Huginn - 15.08.1907, Síða 4

Huginn - 15.08.1907, Síða 4
12 H U G I N N mönnum varið, að alt mundi komast af, þótt ekki væri hlaðið á prestinn sveitamálum, sem því miður væru oft þannig vaxin, að erfitt væri fyrir hann, að beita þeim tökum, sem bezt ættu við. »Prestunum er,« mælti hann, »eðlilega eiginlegra sakleysi dúf- unnar, heldur en hrekkvísi höggormsins. En það er mín reynsla, að mátuleg hrekkvísi í sveitamálum sé alveg nauðsynleg. — Eg sé að presturinn hristir höfnðið. — En hvernig færi fyrir þeirri sveit, sem sjmdi öll spilin á hendinni? — Trúið mér til — hún fengi alla gosana, — sveitarþurfana meina ég, — sem hinir hefðu á höndum og hefðu orðið að dúsa með! — Nei, mér hefir nú alt af fundist að prestarnir ættu að vera lausir við alt, nema em- bættið og búskapinn. Og hann ættu þeir að læra i prestasKÓlanum; um leið og þeir læra að prédika og tóna. — En það er nú stundum, eins og' prest- arnir vilji sjálfir — —« Hér greip prestur fram í ræðu Halls, ogspurði hann til ráða um eitthvert vandamál sveitarinnar. En þegar svo var að honum farið, mátti hann til að hætta við tölu sína; sem honum fanst þó mundi verða góð hjá sér. — Hann mátti til að gefa prestinum ráð. Eftir þetta var auðséð á öllu, að prestur kunni illa við, að sitja lengur á fundi þessum. En það hafði engin sjáanleg áhrif á Hall oddvita. Hann hafði nú eins og venjulega gamanaf aðgjörafund- inn sem lengstan. Og þegar honum var loksins slitið, — fann oddvitinn upp á þvi, að »hefja umræður um síðasta frumvarp kynbótanefndarinn- ar,« — sem prestur var formaður í. Hallur gerði þetta á þann hátt, að prestur »komst í hita« og »mótmælti kröftuglega« öllum aðfinslum hans. En Hallur reyndi að sitja við sinn keip, og »krafðist þess að sýslunefndin eða kynbótanefndin tækju at- hugasemdir sínar til greina.« Hélt þá prestur »langa tölu,« og varði »aðgjörðir sínar í málinu.« Ræða prests var sköruleg og lýsti bæði »frábærri þekkingu og skörpum skilningi.« Fór svo að lyktum að Hallur varð að þagna, þó það væri honum sízt að skapi. Þannig losnaði prestur við nefndarstörfin þennan dag. Meðnefndarmenn hans komu nú hver á eftir öðrum og kvöddu hann með kossi og handabandi, og þökkuðu honum fyrir sig og samvinnuna. Prestur beiddi guð að vera með þeim öllum nema Halli. — »Vertu nú sæll, Hallur minn!« sagði hann að skilnaði. — En þá hvíslaði Jón í Seli að Jóni í Múla: »Nú er prestur reiður við Hall. Það heyri ég á róminum.« Jón í Múla þagði, og þeir riðu allir úr hlaði. Prestur horfði á eftir þeim ofboð litla stund, og hefir víst orðið feginn, að geta nú farið að hugsa um altarisgönguna. Hann talaði ekkert en ósköp lítið bros lék um varir hans. — Svo fór hann inn. En prestur átti ekki því láni að fagna, að geta nú hvílt sig, — eða búið sig undir altarisgönguna; — því að rétt eptir að hrepsnefndin var búin að yfirgefa hann, komu þau orð til hans, að Hjörtur »malari« væri kominn og vildi finna hann. Hjörtur »malari« var fatlaður aumingi, sem hvergi hafði höfði sínu til að halla. Hann vann fyrir sér með því að mala og fékk af því auknefni sitt. Önnur verk kunni hann ekki neitt til gagns og kom það að nokkru leyti af því, hve