Gjallarhorn - 28.12.1912, Side 1
Gjallarhorn.
Ritstjóri: Jón Stefansson.
VII
. 15. • Akureyri 28.
• ••••••#• • • • • • • • • • ■•-•■-•-• • • • • • • •^ « ••• • • • • •
desember.
1912.
jómenn! Carlsberg Bryggerier
V _1 _ 1 Lvs
Hvað lofa menn mest i verinu?
Otlum ber saman um
SJÓFATNAÐ frá Helly I. Hansen, Moss og
F I S K I L I N u R frá Bergens Notforreining.
Carlsberg M|rsk Skattefri
---áfengislítið — efnisvandað — bragðgott — endingargott.-
Carlsberg Skattefii Porter
efnismestur af öllum Porter-tegundum
Carlsberg Mineralvand
Biðjið því um þetta bjá kaupmanni yðar.
Umboðsmenn:
Garl Sæmundsen & Go.
G. Gíslason & Flay, Ltd.
Reykjavík Leith
er elzt og stærst af íslenzkum heildsölu-
verzlunum, og stendur því langbezt að
vígi með að
selja
og útvega, kaupmönnum og kahpfélögum,
allar útlendar vörur, hverju nafni sem nefn-
ast, með hæfilegu verði og góðum kjörum og
kaupa
og taka í umboðssölu, allar íslenzkar af-
urðir, svo seljanda verði sem hagnaðarmest.
Firmað hefir erindreka í
Foregi og Danmörk.
Kaupmenn og Kaupfélög!
Áður en þið kaupið hjá öðrum, eða ráð-
stafið innkeyptum afurðum, ættuð þið að
leita upplýsinga hjá
G. Gislason & Hay, Ltd.
HVERb VEGNA
vátryggja menn eignir sínar, hús, bú-
slóð, kvikfénað, skip, báta o. s. frv.
gegn tjóni, sem ef til vill kemur aldrei
fyrir, en
trassa að vátrys:gja líf sitt
gegn dauðanum, sem áreiðanlega tek-
ur það fyr eða síðar?
Daglega hafa menn dæmi fyrir aug-
unum, er sýna hve lífsábyrgð hefði
komið að góðum notum, og hve mikla
hjálp hún hefði getað veitt þá og þá.
Margir spyrja: hvar á eg að
kaupa mér lífsábyrg'ð?
„Andels-Anstalten Tryg“
er stærsta og ódýrasta lífsábyrgðarfé-
lagið, er starfar í Danmörku. Arið sem
leið voru keyptar lífsábyrgðir í dönsk-
um lífsábyrgðarfél. fyrir þessarupphæðir:
Andels-ýtnstaltenTrygkr. 18.500.000
Hafnia - 14.317.421
Stats-Anstalten — 13.000.000
Danmark — 6.000.000
Dansk Folkeforsikring — 5.185.652
Carentia — 5.000.000
Nordisk Livsforsikring — 1.813.371
Fremtiden — 1.293.559
Dan — 800.000
Koldinghus — 200.000
Andels Anstalten langefst á blaði.
Barnalíftryggingareru hvergihent-
ugri né betri en í þessu félagi. Hægt
að kaupa ábyrgðir þannig, að öll ið-
gjöld hætta, of faðir barnsins eða
fóstri deyr, en lífsábyrgðin er samt
sem áður ( fullu gildi og verður borg-
uð út á ákveðnuni tima.
Allir ættu að líftryggja sig í
„Andels-Anstalten Tryg.a
Umboðsmaður:
fón Stefdnsson Akureyri,
Júlíus Havsteen
yfirréttarmálafluiningsmadur
Strandgötu 37
ertil viðtals hl. 10—11 f h. 2—3 og 5—6 e. h.
Talsimi 93.
Borgið „Gjallarhorn1!
Peir sem hafa veitt blaðinu móttöku frá
byrjun, en aldrei borgað einn eyri fyrir
það, eru vinsamlega beðnir að greiða
því skuld sina nú fyrir áramótin. Upp-
hæðin er ekki há hjá hverjum einstökum
kaupanda, en blaðið munar miklu að eiga
hana hjá mörgum. Það er ekki gefið út
af neinum »flokkssjóði» og þarf á öllu
sínu að halda.
Hafskip á hvolft.
íslenzK skipshöfn druknar.
Á sunnudaginn fundu menn frá
Borgarnesi, hafskip á hvolfi, fram und-
an Knararneslandi; maraði það í kafi
svo kjölurinn var að nokkru ofansjávar
og gátu þeir þá ekki gert neitt að,
til að bjarga skipinu, því öli tæki
vantaði, og ,ekki þektu þeir skipið.
Fóru þeir þá til iands og fundu þá
rekið þar í fjörunni ýmislegt dót úr
skipinu og þar á meðal nafnspjald þess.
Var það skonnortan »Hekla« úr Reykja-
vík, eign Qarðars Qíslasonar stórkaup-
manns.
»Hekla« lagði af stað frá Halm-
stad í Svíþjóð 20. október síðastliðinn
áleiðis til íslands og var hlaðin timbri.
