Huginn - 15.08.1907, Side 2
10
H U G I N N
HUGINN
kemur út annanhvern fimtlldag (og oftar), en þá fimtudaga,
sem hann kemur ekki út, verða gefnar út r>Nýjungar«. með
nýjustu fréttum, er síðar verða teknar upp í Huginn.
I. ár Hugins (til nýárs 1908) kostar kr. 1,75, og fylgja
honum gefins til skilvísra kaupanda tímaritin;
.,SrMAK(»JÖF‘v (III. ár) með myndum (bókhlöðuverð
kr. 0,75) og
„ÆRINGI“ (I. ár) gamanrit með myndum (bókhlöðu-
verð kr. 1.00).
Þeir sem borga þennan I. árg. fyrir 1 5. okt. næstk., fá ritin
send ókeypis; þeir sem síðar borga, verða að láta fylgia
póstburðargjald þeiria.
Þeir sem ekki hafa borgað árganginn fyrir næstk. nýár,
fá ekki kaupbætinn.
Utgefendur:
Bjarni Jónsson frá Vogi, Skólavörðustíg 11. Talsími 179, og
Einar Onnnarsson Tempiarasundi 3. Talsími 160.
Afgreiðslu annastTheodór Árnnson,Templarasundi 3.
Talsími 160.
Afgreiðslan er opin kl. 9—2 og 3V2—6V2.
hvergi nefnd í fornlögunum. En eftir því sem ráða
má af sögunum, þá hefir liún þó tíðkast bæði fyr
og síðar á lýðveldistímanum. Hennar er meðal ann-
ars getið bæði í Landnámu, á tíundu öldinni, Vatns-
dælu, Sturlungu og víðar. Venjulega hefir þessi sekt
verið gerð með sátt millum aðila, en líklega ekki oft
með dómi.
Að visu finst þess getið, að maður hafl verið
gerður sekur á þingi, en það sannar vitanlega ekki,
að það hafi verið samkvæmt dómi, því að menn sætt-
ust oft á þingunum og þar komust sættir oft á, þ ótt
reynt hefði verið fyrr að sætta menn, en ekki tekist.
II. Missir valds eða emhættis. Goðana ber
að vísu ekki að telja ernbættismenn í þeirri merk-
ingu, sem það orð er nú haft. Þar til her það, að
goðorð gengu að erfðum, gengu kaupum og sölum,
mátti skifta þeim o. s. frv. Þó er staða goðans að
mörgu leyti opinbers eðlis og víst er um það, að þeir
gátu mist þetta veldi sitt, er goðorðið hafði í för
með sér, þegar þeir gerðu sig seka í afglöpum við
störf þau, er þeir áttu að rækja. í Grágás er það
t. d. ákveðið, að goði skuli verða »úr goðorði« sínu,
ef hann nefnir mann rangt í dóm, ef hann dylst við
eða gengst ranglega við þingfesti manns, ^ef hann
kemur eigi á réttum tíma til þings, ef liann nefnir
eigi menn í dóm, þar er liann er skyldur til, o. s. frv.
Fleiri opinberir starfsmenn voru hér og eftir að
kristni var Iögtekin, svo sem biskupar og prestar. í
lögunum (Kristinrétti hinum forna) er þess ekki getið,
að þeir mistu embætti sín, þótt þeim yrði eítthvað á.
Það er vitanlegt, að þeir mistu stöðu sína, ef þeir
gerðu sig seka í einhverju glæpsamlegu atferli og
urðu því að sæta þeirri refsingu, sem var ósamrým-
anleg stöðu þeirra, t. d. skóggangi, fjörbaugsgarði o.
s. frv.
En þar sem slíku var ekki að skifta, þá eru
engar reglur í Kristinrétti liinum forna um embættis-
missi klerka. Slíkt heyrði undir valdsvið biskupa.
Framferði biskupa aftur á móti var háð valdi erki-
biskups.
í Kristinrétti hinum forna er prestum einungis
boðið að lilýða biskupum og ef þeir óhlýðnist þá
skuli þeim stefnt fyrir prestadóm á alþingi, sem skip-
aður var 12 prestum.
