Gjallarhorn


Gjallarhorn - 02.12.1911, Page 1

Gjallarhorn - 02.12.1911, Page 1
UJALLARHORN. V. 45. • • • • •••••••• •••• • • • • • Bókmentir. (Bækur sendar .Ojallarhorni'.) 1711-1911. Skúli Masnús- son landfóseti, eftir jðn /ónsson. Kostnaðarmaður Sig- urður Kristjánsson. Rvík 1911 (Gutenbergl, Það má segja um þá báða, Jón sagnfræðing og Sigurð Kristjánsson, að þeir gera ekki endasleþt á því, að gæða íslendingum á góðum bók- um, Jón með því að semja og Sig- urður með því aðgefa þær út. Eru þær bækur, er þeir hafa þannig sent út, og að maklegu búnar að ná mikl- um vinsældum hjá þjóðinni og má þar sérstaklega nefna „Dagrenning", enda er það einhver hin þjóðlegasta prédikun, er prentuð hefir verið hér- lendis á síðustu tímum, þó í sögu- stíl sé. Er það mál margra viturra upþeldisfræðinga, að engar bækur séu eins vel fallnar til þess að glæða þjóðernistilfinning upþvaxatidi kyn- slóða, eins og æfisögur samlanda þeirra, er lagt hafa mikið í sölurnar fyrirjættjörðina, en æfisöguþættir slíkra manna eru það, einmitt sem „Dag- renning" flytur, skráðir með hinu látlausa, þýða ritmáli Jóns sagnfræð- ings. Þessi nýja bók um Skúla fógeta er framhald í sömu stefnu, en efn- ið til þess að hún er gefin út um þessar mundir er 200 ára afmæli Skúla, er nú fer í hönd, og þó ým- islegt eigi að gera til þess, að heiðra minningu hins afkastamikla mikil- mennis og óþreytandi ættjarðarvinar hyggur „Gjh." að fátt af því verði óbrotgjarnari bautasteinn, en þessi bók Jóns sagnfræðings, svo ítarlega er hún og vel 'úr garði gerð. Höf. segir í formálanum að eftir að hann reit hina ljósu og fróðlegu ritgerð um Skúla fógeta, sem prentuð er í Safni til sögu íslands (III. b., 1. h.) hafi hann fundið" talsvert af nýjum og miklu ítarlegri upplýsingum", en hann átti þá kost á og er þeim nú ofið inn í þessa frásögn. Er ekki rúm hér að skýra svo frá bókinni, sem æskilegt væri, enda er það tæp- ast hægt, því öll er hún svo úr garði gerð, að hver blaðsíða ætti að lesast vandlega af hverjum þeim, er vill heita íslendingur og þekkja æfi- sögu eins hins mikilhæfasta landa síns. Bókin er 410 blaðsíður að stærð í stóru 8vo. Fremst í henni eru myndir af Viðey og Reykjavík á síðustu dögum Skúla fógeta og enn fremur gott sýnishorn af rithönd hans, en því miður er engin mynd til af honum sjálfum svo menn viti, svo hún gat ekki fylgt bókinni, er Það undarlegt, jafn oft og Skúli dvaldi ytra, þar er myndagerð var Þá á veg komin. — Sjálf bókin skift- fst í 10 kafla (eins og ritgerð Jóns um Skúla sem fyr er nefnd) og er Ritstjóri: Jón Akureyri 2 • • • • • • •• ••••••••• «-♦ • þetta fyrirsögn þeirra: I. Bernsku og æskuár, II. Sýslumannsstörf, III. Landshagir um miðja 18. öld, IV. Iðnaðarstofnanirnar settar á fót, V. Viðureign Skúla og Hörmangara- félagsins, VI. Iðnaðarstofnanirnar og afdrif þeirra, VII. Verzlunardeilur Skúla og Almenna verzlunarfélags- ins. — Leyst Verzlunarböndin, VIII. Viðskifti Skúla við amtmenn og stiftamtmenn, IX. Afkvæmi Skúla, einkamál og heimilishagir, X. Ein- kenni Skúla og æfistarf. Þá koma ýms fróðleg'fylgiskjöl er ekki hafa verið prentuð áður og ná þau yfir um 70 