Gjallarhorn


Gjallarhorn - 16.01.1912, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 16.01.1912, Blaðsíða 2
174 OJALLARHORN. V. sýndur hér í Ieikhúsinu nokkrum sinn- um eins og áður er getið í »Gjh«. og er auðséð að hann heldur enn full- um vinsældum því altaf er fult hús áhorfenda. Og skal nú farið um hann nokkrum orðum. Pað sem maður rekur fyrst augun í, er að hér er ekkert nútíðarleikrit á ferðinni. Maður verður því að »setja sig inn í« þann tíma, er það á að fara fram á, og ennfremur þær skáld- skaparstefnur er réðu lögum og lofum, um það Ieyti sem það vár samið, til þess að hægt sé að skilja leikinn og hlutverk hvers einstaklings í honum. Höfundurinn hefir auðsjáanlega verið mjög gagntekinn af rómantisku stefn- unni, er hann samdi leikinn, því hann ber þess í hvívetna fullar menjar, en það er aftur viðurkent, um öll Norð- urlönd að minsta kosti, að vandratað verður meðalhófið fyrir persónugerf- ingana, þegar þeir eiga að klæða holdi og blóði á leiksviðinu, persónurnar 1 þeim leikritum, sem samin eru sam- kvæmt þeirri skáldskaparstefnu og blása lifandi anda í þeirra nasir, svo nærri fari því sem vakað hefir fyrir höf. leik- ritsins. Mætti nefna ýms merk erlend leikrit, þessu til skýringar og aftur ýms sérstök hlutverk í hverju þeirra fyrir sig, en hér er ekki rúm til þess, og ennfremur má benda á að mýmörg af slíkum leikritum hafa verið endur- samin oft og einatt og persónurnar færðar til nútíma tíðaranda leikendun- uin til léttis, að leiksviðsumgerðimii er breytt, aftur og fram, nær í það óendanlega o. s. frv. í þetta ?inn hafa leikendurnir, eins og áður reynt að komast sem næst frummynd höfundarins að hverjum einstaklingi leiksins. — Gert tilraun til að sýna leikinn í sinni rómantisku dýrð! — — — Útbúnaður leiksviðsins er óvenju góður eftir því sem völ er á hér á landi. Leiktjöldin eru flest góð, sér- staklega »GrasafjalIið« (sem við mátti búast, málað af Carl Lund) en þó minnir það mann meira á landslag í Svíþjóð en á íslandi, eða jafnvel í Noregi. Draugagangurinn að Sveini, getur aldrei orðið öðruvísi en óeðli- legur, með þeim tækjum sem hér eru á leikhúsinu og hefði verið rétt- ast að sleppa honum með öllu. F*ok- an (þegar Haraldur bjargar Ástu) er prýðisvel sýnd, en þó mishepnaðist sú sýning lítilsháttar síðast er leikið var. Stofurnar eru dágóðar. Lakastur er hellir útlaganna á fjöllunum og væri þarft að ráða bót á því. Rá er samleikur #hlutverkanna. Víð- ast hvar er hann allgóður, en þó á- fátt í stöku stað. Það er t. d. móti lögmáli gestrisni og alirar hæversku, að svo virðist jafnan, sem sýslumað- urinn sé að íta stúdentunum til að halda á stað, þegar þeir eru heima hjá honum, því hann heíir fyrri leik- inn í öllu látbragði er að því iítur og er það að vísu ekki sök leikand- ans, heldur mun leiknum sjálfuin um að kenna. Viðureign stúdentanna og Galdra-Héð - ins gæti verið mun betri af stúdent- anna hálfu. Manga syngur mjög vel á leiksviðinu (»Ó, flýt þér nú snót mín«), en söngurinn á bak við tjöld- in í því lagi er afleitur, alt of veik- ur. Og fleira mætti n’efna. Yfirleitt er annars söngnum í leiknum mjög ábótavant. En nú er að minnast á helztu leik- endurna. Þar er þess að gæta, að alt leikstarf þeirra er unnið í tómstund- um og hjáverkum, launalaust, svo að ekki er rétt né sanngjarnt að heimfa mikið af þeim. I því eiga þeir auð- vftað sammerkt við flesta leikara hér- lendis. Ennfremur er þess að gæta, að fæstir þeirra munu nokkurn