þá las Vilhelm Knudsen upp æfisögu einfeldnings, sem út úr einfeldni sinni og bjánaskap flæmdist af landi burt, kostaður af sveit sinni, til Ameríku og er hann úr sögunni. — Bebense, Jón ívarsson og Hjalti Sig- tryggsson skemtu ennfremur með sam- spili lúðra og slaghörpu (fortepiano) og hefði getað hepnast betur. Að lok- um skemti unga fólkið sér við dans fram á dimma nótt. Guðmundur Friðjónsson skáld frá Sandi kom hingað til bæjarins sem snöggvast og hélt fyrirlestur f leik- húsinu í gærkvöld um »SkóIamenning (árás á hana), listagildi, lífsgildi og manngildi«, og var gerður að honum hinn mesti rómur. Umræður voru tals- verðar á eftir og tóku þátt í þeim þjóðskáldið Matthías Jochumsson, Stef- án Stefánsson skólameistari og Karl Finnbogason kennari, og andmæltu þeir Guðmundi, en hann svaraði jafn- harðan röggsamlega, og var að lokum kvaddur með mesta lófaklappi í leik- húsinu. Hann fór heimleiðis í dag, þurfti að flýta sér á sýslufund Þing- eyinga. Kensla. Frá 1. febr. nk. geta stúlkur, sem vilja læra útsaum, fengið tilsögn með mjög góðum kjörum hjá undir- ritaðri, sem kennir Kúnstbróderí, Baandbróderí, Rrosssaum, Hedebo- og Hardangersyning, Enskt bróderí og að teikna og sauma fangamörk með rnargvíslegu móti. Einnig hekl og að bronsera á flauel og fl. Þær stúlkur, sem vilja sæta því að læra þessar hannyrðir, ættu að tala við mig sem fyrst. Virðingarfylst. ýlnna Magnúsdóttir, Lækjargöfu 3. iikœri lítil og lagleg duttu úr vasa Steingríms 'læknis. Finnandi skili. PANTIÐ SJÁLFIR FATAEFNI VÐAR beint frá verksmiðjunni. Stórkostlegur sparnaður. Hver maður getur fengið gegn eftir- kröfu, burðargjaldsfrítt, 4 mtr. 130 cm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt, vel litað fínullarklæði í fallegan og haldgóðan kjól eða útiklæðnað (Spadseredragt) fyrir einar 10 kr. (2/so pr. meter). Eða 3'/4 mfr. 135 cm. breiff svart, dökkblátt eða grá- möskvað nýfízkuefni í haldgóð og falleg karlmannsföt fyrir að eins 14 kr. 50 aura. Séu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá verður tekið við þeim aftur. Þykk uilar- mikil ferðateppi 2x3 al. að eins 5 kr. Gráleit hestateppi mjög þykk 2 x 23/í al. að eins 4 kr. 50 aura. Aarhus Klædevæveri, Aarhus, DanmarH. Framvegis verður tómum steinolíufötum veitt móttaka á joriðju- dögum og fimtudögum, í húsi hins danska steinolíufélags á Oddeyrartanga, frá kl. 11 til 1; að færu veðri, sömu- leiðis verður afhent steinolía á þessum tíma, og eru bæj- armenn vinsamlega beðnir að nota þenna tíma, svo framarlega sem kostur er á. Munið eftir að hjá hinu danska steinolíufélagi eru til átta teg- undir af steinolíu, svo þar geta allir fengið steinolíu til hverra af- nota sem vera skal. Akureyri 10. janúar 1911. Garl F. Schioíh. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.