»Hekla« var sterkt og vandað skip,
120 tons að stærð. og vel búin út að
öllu. Frá því hún lagði frá Halmstad
hafði ekkert spurst til hennar fyr en
þarna. Skipstjóri var Sigurður Móses-
son (áður stýrimaður á »Norðurljós«
D. D. P. A.), giftur maður í Reykja-
vík, stýrimaður Þorsteinn Egilsson,
kvæntur, úr Hafnarfirði; hásetar Bene-
dikt Benediktsson (sótara) úr Reykja-
vík, Jón Sturluson úr Reykjavík og
Jón Mósesson úr Dýrafirði (bróðir
skipstjórans?). Reir voru ailir vátrygð-
ir í lífsábyrgð íslenzkra sjómanna (400
kr. hver). Skipið »Hekla« var vátrygð
í ensku félagi, en mjög lágt og bíður
eigandinn, Garðar Gíslason, mikið tjón.
áreiðanlega bezta sódavatn.
Eldsvoði
á Sauðárkróki.
Á mánudaginn, 23. þ. m., kom upp
eldur í Gránufélagshúsunum á Sauðár-
króki og voru upptök hans frá röri
úr borðstofuofninum. Brann íbúðar-
húsið fyrst, eða sá endi byggingarinn-
ar, sem það var í, en í henni voru
auk þess skrifstofa og sölubúð verzl-
unarinnar og vörugeymsla nyrzt. Var
húsið um 40 álna langt og mjög
sterkt og vandað að viðum. Atti það
áður Stefán sál. jónsson verzlunarstjóri
á Sauðárkróki, og hafði hann leigt
það Gránufélaginu frá því það byrjaði
verzlun á Sauðárkróki. Mörg önnur
hús voru í voða af eldinum, en Sauð-
krækingar vörðu þau með miklu harð-
fengi, svo þau sákaði ekki, og slöktu
þeir eldinn, án þess hann breiddist
frekar út.
Scorge X Schracfer
heitir amerískur maður (frá New York),
sem dvelur hér í bænum. Hann er
gamall verksmiðjueigandi, en er fróð
ur á margt, því hann hefir ferðast
víðsvegar um heim og kynt sér margt
nytsamlegt. Hefir hann varið miklu af
efnum sínum til að reisa og styrkja
ýmsar líknarstofnanir, og ennfremur
hefir hann skrifað bæklinga og blaða-
greinar til að fræða bæði alþýðu og
yfirvöld í Ameríku um margt gagnlegt,
sem hann hefir lært á ferðum sínum.
Mikið af ritum hans er heilsufræðis-
legs efnis og ber ekki einasta vott
um opið auga fyrir gagnlegum nýj-
ungum, heldur líka að þetta er hjarta-
góður maður, með brennandi áhuga
á að bæta hag bágstaddra í hvaða
landi, sem er.
Hann hefir dvalið hér síðan snemma
í sumar og ætlar sér að vera hér fram
eftir vetrinum. Rað, sem hefir kyrsett
hann hér eru hestarnir okkar. Hann
hefir tekið ástfóstri við þá og er að
skrifa bók um rétta meðferð á þeim.
Honum hefir blöskrað að sjá hve allri
hirðingu og nieðferð hestanna okkar
er ábótavant. En þrátt fyrir alla van-
rækslu vora á vorum þörfustu þjón-
um, telur hann íslenzku hestana vera
í fremstu röð allra hesta í heiminum,
og því meiri ástæða til að sýna þeim
sóma.
Niðurjöfnunarnefndin á Akureyri hefir
sýnt herra Schrader þann sóma að
leggja á hann útsvar, fyrir það eitt að
hann hefir dvalið hér meira en fjóra mán-
uði í bænum. Reyndar var útsvarið
ekki svo hátt að hr. Schrader munaði
nokkuð um að borga það, en hann
hefir mikið brosað að þessari skringi-
legu aðfer.ð sem Akureyrarbær virðist
nota til að hæna að sér útlendan ferða-
mannastraum.
Yfirleitt hefir hann rekið sig á margt
hér hjá okkur, sem honum finst mið-
ur fara. Sérstaklega hefir hann rekið
sig á að okkur íslendinga brestur
mikla þekkingu á heilsufræðislegum
efnum ekki síður en aðrar þjóðir. Hefir
hann kvatt mig til að þýða nokkrar
greinar heilsufræðislegs efnis eftir sig
og aðra, með athugasemdum, er sér-
staklega snerta okkur. »Gjallarhorn«
mun fyrst um sinn flytja greinar af
þessu tægi undir fyrirsögninni: »Heilsa
og langlífi.«
Steingrimur Matthíasson.
Akureyri.
Fyrirleslur um Balkanófriðinn, hélt
Július Havsteen kand. juris í Stú-
dentafélaginu á föstudaginn. Var hann
fróðlegur og vel saminn og gaf glögt
yfirlit yfir allan gang málsins og til-
drög ófriðarins.
>Skjaldvör tröllkona« var leikin í
leikhúsinu á sunnudagskvöldið og
á annan í jólum, og verður leikin
í kvöld og á sunnudaginn.
Barnaskólinn. Greinarhöf. sá er
vakti máls á umræðum um hann bið-
ur »Gjh.« að geta þess að von sé
á ritgerð frá sér aítur um það efni.