tíma hafa séð leikið svo hægt sé að læra af, (á erlendum leikhúsum) eða horft á þar sem veruleg list er í boði, en þá er mikils vant, sem auðvitað er. Prátt fyrir þetta leysa þó flestir leik- endurnir í Skugga-Sveini hlutverk sín vel af hendi og mun óhætt að full- yrða að ýmsir þeirra yrðu prýðisvel hlutgengir ef stofna ætti hér faátan leikaraflokk er eingöngu gæti helgað listinni krafta sína. Skuggasveinn (Jón Steingrímsson), er tvímælalaust vel leikinn. Hann held- ur sér samkvæmum sjálfum sér leik- inn á enda bæði í lyndisfari, hreyf- ingum, málrótni og öllu látbragði. Innri maðurinn, persóna með mann- legum tilfinningum, segir þar alt af til sín, brýst með ofbeldi við og við, út úr skrápnum marg-fannbörnum og frosnum. En jafnharðan harkar hann af sér og hótar öllum öllu illu, því allir viija honum illa og ofsækja hann og hafaofsóttfráblautu barnsbeini. Loks- ins fellir etlin hann á kné og »sveita- liddurnar« binda hinn frjálsa fjallason. Rað hefir mikla þýðingu að J. St. er æfður, góður söngmaður, því að án þess hefði honum verið ómögulegt að fara svo prýðisvel með hlutverk sitt sem hann gerir, eða láta Skugga- Svein ósjálfrátt viuna þá samúð áhorf- enda, sem hann hefir unnið sér við meðjerð Jóns. F*að eru einungis list- hæfir leikarahæfileikar sem til slíks eru hæfir. Og þá hefir Jón Steingrímsson. Ketill (Páll Vatnsdal) hefir gott gerfi og fer vel með hlutverk sitt. Eru góð- ir leikarahæfileikar þar auðsæir. Ögmundur (Guðm. Guðl.) er bezt leikinn af öllum persónunum í leikn- um og af verulegri snild. Leikandinn fylgir með sjálfur í hverju orði og skilur ávalt afstöðu persónunnar í leiknum, svo hvergi haggar. Þó mættu svipbreytingar hans (og iátbragð) vera ákveðnari í gleði-áttina og fyllri af fögnuði, bæði þegar hann heimtir Harald úr helju og þegar hann fær frelsi í lok leiksins. — Yfirleitt má segja að ávalt veljist vel í Ögmund. Hald. Gunnlaugsson verzlunarstj. og Jóhannes F’orsteinsson kaupmaður er hafa leikið hann hér áður (með löngu millibili) gerðu það báðir afburða vel. Haraldur (Aðalsteinn Kristinsson) er prýðisvel leikinn. Hreyfingar hans eru látlausar og eðlilegar, svo auðséð er að þar er maður sem hefir æfingu í að sýna sig á leiksviði. F’að er ávalt munur að horfa á þá leikara, eða þá sem vita varla hvað þeir t. d. eiga að gera við hendurnar á sér og alt af erujað einhverju tilgerðarfálmi með þeim Annars er Haraldur örðugt hlutverk og slæmt að sýna hann svo eðlilegur verði að nútímakröfum, en A. K. nær þeim tökum á honum, að áhorfandinn finnur ekki til að of sé né van um barnaskap hans og sakleysi. Sigurður i Dal (I. Eydal) og Laur entius (Páil Jónsson skáld) eru báðir vel leiknir og alt af samkvæmir sjálf- um sér. Bóndinn er hinn þurskynsami bu- forkur, sem hælir Guddu til þess að láta hana púla og yfirleitt veit alt af hvað hann er að gera. Sýslumaðurinn er með reiddan lagavöndinn og »rétt- vísina« í huganum og verður P. J. ekki skotaskuld úr að gera hann gust- mikinn. Asta er mjög vel leikin í öllum at- riðum leiksins er lúta að kvennlegum innileika og tilfinningablíðu og ekki sízt þar sem ástaþráin er að segja til sín hjá nautnþyrstri æskunni, svo sak- leysið sjálft veit ekki hver skollinn sjálfur er á ferðinni. En þegar víkings- lund hersisdótturinnar kemur til sög- unnar, verður leikandanum (Guðrúnu Jóhannesdóttir) örðugt að skifta ham, að öllu leyti, í einu vetfangi, eins og leikritið krefst, enda er það ekki með- færi nema