Gjallarhorn


Gjallarhorn - 26.05.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 26.05.1911, Blaðsíða 2
V. OJALLARHORN. 72 77/ skólameistara Stefáns Stefánssonar Kveðja við heimkomu hans af þingi vorið 1911. ^il MagtlÚsar EÍnarSSOtiar frá söngfélaginu »Gígja“. Frd nemendum Gagnfrœðaskólans á Akureyri. _______ Hægum fetum himinsunna hefur för um norðurgeim. Undralífið lifsins brunna lofum, grípum örmum tveim! Flyt þú, glóey, glaða daga gömlu landi og frjálsri þjóð. Skreyttu grund og grœnka haga, göfga alt sem vermir blóð! * * * Þegar vinir vin sinn finna vökvast hjörtun gleðiskúr. — Fjarlægð gaf það köld til kynna, hvað ’ann var þeim sannur, trúr. Eins og þráir lækur líða langan veg í unnar skaut, þráir hjartað heita, blíða hjarta vinar, langt á braut! * * * Velkominn til vína þinna, vinur kær, þér héilsum öll. Loksins þig vér fengum finna — frikkar lið í vorri höll! Verum glöð á góðri stundu, garpinn snjalla færði oss vor. Lifðu heill á Garðars grundu, gœfan blessi hvert þitt spor! Eimreiðin, XVII. ár, 2. heffi. Lengi hefir rit þetta verið kærkom- inn gestur og flutt þjóð vorri ágætan og fjöllitan fróðleik. En þetta hefti er einna jafnast að gæðum—Hkist kaup- skipi, sem brýzt gegnum hafís Horna milli (líkt og nú!) og færir oss óvænta björg á borð og um leið gull og glys- varning, sem gleður og nærir — líkt og lambið gróandinn, og speninn á góðu vori (líkt og nú). Helztu ritgerðir í heftinu eru: Jón biskup Arason (M. J.) Þráinn, smásaga eftir Jakob Jóhann- esson.* Um íslenzkan landbúnað, eftir Jón J. Bíldfell, ágæt hugvekja, með góðum og ítarlegum eftirmála eftir ritstjórann, sem skal bent á síðar. Ásta meisiari (með mynd); þýtt. Framiíðarsamband Dana og íslend- inga. Eftir Dr. Knud Berlín. Þá rit- gerð þurfa allir íslendingar að lesa, og melta — því fremur sem hún er eftir danskan höfund. Auk þessa alls fiytur heftið mjög merka ritdóma, svo vel samda, að eg man ekki til að hafa séð jafnmargra bóka minst í einu með meiri skynsemi og minni hótfyndni. Og loks eru marg- ir kveðlingar í heftinu, og taka kvæð- in »Ur norðrinu«, eftir Guðm. Frið- jónsson þeim öllum fram, eins, og ekki sízt, kvæði Steph. G. Stephánssonar: »Fossa-föll«. Eins og mörg önnur hálf- kveðin og harðsnúin kvæði þess skálds minnir þetta smákvæði á lestur sankti Páls yfir þeim, sem töluðu tungurnar! »Hver hefir gagn af því sem hann * Leiðslusaga úr sjúku ímyndunarafii, en bpr um leið vott um frumlega skáld- gáfu. Eins og rósir lifna í lundum, laufgast blóm um fjöll og sveit. Þér er lagið liprum mundum líf að grœða’ i sálum heit. Jurtir þær, er þú oss grœddir, þökkum, geymum alla tið; — hulda strengi hreyfðir, glœddir, hljóma gafst þeim, sönglög blið! Timans hylur breiða bára bundin öfl i djúpri ró. Þó — að baki ótal ára efst þau verða’ á mannlífs sjó. Þú vilt böndin brjóta af öflum, bundin sem að felast enn, ryðja veg og varna sköjlum: verðum stöðugt betri menn! Fagurt er að stilla strengi, stefna rétt á gæfubraut. Fegra mun þó auðnu engi aftur gefa horfið skraut. Heill sé þér og þeirra störfum, þessi lönd er grœða’ á ný. Minning ykkar munum, örfum, meðan yljar sólin hlý! Tr. Svörfuöur. skilur ekki?