Gjallarhorn


Gjallarhorn - 05.08.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 05.08.1911, Blaðsíða 3
V. •-#-# # • • • • • • •< Háskólinn í Reykjavík Og háskólinn í Kaupmannahöfn. Einhver íslenzkur stúdent við Hafnarháskóla hreyfði því við dönsk blöð, að þegar háskólinn í Rvík hefði verið vígður 17. júní, hefði Hafnarháskóli ekki sent honum heilla- skeyti, eins og flestir aðrir nágranna- háskólar, og gefur í skyn, að Rvík- urháskóli muni mega vænta kulda frá Höfn. »Politiken« bað rektor háskólans i Höfn, dr. phil. Kr. Erslev, að svara þessu, og kvað hann orsök- ina vera þá, að þeir prófessorarnir í Höfn hefðu ekki haft hugmynd um, að vígja ætti háskólann í Rvík 17. júní, óg ekki vitað það fyr en þeir lásu um það í blöðunum. Það væri siður meðal allra mentaþjóða, að nýir háskólar létu eldri nágranna- háskóla vita, þegar þeir yrðu vígðir. Það hafi þeir í Rvík ekki gert, og megi þeir því sjálfum sér um kenna skeytisleysið. Annars kveðst hann ekki skoða háskólastofnunina sem neinn mikinn atburð, því í rauninni sé hér ekki um annað að ræða en samsteypu þriggja smáskóla. Danir titla Rvíkurskólann »Höj- skole«, en ekki »Universitet«, eins og sinn háskóla. »Höjskole« er al- gengt nafn í Danmörku á lýðskól- unum þar í landi. Bjarni Jónsson frá Vogi hefir fengið »Politiken« til þess að birta smáklausu um, að Danir þýði nafnið rangt og enn- fremur segir hann það vera tíma- naumleik að kenna, að Hafnarhá- skóla var ekki tilkynt um vígslu há- skólans í Reykjavík. Helðursgiðf. Ýmsir leikendur á Akureyri gáfu nýlega ungfrú Margrétu Valdemarsdóttur vandað gullúr og gullfesti í þakklætisskyni fyrir starfsemi hennar, í þarfir leiklistarinnar, hér á Akureyri. Fluaufrean? Sagt er, að Einar Hjörleifsson muni bjóða sig fram í Eyjafjarðarsýslu, af hálfu »Sjálfstæðis<manna, við næstu kosningar. — >Gjh.« veit ekki, hvort satt er, en finst sagan fremur ósennileg. Aasre Berlemé stórkaupmaður, er hér hefir dvalið um hríð, fór heimleiðis til Hafnar með gufu- skipinu »IngoIf<. Hannes Hafstein fyrsti þingmaður Eyfirðinga, kemur hing- að eftir miðjan þ. m. og ráðgerir þá að halda fundi með kjósendum á einum 2—3 stöðum í kjördæminu. Munu þeir fundir verða vel sóttir eins og vant er þegar hann leggur mót með kjósendum sínum. Andrés Féldsted augnlæknir dvelur hér i bænum fram um miðjan þ. m., og leitar hans fjöldi augnveikra manna. Oplnberunarbók. Rögnvaldur Snorrason (kaupmanns JónS- sonar) verzlunarstjóri á Oddeyri og ungfrú Sigríður Sveinsdóttir (kaupmanns Sigfús- sonar) í Reykjavík. Jens Sigurðsson (prófasts Jenssonar í Platey) gasmeistari í Reykjavík og ungfrú Sigþrúður Brynjólfsdóttir (prests Jónssonar ® Ólafsvöllum). GJALLARHORN. 105 >• • •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••♦••••••••♦♦♦•••• + 3éra Þorleifur Jónsson á Skirmastað andaðist 27. júlí á Víðirhóli á Fjöllum, hafði farið þang- að og ætlað að messa þar, en varð þar veikur og komst ekki heim. — Æfiatriða hans verður nánar getið síðar hér í blaðinu. Smælki. Að hverju leyti eru Indíánar og ýmsar stúlkuflennur lík og ólík? - Þau eru lík í því, að bæði mála á sér andlitin, en ólík eru þau í því, að Indíáninn gerir það til þess að fæla menn, en flennan til þess að tæla. 0 „Heyrðu, Pétur! Hvað er orðið barn í fleirtölu?" — Pétur: „Tvíburar." 