Gjallarhorn


Gjallarhorn - 16.02.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 16.02.1911, Blaðsíða 2
18 • •• •♦•♦♦•••••••••♦•• ast við að fylgismenn málsins hafi rætt það öðruvísi en frá sfnu sjónar- miði, og það hafa þeir gert. Kvenna- blaðið hefir nú upp á síðkastið, helg- að þessu máli nálega alla sína krafta. Fyrir síðasta þing, var það rætt á allmörgum þingmálafundum, og alstað- ar voru samþyktar ályktanir í kven- frelsisáttina, mótmælalaust. Ritstjórinn efast um að meiri hluti kvenna æski kosningarréttar og kjör- gengis til alþingis, og álítur ekki rétt að veita þeim það fyr en þær alment hafa látið vilja sinn í ljósi, með því að greiða atkvæði um málið. Reyndar hefir það komið fyrir áður að rýmkað hefir verið um kosningarréttinn, þó hefi eg aldrei heyrt þess getið, að það væri gert að skilyrði, að þeir sem hans ættu að njóta, hefðu áður greitt atkvæði um málið. Hvers vegna ætti það þá fremur að vera nauðsyn- legt nú? Eða er það ætlun ritstjórans, að egna konur til æsinga með þess- um skrifum sínum? — Heldur hann að fósturjörðin væri betur farin ineð það? Annars er álit ritstjórans á vilja kvenna í þessu efni, að eins trúarat- riði, sem hann gerir sér ekkert far um að rökstyðja, og er því raunar ó- þarfi að fara nokkuð út í það. Eg fyr- ir mitt leyti verð að segja, að mín trú gengur alveg í gagnstæða átt og hún hefir talsverðar sannanir við að styðjast. Má fyrst til þeirra telja, á- skorun frá fleiri þúsundum kvenna, sem fóru fram á að þingið 1907 veitti konum fult jafnrétti við karlmenn. Ennfremur hafa, nú á seinni árum, verið stofnuð kvenréttindafélög víðs- vegar um landið. Margt fleira rnætti tína til, sem lýsir áhuga hvenna á málinu. Hvað öðrum liðnum í röksemdafærslu ritstjórans viðvíkur þá er það, sem þar að lítur, óneitanlega skemtilegasti kafli greinanna. Hann kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu, að karl- menn einir hafi erft, eftir feður sína og forfeður, gegn um margar kynslóð- ir, þá festu og reynslu, er nauðsynleg sé til þess »að ráða ráðum um hagi landsins«. Það er raunar spáný kenn- ing að lyndiseinkunnir gangi eingöngu að erfðum frá föður til sonar og frá móður til dóttur, en alls ekki t. d. frá föður til dóttur eða frá móður til sonar. En á meðan vísindamennirnir hafa ekki gefið ákveðinn úrskurð á því máli, verður ritstjórinn að fyrir- gefa, þó að eg efist um orð hans. — En setjum svo, að hann hefði þarna hitt naglann á höfuðið, þá væri að mfnu áliti einni ástæðunni fleira, fyrir því að konur eigi að fá hlutdeild í stjórnmálum, og það sem allra fyrst. Því sé það yíst að þau störf gefi þeim, er við þau fást, meiri skapfestu en önnur störf, þá mun ekki óþarft að veita konum aðgang að þeim skóla. Eða heldur ritstjórinn að sá kostur, sem hann telur einna nauðsynlegastan til þess að stjórn landanna fari vel úr hendi, sé alveg óþarfur við stjórn heimilanna? — Eða hugsar hann að drengirnir hafi tekið svo mikið fast- lyndi í arf frá feðrum sínum, að þá geti ekki sakað, hversu mikið stefnu- leysi og hringlandahátt sem þeir kunna að sjá fyrir sér meðan þeir eru und- ir hendi mæðranna. [Framh.] OJALLARHORN. V- ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ • •♦•♦♦♦••♦♦•♦♦ ♦• ♦-• ♦ ♦-♦-•-• • • • • • • • • • • ♦-♦ ♦ ■♦ ♦ Karlmanna- fataefni af nýjustu tízku sfórf úrval °g lágf verð og ótalmargt fleira nýkomið í vefnaðai vöi uveizlun jSudmanns Sfterfl. Alþingi. I. Á mánudaginn kotn „Vesta" til Reykjavíkur norðan og vestan um, land með þá þingmenn er héima áttu utan Reykjavíkur og ókomnir voru áður til alþingis. Tíminn til þingsetningarinnar var notaður sleitulaust til flokksfunda. Þó hafði ekki komist á samkomu- lag um kosningu á forsetunum, milli meiri hlutans er var á síðasta þingi, áður en alþingi var sett. Ekki kvað „Sjálfstæðisflokkurinn" á þingi heldur vera búinn að koma sér til fulls saman um það enn, hve lengi þeir lofi Birni að vera við ráðherraembættið. Hinir trygg- ustu af flokksmönnum hans sækja fast að hann verði ekki látinn velta fyr en »í þinglok í fyrsta lagi" og hugsa sér víst á þann veg að tryggja honum valdasætið eftirleiðis. II. Alþingi var sett á hádegi í gær. Aliir þingmenn voru mættir. Á und- an þingsetningunni voru þeir við guðsþjónustugerð í dómkirkjunni og gengu svo þaðan í skrúðfylking til þinghússins. Síra Björn Þorláksson þingmaður Seyðfirðinga prédikaði. Aldursforseti Júlíus Havsteen gekst fyrir kosningu forseta í sameinuðu