« Jú, meir en þykist eg skilja, hvað skáldið fer, en það er ófullleiki — einkum hjá miklum vit- mönnum — að segja ekki eða yrkja svo fólk með fullu viti skilji, eða mis- skilji og fari á mis við gullið. Er ekki svo ? M. J. Söngskemtun. Skemtisamkoma var haldin í Good- templarahúsinu síðastliðinn sunnudag. Skemtun þessi var allvel sótt og hefðu þó bæjarbúar átt að fjölmenna betur en raun varð á, þar sem ágóðinn átti að ganga lil min'nisvarða Jóns Sigurðs- sonar. Ef til vill hefir vantað »dans á eftir«, því það lítur út fyrir að hann hafi mest aðdráttarafl, þegar um skemt- anir er að ræða, þó leitt sé frá að segja. Söngfélagið »Gígja« söng nokkur lög, vel að vanda. Það félag er búið að ná miklum vinsældum hjá bæjar- búum, og það að verðleikum. Góður kórsöngur hefir ekki verið hér að öll- um jafnaði á boðstólum. Læknarnir Valdemar Steffensen og Sigurður Einarsson sungu tvo ,dúetta‘, sá fyrri tókst ekki sem bezt, en hinn síðari, »Herbst!ied« eftir Mendelsohn, tókst allvel. — Sig. Einarsson söng tvo einsöngva mikið laglega. Valdemar Steffensen söng einnig cinsöngva : »Vaagn af din Slummer« og »Kongen« eftir Heyse. V. St. hefir prýðisfallega rödd og söng hann bæði þessi lög snildarvel, einkum »Kongen«. Frú Guðrún, kona Sig. Einarssonar, lék á slaghörpu, er þeir sungu lækn- arnir, mjög smekklega. Til hvíldar las V. Knudsen upp nokk- ur kvæði úr hinu nýju Ijóðasafni Guðm. Guðmundssonar, »Friður á jörðu«. . Söngvinur. Það fer svo oft, að þeir sem vaskast vinna, og vekja menn og leiða á nýja braut, og þeir, sem bezt að blómum vors- ins hlynna og berjast einir gegnum hverja þraut, að launin þeir og lofið hljóta eigi, þó lífsstarf þeirra beri fagran arð, því fjöldans hugur flanar sína vegi, þar fyrir ofan eða neðan garð. Og þú ert einn, sem vanst þitt verk með snilli, þó vinnan gæfi stundum lítinn feng. Er brandi fleygðir »bardaganna milli« þú bogan greips og knúðir fiðlustreng. Og marga sál með söngsins tónum vaktir, þó sjaldan væru laun á móti greidd, og margan kalinn reit þú rósum þaktir, þó reiknum ekki þeirra lengd né breidd. Hún »Gígja« vildi fegin laun þér færa, en fjár er vant, þó hugur góður sé. Og starf þitt vill hún litlu Ijóði mæra og Iáta sína hjartans þökk í té. Þú sönggyðjunnar vinur, vaski, djarfi, sem veittir okkur marga gleðistund, far heill á braut, kom heill að söngs- ins starfi, er haustar að og fölna blóm á grund. Kvæði þetta er orkt af Páli Jóns- syni kennara, og var sungið í sam- sæti, er söngféiagið »Gígja« hélt hr. Magnúsi Einarssyni söngstjóra síðastl. þriðjudag, bæði í tilefni af því, að hann er á förum héðan burt úr bænum um nokkurn tíma, og svo af því, að hann hefir sagt upp organleikarastöðu sinni hér við Akureyrarkirkju, sem hann hefir — eins og öllu sínu söngkenslu- starfi—.gengt með stökustu alúð og samvizkusemi í 38 ár (að frádregnu 3V2 ári, er hann dyaldi á Húsavík, og þar við sama starf) oftast við sára- lítil laun, svo hann hefir orðið að ber- jast fyrir lífinu á ýmsan annan hátt. M. E. segir, að ekki minsta ástæðan til þess, að hann hætti starfi sínu við kirkjuna, sé sú, að hann sé orðinn