0 Einungis einu sinni höfum við hjónin verið á sama máli, síðan við giftumst. Pað var þegar húsið okkar brann; þá vildum við hvorugt brenna inni. 0 Bóndasonur færði kennara sínum heilmik- ið kjötstykki sem gjöf frá foreldrum sínum. -„Heilsaðu foreldrum þfnum kærlega með bezta þakklæti frá mér fyrir sendinguna," sagði kennarinn við drenginn. „Þetta er annars alt of mikið." - „Pabbi héit það nú líka," sagði drengurinn, „en þá sagði mamma: Við skulum láta hann hafa þetta, fj....... mathákinn þann arna; það er hvort sem er aldrei nokkurntíma hægt að gera honum til hæfis." 0 Háskólakennari, sem var ágætlega að sér, en framúrskarandi uppstökkur, hafði lofað að halda fyrirlestur fyrir miklu fjölmenni. Fyrirlesturinn átti að hljóða um þolinmæði. Salurinn vaið strax troðfullur af áheyrendum. Háskólakennarinn byrjar: „Mínir heiðruðu herrar og frúr! Þolinmæðin, mínir háttvirtu áheyrendur, er----gerið þið svo vel og lát- ið aftur dyrnar---þolinmæðin, mínir hátt- virtu herrar og frúr, er fögur og----látið þið dyrnar aftur, segi eg. Þolinmæðin er, eins og þér heyrið, hin allra fegursta dygð, sem - (óður og uppvægur) - Iátið aftur dyrn- ar, helvítis beinin ykkar, segi eg enn þá einu sinni. — Fýrst þið gerið það ekki, þá er þol- inmæði mínáendaog fyrirlesturinn er búinn." Þingmálafundi hefir Hannes Hafsteií] 1* þingm. Eyfirðinga áformað að halda, að forfallalausu, á 1. Siglufirði 18. eða 19. p. m. (er „Flora" kemur pangað) 2. Dalvík fimtudaginn 24. p. m. 3. Möðruvöllum í Hörgárdal miðvikudaginn 23. p. m. 4. Grund í Eyjafirði mánudaginn 21. p. m. Ákveðið er að fundirnir hefjist kl. 1 e. h. liina tilteknu daga. VEFNAÐARVÖRUVERZLUj'J Gudmanns Efterfl. fékk nti með s/s „Ingolf" I mikið af kai lmannafötum er kosta frá kr. 18.00 til kr. 31.00 og ótal, ótal margt fleira. Kennarastaðan Öngulstaðahreppsfræðsluhéraði er laus fyrir næsta vetur. Umsóknir sendist til fræðslunefndarinnar fyrir lok ágústmánaðar næstk. PANTIÐ SIÁLFIR FATAEFNI VÐAR beint frá verksmiðjunni. Stórkostlegur sparnaður. Hver maður getur fengið gegn eftir- kröfu, burðargjaldsfrítt, 4 mtr. 130 cm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt, vel litað fínullarklæði í fallegan og haldgóðan kjól eða útiklæðnað (Spadseredragt) fyrir einar 10 kr. (2/so pr. meter). Eða 3'A mfr. 135 cm. breiff svart, dökkblátt eða grá- möskvað nýfízkuefni í haldgóð og falleg karlmannsföt fyrir að eins 14 kr. 50 aura. Séu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá verður tekið við þeim aftur. Þykk ullar- mikil ferðateppi 2x3 al. að eins 5 kr. Gráleit hestateppi mjög þykk 2 x 23U al. að eins 4 kr. 50 aura. Aarhus Klœdevœveri, Aarhus, DanmarK- „ajaHarhorn,\ Tvö tölublöð þess hafa fallið úr réttri röð útkomudaga, vegna vanskila, er varð á pappírssendingu í blaðið, og eru kaup- endur beðnir afsökunar á því. „Sauðirnir nezldir'*. Veit »Gjh.« hvort það er satt, að nú séu »Sjálfstæðis«(!)menn hér í bænum að skifta kjósendum niður í 10 manna flokka og skipi svo deildarstjóra fyrir hvern flokk, til þess að »passa upp á« að kjósendur »kjósi rétt«, nefnilega Sigurð Hjörleifsson. — Einnig er sagt, að búið sé að prenta miða, þar sem Sig. Hjörl. er lofað fylgi, og sagði einn »Sjálfstæðis«-postu!i mér, að það ætti að »negla sauðina« með því, að láta þá skrifa undir miðana. Kiósandi. »Gjh.« gæti vel trúað, að hér væri rétt sagt frá. ••♦•••••••••••••••• Tapast hefir «■ brjóstnál (kringlótt) mjög vönduð, gerð í fornum ,stíl. Finnandi beðinn að skila f Hafnar- stræti 39 (hús frú Grönvold). wi Lesið ~m nú með afhygli. Frá deginum í dag og til næsta laugardags verða fiu verufegundir (nýlenduvara og álnavara) seldar afaródýrt í verzlunmmEDINBORG'. Nolið tœkifœrið. Slíkt verð býðsi ekki aftur. Komið og kaupið. Virðingarfylst. G. Jóhannesson.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.