blaðsíður. Gjh. telur sjálfsagt að alla bóka- vini og fróðleiksmenn langi að eign- ast bókina, og lesa gaumgæfilega nú á 200 ára afmæli söguhetjunnar og mælir hið bezta með henni. Kjörfylgi H. Hafsteins. >Sjálfstæðis«-blöðin og eftirhermur þeirra, eru í örvinglun sinni út af kosningunum að reyná til að íelja sér Irý um og gleðja sig yfir, að fylgi Hannesar Hafsteins sé að minka með- al kjósenda í Eyjafjarðarsýslu. En þau viía, að það er þvert á móti. Hannes Hafstein hefir aldrei verið kos- inn með jafn mörgum atkvæðum og hann fékk í haust. Fylgi hans því al- drei verið jafn eindregið og nú. »Sjálfstæðinu« þykir það »sigur« (!!) fyrir sig, að hann varð annar þing- maður Eyfirðinga, en Stefán í Fagra- skógi fyrsti. — Heimastjórnarmenn komust að þeirri ráðagerð þeirra fyrir kosningarnar, að þeir voru að berjast fyrir, að svo færi, voru að fá þessa fáu »Sjálfstæðis« - menn kjördæmisins til þess að kjósa Stefán í Fagraskógi með Kristjáni á Tjörnum eða Jóhann- esi, af því þeir vissu að örvænt var um kosningu þeirra. Það sýndi sig, þegar atkvæðin voru lesin upp, að þetta hafði verið gert — og Sjálf- stæðismenn »unnu sigur« (!!) Stefán varð fyrsti þingmaður Eyfirðinga. í jafneindreignu »Heimastjórnar«- kjördæmi og Eyjafjarðarsýsla er, hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir þetta ef menn hefðu viljað. Hannesi Haf- stein var sagt frá því og hann spurð- ur um það. En hann vildi ekki, ekki fyrir nokkurn mun, að farið yrði að fá Heimastjórnarmenn til þess að kjósa »Sjálfstæðis«-þingmann með sér, mót- mælti harðlega »þeim skrípaleik« og kvað sér vera hjartanlega sama þó Sjálfstæðið fengi þann sigur, að hann yrði annar þingmaður. Það má einnig geta þess, þó þýð- ingarlítið sé, að nokkrir Heimastjórn- armenn voru svo andvígir Stefáni í Fagraskógi að þeir vildu ekki kjósa hann. Það sýndu meðal annars þeir atkvæðaseðlar þar sem merkt var við Stefansson. desember. •••••••••••••••••••• nafn Hannesar Hafsteins — og engra annara. Kjósandi. ísland er eign Islendinga og má ekki veðsetjast útlendum féræningjum og bófum. París. 1911. Ættingjar, vinir og samlendingar mínir á íslandi! Leyfið mér, ólánsræflinum — sem sumir hafa kallað »lauslætisbarnið«, en aðrir »aðskotadýr« og »vitfirring« og enn aðrir »skrumara og bjálfa* — að segja nokkur alvöruorð til yðar nú, þótt seint sé, því seint er betia en aldrei, og eg hygg, að eg hafi rétt til að rita opinberlega nokkur orð um ættland vort og arfleifð, sem eg á einn- ið tilkall til, af þvf að eg er borinn og uppalinn á íslandi, og hefi aldrei gerst þegn annars ríkis, né afsvarið ættjörð mína, og svo vegna þess, að eg hefi rétt til að hjálpa ættingjum og vinum á mínu eigin ættlandi.