þreyttur á því, að berjast fyrir kirkju- söngnum, sem aðallega gengur illa að hafa í góðu lagi vegna þess, að engu fé sé til þess varið. Aftur á móti seg- ist hann muni halda áfram öðrum störf- um sínum í þarfir sönglistarinnar, og þar á meðal söngfél. »Gígju«, er hann hefir stýrt tvo síðastl. vetur. Það fé- lag er með fullum blóma, og hefir getið sér hinn bezta orðstír fyrir söng sinn. Magnús hefir hugsað sér að dvelja austur á Langanesi í sumar og stunda þaðan sjóróðra, til þess að reyna að bæta sér upp þann tekjumissi, er af því leiðir, að hætta organleikarastarfi við kirkjuna, og líklega við barnaskóla bæjarins. Björn Jónsson ritstjóri »ísafoldar«, fór til útlanda sér til heilsubótar nú með »Sterling. 80 miljónir króna gefnartil útrýmingar á berklaveiki Miljónamæringurinn Jim Patten í Nýju Jórvík hefir ákveðið að gefa 80 miljónir kr. til vísindalegra rannsókna, er miði að útrýming á berklaveiki. Jim Patten varð frægur fyrir kaup- hallargróðabráll sitt í fyrra. Kvað svo ramt að hræðslu annara kauphallar- manna við gróðabrall hans, að í fýrra, þegar hann kom til Lundúna-kaup hallar, var gerður aðsúgur að honum svo mjög, að hann varð að fá lög- regluhjálp út þaðan og flýði þegar til heimkynnis síns. Patten hefir nú hætt öllu gróðabralli og ætlar að lifa ró- legu lífi það sem hann á eftir ólifað. Július Júlíusson Skipstjóri á »Austra« varð fyrir því ó- happi, á Seyðisfirði á leiðinni hingað, að mjórri pípan á öðrum fæti hans brotnaði niður við ökla, brotið þó ekki slæmt, svo vonandi á hann ekki lengi í því. Bæjarfógetahjónin hér urðu fýrir þeirri sorg, 22. þ. m. að missa fósturdóttur sína, Guðlaugu Jóhann- esdóttur, (dóttir frú Karólínu Guðlaugs- dóttur og Jóhannesar Jósefssonar). Hún var sérlaga efnilegt barn. Jarðarförin er á- kveðin 1. júní n. k. Stefán Stefánsson skólameistari kom heim af alþingi á laugardagsnóttina var með skipi, er »Sjö- gutten« heitir, frá Seyðisfirði, þangað flutti »ísl. Falk« hann frá Reykjavík. Óhætt er að segja, að margir urðu fegnir komu hans, og þó skólinn mest — óskyldra A láugardaginn kl. 4 síðd. komu nem- endur og kennarar Gagnfræðaskólans sam- an í samkomusal skólans til að fagna meist- ara sínum. Haraldur Guðmundsson (frá Gufudal) hafði orð fyrir nemendunum og söngflokkur skólans söng kvæði það, sem prentað er hér á öðrum stað í blaðinu. Unsifrú Herdis Matthíasdóttlr kom hingað til bæjarins með »Austra«, eftir rúmlega þriggja ára dvöl erlendis við söngnám. Ungfrúin hefir notið kenslu hjá beztu söngkennurum Dana, svo marga bæjarbúa mun langa til, að hún eigi dragi Iengi að láta til sín heyra opinberlega. Og varla vafi á að þeir sæki þá skemtun vel. Gaznfræðaskólinn- Þar er nú lokið prófi í fyrsta og öðrum bekk. Prófi í þriðja bekk verður lokið eftir helgina skólanum verður svo sagt upp. Islands Falk. Hann ætlaði með þingmenn til Norður- landsins, en varð að snúa við sökum íss við Langanes. „Austri", Hann komst austhr fyrit land. „Vestri". Sökum ýmsra tafa á Húnaflóa, er hann orðinn á eflir áætlun. Ritstjóri Gjallarhorns er væntanlegur heim næsta sunnudags- kvöld.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.