fatlaður hann var. Hjörtur var allra manna einkennileg- astur. Höfuð hans var afarstórt, sérstaklega ennið og heilabúið. Augun voru lítil, skásett og óstöðug og aldrei gat hann horfst i augu við nokkurn mann. — Ávalt leit Hjörtur undan. — Hann var skræk- róma og hávær; en þó fjarskalega feiminn og spé- hræddur. Hann var herðabreiður og gildvaxinn, með fallegar hendur. En fæturnir voru stuttir, hognir og rýrir og gátu litið borið hann. Hjörtur var einstakur meinleysingi, sem aldrei vildi öðrum mein gjöra. En þó var ílestum uppsigað til að hrekkja hann og erta á ýmsan hátt. Hann þótti svo skringilega ráðalaus og hlægilega aumingjaleg- ur, þegar hann komst í einhver vandræði; og einn- ig svo auðmjúklega þakklátur, þegar liann fékk að sleppa frá þeim. Hann var stórt, ófrítt og óskemti- legt barn. — Föðurlaust og móðurlaust, öln- bogabarn. (Meii'a). H E Y er til sölu. R. v. á. ISeztl og liollasti kaffiibætiriiiii or frá verksmiöjunni I>övetaod í H.aupmaniiahöfii. 8TÓRT ÉRTAL nýkomið i j. I*. T. IÍIÍXI >irs verzlun af: Borðlömpum, Hengilömpum, Eldhúslömpum, Standlömpum og 0mplum, og alt því tilheyrandi. fást í söluturninum. UNGAÍSLAND. Crl. Carlberg; Lagcriil. Mörk Skattefri. Tuborg Pilsneröl, Tuborg Wineröl, fæst í J. P. T. Brydes verzlun. Olíuf atn aður: Kápur, Buxur, Ermar, Sjóhattar, Svuntur í verzlun Matthíasar Matthíassonar, TJ mbodsmaður. ðskað er eí'tir aðaluinboðsmanni á íslandi fyrir ágæta skilvindu. Sýnishorn í Reykjavík. Umsókn sendist á skrifstofu Hugins. Mjög gott og ódýrt u.i*íiöiii* fæst í verzlun Kristinns Magntíssonar. Idi BJDRNS IffillSll hefir nú aftur fengið nýjar lurgöir af hinum alþektu góðu rná,lniii«£-ti vöi*iim. I verzlun Grimiiars Einarssoiiar fæst: KJÖT af uxum, kvígum, nautum og sauðum. Nýreyktur Allskonar matvörur og álnavörur m. m. Málverkasýnig' Ásgríms Jónssonar er í Góðtemplarahúsinu uppi á lofti. Opin hvern dag 11—3. Aðgangur 25 aura. <3Cálslín, c&ataofni, c&öi. - cflíf vanóaé. H.Aader5en&5öa 0 rval af Ingólfsstræti nr. 3 er landsins bezta, stœrsta og elzla. Það er því engum efa bundið að bezt er að kaupa þar allan skófatnað. Með síðustu skipum komu miklar birgðir þar á meðal dálítið af: liollenzliiim skófatnaði fyrir karla og konur og brúnum karlmannsstigvelum. Körfum og Töskum !J| fyrir »Sportsmenn« i ]. ?. í. Jryíe’s verslun. (limiteret) (Innborgað hlutalé 1 miljón króna). tekur í ábyrgð alskonar vörur milli íslands og út- landa; ennfremur milli Hafna á íslandi, með góðum kjörum. Umboðsmenn félagsins eru : O. Johnsen Kaaber LæRjargÖla 4, Reykjayít jtiðursoðin matvzli Karl Petersens af öllum tegundum og VindLlai-, þar á meðal „Fuente“, fást í c7. c?. cf. cZryéQs versíun. | Eiríkur Kjerúlf | i Ííjelcnir á-v-e-x-t-i-r fást í verzlun Matthíasar Matiliíassonar. Clement Johnsen, Bergen. Ritsímautanáskrift: CLEMENT. /im fsi, síld o. s. frv. r Vesturgötu 22. Heima virka daga frá 10 til II f. h. og 2—3 e. h. ) Upplýsingar: Wallendahl & Sön. — Bergens Privatbank. Chocolade, Confect-brjóstsykur og annað sælgæti, fæst ávalt i verzlun Matthíasar Mattliíassonar. t’rcnlsmlðjan Gutenberg.

x

Huginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.