III. Fjárútlát. Sú refsing liét í fornöld »úf-
Iegð«, sein nú er kölluð »seld«. »Að verða útlægur«
þýddi í fornlögunum að verða skyldur til fjárútláta
í refsingarskyni. Utlegð er afaralgeng eftir fornlög-
unum. Þar er víða svo að orði lcomist, að maður
verði útlægur, án þess að taka fram fjárupphæðina,
sem maður verður útlægur. Má ætla, að þá sé átt við
3. marka átlegðina, sem var langtíðust á þeimtímum.
Áður en farið er út í útlegðarrefsinguna nánar,
skal stuttlega minst á það, hversu mikils virði út-
legðir þær, sem lögin og sögurnar nefna svo oft,
mundu verða eftir núgildandi verðlagi.
Á söguöldinni var aðalmælirinn alinin. Þar
með var átt við alin vaðmála, því að vaðmál var
helzta verzlunarvaran og gjaldeyrir fornmanna hér
á landi, sex álnir váðmáls gerðu 1 eyri og 8 aurar
gerðu mörk. Ennfremur reiknuðu rnenn i kúgildum.
Eitt kúgildi var talið 120 álna virði. Ef nú kýrin
er reiknuð 100 kr. i núgildandi peningum þá verður
alinin nál. 83Vs eyrir eftir núgildandi verðlagi. Eftir
því verður 1 eyrir forn sama sem 83Vs. (5 = 5 krón-
ur. 1 mörk verður sama sein 5. 8 — 40,00 krónur.
Þriggja marka sektin verður því nál. 120 krónum
cftir núgildandi verðlagi peninga. Þessar fébætur
mátti venjulega greiða í gjaldgengri vöru, svo sem
vaðmálum, kvikfé og fasteignum, og varð sú greiðsla
langalgengust á 12. og 13. öld.
Fjárútlátum sem refsingum má skifta í þrent
eftir eðli þeirra og til þess að fá glöggvara yflrlit
yfir þau: Eiginlegar fjársektir (3. marka sektir og
ýmsar meiri eða minni fjársektir), réttinn og nið-
gjöldin.
a) Eiginlegar fjársektir. Fjársektir eru Iagðar
við mesta aragrúa afbrota í Grágás. Sektirnar eru
nokkuð misháar, nokkurir aurar, 3 merkur, sem er
langtíðasta sektín og þaðan af liærri upp í 12 merk-
ur. 40 marka sektir þektust ekki. Það er auðvitað,
að útlegðir (fjárútlát) þóttu miklu vægari refs-
ingar, en skóggangur, fjörbaugsgarður og þræl-
dómur, alveg á sama hátt sem mönnum þykir nú
betra að vera dæmdir til fjárútláta í refsiskyni
en fangelsisvistar. Ef afbrotið er svo vaxið, að aðili
er dæmdur í útlegð, þá er það einmitt vottur þess,
að það er tiltölulega ósaknæmt, og sama máli var
að gegna í fornöld. (Framh.).
Kyrirlestur
Porvaldar Thoroddsens
vió Geysi 4/s 1907.
Herra konungur, lierra konungsson; góðir mennl
Eg hef verið beðinn um að segja yfirlit yíir
jarðfræði íslands á hálfri klukkustund. Ekki verður
margt sagt á svo skömmum tíma, en eg er boðinn
og búinn að verða við ósk háttvirtra gesta vorra, ef
þeir vilja skýringar á einhverju í þessari ferð.
Þótt eigi sé löng leið hingað, þá liöfum vér þó
séð nokkuð eðli landsins, og þótt sá vegur sé harla
fjölfarinn, sem vér höfum nú að baki oss, og þótt
landið sé hér milt og auðvelt í samanburði við óbygð-
ar auðnir, þegar innar dregur í landið, þá höfum vér
þó kynst að nokkru - eðlisfari þessarar miklu eyjar.
Vér höfum séð smiðjur elds og íss og séð vinnubragð
þeirra máttugu afla, sem hafa gert þetta land. Vér
höfum séð hraunbreiður og hraunsprungur og eldfjöll
(Skjaldbreiði) í fjarska og jökla, svo sem Langjökul,
vér höfum séð eitt hið stærsta stöðuvatn á íslandi
og fyrir sunnan oss er suðurlandsundirlendið með
grænum engjum og stórfljótum. Þó höfum vér eigi
séð nema lítinn liluta af liinu mikla landi, þar sem
sjá má hinn hrikalegasta mikilfengleik eðlisaflanna,
þegar inn á eyðimerkurnar kemur. ísland er »und-
arlegt sambland af frosti og funa« eins og skáldið
kvað og hvergi á jörð er neitt annað land, þar sem eldi
og ís er blandað saman með jafnfurðanlegum hætti.
