Gjallarhorn - 09.11.1912, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 09.11.1912, Blaðsíða 1
Gjallarhorn. Ritstjóri: Jón Stefansson. VII. 2. Akureyri 9. nóvember 1912. Verzlunarsambönd í Svíþjóð er bezt að fá með því að auglýsa í , Göteboi gs Handels och Sjöfai tstidnin^. Adr.: Göteborg. Upplag 30,000 expl. Laugardaga 55,000 expl. O. Gíslason & Hay, Ltd. Reykjavík Leith er elzt og stærst af íslenzkum heildsölu- verzlunum, og stendur því langbezt að vígi með að selja og útvega, kaupmönnum og kaupfélögum, allar útlendar vörur, hverju nafni sem nefn- ast, með hæfilegu verði og góðum kjörum og kaupa og taka í umboðssölu, allar íslenzkar af- urðir, svo seljanda verði sem hagnaðarmest. Firmað hefir erindreka í Noregi og Danmörk. Kaupmenn og kaupfélög! Áður en þið kaupið hjá öðrum, eða ráð- stafið innkeyptum afurðum, ættuð þið að leita upplýsinga hjá G. Gislason & Hay, Ltd. Július Havsteen yfirréltarmálaflutningsmaður Strandgötu 37 ertil viðtals hl. 10—11 f. h. 2—3 og 5—6 e. h. Talsimi 93. Myrens mek. Værksted, Kristiania Viking Renifabrik, Lövners Maskinforretning — Teknisk Bureau, Stavanger Representeret ved Gust. Blomkvist, Siglufjord. „Andels Anstalten Tryg“ er stærsta og ódýrasta lífsábyrgðarfé- lagið, er starfar í Danmörku. Árið sem leið voru keyptar lífsábyrgðir í dönsk- um lífsábyrgðarfél. fyrir þessarupphæðir: Andels-ý\nstaltenTrygkr. 18.500.000 Hafnia — 14.317.421 Stats-Anstalten — 13.000.000 Danmark — 6.000.000 Dansk Folkeforsikring — 5.185.652 Carentia — 5.000.000 Nordisk Livsforsikring — 1.813.371 Fremtiden — 1.293.559 Dan - 800.000 Koldinghus — 200.000 Andels Anstalten langefst á blaði. Barnalíftryggingarem hvergihent- ugi né betri en í þessu félagi. Hægt að kaupa ábyrgðir þannig, að öll ið- gjöld hœtta, ef faðir barnsins eða fóstri deyr, en lífsábyrgðin er samt sem áður í fullu gildi og verður borg- uð út á ákveðnum tíma. Allir ættu að líítryggja sig í „Andels Anstalk o- Umboðsmaður: Jón Stefdnsson Akureyri. Ófriður á Balkanskaga. Óeirðir. Á síðari árum hafa verið miklar viðsjár með smáþjóðunurn á Balkan- skaga og Tyrkjum. Hefir þeim oft lent saman í smáorustum og hefir þar ýmsum veitt betur. Þegar ítöl- um og Tyrkjum sinnaðist svo að ófriður varð úr milli þeirra hugsuðu smáþjóðirnar sér að nota tækifærið og jafna á Tyrkjum, launa þeira nú lambið gráa, hefna ýmsrá grimdar- verka þeirra og losa frændþjóðir sínar í Albaníu og Makedonju undan ánauðaroki Tyrkja. í byrjun oktober síðastl. var svo komið mál- um ítala og Tyrkja að auðsætt þótti að sættir kæmust fljótlega á milli þeirra, þótti þá Búlgurum ekki mega dragast lengur að láta skríða til skara, en þangað til hafði alt gengið í þaufi og ráðagerðum, og gengust þeir þá fyrir bandalagi milli Búlgara, Serba, Grikkja og Svartfellinga gegn Tyrkjum. Liðsafli þessara 4 þjóða er talinn: Búlgara 400 þús., Serba 175 þús., Grikkja 100 þús, og Svartfellinga 50 þús. manna, en Tyrkja samtals 1200 þús. — Fastaliðið er talið: Búlgara 250 þús., Serba 150 þús, Grikkja 80 þús, og Svartfellinga 30 þús. samtals 510 þús. en á móti er hið fasta herlið Tyrkja 500 þús. Liðs- munur er því nær enginn og hvoru- tveggja, bæði Bandamenn og Tyrkir, eru hinir mestu hermenn, grimmir og skapharðir, svo atgangurinn verður óefað ófagur, þegar þessi miljón manna, sem ófriðarríkin ráða yfir af vopnfærum mönnum, fer á stað til þess að drepa og eyðileggja. Fullyrt er að Tyrkir hafi lítinn skaða beðið heima, í ófriðnum við ítali, því þar hafi þeir mest teflt fram Aröbum, og geti því snúist mót Bandarrjönnum af öllu afli. Fyrsta orustan varð 2. oktober og réðu þá Búlgarar á Tyrki þar sem heitir Harmalu og báru hærri hluta, en mistu 400 manns. Ovíst um tjón Tyrkja. Fjórum dögum síðar varð aftur orusta milli þeirra við Temrosch er stóð í 3 klukkustundir og biðu Búlgarar þar ósígur. Síðan urðu ýmsar smáskærur og gerðist lítið markvert á þeim fundum, svo langt sem þau útlend blöð ná, er „Gjh'1 hefir. Serbar réðu á Tyrki um sama leyti og Búlgarar, áttu við þá ýmsar smá- orustur og veitti ýmsum betur. Helst er getið bardaga við Sandjak. Biðu Serbar þar ósigur og létu um 1000 manns, en Tyrkir biðu þó meira