þingi. Kosningu hlaut Skúli Thor- oddsen með 23 atkvæðum. Hann- es Hafstein fékk 13 atkv. Varafor- seti kosinn Sigurður Gunnarsson og skrifarar Jón Ólafsson og Björn Kristjánsson. Kjörbréfanefnd: Krist- ján Jónsson, Jón Magnússon, Sig- urður Stefánsson, Benedikt Sveins- son og Lárus H. Bjarnason. Að því búnu skiftu þingmenn sér í deildirnar og hófst fundur í hverri um sig. Forseti í efri deild var kosinn Jens Pálsson með hlutkesti milli hans og Kristjáns Jónssonar. Vara- forsetar: Stefán Stefánsson skólameist- ari og Júlíus Havsteen. Skrifarar: Kristinn Daníelsson og Steingrímur Jónsson. Forseti í neðri deild var. kosinn Hannes Þorsteinsson með 14 atkv. og kusu Heimastjórnarmenn hann, Ólafur Briem fékk 12 atkv. Vara- forsetar: Benedikt Sveinsson og Hálf- dán Guðjónsson. Skrifarar: Björn Þorláksson og Eggert Pálsson. III. Reykjavík 16h kl. 5 e. h. Skrifstofustjóri alþingis verður Ein- ar Hjörleifsson og þykir það ó- svinna, jafn óduglegur og hann hafði verið við það starf á síðasta þingi, þegar Björn Jónsson laumaði þeim bita að honum. í dag er enginn fundur í þing- deildunum, en margt fer nú fram bak við tjöldin. Flokksfundur var í gærkvöldi með- al stjórnarmanna og varaði fram á nótt. Fullyrt er að þar hafi flokkurinn klofnað. Fullyrt ennfremur að Björn verði látinn velta úr valdasessinum nú þegar í þingbyrjun. Fullnaðará- kvörðun um það, verður þó ekki tekin fyr en á laugardagskvöldið. Miklar ráðagerðir um hver skuli verða eftirmaður hans f ráðherra- sætinu. Enn er ekkert hægt að full- yrða um það. Frá Seyðfirðingum. 16/2 I9II. Ungfrú Herdís Matthíasdóttir hélt hljómleika á laugardagskvöldið. Lék hún mörg lög á slaghörpu og söng með. Þótti Seyðfirðingum mikils vert um söng hennar og luku mesta lofs- orði á. Nokkur lög sungu þær systur saman, Herdís og frú Þóra Skaptason, og si'ðast léku þau nokkur lög, þau Herdís (á slaghörpu) og Þorsteinn Gíslason símritari á fiðlu. Segja menn yfirleitt, að traUðla hafi heyrst hér betri hljómleikar áður. Kvenfélagið »Kvik« hefir efnt til kvöldskemtunar á sunnudagskvöldið. Verður þar meðal annars mikill grímu- dans og eru margir af búningunum mjög skrautlegir og eftir nýjustu gerð. (iaítnfræöaskóiinn. Stefán Stefánsson skólameistari fór áleiðis til alþingis með »Vestu« um daginn eins og áður er getið. Þegar hann var kominn »um borð« komu allir skólapiltar og kennarar skólans í fylkingu fram á hafnarbryggju, fram að hlið skipsins og árnuðu honum góðrar ferðar og heillar heimkomu. Ber það vitni um vinsældir skólameist- ara við skólann. Þorkell Þorkelsson, eðlisfræðingur gagnfræðaskólakennari er, af stjórn- arráðinu, settur skólameistari í fjar- veru Stefáns Stefánssonar. Stgr. Matt- híassonhéraðslæknirkennir þær fræðslu- greinir er Stefán skólameistari kendi, í fjarveru hans. „Verzlunarmannafélaz Akureyrar" heldur árs afmæli sitt nú á laugar- daginn kemur, á »Hótel Akureyri«. Verður þar margs konar fagnaður um hönd hafður. Félagið hefir boðið bæjarfógetanum og frú hans sem heið- ursgestum. Kaupamennirnir. Synd væri að segja það að nýju kaupamennirnir við »Norðurland« reyni ekki að gera það sem þeir geta til þess að verja »húsbóndann« og hækka hann í sessi. Og er það ekki altaf bæði fallegt og virðingarvert að sjá hjúin »stunda húsbóndans hag« og gera það sem þau geta? Enginn getur með sanngirni heimtað meira. Hugsa sér annars starf »Norður- lands«! Miklu af rúmi þess er stöð- % ugt varið til þess að hœla húsbónd- anum, hver sem það er, f það og það skiftið. Sigurður Hjörleifsson bis- ar altaf í líf og blóð við að hæla Birni Jónssyni og þegar Sigurður skýzt í burtu, koma nýjar sálarstærðir til þess að hæla Sigurði. Er eitthvert segulafl 1' »NorðurIandi« er verkar sér- staklega á alla »attaníossa« ? — Ojæja, það gengur oft svo í lífinu. »í sveita þíns andlitis skaltu þfns brauðs neyta.« — — »Gjh.« nennir nú, satt að segja, ekki að fást mikið við þessa nýju kaupamannasveit Sig. Hjörleifssonar. Finst þess heldur ekki svo mikil þörf. Lesendur beggja blaðanna (»Gjh.« og Nl.«) munu samdóma »Gjh.« um það, að þegar einhver leigir sig til ákveð- ins starfs, fyrir ákveðna borgun, er sá drengur beztur, er reynir að leysa starfið bezt af hendi og koma sem mestu í verk. Það —sú meginregla — verður að vera þeim til afsökunar, kaupa- mönnunum, ef einhverjum kynni að þykja hól þeirra um húsbóndann full- smeðjulegt eða fullmikið í það borið!

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.