Héðan megum vér sjá tanga nokkra, sem ganga fram
úr hinum miklu ísbreiðum, cr þekja hálendi íslands
og teygja skriðjökla og jökulelfur niður um dali og
sléttur. Víðátta þeirra er eins mikil og dönsku eyj-
anna og Vatnajökull einn er 150 fermílur.
Víða blunda ógurleg eldfjöll undir ísfargi þessu;
en við og við koma stór gos og bræða ísinn og snjó-
inn. Fer þá ógurlegt vatnsílóð yíir láglendið og ber
með sér jaka, sem eru engu minni en heil hús. Marg-
ar bygðir hafa eyðst sunnanlands í slíkum vatns-
flóðum, sem nefnast jökulhlaup. Hafa menn síðan
orðið að gera sér bæi uppi í hlíðum og uppi á fjöll-
um, þar sem jökulhlaupin komast ekki að. Öræfa-
jökull gaus 1350 og þá skolaði eina morgunstund út
á sjó tveiin sóknum með 40 bæjum og tveim kirkj-
um. Einn maður og tveir hestar héldu lííi..
Á suðurströndinni eru sandar miklir fram-
undan jöklunum og renna um þá jökulár margar,
breytilegar og kvíslóttar, sem stafa af ísbráð. Hér
má enn í dag sjá og læra, með hverjum hætti hin
lauslegu jarðlög verða til, sem eru undir jarðvegi
Danmerkur og urðu til í lok ísaldarinnar, þcgarfeiki-
legir jöklar þöktu Norðurlönd og teygðu skriðjökul-
arma og jökulfljót niður um Danmörk og norður-
hluta Þýzkalands.
ísland er áreiðanlega, merkilegasta Eldfjalla-
land í heimi. Eg hefi fundið 130 eldfjöll á ferðum
mínum og eru flest þeirra sloknuð en þó hafa 25
gosið svo að sögur fari af. Mest allra eldfjalla á land-
inu er Askja, i miðju landi. Gígurinn er svo víður
að vel gæti rúmast á botni lians tveir bæir á sömu
stærð sem Kaupmannahöfn. Askja gaus síðast 1875.
Þá var hér enginn ritsími, en sjálft sendi eldfjallið
skeyti til útlanda, því að 11 stundum síðar en gosið
hófst, rigndi ösku á vesturströnd Noregs og 10 stund-
um síðar í Stokkhólmi. Önnur eldfjöll hér á landi
hafa oft sent skeyti út yfir hafið. 1783 rígndi ösku
í Skotlandi, 1625 í Noregi, 1845 í Norðurþýzkalandi
o. s. frv. Til útlanda berst þó að eins smæsta dustið,
en hér á landi er sáldað á oss grófara méli. Er það
til marks hér um að Hekla henti steini á mann í
Skálholti og drap hann. Þar eru 6 mílur á milli.
Sarna eldfjall hefur og skotið stórum eldibröndum til
Skagafjarðar, 24 mílur vegar.
Síðan sögur liófust, hefir það verið mest gos á
íslandi, er Laki við Skaftá gaus 1783. Þá kom upp
gígaröð 4 mílur á lengd. Eru þar 100 gígir, sem
hraun hefir runnið úr. Þau hraun eru 10 fermílur,
eða á stærð við Borgundarhóhn. Ef síbreiða lægi yfir
Sjálandi af þeim ósköpum, er gígirnir spjóu þá, múndi
sú ey verða hulin 6—7 feta þykku lagi af hrauni,
ösku og gjalti. Veturinn næsta eftir þetla gos dráp-
ust þrír fjórðungar af öllum kvikfénaði á íslandi, og
þar á eftir kom hungur og sjúkdómar er banaði 9200
manns, fimta hlut landsmanna. Smádustið breiddist
út um gufuhvolf jarðar, svo að þá var sólarlag óvenju
fagurt um alla Norðurálfuna.