tjón, en voru liðsterkari ’og untiu’þvi sigur. — Loks er að geta Svartfellinga sem eru bardagamenn miklir og vanir viðureign við Tyrki. Þeir hófu ófriðinn að morgni 9 okt. og réðu á setulið Tyrkja við Planitzs. Pétur konungsson, átrúnaðargoð Svartfellinga, skaut fyrsta skotinu og hófst þá orusta er stóð í fjórar klukkustundir og unnu Svartfellingar sigur. Ráku þeir flóttann til Detchich, en það er viggirt herliðsstöð Tyrkja, og börðust fullan sólarhring áður en Tyrkir gáfust upp og varð mikið mannfall. Þar fertgu Svartfellingar mikið herfang, skotvopn, handbyssur og fallbyssur og skotfæri. Næsta dag (11 oktb.) héldu Svartfellingar áfram til Tuzi, sem er vel víggirtur bær, og voru Tyrkir þar fyrir fjöl- mennir. Varð þar hörð orusta því Tyrkir tóku mannlega á móti, en þótt Svartfellingar ættu þar að sækja upp brekku, móti fallbyssukjöftum Tyrkja, lauk svo að þeir unnu mik- inn sigur, eftir 14 klukkustunda hvíldarlausan bardaga og mikið inannfall af báðum. Tyrkneska þjóðin er sögð einhuga um að láta allar innbyrðis flokkadeilur og illindi hvíla sig meðan á ófriðnum standi, og svo æst var þjóðin orðin móti Banda- mönnum, sérstaklega Búlgurum, að miklar líkur eru til að Tyrkir hefðu ráðið á þá, ef liinir hefðu ekki orð- ið fyrri til. Til dæmis má geta þess að seint í seþtember, gengu stú- dentar háskólans í Konstantinopel í skrúðgöngu heim að höll soldáns, sungu þar ættjarðarkvæði og or- ustuljóð og orguðu af öllum kröft- um: „Bardaga og blóðsúthellingar! Niður með Búlgara! Verjum samd föðurlandins! Stríð! Stríð!" Soldán, Múhamed V., kom út á hallarsvalir og talaði til stúdenta, þakkaði þeim áhuga þeirra og sagði að stjórnin væri viðbúin hvað sem í skærist. Snéru studentar þá burtu og gengu um allar helztu götur Miklagarðs organdi: Stríð! — Stríð! Tyrkir hafa skift öllu herliði sínu í tvær höfuðherdeildir. Á önnur að sækja móti Grikkjum við landamær- in að sunnan en hinn að verjast Búlgurum að norðan. Yfirhöfðingi alls hersins er Abdúl pasja. Markmið ófriðarins segja menn að sé margþætt. Fyr- ir Búlgurum vakir að krefjast full- komins sjálfstæðis fyrir Makedoníu, og vonast þeir þá eftir að hún játist undir forsjá sína og vernd. Serbar vilja auka ríki sitt alla leið að Adríaflóa. Svartfellingar vilja fá skika af Albaníu, en þó Tyrkir verði yfirunnir eru lítil líkindi til þess, því Albanar vilja engum lúta og sízt þykjast þeir minni menn en Svartfellingar. Grikkir ætla að ná föstum tökum á Krít, og síðast en ekki sízt, eru ýmsar smáeyjar - um- hverfis Balkanskagann sem vilja mynda sjálfstætt sambandsríki, ef svo fer að veldi Tyrkja verði úr sögunni. Stórveldin létu öll eins og þau stæðu á öndinni þegar ófriðurinn var að byrja, og lýstu yfir því, hvert í kapp við annað, að þau ætluðu sér að stilla til friðar. En ekkert varð úr öllum þeim stóryrðum og ráða- gerðum þegar til kom, Það er nú fyrst fyrir nokkrum dögum að sím- fregn segir að Rússar, Englendingar og Þjóðverjar hafi sent flotadeildir á stað, til þess að hafa þær til taks í grend við orustustaðina, ef þeim kynni að detta eitthvað gott í hug, og geta surnir þess til, að orsökin muni mest sú að þeim þyki öllum áríðandi að vera nærstaddir, og geta lagt orð í belg, ef til þess kæmi að reytum Tyrkja yrði skift. Óljósar fregnir. Þegar hér er komið sögunni verða fréttir af ófriðinum mjög óljós- ar, vegna þess að stjórnir allra ríkjanna á Balkanskaganum, tóku sig saman um, að láta hefta sím- skeyti, er segðu frá ófriðinum, svo að stórveldin gætu sem minstar fregnir fengið af því er þar gerðist. Þó fréttist, að Grikkir hefðu einnig lagt til orustu við Tyrki, eins og bandamenn þeirra, en beðið lægra hlut, enda eru Grikkir sagðir litlir hermenn og herinn illa æfður og agalaus. — Georg Grikkjakonungur var staddur í Kaupmannahöfn, síðla í septbr. en hraðaði ferð sinni heim til sín, rétt áður en ófriðurinn hófst. Símskeyti um ófriðinn þau er hafa verið send hingað til íslands, herma öll á einn veg að Tyrkjum gangi alt af þunglega og Reikningsbók Jónasar Jónassonar I. hluti, 2. útgáfa bundin 1.50, II. hluti bundinn 1.00. Fæst hjá bóksölum,

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.