— Og orð mín eru þessi, aðeins fá f þetta sinn, því að eg hefi ei tíma né efni til að rita langt mál, né veit hvort það kemst á prent, þótt það berist vinum í hendur, né hvort það verður lesið eða nokkurs metið, þótt það komist á prent: I. Leyfið engum að rœna yður arf- leifð yðar og efnum. Setjið ekki ísland í pant fyrir fé útlendinga, né gefið neinum útlendum auðmönnum vald og eignarumráð yfir auðlindum íslands: fossum þess, fljótum og málmnámum, sem geta veitt ísleuzkri alþýðu offjár, svo framt hún stofni sjálf verksmiðjur til að nota þetta afl og þessar auð- lindir og eigi verksmiðjurnar og allan arð af þeim. II. Kaupið sem fyrst verkvélar, ti) að nota fossa og fljót og ár íslands til að rafhita hús og hýbýli í þorpum, kaupstöðum og |>ar sem þéttbýlt er og vatnsmagn er nóg í grend, eins og víðast er á íslandi. Það eitt getur sparað íbúum íslands helming til tvo þriðju hluta þess fjár, tem þeir eyða árlega til steinkola- kaupa, en það mun vera í kaupstöð- um íslands alt að 100 kr. á hverja fjölskyldu, þ. e. 20 kr. á mann, eða nær 200,000 krónum fyrir Reykjavík árlega og 20,000 kr. fyrir Akureyrar- bæ og álíka fyrir Seyðisfjörð og ísa- fjörð. Það er hagnaður, sem nemur nær 1 miljón króna á hverjum 4—5 árum, og getur orðið vísir til alþjóð- legs iðnaðar á íslandi, sem sé þjóðar- eign, og þar með laus við þrælkun þá og eymd, óhóf og stríð, sem einkenn- ir stofnanir stórfélaga hér í útlöndum. III. Vanrækið ekki, að íhuga þetta málefni nú þegar og| byrja sjálfir að nota ásmegin íslands og ausa úr gull- | 1911. • •-•-•- • • •■ • •-• ♦ • # # ■• • ■ kistum þeim, sem felast undir fljótum þess og geyma svo tíu miljón hestafla nemur, þ. e. 100 miljón mannafla til stöðugs erfiðis um alla tíð. — Er það einskis virði ? Eða má ske oflít,ið til að geta unnið ykkur nokk- urt gagn ? Fr. B. Arngrímsson. Stærstl íslenzki botvörp- ungurinn sokkinn. Botnvörpungurinn »Lord Nelson«, eign nokkurra Reykvíkinga (hlutafélags- ins »ísland«), fór nýlega til Skotlands í þeim erindum að selja afla sinn. Gekk það vel og greiðlega og var hann á heimleið, ásamt botnvörpung- num »Jóni forseta*, er hafði verið í sömu erindum. Norðarlega á Leith- flóanum mættu þeir (22. þ. m.) miklu eimskipi norsku og sigldi J>að á »Lord Nelson«, braut inn stórt skarð í hlið- ina á honum og hélt svo leið sína. »Jón forseti* gat bjargað öllum skip- verjum af »Lord Nelson«, en nálega engu öðru, því hann sökk nær tafar- laust eflir að hann fékk höggið. Segja menn að yfirmaður norska skipsins hafi hagað siglingunni svo, að líkast væri að hann hefði siglt á »Lord Nel- son« af yfirlögðu ráði. »Lord Nelson« var mest skip af öllum íslenzkum botnvörpungum. Hon- um stýrði Hjalti skipherra Jónsson, einn af mestu veiðigörpum og æfð- ustu sjósóknar-fullhugum Reykjavíkur. — »Jón forseti* kom heilu og höldnu með skipshöfnina af »Lord Nelson«, til Reykjavfkur á mánudaginn. Akureyri. Afmœli. Ragnar Ólafsson kaupmað- ur varð 40 ára 25. f. m. Hjúskapur. Þorkell Þorkelsson fyrsti kennari við gagnfræðaskólann og ung- frú Rannveig Einarsdóttir (systir Sig- urðar dýralæknis) héldu brúðkaup sitt á laugardagskvöldið. Gestir í bœnum. Séra Arnór Árna- son í Hvammi í Laxárdal, Jón Ólafur Stefánsson kaupm. Blönduósi, Guðm. T. Hallgrímsson héraðslæknir á Siglu- firði og frú, Þorv. Arason póstafgreiðslu- maður á Víðimýri o. fl. Alþýðufyrirlestrar. Præp. hon. Jónas Jónasson kennari talaði í leikhúsinu Tviritunarbœknr (frumbœkur) beztar og ódýrastar selur prentsmiðja Odds Björnssonar á Akureyri.

x

Gjallarhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.