íslenzk eldfjöll eru að mörgu leyti liugnæm fyrir
alþjóðavísindi. Einkum eru sprungugosin fræg orðin^
því að þau þekkjast ekki annarsstaðar á þessari jarð-
öld. Vanalega hlaðast upp há keilufjöll á gosstaðn-
um með gíg í toppnum. Er þetta hin alþekta eld-
fjallagerð svo sem er Vesuvius, Ætna, Hekla, Snæ-
felsjökull o. fl., í öðrum stöðum koma lágir hraun-
skildir með djúpu opi í toppnum svo sem Skjald-
breiður í nánd við Þingvelli. Á íslandi eru 16 slíkir
hraunskildir, en þekkjast hvergi annarsstaðar nema
á Sandwicheyjum i Kyrrahafi. En á íslandi er það
ekki sjaldgjæft að sprungur koma á flatlendi og hraun-
flóð velta þar út. Á sprungunni koma stundum gígir
í röðum, en stundum engir. Eina gíglausa sprungu
fann eg 1893 fyrir norðan Mýrdalsjökul. Hún er 4
—500 fet á dýpt. Þaðan hafa runnið hraun sem ná
yfir 12—13 fermílur. (Frh.)
Fróðleiksmolar.
Fossar og skógar. Austmenn skipuðu nefnd
manna í septbr. 1905 til þess að semja frumvarp
til laga um, hverjir eignast megi skóga, fossa, náma
og þess konar í Noregi. Nefndin hefir nú lokið
starfi sínu.
Hún skiftir í þrjá flokka þeim, sem mega fá
eignarrétt yfir þessum hlutum. 1) Ríkið, sveitir og
borgarar mega eignast það án leyfis eða skildaga.
Hinir flokkarnir eru 2) norsk félög ábyrgðarlaus
og 3) erlendir menn og hlutafélög þar sem meira
en !/3 hlutafjárins er útlendur (útlend félög).
Þessi ákvæði eru um skóg:
Erlendir menn eða erlend félög mega ekki
eignast meirg en 100 teiga (hektar) afskógi. Norsk
félög ábyrgðarlaus fá skóga því aðeins að það hrjóti
ekki hág við hag ríkisins. Er þess jafnan gætt áð-
ur leyfi sé veitt; en leyíisins má ekki án vera.
Um fossa er svo tiltekið:
Færri liestöfl en 500 eru öllum heimil. Til
þess að eignast meira afl hafa norsk félög rétt, ef
þau eiga heima í Noregi, stjórn þeirra er alveg
norsk, og ef þau vilja játast undir nauðsynlegt eft-
irlit með þvi að 2/b af stofnfénu haldist í höndum
landsmanna. Erlendir menn og áhyrgðarlaus félög
önnur, en nú voru nefnd, geta l'engið konungsleyfi
til þess að eignast íossa og nota þá, ef hag hins
opinbera er eigi spilt, en konungur verður að setja
skilyrði. Hin helstu eru: liörð ákvæði um aðbyrj-
að sé að hagnýta fossinn innan tiltekins tíma, og
liörð ákvæði móti því, að hætt sé starfinu eða það
minkað niður úr því sem leyfið tiltekur minst. Ef
tiltök eru skal hafa norska umsjónarmennn, norska
verkamenn og norskt efni. Banna skal að ganga í
nokkurn félagsskap til að hækka verð, nema það
sé með leyfi ráðaneytisins. Ekki má flytja starf-
afl úr landi án leyfis. Skylda má eigandann að
láta 5% af starfsaflinu af hendi við sveitina og aðra
5% við ríkið, hvorttveggja cftir hámarki verðs, er
ráðuneyti setur (framleiðslukostnaður -f 10°/o ágóði).
P'ossinn skal verða eign ríkisins án endurgjalds eftir
60—80 ár eða í lengsta lagi 99 ár, ef sérstaklega
stendur á. Það sem ríkið eignaster: allur umbún-
aður til hreytinga á farvegi og rensli vatnsins, svo
sem stíflugarðar, skurðir, jarðgöng, þrór, lokræsi o.
fl. og auk þess land það sem fylgt heíir aflstöðinni
og réttindi. Aðra hluti borgar rikið eftir mati, ef
starfseminní á að halda áfram.