þrautæfðra leikara að ná bylgjuföllum geðofsa á augabragði, svo vel eðlilegt verði. Guðr. Jóh. verð- ur vafaiaust ein hin fyrsta af leikkon- um vorum ef hún leggui stund á leik- list. Gvendur smali (Þóra Þorkelsdóttir) hefir víst sjaldan vérið_ jafnvel leikinn, munurinn alt af glöggur eftir því hvað fram fer, ýmist kátur, hróðugur, glett- inn við ömmu sína eða hræddur. Hinn jafni fábjánabragur er sumir hafa ávalt haft / »Gvendi« er ekki hjá. þessum leikanda og er hlutverkið þar rétt skilið. Manga er svo vel leikin sem unt er (af Margr. Valdemarsd.) Áhorfand- anum gremst aðeins að hlutverkið skuli ekki vera stærra, því svo vel fer leikandinn með það — það sem það nær. Jón sterki (Petur Ásgrímsson) er skemtilega montinn og leikinn hér samkvæmt því sem eðlilegast sýnist. Leikandinn er svo blátt áfram á leik- sviðinu, að óhætt væri að trúa hon- um fyrir stærra hlutverki næst. — Þá eru ýmsar aukapersónur sem ekki kveð- ur tnikið að. — Já, stúdentarnir. Leik þeirra bagar það mest að hvorugur þeirra, er þá sýna, er söngmaður. Galdra-Héðinn er prýðisvel leikinn (V. Knudsen) en Gudda, sem leikin er af sama manni, talsvert síður,— Þá má bæta við, um áhorfendur, oft virðist fjölda þeirra lítt vaxið að að skilja leikinn t. d. þegar þeir flissa eins og fífl að hinu og þessu, sem í eðli sínu er sár-raunalegt. Leikendur hafa skemt mörgum vel með leik sínum og ættu menn að nota tækifærið, meðan leikurinn verður sýndur, og sækja hann. Jaröarför Árna Friðrikssonar fer fram frá gagn- fræðaskólanum á fimtudaginn, kí. 12 á hádegi. Bæiarstjórnarkosnine fór fram 3. jan. Ur áttu að ganga Stefán Stefánsson skólameistari ogSigtr. Jóhannesson kaupmaður er ekki gaf kost á sér aftur. — Kosið var á tvo lista. Á A lista voru Stefán skólameist- ari og Ragnar Olafsson kaupmaður og fékk sá listi 163 atkv Á B lista er fékk 108 atkv. voru Bjarni Jónsson banka- stjóri og Þorkell Þorkelsson skóla- kennari. Kosnir voru því þeir Stefán skólameistari og Bjarni bankastjóri. Kapp var ekkert við kosninguna og mættu kjósendur mjög illa. o •dmjor riýtt og vel verkað kaupir stöðugt verzlun J. V. Havsteens. Rjúpur vel skotnar og óskemdar kaupir hæzta verði verzlun J. V. Havsteens. Klædevœver Edelinq, ▼▼yytWTtTtyt ♦ttTwmvfmvvmtymfmvyfm Viborg DanmarK, mtffffytfffftmttttty sendir burðai gjaldsfrítt, móti eftirkröfu, 10 al. svart, grátt, dökkblátt, dökk- grænt eða dökkbrún ceviot, úr góðri ull, í fagran kvenkjól, fyrir að- eins kr. 8 85. Ellegar 5 al. af tvíbreiðu, svörtu, dökkbláu, eða grámöskv- uðu nútýzkuefni úr alull, í haldgóðog: mjög: falleg karlmannsföt, fyrir aðeins kr. 13.85. Engin áhætta. Ef sendingin ekki líkar má skifta um hana eða endur- senda. Ull er keypt á kr 0,65 pr. pd. og prjónaðar druslur úr ull á kr. 0,25 pr. pd. hreina, kraftmikla IRIUS ST|ERNE CACAODUFT = selst aöeins í i/4 punds pökkum bún- um út með firmanafni og innsigli. Reynið hin nýju ekta litarbréf frá litarverksmioju Buchs Nýtt, ekta demantsblátt. JVÍýtt, ekta meðalblátt. Nýtt, ekta dökkblátt. Nýtt, ekta sæblátt. Allar þessar 4 nýju litartegundir lita fallega og ekta í aðeins einum legi (bœsislaust). Annars mælir verkstniðjan með sínum viðurkendu sterku og fallegu litum, með allskonar litbrigðum, til heimalitunar. Litanirnar fást hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Buchs Farvefabrik, Köbenhavn (stofnuð 1872 og verðlaunuð 1888.) Prenstmiðja Odds Björnssonar

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.